Dagur - 23.09.1937, Qupperneq 2
186
DAGUR
45. tbl.
Jónas Kristjápsson:
MjólKarlögin.
Tilgangur mjólkurlaganna.
Lögin, sem nú gilda um sölu
mjólkur, rjóma o. fl. í kaup-
stöðum gengu í gildi 7. janúar
1935 og um svipað leyti voru þau
tekin til framkvæmda á Suður-
landi og hafa verið þar í gildi síð-
an. Lögin voru samin með tilliti
til þess að þau gætu orðið fram-
kvæmd í öllum landshlutum, eftir
því sem þörf gerðist.
Sú regla hefir ávallt gilt að
mjólkin, sem seld er daglega til
neyzlu, sé mun dýrari en sams-
konar mjólk, sem tekin er til
smjör- og ostagerðar. En eftir því
sem ræktun og mjólkurfram-
leiðsla hefir vaxið í kaupstöðum
og sveitum, hefir sífellt aukizt það
mjólkurmagn sem fer til vinnslu
mjólkurvara, og meðalverð mjólk-
urinnar lækkað af þeim ástæðum
og margt bendir til þess að mjólk-
urframleiðslan stór-aukist ennþá,
eftir því sem ræktuninni miðar á-
fram, en aukning smjör- og osta-
vinnslunnar hlýtur að orsaka
lægra meðalverð til bændanna.
Því meiri verðmunur sem er á
neyzlumjólkinni og vinnslu-mjólk-
inni, því meira verður kapp-
hlaup framleiðendanna um að
notfæra sér neyzlumjólkursölu í
kaupstöðum og slíkt kapphlaup
leiðir af sér stöðug undirboð, þar
til neyzlumjólkurverðið er raun-
verulega orðið jafnt og verð
vinnslu-mjólkurinnar. Þetta er
mjög óheppilegt fyrir framleið-
endur bæði í sveitum og kaup-
stöðum, því mjög lágt verð á
neyzlumjólk skapar lægra meðal-
verð til bændanna í sveitunum og
þó er þetta ennþá hættulegra fyr-
ir ræktun og mjólkurframleiðslu
innan kaupstaðanna, vegna þess
hvað framleiðslan þar er kostnað-
arsamari en í sveitunum.
Með ákvæðum mjólkurlaganna
vill löggjafarvaldið koma báðum
þessum aðilum til aðstoðar, með
því:
í jyrsta lagi að lögákveða fast
útsöluverð á mjólk í kaupstöðum,
sem sé mun hærra heldur en verð
vinnslumjólkurinnar, án þess þó
að um okurverð sé að ræða.
í öðru lagi með því að þeir aðil-
ar, sem fá leyfi til að reka mjólk-
urverzlunina í bæjunum, eru
skyldir að greiða sérstakan skatt,
er nefnist verðjöfnunargjald, og
skal þessu gjaldi varið til verð-
uppbótar á vinnslumjólkina, þann-
ig, að einhver verðjöfnuður náist.
í þriðja lagi fyrirskipa mjólkur-
iögin um einfaldari og ódýrari
rekstur á mjólkurverzluninni í
kaupstöðum, en áður hefir verið, og
aukið hreinlæti og hollustuhætti
við framleiðslu og meðhöndlun
neyzlumjólkur. Með því aukast
sölumöguleikar framleiðendanna.
Og hjá neytendunum skapast ör-
yggi og tiltrú til vörunnar.
Framkvæmd mjólkurlaganna.
Eins og gefur að skilja, verða
mjólkurlögin ekki framkvæmd án
þess að persónulegt frelsi margra
aðila skerðist, venjur og við-
skiptasambönd manna á meðal
séu slitin, og ýmsum markaður
þrengri bás í athöfnum sínum en
verið hefir.
