Dagur - 23.09.1937, Síða 3

Dagur - 23.09.1937, Síða 3
45. tbl. DAGUR 187 L06TAK. Samkvæmt krötu umboðsmanns Brunabótafélags Islands á Akureyri og að undangengnum úrskurði, verða ógreidd brunabóta- gjöld til Brunabótafélags Islands fyrir vátryggingarárið 15. okt 1936 til 14. okt. 1937, tekin lögtaki að liðnum átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. Akureyri 16. sept. 1937. Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti Akureyrar. O. Eggerz. settur. hér geta menn einnig valið um þetta. Framleiðendur, sem eiga þrjár kýr og fleir-i, munu telja sér hag í að fá undanþágu frá lögun- um, ef þeir hafa vissu fyrir næg- um kaupendum að mjólkinni. Hin- ir, sem hafa t. d. eina til tvær kýr munu fæstir telja sér hagfelt að fá undanþágu laganna, þar sem undanþágan kostar, samkvæmt mjólkurverðinu hér á Akureyri kr. 72.00 pr. mjólkurkú. Verðjöfnunargjaldið samsvarar 2.4 aurum pr. mjólkurlítra, sé miðað við 3000 ltr. ársnyt, en sé hún minni, t. d. 2.700 ltr., eins og mun verða meðaltal í nautgripa- ræktarfélögunum hér í umhverf- inu, þá samsvarar verðjöfnunar- gjaldið 2.7 aurum pr. mjólkurltr. Geta því undanþágu-mennirnir fengið 27.3 aura pr. ltr. mjólkur í stað 25 aura, sem þeir fengu áður en mjólkurlögin komu hér til framkvæmda. Benda skal þó á það, að ef mjólkurframleiðendur hafa léleg- ar kýr, sem mjólka mikið neðan við meðallag, þá kemur það fram sem hærra verðjöfnunargjald pr. mjólkurltr. Enda er það gömul og ný reynsla að það er fjárhagslegt tap á því að eiga slæmar kýr. En þetta háa verðjöfnunargjald á mjólkina úr lélegu kúnum, á að geta verið mjólkurframleiðendum ný hvöt til að slátra lélegu kúnum og fá-bet'ri í þeirra stað. (Framhald). vanur sveitavinnu og er lærður búfræðingur ósk- ar eftir vetrarvist. Uppl. í Þingvallastræti 12. V etrarmann vantar mig að Dagverðar- eyri frá 1. október. Get tekið fjölskyldu, sem vantar húsnæði. Kristján Sigurðsson. Bændur! Að gefnu tilefni viljum vér benda á, að BráðapesiarlliieiÉ frá Rannsóknarstofu Háskól- ans í Rvík og Seruminsti- tutet í Kaupm.höfn, er komið. Stjörnu flpótek K.E.A. Eggerts Guðmundssonar var lokið í gærkveld að sinni. En þar sem aðsókn að sýningunni hefir verið óvenjulega mikil, hefir sú ákvörð- un verið tekin að sýningin verði enn opin næstk. sunnudag frá kl. 2—6 síðdegis, og henni þá lokað til fulls. Sýninguna hafa sótt 500 sýning- argestir, og er það mikið meiri að- sókn hlutfallslega, miðað við fólksfjölda, en nokkurntíma hefir átt sér stað með samskonar sýn- ingar í Reykjavík. Af listaverkun- um hafa 8 selzt, 3 málverk og 5 teikningar. Síðasta tækifærið, til þess að sjá málverk og teikningar Eggerts Guðmundssonar, er á sunnudag- inn. Sérstaklega verður mönnum starsýnt á hinar afbragðs vel gerðu andlitsteikningar lista- mannsins. KIRKJAN: Miissað n. k. sunnudag kl. 2 e. h. í- Akureyrarkirkju. □ .