Dagur - 12.08.1937, Síða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞOR, Norð-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
Akureyri 12. ágúst 1937.
39. tbl.
Nokkur atriði úr kosningasögu
áranna 1923-1937.
Á því tímabili hefir Framsóknarflokkurinn bætt
80°|0 við fylgi sitt, en íhaldið aðeins 48°|0. —
Af því sést að Framsóknarflokkurinn er vaxandi
flokkur, en íhaldsflokkurinn minnkandi.
Við kosningarnar árið 1923
nefndi íhaldið sig Borgaraflokk,
sigraði og fékk meirihluta þing-
manna. Fór íhaldið síðan með
völd þar til árið 1927.
Á þessu valdatímabili íhaldsins
var góðæri, sem er mikill styrkur
hverri stjórn. Þrátt fyrir það tap-
aði íhaldið í kosningunum 1927
þeim þingmeirihluta, sem það
hafði haft, og jafnframt þeim
meirihluta atkvæða, er það áður
hafði hjá þjóðinni, og hefir ekki
unnið hann síðan.
Eftir kosningarnar 1927 myndar
Framsóknarflokkurinn stjórn með
stuðningi Alþýðuflokksins. Gekk
svo þar til 1931. Þá sleit Alþýðu-
flokkurinn samvinnu við Fram-
sóknarflokkinn og gekk í lið með
íhaldinu um breytta kjördæma-
skipun. Upp úr þessu varð þing-
rof og nýjar kosningar á þessu ári.
Við þessar kosningar jók Fram-
sóknarfiokkurinn atkvæðamagn
sitt svo gífurlega, að hann fékk
hreinan meirihluta þingmanna.
Myndaði hann þá stjórn á ný án
stuðnings annara flokka.
Eftir þenna mikla sigur Fram-
sóknarflokksins fór að bera á
sundrung og klofningi innan
flokksins, er leiddi til þess, að
mynduð var hin eftirminnilega
sambræðslustjórn 1932, þegar þeir
Ásgeir Ásgeirsson, Magnús Guð-
mundsson og Þorsteinn Briem
settust að völdum.
Árið eftir, 1933, fara fram hinar
síðustu kosningar eftir eldri kosn-
ingalögum. Þá er Framsóknar-
flokkurinn stórum lamaður af
sundrungarviðleitni og klofnings-
tilraunum nokkurra manna innan
flokksins. Kosningaþátttakan er
dauf, fylgi Framsóknarflokksins
hrapar niður, og flokkurinn tapar
7 þingsætum. Fylgi flokksins er
þá hlutfallslega svipað gagnvart í-
haldinu og það var 1923.
Árið 1934 fara fram fyrstu kosn-
ingar undir hinum nýju kosninga-
lögum. Þá er Bændaflokkurinn
myndaður og býður fram nokkra
af eldri þingmönnum Framsókn-
arflokksins, en Ásgeir Ásgeirsson
orðinn utan flokka. Klofningur-
inn í flokknum er þá fullkomnað-
ur og aðstaða hans að því leyti
hin versta. Þrátt fyrir þessa
sleemu aðstöðu vex fylgi Fram-
sóknarflokksins um hér um bil
3000 atkvæði. Sambræðslustjórnin
verður að leggja niður völd, og
Framsóknarflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn mynda stjórn.
Loks koma kosningarnar nú í
vor. Voru þær afleiðing þess, að
Alþýðuflokkurinn sleit samvinnu
við Framsóknarflokkinn vegna
málefnaágreinings. Ágreiningur-
inn er lagður undir dóm þjóðar-
innar. íhaldið hyggst að nota sér
þetta ástand til sigurvinninga og
stofnar „Breiðfylkingu allra ís-
lendinga“, sem á að ríða stjórnar-
flokkunum að fullu. Úrslitin verða
þau, að Framsóknarflokkurinn
bætir við sig 4 þingsætum og eyk-
ur fylgi sitt um á 4. þúsund at-
kvæða. Breiðfylkingin bíður ósig-
ur, og „Sjálfstæðisflokkurinn"
hefir tveimur þingmönnum færra
en Framsóknarflokkurinn, þegar
5 uppbótarþingmenn eru taldir
með.
Með kosningabandalagi „Sjálf-
stæðisins“ og kofningsmannanna
úr Framsókn átti mikið að vinn-
ast. Þessi samfylking boðaði fyrir-
fram kosningasigur sinn. Meðal
annars tilkynnti hún, áð Hermann
Jónasson væri sama sem fallinn á
Ströndum, áður en gengið var til
kosninga. Ólafur Thors var farinn
að undirbúa flutning sinn í stjórn-
arráðsbústaðinn og allt fram eftir
þessu. Endirinn varð sá, að nú
formæla foringjar íhaldsins og
foringjar klofningsliðsins hverir
öðrum fyrir verzlunarsamninginn
og kenna hverir öðrum um ósig-
urinn.
