Dagur - 12.08.1937, Side 2
162
DAGUR
39. tbl.
Ást íhaldstns á
íslenzka iánanum
í 37. tbl. »íslendings« skrifar rit-
stjórinn grein, sem hann nefnir: »ís-
lenzki fáninn og erlendu veifurnarc.
Á greinarstúfur þessi að vera svar við
niðurlagsorðum í smágrein í »Nýja
Dagblaðinuc frá 20. f. mán., þar sem
réttilega er fundið að misnotkun íhalds-
ins á þjóðfánanum í pólitísku augna-
miði. En í staðinn fyrir að svara
nokkru hinum réttmætu ásökunum
»N. Dagbl.c, þá grípur ritstjóri »ís-
lendingsc til þess óyndisúrræðis að
gera rauða fánann og hakakrossinn að
aðalumtalsefni í grein sinni, til að
reyna að draga athygli manna frá
aðalatriðinu, sem sé misnotkun ís-
lenzka fánans. Pví það ætti nú flestum
að vera Ijóst, að íhaldsmönnum væri
innan handar að óvirða þjóðfánann á
þann hátt, sem þeir hafa gert, þótt
hér hefði hvorki sézt rauður fáni eða
hakakross. Um rauða fánann, sem rit-
stjórinn segir að blakti upp í Mývatns-
sveit, er það að segja, að hann hefir
áreiðanlega enginn Framsóknarmaður
dregið við hún. Og hvorki fyrnefnd
grein »N. D.« né framkoma Fram-
sóknarmanna í kosningum gefur minnsta
tilefni til ásakana í garð Framsóknarfl.
um ást á nokkrum flokksmerkjum,
hvorki til hægri né vinstri. Ritstjóri
»íslendings« er því orðinn það óstilt-
ari en vissar skepnur, sem ekki þola
að sjá neitt rautt, að hann sér þann
lit þar, sem hann er alls ekki til, smbr.
skilning hans á grein »N. Dagb).«.
Hitt kemur þó úr hörðustu átt,
þegar ritstj. «ísl.« hallmælir hakakross
fánanum, sem var eitt af gunnfánum
»Breiðf. allra íslendingac við sfðustu
kosningar, þótt gjarnan megi hallmæla
þeirri »veifu« fyrir Framsóknarmönn-
um. Er það hverjum manni vitanlegt,
að fjöldi íhaldsmanna lítur hakakross-
inn hinum mestu vonaraugum í laumi
sem tákn þess eina »frelsis«, er for-
ingjar afturhaldsins þrá. En það er
frelsið til handa örfáum einstaklingum
til að fleyta rjómann af þeim verð-
mætum, sem hin stritandi alþýða
framleiðir. En þótt »íslendingur« ásaki
nú Nazistana og stimpli þá ofbeldis-
menn með réttu, þá þótti íhaldsmönn-
um slíkir ofbeldismenn ágætir við síð-
ustu kosningar.
í niðurlagi greinar sinnar fullyrðir
svo ritstj. »ís!.« að íhaldsmenn elski
þjóðfánann allra manna mest. Á þessi
fullyrðing víst að afsaka framkomu
flokksbræðra hans í Reykjavík, er þeir
safna þar saman botnfalli íhaldsins og
kalla »Fánalið«.
En í hverju hafa svo íhaldsmenn
sýnt ást sína á íslenzka fánanum um
fram aðra menn? Ritstjóranum gleymist
alveg að geta þess. En þessu er fljót-
svarað. Fiskimiðin íslenzku, innan
landhelgi, eru varin af varðskipum,
sem sigla að sjálísögðu undir íslenzk-
um fána. Háttsettir íhaldsmenn hafa
sýnt ást sína á fánanum með þvi að
leiðbeina erlendum veiðiþjófum til að
veiða í landhelgi, til að stela úr þess-
ari gullkistu landsins, sem varðskipin
eiga að verja í nafni ísl. fánans.
Sumum slíkum njósnurum hefir svo
íhaldið gefið það vottorð upp á vasann,
að þeir væru hinir mestu heiðursmenn!
Pá er ekki Iangt síðan að sumar helztu
kempur íháldsins vildu sanna ást sína
á íslenzka fánanum með því að láta
togara sína sigla undir spönskum fána!
Og þeir hafa víst haft sjálfstæði lands-
ins í huga, þegar þeir keyptu fisksölu-
firmað Gismondi til að bjóða lands-
mönnum E K KI hærra verð fyrir
fiskinn, en hægt var að fá annarsstaðar.
