Dagur - 22.07.1937, Blaðsíða 3

Dagur - 22.07.1937, Blaðsíða 3
36. tbl. DAGUR 151 Sameining Alþýðuflokksins og Kommúnistaflokksins í einn sameinaðan alþýðuflokk. Síðastl. íimmtudag var fundur haldinn í verklýðsfélaginu Dags- brún í Reykjavík. Mættu á fundi þessum hátt á 5. hundrað félags- menn. Á fundinum bar Héðinn Valdemarsson fram svohljóðandi tillögu: „Verkamannafélagið Dagsbrún lýsir því yfir, að það telur hvers konar klofning í hinum faglegu og pólitísku samtökum alþýðunnœr vera stórhœttulegan og óverjandi að affhafast nokkuff, er viðurkenni og staðfesti slíkan klofning. Hins- vegar telur félagið lífsnauðsyn aff undinn sé bráffur bugur aff því að ná takmarki verkalýðsins um ein- ingu alþýðunnar í einu faglegu sambandi, Alþýðusambandi Is- lands, og einum pólitískum, lýð- ræðissinnuðum flokki, hinum sam- einaða flokki alþýðunnar. Félagið skorar því á stjórnir og meðlimi Alþýðusambands Islands, Alþýðuflokksins og Kommúnista- flokksins, að ganga nú þegar til endanlegra samninga um tafar- lausa sameiningu flokkanna í einn sameinaðan alþýðuflokk, er starfi á lýðrœðisgrundvelli, án innbyrðis flokkadráttar og í einu stjórnmála- félagi í hverju kjördæmi, að sigri og valdatöku alþýðunnar. Nú þeg- ar verði því skipulagi komið á hin faglegu og pólitísku samtök alþýð- unnar, að þau verði sem styrkust í baráttunni og engum háð, nema meðlimum þeirra, íslenzkri al- þýðu.“ Alþýðublaðið skýrir frá því, að tillögu Héðins hafi verið tekið með dynjandi lófataki um allan fundarsalinn og hafi hún að um- ræðum loknum verið samþykkt í einu hljóði. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að kommúnistar hafa að undanförnu verið með hvert sam- íylkingartilboðið á fætur öðru til annarra ílokka, en enga áheyrn fengið, þar til nú, að Héðinn Valdemarsson fær feikna áhuga fyrir sameiningu Alþýðuflokksins og Kommúnistaflokksins. Að lík- indum stafar þessi mikli áhugi mannsins frá bágri útkomu flokks hans við síðustu kosningar. Hér á ekki að vera um sanifylkingu tveggja flokka að ræða, heldur sameiningu tveggja flokka í einn flokk á lýðræðisgrundvelli. Verð- ur þetta ekki skilið á annan hátt en þann, að í raun og veru eigi Kommúnistaflokkurinn sem slíkur að leggjast niður og hverfa inn í Alþýðuflokkinn. En það, sem sér- staklega einkenndi kommúnista hér áður, var byltingaandi, ofbeld- ishneigð og hnefaréttarstefna. Öllu þessu munu þeir ætla að varpa fyrir borð, fái þeir að sameinast Alþýðuflokknum. Þetta er svo mikil hugarfarsbreyting, að mönn- um er vorkunn, þó að þeir efist um raunveruleik hennar. Það er hvorki meira eða minna en það, að kommúnistar hætti að vera komm- únistar og gerist lýðræðissinnaðir umbótamenn. Sé þetta svo í raun og veru, er ekki annað en gott um það að segja. Nl liiðabók. Sigfús Elíasson: BERGMÁL. Ljóð. Útgef. Þrír Vestfirff- ingar. Akureyri 1937. Ljóðhneigð íslenzkrar alþýðu hefir löngum verið umrædd, sem sterkur og afgerandi kraftur í lífi og störfum alþýðunnar á hinum ýmsu tímum. Þessi ljóðhneigð hefir ekki ein- ungis komið fram í þrá til að hlýða á lestur og söng fagurra ljóða, heldur og líka í hinu, að skapa ljóð, yrkja, eins og það er nefnt í daglegu tali. Það verður