Það skal fúslega viðurkennt, að
margir ókostir eru bundnir við
framkvæmd þeirra laga, sem
þvinga einstaklingana frá því
starfi eða venjum, sem um langt
skeið hefir verið leyft eða látið
afskiftalaust, eins og hingað til
hefir gilt um mjólkursölu í kaup-
stöðum.
En ef því marki á að ná, sem
ætlast er til við setningu mjólkur-
laganna, og ef þau eiga í reyndinni
að verða eitthvað annað en dautt
pappírsgagn, þá má ekki víkja
frá grundvallaratriðum þeirra í
fi amkvæmdinni með því að veita
allskonar undanþágur frá lögun-
um og á þann hátt leitast við að
gera alla aðila ánægða frá upp-
hafi. En hitt er jafn sjálfsagt að
fiamkvæma þessi lög, eins og öll
önnur lög, með tilhliðrunarsemi,
ef með því er ekki gengið frá
stefnu — eða grundvallaratriðum.
Framkvœmd mjólkurlaganna
d verðjötnunarsvœdi Rvikur
og Ha/narljardar.
í Reykjavík er lang stærsti
mjólkurmarkaður landsins, þar
var komið í fullt öngþveiti með
mjólkursöluna, af svipuðum á-
stæðum og annarstaðar þar sem
mikil mjólk er framleidd, en
mjólkursalan skipulagslaus. Lögin
komu því til framkvæmda þar
strax eftir að þau höfðu náð sam-
þykki, og hafa því verið þar í
gildi í rúmlega 214 ár.
Mjólkursölunefnd landsins hef-
ir allan tímann- farið með fram-
kvæmd laganna á þessu svæði, en
nefndina skipa sjö menn, sem
valdir eru ýmist sem fulltrúar
framleiðenda eða neyenda, eða
sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar.
I sambandi við framkvæmd
þessara laga hefir staðið mikið
stríð í Reykjavík og Hafnarfirði.
Neytendur voru óánægðir með
mjólkursöluna, eins og hún var
framkvæmd, og sumir framleið-
enda neituðu að greiða lögboðið
verðjöfnunargjald af kúm sínum.
Þrátt fyrir all mikla andstöðu
hefir Mjólkursölunefndin komið
lögunum í framkvæmd. Hún hef-
ir í nokkrum tilfellum orðið að
fá aðstoð lögreglunnar við inn-
heimtu verðjöfnunargjaldsins og
til þess að gera þær mjólkurvörur
upptækar, sem á óleyfilegan hátt
voru fluttar inn á hið lögfesta
sölusvæði. En heildarárangurinn
af framkvæmd mjólkurlaganna á
þessum tíma hefir orðið hag-
kvæmari, heldur en ýmsir áhuga-
menn þessa skipulags þorðu að
gera sér vonir um í upphafi.
í þessu sambandi s^al þess get-
ið, að útsöluverð á mjólk í Rvík í
lausu máli er 38 aura pr. ltr., en
40 aura í flöskum og 42 aura pr.
ltr. í flöskum ef flutt er heim til
neytenda.
Þeir, sem fá undanþágu til
beinnar sölu til neytenda, þurfa
að greiða ki’.90.00 í verðjöfnunar-
gjald af hverri mjólkurkú eða um
3 aura pr. ltr.
Þeir menn, búsettir innan lög-
sagnarumdæmisins, sem sannan-
legt er um að reka búskap og
mjólkurframleiðslu í nágrenni
Rvíkur eða Hafnarfjarðar, fá
leyfi til þess að taka mjólk frá
bújörð sinni til eigin neyzlu, gegn
því ófrávíkjanlega skilyrði, að
mjólkin gangi í gegnum viðkom-
andi sölumiðstöð og sé gerils-
neydd, og skal viðkomandi greiða
kostnaðinn, sem af því leiðir.
Þeir menn, sem ekki hafa upp-
fyllt þetta skilyrði nefndarinnar
og hafa flutt mjólkina beint frá
bújörð sinni til dvalarstaðar síns
eða heimilis í Rvík, hafa nú verið
sviftir þessu leyfi.