*. Rún 59371)265. - Fjárhst. Skntajölagið »Fálkctr« heldur hluta- veltu í samkomuhú.si bæjarins næstkom- andi sunnudag kl. 4 e. h. og eru margir ágætir drættir þar- á boðstólum. Um kvöldið halda þeir svo dansleik á sama stað. Er það síðasta hlutaveltan og dans- leikurinn í samkomuluisinu, sem H. A,- hljómsveitin spilar á. »FáIkarnir« hafa margt gott gert fyrir bæjarbúa bæði að »Fálkafelli« og með »skátagarðinum«, sem þeir erú nú að verða búnir með, eihir af þrem félögum, sem tóku hann að sér í fyrstu, svo ekki þarf að efa að vel verður sótt hjá þeim hlutaveltan og dansleikurinn. Bcrnharð Stefánsson alþm. og frú hans komu heim frá útlöndum með Brúarfossi siðast. Er B. S. forntaður milliþinga- nefndarinnar i bankamálum og fór hann utan til þeSs að afla sér frekari upplýs- inga um þau mál. Dánardægur. Þann 21. þ. m. andaðist að heimili sínu, Þrastarhóli í Arnarness- hreppi, Ásgrímur Sveinsson, faðir Þór- halls bónda þar og þeirra bræðra. Hann , var uijt áttrætt og farinn að heilsu. Frú Valgerður ólafsdóttir, kona Karls Nikulássonar konsúls, andaðist í Rvík 20. þ. m. Alþingi kentur saman 9. október næst- komandi. Þingmenn Framsóknarflokks- ins koma saman um næstu mánaðantót og þingmenn Alþýðttflokksins sennilega um líkt leyti, Valdimar Hólm Hallstað. Franisóknarflokkurinn og æskan. (Framhald). Áður fyrr átti æskan ekki aðgang að neinum slíkum skólum, ekkert það athvarf í menningarlegu tilliti, sem svalað gæti þrám hennar og veitt fróðleikslöngun hennar þá fullnæg- ingu sem hverju siðuðu þjóðfélagi ber að láta í té. — Vanrækslu þeirri, sem afturhald liðinna tíma sýndi á þessu sviði, hefir nú Framsóknarflokk- urinn bætt úr, og hann mun fram- vegis vinna að því óskiptur að skapa æskunni þau lífvænlegu viðhorf, sem hyggja lífsafkomu hennar og fram- tíðarmöguleika í efnalegu og andlegu tilliti. — Það er ekkert undarlegt, þó Framsóknarflokkurinn hafi hlotið ill- vígt hatur andstæðinga sinna, sem reynt hafa á allan hátt að sverta og svívirða þær heilbrigðu og hraðstígu umbætur, scm hann hefir komið til leiðar á hinum ýmsu sviðum. Aftur- haldinu og þjónum þess er það full komlega ljóst, að viðgangur þess og velmegun byggist á því, að æskan og yfirleitt alþýðan í landinu sé sem minnst upplýst og hafi sem takmark- aðastá möguleika til aukins andlegs þroska og menntunar. Nú hefir Fram- sóknarflokkurinn með afskiptum sín- um af skólamálunum rofið hina menn- ingarsnauðu skjaldborg afturhaldsins og kveðið niður hina síðustu drauga þess dauðadæmda hugsunarháttar. III. Af þeim málum, sem verið hefir einna mesta áhyggjuefni öllum hugsandi mönnum nú á seinni tímum, er hinn öri straumur fólksins úr sveitum lands- ins til kaupstaðanna. Petta aðstreymi til kaupstaðanna hefir orsakað margs- konar truflanir í atvinnu- og fjármála- Iífi þjóðarinuar, og yfirleitt öll sú lausung, sem átt hefir sér stað í þessu efni, á sér alvarlegri afleiðingar en flesta grunar í fljótu bragði. Hinn stórkostlegi vöxtur kaupstaða og bæja hér á landi á síðustu árum, og hið fjölbreytta og tiibreytingaríka líf, sem þar hefir þróast, hefir átt drýgstan þáttinn í því að seiða hina yngri kyn- slóð