sjálfsagt heldur ekki á móti því borið, að margt af þessari andlegu framleiðslu hefir ekki mikið gildi frá listrænu sjónarmiði séð. í þeim efnum kemur hver til dyranna eins og hann er klæddur og ástæð- ur standa til. Enda mun mikið af hinum íslenzka alþýðukveðskap hafa orðið til sem dægrastytting og hugarhægð, en ekki til að skapa glæsta drauma og fögur fyrirheit um gull og græna skóga eða aðra velmegun. Hitt verður aftur á móti ekki um deilt, að mörg af hinum ungu nútíðarskáldum eru oft og tíðum helzt til fljót á sér með að birta kvæði sín á prenti. Við því er að vísu ekkert hægt að segja og verður sjálfsagt seint hægt að koma í veg fyrir það, að minnsta kosti ekki á meðan til eru svo efnalega sjálfstæðir menn, að þeir geta kostað útgáfu kvæða sinna sjálfir. Og allir hafa vitan- lega rétt til að reyna krafta sína á hvaða sviði sem er, og sýni þeir, að afl vaxi með átökum, hefir á- reiðanlega í flestum tilfellum ver- ið betur farið en heima setið. Gagnrýnendur íslenzkra ljóða hafa margir hverjir nokkuð tak- markaðan skilning á þessum efn- um. Það er eins og þeir geti stund- um ekki litið unga höfunda 'réttu auga, nema þessir byrjendur séu brynjaðir hreinni list í fyrsta sinn sem þeir koma fram á sjónarsvið- ið. Er þá líka alla jafna því léleg- asta af verkum þeirra hampað, en hitt, sem skárra er, grafið í þögn- inni. Fyrir slíkan réttlætisskort hefir margur góður efniviður ver- ið að velli lagður og það oft til mikils tjóns. Hér er ekki þar með sagt, að gagnrýni eigi ekki full- kominn rétt á sér, þó hún stundum geti komið harkalega við. Það er vitanlegt mál, að gagnrýni er nauðsynlegt þroskaskilyrði, sé hún á réttmætum rökum byggð og sé henni beitt af sanngirni og rétt- sýni. Enginn mun geta á móti því .orið, að á þessu vill verða nokk- ur misbrestur, og oft er ráðizt á garðinn þar sem hann er lægstur og minnst um varnir, en öðrum, sem síður skyldi og meiri við- námsmöguleika hefir, er hlíft. Sigfús Elíasson er alþýðumaður, sem í uppvexti sínum .hafði ekki skilyrði til að njóta mikillar menntunar og á fullorðinsárum hefir crðið að láta baráttuna fyrir aaglegu brauði sitja fyrir flestu öðru. En tómstundir sínar hefir Sig- fús notað til að yrkja. Fyrsta ljóðabók hans, Urðir, kom út árið 1934. Sú bók gaf að vísu engin stór fyrirheit. Kvæðin voru flest með byrjandablæ og ekki tilþrifa- mikil. Nú er hér komin ný bók, og það meira að segja stór bók, 184 bls. að stærð, og hefir inni að halda rúm 70 kvæði. Maður verð- ur fljótt þess var við lestur þessar- ar bókar, að hún hefði að meina- lausu mátt vera nokkru minni. En þrátt fyrir það, þó margt sé þar af kvæðum, sem gjarna hefðu mátt bíða, eru líka innan um prýðileg kvæði, sem bera þess augljósan vott, að um stórkostlegar framfar- ir er að ræða hjá höfundinum. Yrkisefnin eru að vísu ekki stór- fengleg, en yfir flestum kvæðun- um hvílir mildur. og hugnæmur, ljóðrænn blær, sem vekur hlýju og góðvild hjá lesandanum. Af beztu kvæðum bókarinnar má nefna: Heim, Siglufjörður, Systir þjóðskáldsins, Ég veit eitt leiði, Þar sem — og fleira mætti nefna af góðum kvæðum. í kvæðinu Heim kemur heimþrá skáldsins greinilega í ljós, það er auðfundin ástin til átthaganna. í niðurlagi kvæðisins er þetta er- indi: »Nú lít ég frá óbyggð nm ArnarfjönV í anda ég blessa þig, bvita jörð. Heimþráin bar mig um háloftin blá, lijartkæra fjörðinn minn aftur að sjá. En, það er liljótt yfir byggðunnm heima, þeim sem grafþöglar minningar geyma.