Þannig fara þá leiðtogar íhaldsins
hér á landi að því að innræta börnum
sínum virðingu fyrir fána þjóðarinnar,
sem er tákn hins fullvalda, ísienzka
ríkis, með litum sævarins, eldsins og
hinna tignu jökla. Pað er von að ritstj.
»ísl.« sé hrifinn! Vonandi kemst hrifn-
ingin á það stig, að hann geti kreist
úr sér kvæði um ást íhaldsins á ís-
lenzka fánanum.
Framsóknarmenn líta á þjóðfánann
með svo djúpri virðingu og
meta hag þjóðarinnar svo mikils, ?ð
þeir fordæma með öllu athæfi land-
helgisþjófa og njósnara íhaldsins,
hversu mörg vottorð, sem þeir hafa
upp á vasann frá flokksbræðrum sinum
um heiðarleik. Framsóknarmenn for-
dæma íneð öllu uppástungu íhalds-
manna um að sigla íslenzkuin skipum
undir erlendum fána, og selja þannig
sæmd sína og þjóðarmetnað fyrir á-
batavon. Og Framsóknarmenn for-
dæma hiklaust misnotkun íhaldsins á
þjóðfánanum, er þeir draga hann við
hún í nafni flokksins í blekkingarskyni
við þjóðina.
»Breiðfylking allra íslendinga* full-
yrti í vor, að fylgismenn sínir væru
hinir einu sönnu íslendingar (Nazistar
með hakakrossinn ekki undanskildir).
Er það sennilega með það sjónarmið
fyrir augum er íhaldsmenn óvirða ísl.
fánann með því að hafa hann að
flokksfána við kosningar og á sam-
komum sínum, sem sumar hverjar
enda með ölæði og barsmíðum. En
það er nú samt hægt að fræða íhald-
ið um það, að meiri hluti þjóðarinnar
er andvígur því og öllu þess athæfi,
þótt O. Th. huggi fylgismenn sína með
því, að það hafi fengið meirihluta allra
atkvæða bæði í kaupstöðum og sveita-
kjördæmum við síðustu kosningar. Og
meirihluti þjóðarinnar krefst þess, að
íhaldið í Reykjavík óvirði ekki þjóð-
fánan á þann hátt, sem það hefir gert.
Þjóðfáninn á aðeins að dragast við
hún á merkisdögum þjóðarinnar, í
heiðursskyni við sérstök tækifæri og á
hátíðum. En meiri hluti þjóðarinnar
sér ekkert háfíðlegt við það, þóft
nokkrir innantómir í lald-strákar í
Reykjavík séu dubbaðir upp í einkenn-
isbúning til að skýla sinni andlegu
nekt, og síðan fenginn fsl. fáninn í
hönd um leið og þeir eru sendir út
af örkinni til að flytja »fagnaðarboð-
skapc íhaldsins með óþum og her-
æfingum að hætti erlendra ofbeldis-
flokka. Meiri hluti þjóðarinnar krefst
þess, að Reykjavíkurauðvald íhaldsins
hætti að sýna þjóðfánanum slíkan
»sóma«. Pví þjóðfáninn er ekki
merki neins sérstáks stjórnmálaflokks,
og ekkert fremur fyrir það, þótt liðsmenn
eins flokksins séu haldnir því mikil-
mennskubrjálæði að þykjast vera »hinir
einu sönnu íslendingar«. Pjóðfáninn er
tákn hins fullvalda íslenzka ríkis, tákn
frelsis og jafnréttis allra íslenzkra
þegna, en ekki neitt flokksmerki manna,
sem svíkja fánann með landhelgisnjósn-
um og vilja gera sannfæringu frjáls-
borinna manna að heildsöluvarningi.
Stofnun sambands ungra
framsóknarmanna
er nauðsynjamál.
Áhugi er þegar vakinn
um land allt.
I.
Hinn glæsilegi sigur, sem Fram-
sóknarflokkurinn vann við kosn-
ingarnar 20. júní sl., bar augljósan
vott um þroska þjóðarinnar í póli-
tískum og menningarlegum efn-
um.