sveitanna í burt þaðan, því heima í sveitunum hefir þróunin ekki verið eins hraðstíg í þessu efni og meiri kyrstaða verið þar ríkjandi yfirleitt heldur en í kaupstöðnnum. Nú mun öllum vera það Ijóst, að svo bú ð má ekki standa og gríþa verður til ein- hverra þeirra ráða, sem gætu áorkað því, að æskan geti fest yndi í sveitum landsins og notið þar krafta sinna og hlolíð þá bættu lífsafstöðu, sem er í fullkomnu samræmi við starfslöngun heunar og framtíðarhugsjónir. Manni þarf þó í raun og veru ekki að koma það neitt á óvart þó þetta burtstreymi fólks úr sveitunum hafi átt sér stað. Hinar erfiðu kringumstæður, sem sveitafólk yfirleitt hefir átt við að búa á seinni tímutn, og sú harða barátta, sem það hefir þurft að heyja fyrir brýnustu lífsþörfum sínum, hefir or- sakað hreina uppgjöf fjölda þess, og síðasta úrræðið hefir orðið það, að flýja í bæina, þar sem því hefir hlotn- ast meira kaup fyrir minni vinnu, meira frjálsræði, meiri skemmtanir o. s. frv. Þann 18. sept. andaðist á heimili sinu Grjótgarði, Ólöf Rósa Manasesdóttir. Jarðarförin fer fram föstudaginn 1. okt. n.k. og hefst frá heimilinu kl. 1 e. h. Kránsar afbeðnir. Aðstandendur. 2-3 stofur es elötiús óskast frá 1. okt. n. k. helst í útbænum. Fyrirfram greiðsla getur átt sér stað. — Upplýsingar gefur Árni Jóhannsson K. E. A. íbúðarhús á Hjalteyri til sölu. Laust til íbúðar á næsta vori. — Upplýsingar gefa: Vilhjálmur Árnason, Hjalteyri og Viggó Öl- afsson, Brekkug. 6, Akureyri. Fyrir skömmu stofnuðu nokkrir frjálslyndir rithöfundar og menntamenn í Reykjavík nýtt bókmenntafélag, er þeir nefna „Mál og menning11. Er tilgangur félagsins að bæta og auka bóka- kost almennings. Þeim tilgangi sétla stofnendur félagsins sér að ná með því að safna nægilega mörgum félagsmönnum til þess, að hægt verði að selja bækur við miklu vægara verði en nú gerist á íslenzkum bókamarkaði. í fáum orðum sagt hugsa forgöngumenn þessa máls sér framkvæmdir á þessa leið: Félagsmenn hins nýja bókmenntafélags greiði kr. 10.00 í árstillag. Á þessu ári hefir stjórn félagsins ákveðið að gefa út og láta félagsmenn fá 2 bækur fyrir árstillagið, sem annars myndu kosta 16 kr. með algengu bóka- verði. Er verðið sett svo lágt í trausti þess, að í sumar gangi minnst 1000 félagar í félagið. Þess- ar 2 bækur eru tímaritið „Rauðir pennar“ og „Vatnajökull“ eftir hinn danska náttúrufræðing Niels Nielsen í þýðingu Pálma Hannes- sonar rektors. Sú bók er ferðasaga höfundar til Vatnajökuls og þar birtar merkilegar athuganir um gos í jöklinum. í ritinu verða um 70 vandaðar myndir. Næsta ár vonast stofnendur hins nýja bókmenntafélags til, að fé- lagsmenn verði orðnir 2000 og ætla þá að gefa út 4 bækur, er félags- menn fái fyrir árstillagið 10 kr. Og árið 1939 vonast stofnendurnir til, að félagsmenn verði orðnir 3000 og ætla sér þá að gefa út 6 bækur það ár og síðan árlega (hver bók 8—12 arkir að stærð) allt að 1200 bls, samtals, fyrir sama (Franthald).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.