« Máske er kvæðið um Siglufjörð eitt kraftmesla kvæði bókarinnar. Þar segir m. a.: »Á sumrin, er siglunum fjölgar og sólin nseturlangt skín, þá iðar þar allt af lífi, en íshafsstormurinn dvín. Þá starfa þar menn og meyjar við mararins dýrti föng, niðjar íshafsins eyjar, sem tinna ljóðum og söng.« I kvæðinu ,Systir þjóðskáldsins1 ei skáldið að lýsa gamalli konu, sem sniðgengur glaum lífsins, konu, sem fórnar blómum og trjám ást sinni. Hún hlúir að garð- inum sínum, sem orðinn er bæjar- prýði. Niðurlag þessa gullfallega kvæðis er svona: »Hún er dýranna vinur, hún er blómanna barn, við bjarkiritar þöglar og reynirinn hjalar. Hún er mönnunum fálát, um ylríkan arn með augunum skýru sálin talar. Hún er huldukonan, sent hjarta sitt dyiur en sem heimsbarnið hvorki sér né skilttr.« Það er freistandi að taka fleiri sýnishorn úr þessari nýju bók Sig- fúsar, en vegna rúmleysis skal nú staðar numið. Frágangur bókarinnar er allur hinn prýðilegasti og höfundi og útgeiendum til sóma. Sigfúsi Elíassyni er óhætt að halda áfram að yrkja. Hann hefir sýnt með þessari bók, að afl hefir vaxið með átökum og enn á hann vonandi eftir að bæta við. Og vegna þess að Sigf. er búinn að sýna að hann getur ort, og það meira að segja prýðilega, þá er líka réttmætt að gera þá kröfu til hans, að hann láti aldrei frá sér fara nema góð kvæði. Valdemar Hólm Hallstað. Landskjörstjórn kom saman á fund 14. þ. m. til þess að úthluta uppbótarþingsætum. Atkvæðatölur flokkanna reynd- ust ekki nákvæmlega þær sömu og birtar hafa verið í útvarpi og blöð- um. Atkvæðamagnið er nákvæm- lega eins og hér segir: Alþýðuflokkur .... 11084y2 atkv. Bændaflokkur .. .. 3578% — Framsóknarflokkur 14556V2 — Kommúnistaflokkur 4932 Vz — Sjálfstæðisflokkur . 24132 — Þjóðernissinnar ... 118 — Utan flokka....... 13 — Samtals gild 58415 atkv. Uppbótarþingsætin skiptast milli flokkanna á þann hátt, að at- kvæðamagni flokks er deilt með tölu kjörinna þingmanna flokksins i kjördæmum, fyrst að viðbættum I, síðan að viðbættum 2 o. s. frv. Flokkarnir hljóta svo uppbótar- þingsæti eftir því, hversu margar af 11 hæstu atkvæðatölunum þeir eiga. Uppbótarþingmenn flokkanna eru þessir: 1. landskj. Brynj. Bjarnason (K.) 2. — Guðrún Lárusdóttir (S.) 3. — Sigurjón Á. Ólafsson (A.) 4. — Stefán Stefánsson (B.) 5. — Jón Ólafsson (S.) 6. — ísleifur Högnason (K.) 7. — Þorsteinn Þorsteinsson (S.) 8. — Emil Jónsson (A.) 9. — Garðar Þorsteinsson (S.) 10. — Magnús Guðmundsson (S.) II. — Jón Baldvinsson (A.) Varamenn eru þessir: A Iþýðuflokkur: 1. Erlendur Þorsteinsson. 2. Sigfús Sigurhjartarson. 3. Jónas Guðmundsson. Bœndaflokkur: 1. Hannes Jónsson. Kommúnistaflokkur: 1. Steingrímur Aðalsteinsson. 2. Arnfinnur Jónsson. Sjálfstœðisflokkur: 1. Eiríkur Einarsson. 2. Árni Jónsson. 3. Magnús Gíslason. 4. Bjarni Benediktsson. 5. Gunnar Thoroddsen.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.