Dagur - 19.08.1937, Qupperneq 4
168
DAGUR
40. tbl.
N ý k o m i ð:
Haglabyssur, cal. 12, 16 og 20.
Riflar.
Fjárbyssur.
Skotfæri.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Bíla- og radiodeild.
Brezkur íslandsvinur sjötugur.
(Framh. af 1. síðu).
líka alveg sérstaka ástæðu tii að
minnast hans með þakklæti og
vinarhug. Ungur nam hann tungu
vora til hlýtar og fékk ást á landi
voru og þjóð og bókmenntum
hennar. Síðan hefir vinátta hans
til íslands aldrei brugðizt.
Sir William A. Craigie er bók-
menntafræðingur og málfræðing-
ur. Vísindastörf hans í þágu ís-
lenzkra bókmennta eru bæði mikil
og merkileg. Hann hefir breitt út
þekkingu á landi voru og þjóð,
ekki aðeins í Bretlandi, heldur og
um allan hinn menntaða heim.
Þess vegna minnumst við hans
með þakklæti og virðingu.
í tilefni af sjötugsafmæli þessa
íslandsvinar gáfu nokkrir íslenzk-
ir fræðimenn út vandaða útgáfu
af Númarímum Sigurðar Breið-
fjörð og helguðu útgáfuna Craigie.
Ennfremur var honum send af-
mæliskveðja ásamt íslenzku mál-
verki. Er kveðjan undirrituð af
ríkisátjórninni og fjölda annarra
íslenzkra menntamanna.
Maður slasast
á Akureyrargötum.
Um miðja síðustu viku var Her-
luf Ryel skipasmiður hér í bæ á
leið heim til sín síðla kvölds og
fór á bifhjóli. Maður í innbænum,
Gunnar Thorarensen, heyrði að
ekið var bifhjóli eftir götunni, en
skyndilega heyrði hann þungt
högg og í sama bili að tók fyrir
gang bifhjólsins. Fór hann þá á
fætur og fann Herluf liggjandi á
göltunni meðvitundarlausan í nánd
við húsið nr. 19 við Aðalstræti.
Hjá því húsi var gryfja í austur-
hluta götunnar, en allstór sleði
hafði verið lagður yfir gryfjuna,
og á hann er álitið að Herluf hafi
ekið. Læknir kom brátt á vett-
vang, og var Herluf fluttur á
sjúkrahús. Hafði hann hlotið
meiðsl á höfuð og hefir legið með-
vitundarlítill síðan.
Messað í Lögmannshlíð kl. 12 á hád.
nk. sunnudag. (Ferming. Safnaðarfund-
ur.)
Kaupfélag Eyfirðinga hefir nýskeð haf-
ið byggingu hinnar nýju mjólkurvinnslu-
stöðvar við Kaupvangsstræti. Verkið er
unnið í tímavinnu og hefir Snorri Guð-
mundsson múrarameistari verkstjórnina
með höndum. Gert er ráð fyrir að húsið
verði gert jokhelt í haust.
iBÚÐ.
2—3 herbergi og eldhús
óskast til leigu frá 1. okt. n.k.
Kári Sigurjónsson.
SÉfpgnlitapartar,
hentugir yfir hey
og svörð, selur
ódýrt
Bjaroi Einarsson.
Strandgötu 17.
Mamma og heim.
Þau, orð, sem við þekkjum, unnum
og metum,
eru orðin »mamma* og >heim«.
f*au orð rikast rótfest getum
og rætt um í hryggð og seim.
Þau fylla og helga vort hjarta
og heimþrána mynda kæra og bjarta.
Mamma er það, sem við flúðum til
forðum
að fá okkur huggun og þrótt,
gnægð hún átti af græðandi orðum,
svo grátur og sár okkar iæknaðist fljótt.
Mamma er læknirinn, Ijósið og gleðin,
hún leiðir á daginn, en krýpur við
beðinn.
Sálunum lyftir til heimanna háu,
hjörtun göfgar og kærleik tér.