Mjólkurlögin á Akureyri.
Fyrir einróma óskir mjólkur-
framleiðenda í Eyjafirði hafa
mjólkurlögin verið tekin hér til
fiamkvæmda og mjólkursölu-
nefndin í Reykjavík hefir falið
stjórn Mjólkursamlagsins á Akur-
eyri að sjá um framkvæmd mjólk-
urlaganna hér að ýmsu leyti, og
hefir þetta starf verið látið í
hendur sérstakrar nefndar.
Nefndin mun að sjálfsögðu haga
störfum sínum eftir líkum reglum
og landsnefnd mjólkurlaganna
hefir gefið fordæmi til með fram-
kvæmdum sínum á verðjöfnunar-
svæði Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar, og það munu fáir láta sér
detta það í hug að mjólkursölu-
nefndin í Reykjavík hafi farið það
illa með vald sitt í þessum skipu-
lagsmálum, að hún hafi hagað
framkvæmdum sínum þvert á
móti bókstaf og anda mjólkurlag-
anna, eins og sumir „blaðamenn"
hér á Akureyri álíta, ef dæma á
eftir skrifum þeirra síðustu dag-
ana.
Mjólkurframleidendur
í Eyjafirdi.
Samkvæmt mjólkurlögunum
mega bændur, sem búsettir eru
utan Akureyrar, ekki selja eða út-
býta sem gjöfum mjólk, rjóma og
nýju skyri á Akureyri. Þeim er
einnig óheimilaður allur mjólkur-
flutningur til Ak. nema mjólkinsé
flutt til hinnar löggiltu mjólkur-
stöðvar. Bændur, sem af einhverj-
um ástæðum dvelja á Akureyri og
óska að taka mjólk sína til eigin
neyzlu þar, verða að sækja um
leyfi til þessa til framkvæmdar-
nefndar mjólkurlaganna hér á Ak-
ureyri.
Hvað mjókurframleiðendur ut-
an Akureyrar geta hagnazt á
framkvæmdum mjólkurlaganna er
ekki unnt að gera sér grein fyrir,
þar sem framkvæmd laganna er
aðeins í byrjun. En verðjöfnunar-
gjaldið verður að sjálfsögðu lítil
upphæð. Lauslega áætlað mætti
búast við að íramkvæmd mjólkur-
laganna gæti gefið bændum um
eins eyris hækkun á hvert mjólk-
urkg. sem fer til vinnslu á smjöri
og ostum.
Mjólkurframleiðendur
á Akureyri.
Við undirbúning og samningu
mjólkurlaganna munu löggjafarn-
ir í fyrstu hafa ætlazt til að öll
mjólk framleiðendanna í kaup-
stöðum, — önnur en þeirra eigin
neyzlumjólk — færi beint til við-
komandi mjólkurstöðvar, og væri
seld þaðan. Framleiðendurnir
væru undanþegnir verðjöfnunar-
gjaldi ef þeir hefðu einn ha. af
ræktuðu landi á bak við hverja
kú, en annars bæri þeim að greiða
verðj öfnunargj ald. En við umræð-
ur um lögin náði sú breyting fram
að ganga að mjólkurframleiðend-
ur í kaupstöðum gætu valið run
hvort þeir vildu heldur fá leyfi til
beinnar sölu til neytenda og
greiða verðjöfnunargjald af allri
mjólkinni, einnig þeirri, sem þeir
tækju til heimilisþarfa, eða létu
mjólkina beint til viðkomandi
samsölu og væru undanþegnir
verðjöfnunargjaldi, ef þeir hefðu
ræktað land innan kaupstaðarins.
Við framkvæmd mjólkurlaganna
■fWWWWWtHWHWHW
B Inniskór 3
í fjölbrcyttii úrvali
nýkomnir.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Skódeildin.
^••••••••••••Tnnmiff