Dagur


Dagur - 29.07.1937, Qupperneq 4

Dagur - 29.07.1937, Qupperneq 4
156 DAGUR 37. tbl. Nýkomið: IStót, lakaléreft, sængurveraefni, 1| dúnhelt léreft, fiðurhelt léreft, llll boldang. Kauplélag Eyiirðinga. V ef naðarvör udei Ul. Liftryggið yður Brunatryggið allt yðar og niunið að Sjótryggja allar scndingar yðar meti bátum »g skipnm og þá auðvilað hjá al-íslenzka félaginu. SjóvátrygoingarfélaQ Islands. Umboð á Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga. A. Wl notaða JURTAPOTTA. | GARÐYRKJUSTÚÐIN FLÚRfl, * Brekkugötu 7, Akureyri. um samvinnuþroska, verði allt lát- ið reka á reiðanum. í Svíþjóð einni saman eru um 2300 námshringir með um 30.000 þátttakendum, og er þó þessi starf- semi tiltölulega ung þar. í Eng- landi er þessi starfsemi mun út- breiddari. Starfseminni er hagað þannig, að sérstök fræðsludeild samvinnusamb. stjórnar s'tarf- inu. Námsefnin eru valin og allt skipulagt þaðan. Þátttakendum er bent á hvar upplýsingar sé að fá um efnin, og fræðsludeildirnar fá til athugunar og leiðréttingar rit- gerðir, er þátttakendur semja. Umræðuefni, sem slíkir hringar velja sér, eru t. d.: Hvenær er hægt að telja að félag sé „bona fi- de“ samvinnufélag, og hvað skilur samvinnufélög frá öðrum félög- um? Hverjar eru orsakir hinnar öru útbreiðslu samvinnustefnunn- ar um gjörvallan heim? Hvað er það, sem gerir samvinnufélögin svo miklu hæfari til þess að halda á hagsmunamálum neytenda, held- ur en óháða einstaklinga? o.fl. o.fl. Við umræður og íhugun slíkra spurninga kemur ýmislegt það fram, sem menn áður ekki átta sig á, eða verða varir við. Auk þess hafa slíkar umræður þrosk- andi áhrif á hvern þann, sem hefir dug til þess að brjóta málin til mergjar. V. Engum dettur í hug að hér verði hafin á svipstundu starfsemi, sem sambærileg sé við erlenda starf- semi. En hitt er víst, að hér er hægð- arleikur að koma á stað náms- hringastarfsemi, með tilstyrk sam- vinnufélaganna, fengjust meðlim- irnir yfirleitt til þess að gefa þessu gaum. Nú líður óðum að hausti og þeim tíma, er félagsstarfsemi hefj- ist, eftir annir sumarsins. Ef haf- izt yrði handa um slíkt starf, sem hér hefir verið um rætt, verður að vænta þess fastlega, að samvinnu- menn bregðist vel við, og sýni ekki tómlæti og afskiptaleysi. Ey- firðingum sérstaklega ætti að vera það metnaðarmál að gerast hér vegvísendur og tryggja þannig, að samvinnan í héraðinu og landinu eigi eftir að blómgast og blessast um ókomin ár. hs. Pakkarávarp. Við undirrituð þökkum af alhug öllum þeim mörgu, nær og fjær, sem styrkt hafa okkur með gjöfum og á annan þátt, eftir bruna íbúðarhússins í Böðvarsnesi 1. nóv. s.l., þar sem við mistum mestar eignir okkar. Hjartans þakkir. Svanhildur Sigttyggsdóttir. Yaid. Valdimarsson og Ijölskylda. Þeödúra Uðrðardóttir og tjölskyldn. Ritstjóri: Jngimar Cydal. Sundkeppni fór fram hér í sundlauginni í síð- ustu viku, milli sundsveita frá Vest- mannaeyjum og annara héðan úr bænum. Þreyttu bæði karlar og konur og urðu úrslit þessi: 50 metra frjáls aðferð, karlar: Vigfús Tónsson Vestm.eyjum 31 sek. Jónas Einarsson Akureyri 32 — Magnús Guðmundsson Ak. 32,2 — 50 metra frjáls aðferð, konur: Erla ísleifsd. Vestm.eyjum 36,8 sek. Gunnhildur Snorrad, Ak. 38,6 — Minnie Ólafsdóttir Rvík 39,4 — 100 m- bringusund, karlar: Kári Sigurjónsson Ak. 1 mín. 27 sek. Jón Gunnlaugss. Vestm. 