Dagur - 02.09.1937, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
XX. árg
•i
Akureyri 2. september 1937.
> »♦ • • •
42. tbl.
„Mikið eiga
Akureyringar
í einu af síðustu blöðum „Fálk-
ans“ er birt fögur mynd af Akur-
eyri og umhverfi, séð frá Vaðla-
heiði utarlega, og þessi eftirtekt-
arverðu og að mörgu leyti sönnu
orð, — fyrirsögn greinarinnar —
eru höfð eftir Reykvíking, er þar
var á ferÖ í sumar.
En „fjarlægðin gerir fjöllin blá
og mennina mikla“, og ef sami
maður hefði dvalið á Akureyri og
gengið um göturnar á kvöldin nú
undanfarið, er ég ekki viss um
að hann hefði endurtekið þessi
orð: „Mikið eiga Akureyringar
gott“, að minnsta kosti er líklegt,
að hann hefði bætt við eitthvað
á þessa leið: „En verst er að þeir
kunna ekki að halda uppi lögum
og reglu, svo bærinn geti verið
griðastaður friðsamra borgara og
eftirsóttur hvíldarstaður veglún-
um ferðamönnum". Nú um tíma
hefir ekki verið hægt að fagna
slíku, því oft hefir komið fyrir,
að varla hefir verið hægt að þver-
fóta fyrir drukknum mönnum, og
fjölda margir kvarta um, að ekki
sé hægt að njóta næturfriðar, sér-
staklega í miðbænum, fyrir
drykkjusöng þeirra og hávaða. En
hvar er lögreglan? spyrja menn.
Jú, hún er að vísu til, 2 lögreglu-
þjónar og 2 næturverðir. En
hvernig geta menn búizt við, að
þesSir fáu menn geti áorkað miklu
í bæ, sem telur hátt á fimmta þús-
und íbúa, og þar að auki á sér
hvtrgi varðstöð, þar sem stöðugt
sé hægt að komast í samband við
hana. og það sem verra er og
skömm er frá að segja, en dugir
þó ekki að þegja um: Bærinn á
ekkert nothæft fangahús.
En vínverzlunin stendur opin
alia virka daga, nema þennan eina
í síðustu viku, og þar er sagt að
engin vöruvöntun sé, sem oft
verður þó vart við í öðrum búð-
um. Þetta má ekki ganga svo
lengur. Augu manna verða að
opnast fyrir þessum ósóma, og
sem betur fer eru fleiri og fleiri
að koma auga á hættuna, sem sið-
menning bæjarins stafar frá þess-
ari óþrjótandi vínlind, sem að vísu
er að sumu leyti þröngvað upp á
bæjarbúa.
Framkvæmdanefnd Umdæmis-
stúkunnar nr. 5 á Akureyri hefir
fyrir löngu orðið vör við þetta ó-
fremdarástand, en litlu getað á-
orkað til bóta, ekki sízt fyrir þá
sök að svo virðist, sem allt of
mörgum bæjarbúum hafi verið al-
veg sama hvernig þetta gengur,
og allstór hópur gert sitt til að
viðhalda ósómanum. Á fram-
kvæmdanefndarfundi nú í vikunni
var samþykkt í einu hljóði að
senda áskoranir til lögreglustjóra
og bæjarstjórnar, til bóta á þessu
ástandi, og eru þær tillögur birtar
hér í blaðinu. Þó ekki hafi að
þessu sinni verið sendar áskoran-
ir um lokun vínverzlunarinnar, er
þó öllum vitanlegt að halda verð-
ur fast við þá kröfu til þings og
stjórnar, að kaupstaðir landsins
fái sjálfsákvörðunarrétt um, hvort
þeir vilja hafa vínsölu eða ekki.
Og þá skal ekki öðru trúað en yf-
irgnæfandi meirihluti heimti lok-
un vínbúðarinnar tafarlaust. En
til þess að koma einhverju lagi á
í bænum strax í haust, verða að
myndast öflug samtök og samhug-
ur bæjarbúa og andúð þeirra gegn
núverandi ófremdarástandi til að
knýja bæjarstjórn til alvarlegra
aðgerða og fjárframlaga til auk-
innar löggæzlu og um leið hvetja
lögreglustjóra og veita honum að-
stöðu til þess að láta að sér kveða
og skapa þann viðeigandi ótta og
sjálfsögðu virðingu fyrir lögum og
reglu, er leiði til þess að menn-
ingarbragur bæjarins batni stór-
um.
Góðir bæjarbúar! Eigum við
ekki að vera samtaka um að
kveða niður þann draug, sem
gengur í líki Bakkusar um bæinn?
Vinnum að því að hægt verði með
sanni að segja bæði í fjarsýn og
nærsýn, bæði um fegurð bæjarins
hið ytra og fágaða framkomu bæj-
arbúa, sem viðhaldið sé af rögg-
samri löggæzlu: „Mikið eiga Ak-
ureyringar gott“. U. G. L.
Síldveiðiskip sekkur.
Síðastl. föstudagskvöld var ’síld-
veiðiskipið Drangey statt nokkr-
um sjómílum norðvestur af Þórs-
höfn á Langanesi og hafði um 800
mál af síld innanborðs, sem það
ætlaði með til Siglufjarðar. Veður
var gott. Á leiðinni varð vart við
leka á skipinu og var þá snúið við
til Raufarhafnar, til þess að fá af-
fermingu þar. Brátt ágerðist lek-
inn svo mjög, að dælur skipsins
höfðu ekki við. Var þá sýnt að
hætta var á ferðum; var þá skips-
höfnin kvödd í bátana og þeim ró-
ið frá hinu sökkvandi skipi nálægt
miðnætti. Svo fljótt bar að flótt-
ann frá skipinu, að enginn skip-
verja náði neinu af dóti sínu með.