Á yfirliti því, sem hér hefir
verið gert, kemur það í ljós, að
Framsóknarflokkurinn er vaxandi
og lífrænn flokkur frá 1923 og til
þessa dags. Við hverjar kosningar
hefir honum aukizt fylgi, nema
1933. Þá var hann niðri 1 öldu-
dalnum af orsökum, sem áður eru
greindar. Þá hafði hann orðið fyr-
ir tilræði sinna eigin flokksmanna,
sem er miklu hættulegra en of-
sóknir opinberra andstæðinga. En
lífsþrótt sinn hefir flokkurinn
einkum sýnt í því að standa af
sér þá miklu raun á þann hátt,
sem nú er orðið. Veikbyggðum
flokki hefði orðið það að aldurtila
að fá vinsælan og vel metinn for-
mann sinn og nokkra þingmenn
aðra úr sínum hóp í andstöðu við
meginflokkinn og síðan sem nýjan
andstöðuflokk við kosningar. En
þessi hefir ekki orðið raunin á
með Framsóknarflokkinn. Þrá-tt
fyrir þetta mikla áfelli er hann
nú orðinn mun hærri að atkvæða-
tölu en nokkru sinni áður. Er það
talandi vottur um styrkleika
flokksins sem félagsheildar.
Það er og næsta eftirtektavert,
að í bæði skiptin sem Aþýðuflokk-
urinn hefir slitið samvinnu við
Framsóknarflokkinn, hefir hann
aukið fylgi sitt hvað mest í næstu
kosningum á eftir. Svo var það
1931 og svo var það 1937. Er af
þessu nokkuð ljóst, hvern veg
kjósendur líta á ágreiningsmálin
milli þessara tveggja flokka. Af
þessu ætti Alþýðuflokkurinn eitt-
hvað að geta lært.
Saga íhaldsins hefir verið nokk-
uð á annan veg á þessu um-
rædda tímabili. Formaður íhalds-
flokksins og blöð hans hafa reynt
að þyrla upp miklu ryki um hlut-
fallslega fylgisaukningu íhalds-
flokksins og Framsóknarflokksins
á síðustu 14 árum, auðsýnilega í
þeim tilgangi að dylja í því ryki
raunverulegan ósigur sinn, sem
felst í því, að Framsóknarflokkur-
inn er vaxandi flokkur, en íhalds-
ílokkurinn hlutfallslega minnk-
andi flokkur. Skal þetta nú sýnt
með óvéfengjanlegum tölum:
Árið 1923 er fylgi Framsóknar-
flokksins 8062 atkvæði. Árið 1937
er fylgi flokksins komið upp í
14556 atkvæði. Aukningin er 6494
atkvæði eða 80%.
Árið 1923 er fylgi íhaldsflokks-
ins 16272 atkv. Árið 1937 er fylgi
flokksins 24132 atkv. Aukningin
er 7860 atkv. eða 48%.
Vilji því íhaldsblöðin halda því
fram, að íhaldsflokkurinn hafi
aukið’ fylgi sitt hlutfallslega meira
NÝJABÍÓ
Sýnir fimmtudaginn 12.
þ. m., kl. 9:
Tíðindalaust a! U 21
Framúrskarandi spennandi
mynd frá ófriðnum mikla.
Niðursett verð.
Sýnd í síðasta sinn.
en Framsóknarflokkurinn, þá er
það einungis hægt með því móti
að staðhæfa að talan 48 sé hærri
en talan 80. Vilji þau gera sig að
því stærðfræðilega viðundri, þá er
þeim það svo sem guðvelkomið.
Sé aðeins litið til síðustu kosn-
inga og fylgisaukningar flokkanna
frá næstu kosningum á undan, þá
er útkoman þessi:
1934 hafði Framsóknarflokkur-
inn 11377 atkv., en 1937 hafði
hann 14556 atkv. Aukningin er
3179 atkv. eða 28%.
1934 hafði íhaldsflokkurinn 21974
atkv., en 1937 hafði hann 24132
atkv. Aukningin er 2158 atkv. eða
aðeins tæplega 10%. Atkvæða-
aukning Framsóknarflokksins er
því næstum þreföld móts við at-
kvæðaaukningu íhaldsflokksins.
Út af því er síðasti Dagur sagði
um verð á kolum hjá K. E. A.,
skýrir „Alþýðumaðurinn“, er út
kom í fyrradag, þannig frá meðal
annars:
„Daginn áður en „Dagur“ kom
út er sannanlegt að' engin kol
fengust hjá K. E. A., hvorki á 50
kr. né við öðru verði, og situr því
sízt á Degi að vera að setja ofan
í við aðra og gera þeim upp mis-
sagnir.“
Hvað er nú satt í þessu?
Daginn áður en síðasti Dagur
kom út, þ. e. 4. þ. m., seldi K.
E. A. samkvæmt nótubókum 170
smálestir af kolum á 50 kr. tonn-
ið. Næsta dag seldi félagið 53
smálestir af sömu vöru með sama
verði, og næsta dag þar á eftir,
þ. e. 6 þ. m., seldi K. E. A. enn kol
við sama verði. Það var fyrst
laugardaginn 7. þ. m., eftir að nýr
kolafarmur var kominn, að kola-
verðið var sett upp í 53 kr.
Það er því sannanlegt, að Alþm.
hefir reynzt ósannsögull í þessu
máli,