Kosningasigur sá, sem þjóðin
veitti Framsóknarflokknum, felur
fyrst og fremst í sér viðurkenn-
ingu á hinu þróunarríka viðreisn-
arstarfi, sem umbótaflokkarnir
hafa unnið á undanförnum árum
og sem óhætt er að íullyrða, að
eingöngu hefir verið mótað af
Framsóknarflokknum og stefnu
hans. Sömuleiðis verður ekki
framhjá því gengið, að þessi kosn-
ingasigur þýðir vaxandi traust
meginþorra þjóðarinnar á sitefnu-
málum Framsóknarflokksins og
þeim starfskröftum, sem hann nú
hefir yfir að ráða.
Eitt af höfuðstefnumálum Fram-
sóknarflokksins, sem hann hefir
barizt fyrir að undanförnu og
mun einnig berjast fyrir í fram-
tíðinni, er verndun lýðræðisins á
öilum sviðum þjóðlífsins og bar-
átta gegn fasisma og hverskonar
ofbeldi, sem nú vofir yfir lífi og
menningu þjóðanna, líkt og varg-
ur yfir bráð. Framsóknarflokkur-
inn hefir gert sér það fullkomlega
ljósit, að lýðræðið er verndari og
aflgjafi alls siðlegs menningarlífs
og sá trausti grundvöllur, sem
framtíðarheill hverrar þjóðar er
byggð á. Hann hefir sýnt, öðrum
stjórnmálaflokkum fremur, glögg-
an skilning á þeirri nauðsyn, að
aiþýðan, og þá ekki sízt æskan í
landinu, fái notið þeirra mennt-
unarskilyrðá, sem gera hana hæfa
til þess að vera, ekki einungis
sjálfri sér nóg í baráttunni fyrir
lífinu, heldur og líka til þess að
hún geti verið í sem beztu og full-
komnustu samræmi við menning-
arkröfur nútímans. — Afskipti
Framsóknarflokksins af skólamál-
um þjóðarinnar bera gleggstan
vott um þetta atriði.
Enginn stjórnmálaflokkur hefir
nokkru sinni stigið eins mörg og
stór skref til framfara í þeim efn-
um eins og Framsóknarflokkurinn
það tímabil sem hann hefir farið
með völdin í landinu.
Og enginn stjórnmálaflokkur
hefir sýnt málefnum æskunnar til
sjávar og sveita jafn mikla samúð
og beitt sér fyrir velgengni þeirra
með jafnmiklum eldlegum áhuga
eins og margir beztu forvígismenn
Framsóknarflokksins hafa gert og
gera enn. Það er þess vegna ekk-
ert undarlegt þó flesitir mennta-
menn þjóðarinnar hafi á undan-
förnum árum , fylgt stefnu Fram-
sóknarflokksins. Og það er heldur
ekkert uncjarlegt, þótt æskan í
landinu hafi fylkt sér undir merki
hans og talið hann vera sinn flokk
öðrum stjórnmálaflokkum fremur,
þar sem hún hefir borið gæfu til
að njóta margs þess bezta, sem
Framsóknarflokkurinn hefir náð
að vinna landi og þjóð til gagns
og velferðar.
Æskan hefir náð að upplifa þá
tíma, sem ríkastir hafa verið af
menningarlegum umbótum, allra
þeirra tíma sem yfir íslenzku
þjóðina hafa runnið. Framsóknar-
fiokkurinn er flokkur framitíðar-
innar, flokkur æskunnar í land-
inu. Hann hefir með hinu menn-
ingarlega umbótastarfi sínu bætt
afstöðu hinna ungu kynslóða og
þeirra komandi, til allrar mennt-
unor og þess andlegs og líkamlegs
þroska, sem hún veitir.
Nú er það undir æskunni sjálfri
kcmið hversu vel hún ávaxtar það
pund, sem henni heíir nú verið
falið til varðveizlu. — Enginn,
sem þekkir djörfung og dug ís-
lenzkrar æsku, lætur sér detta í
hug annað, en henni veitist það
létt verk.
II.
Á síðastliðnu ári tóku að heyr-
ast allháværar raddir um það, að
nauðsyn bæri til að stofnað yrði
landssamband ungra Framsóknar-
manna, þar sem sameinaðar yrðu
allar þær félagsdeildir, sem stofn-
n ýk o m ið
Kaupfélag Eyfirðinga.
Járn- og glervörudeild.
■WWHiWWIWWiWIHi
Vatnsfötur
Pottar
galvaneseraðir, sfórir
Þvottabalar
ýmsar sfærðir