1 — 28.8 — Borgþór Jónsson — 1 — 38,6 — 200 rn. frjáls aöférð, karlar: Magnús Guöm.s. Ak. 2 min. 52,6 sek. Jónas Einarsson Ak. 2 — 54,0 — Eyjólfur Jónss. Vestm. 2 — 57,2 — 100 m. frjáls aðferð, konur: Krla ísleifsd. Vesm, Nýtt ísl. met 1 mín, 22 sek. Lilja Guðm.d, Vestm. 1 — 31,4 — Svanh.Hjartard. Vestm. 1 — 32,2 — 100 m. frjáls aðferð, karlar: Magnús Guðms. Ak. 1 mín. 11,4 sek. Jónas Einarsson Ak. 1 — 13,9 — Hjalti Guöm.s. Ak. 1 — 16,4 — 200 m. bringusund, karlar: Kári Sigurjónss. Ak. 3 min, 11,8 sek. Jón Gunnl.s. Vestm. 3 — 12,6 — Borgþór Jóns. Vestm. 3 — 39,1 — 100 m. bringusund, konur: Erla ísleifsd. Vestm. 1 mín. 39,1 sek. Minnie Ólaísd. Rvík 1 — 47,2 — Anna Jóh.d. Vestm. 1 — 48,2 — 3x50 m. boðsund, karlar: Akureyringar unnu á 2mín. 0,1 sek, Vestm.eyingarnir voru 2 — 5,4 — 100 m. Jrjáls aðferð, karlar: Jónas Halldórsson nýtt tslands met: 1 mín. 6,8 sek, Gamla metið var 1 raín. 7,9 sek, Íhefir k’ven-armbandsúr, neðarlega á Eyrarlands- vegi. Eigandi vitji þess i Helga magrastræti 3, uppi. með rafmagnsrverki, til sölu. Tækifærisverð. — Upplýsiugar í Helga magra- stræti 3. Líltliisiyr, Liil, Kransar, ávallt fyrirliggjandi til sölu á vinnustofu minni, Að- sfræti 54, Akureyri. §ími 53. lágt, sanngfiirnt verð. Davíð Sigurðsson. Prentverk Odds Björnssonar. Að u t a n. Nú er liðið rúmt ár siðan uppreistin hófst á Spáni og hefir síðan verið látlaus borgarastyrjöld þar í landi og eru úrslit- in enn í óvissu. I raun og veru er hér um meira að ræða en venjulegt borgarastrið, því voldtig, erlend öfl liafa slegizt þar inn í og gerzt meginaðilar hinna grimmu bræðravíga. Hefir því sú hætta verið yf- irvofandi, að úr ófriðarbáli því, sem tendrað hefir verið í stiðvesfurhorn Norð- urálfunnar, yrði fullkomið Evrópustrið eða jafnvel alheimsstríð. 1 þessu efni hafa Bretar reynzt forverðir friðarins í álfunni. Þeir ftindu upp það ráð, að stofna til hinnar svokölluðu hlutleysis- nefndar, sem átti að sjá um, að eigi yrðu flutt vopn og hermenn frá öðrtirn löndtim lil Spánar og skyldi gæzlustarfi haldið uppi í þessu skyni. Á þenna hátt átti að reyna að einskorða stríðið við Spán. En allt er nú í tvísýnu um þetta, með því að Þýzkaland, ítalía og Portugal hafa dreg- ið sig til baka frá gæzlustarfinu. Aðalbardagarnir í vor hafa staðið norður undir Biskayflóa, og hafa upp- reistarmenn átt þar í höggi við Baska, sent er sérstakur þjóðflokkur af fornum uppruna. Um höfuðborg Baska, sem nefnist Bilbao, stóðu langar og harðar orustur, er lyktaði með þvi, að uppreist- armenn tóku borgina seint í júní. Aftur á móti hefir stjórnarherinn sótt fram á vigstöðvunum við Madrid. SíðustU fregn- ir þaðan herrna, að þar standi nú yfir liinar grimmustu og mannskæðustu orr- ustur, en hvort þær leiða til nokkurra úr- slita, verður tíminn að leiða í ljós. Þá hafa brotizt út í Austur-Asíu bar- dagar milli kínverskra og japanskra her- nianna. Eftir síðustu fregnum þaðan að dæma, er ekki annað sýnna en að úr því verði áframhaldandi stríð milli ríkjanna,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.