Hún leiðbeinir okkur að líkna þeim smáu
og lúta að þeim, sem minni er.
Hún gefur okkur það göfgasta og bezta,
sem guð vill í manna hugskot festa.
Heim er það, þar sem vöggu okkar var
með viðkvæmni og alúð gætt.
Heima okkur mamma við brjóst sín bar,
blíðlyndi og sannleiksást fyrst var þar
glætt.
Heima á sér upptök vor æfisaga
og al It, sem er tengt við bernskunnar daga.
Katrín Jósepsdöttir.
Barnastúkan Sakleysið fer skemmtiför
til berja vestur á Þelamörk nk. sunnu-
dag, ef gott verður veður. Lagt af stað
frá Ráðhústorgi kl. 10 f. m. Farmiða skal
vitja til Marinós L. Stefánssonar í sið-
asta lagi fyrir hádegi á laugardag. Þeir
kosta kr. 1.50.
J
Sundmót Norðlendingafjórðunos
hefst í sundlauginni á Akureyri laugar-
daginn 21. þ. m., kl. 8 e. h. — Á
sunnudaginn 22. þ. m., kl. 2 e. h,
hcldur svo mótið áfram,
Húseign til sölu.
Húseignin við Hafnarstræti 86 A, er til söiu með
tækifærisverði og góðum borgunarskilmálum.
í húsinu er laus til íbúðar 4 herbergja íbúð á miðhæð
Ú tb ú
Útvegsbanka ísiands h.f.
S í m i 3 6 0.
TILKYNNING
um framkvæmd mjólkurlaganna á
verójöfnunarsvæði Akureyrar.
Hér með tilkynnist að mjólkurlögin koma til framkvæmda á Akur-
eyri og nágrenni frá og með Miðvikudeginum 1. September n. k.'
Frá sama tíma hefir Mjólkursamlaginu á Akureyri verið falið að
annast alla sölu á mjólk, rjóma og nýju skyri á Akureyri, og hefir því eng-
inn mjólkurframleiðandi eða aðrir leyfi til sölu mjólkur eða ofangreindra
mjólkurvaia innan lögsagnarumdæmis Akureyrarkaupstaðar.
Undanþágu frá þessu geta þeir einir vænst að fá, sem framleiða
mjólk innan lögsagr.arumdæmis Akureyrarkaupstaðar og fullnægja þeim
ákvæðum, sem krafist er í mjólkurlögunum og tilheyrandi reglugerð.
Þeir sem óska undanþágu sendi umsóknir framkvæmdarnefnd mjólk-
urlaganna, pósthólf 1 Akureyri og séu þær komnar til nefndarinnar
fyrir 25, þ. m.
Akureyri 14. Ágúst 1937.
í framkvæmdanefnd mjólkurlaganna
Jtinas Kristjánsson, Halldúr Gnðlaugsson,
Stefán Stefánsson.
BE
- Kaupum bláber og aöalbláber
frá og með þriðjudeginum 24. þ. m.
Smjörlíkisgferð
K. E. A.
Júgtirsmyrsl
verja, séu þau notuð daglega, að spenarnir særist við
mjólkunina og lækna á stuttum tíma sár og bólgu
utan á júgrinu. — Júgursmyrsl eru mjög drjúg
í notkun, því að þau eru mjög efnarík og halda sér
stöðugt eins. Við hverjar mjaltir nægir á einum fing-
urgómi. — Júgursmyrsl eru algjörlega' lyktar- og
bragðlaus. Þau geta ekki þránað eins og tólg eða aðrar
lélegar og óviðeigandi áburðarfitur. Reynslan hefir sýnt,
að notkun tólgar við mjaltir á kúm með spenasár, getur
orsakað alvarlega júgursjúkdóma (húðbólgu o. s. frv.).
Júgursmyrsl gera mjólkina tiltölulega gerlasnauða
séu þau notuð við mjaltirnar, andstætt við það, ef
mjólkað er með höndum vættum í mjólk, smurt með
tólg o. s. frv.
Sápnverksm. SJÖFK.
Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentverk Odds Björnssonar. i '