Eftir örstutta stund sökk skipið
um 5 mílur austur af Raufarhafn-
arvitanum. SkipVerjar komu til
Raufarahafnar kl. um nóttina,
allir heilir og líðan þeirra góð eft-
ir atvikum.
Drangey var smíðuð 1914 í Skot-
landi og var keypt hingað til Ak-
ureyrar 1931 og var eign Útgerð-
arfélags póstbátsins. í sumar var
skipið leigt Siglfirðingum til síld-
veiða.
Skipið var vátryggt fyrir 35 þús.
kr. hjá Sjóvátryggingarfélagi ís-
lands.
Tillögur frá Vnidæm-
isstúkunni nr. 5.
Eftirfarandi tillögur voru sam-
þykktar á fundi Umdæmisstúk-
unnar nr. 5 þann 31. ágúst sl.
Framkvæmdanefnd Umdæmis-
stúkunnar nr. 5 skorar á bæjarfó-
getann á Akureyri, að gefnu til-
efni, að sjá til þess, að aukið verði
lögreglueftirlit í bænum, svo öl-
óðum mönnum haldist ekki uppi
að raska friði bæjarbúa á neinn
hátt. Sérstaklega vill nefndin
benda á, að nauðsyn er á fleiri
næturvörðum en nú er, einkum
sumar og haust.
Framkvæmdanefnd umdæmis-
stúkunnar nr. 5 skorar á bæjarfó-
getann á Akureyri að gera ráð-
stafanir, til þess að hafa upp á
leynivínsölum hér í bænum, þar
sem það er á vitorði almennings,
að leynisala á áfengi á sér stað,
þegar- áfengisverzlunin er lokuð.
Framkvæmdanefnd Umdæmis-
stúkunnar nr. 5 skorar á bæjar-
stjórn Akureyrarkaupstaðar að
koma sem fyrst upp lögregluvarð-
stöð og nothæfu fangahúsi, þar
sem það er með öllu óviðunandi,
að ekkert fangahús sé í bænum,
m. a. til þess að fjarlægja ölóða
menn af almannafæri. Og enn-
fremur að leggja fram fé til auk-
innar löggæzlu í bænum.
Að nf an.
Uppreistarherinn á Spáni hefir
tekið borgina Santander. Franco
hershöfðingi hefir sent Mussolini
skeyti, þar sem hann þakkar hon-
um fyrir þá aðstoð, sem hann hafi
veitt sér við töku borgarinnar.
Kveðst Franco vera hreykinn af
því að hafa ítalska hermenn í her
sínum.
Mussolini segir í svarskeyti, að
það gleðji sig mjög, að ítalskir
X
NÝJA-BÍÓ
sýnir fimmtudaginn 2. þ.m.
klukkan 9:
Egvilekki giitasL
Bráðskemmtileg d ö n s k
gamanmynd.
Aðalhlutverkin leika:
Ib Schönberg,
Berthe Quistgaard
o. fl.
hermenn hafi átt sinn þátt í sigr-
inum og segir það von sína, að
þessi nána samvinna ítölsku
stjórnarinnar og uppreistarmanna
á Spáni, verði til þess að tryggja
þeim úrslitasigur á Spáni og á
Miðjarðarhafinu.
Er þessi opinbera viðurkenning
Mussolini um þátttöku ítala í
Spánarstríðinu sönnun þess, að hér
er ekki aðeins um borgarastyrjöld
að ræða, heldur miklu fremur á-
rásarstríð útlendra fasistahöfð-
ingja.
Á öðrum stöðum telur stjórnar-
herinn sér sigur.
Þó að okkur þyki Spánarstríðið
ófagur leikur, mun það samt ekki
jafnast á við þau ósköp, sem nú
eru að gerast. í Kína milli jap-
önsku og kínversku herjanna. Ber-
ast daglega fregnir af stórorrust-
um og hryðjuverkum í Kína. —■
Raunar telur japanska stjórnin
ekki vera um stríð að ræða, heldur
aðeins ágreining, og ekki hafa Ja-
panir sagt Kínverjum formlega
stríð á hendur. — Nýlega var
brezki sendiherrann í Kína ásamt
fleirum á ferð í tveimur bifreið-
um. Réðust þá Japanir með vél-
byssuskothríð á bifreiðarnar, sem
voru með brezka fánann uppi, og
særðist sendiherrann svo hættu-
lega, að honum var naumast hug-
að líf. En fyrir ágætis læknishjálp
er hann nú sagður á batavegi. Út
af þessum viðburði hefir brezka
stjórnin mjög látið brúnir síga, og
er það mál óútkljáð enn.
Þjófnaður. Fyrir nokkru hurfu úr pen-
ingaskáp ríkisverksmiðjunnar á Raufar-
höfn 1200 kr. í peningum. Fulltrúi frá
lögreglunni í Reykjavík var sendur
þangað til að rannsaka þjófnaðinn, en sú
rannsókn hefir engan árangur borið.
Trúlofun. S. 1. laugardag opinbéruðu
trúlofun sina, ungfrú Guðrún Björnsdótt-
ir frá Grímsey og Óskar Jónsson, bóndi,
Koigerði í Höfðahverfi