Dagur - 14.10.1937, Page 1

Dagur - 14.10.1937, Page 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XX. árg. ’ Akureyri 14. október 1937. Áfgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1.' des. * 48. tbl. „Línaii“ Irá Moskva skýrist Kommúiii§(ar neita að starfa á grund- velli laga og þingræðis Undanfarna mánuði hafa til- raunir ált sér stað til sameiningar Alþýðuflokksins og Kommúnista- flokksins með sameiginlegri stefnuskrá. Samningarnir um sameiningu flokkanna hafa nú strandað á ágreiningi um undirstöðuatriðin í væntanlegri stefnuskrá hins’ sam- einaða flokks. Eftir því, sem Al- þýðublaðið og Þjóðviljinn skýra frá, hafa ágreiningsatriðin verið þessi: Kommúnistar neita að skuld- binda sig til að starfa á „grund- velli laga og þingræðis“. Alþýðu- flokkurinn neitar að taka upp vörn fyrir stjórnarfarið í Rúss- landi og lýsa yfir fullum fjand- skap við rússneskan landflótta- mann, sem Trotsky nefnist. Enn- fremur bar það á milli, að Alþýðu- flokkurinn vildi skilgreina nýja flokkinn sem „sósíalistiskan“ flokk aðeins, en kommúnistar vildu láta taka það fram, að flokkurinn væri „marxistiskur". Af þessu er það ljóst, að komm- únistar hafa krafizt þess, að stefnuskrá hins sameinaða flokks væri sniðin eftir afstöðu til þriggja útendinga. Þeir heimta skilyrðislausa undirgefni undir vilja Stalins, þeir heimta átrúnað á kenningar Marx og þeir krefjast fjandskapar við Trotsky! Kommúnistar hafa margsinnis staðhæft, að þeir vildu samein- ingu flokkanna, til þess að hægt væri að leysa hagsmunamál ís- lenzkra verkamanna. Nú verður ekki annað séð en kommúnistar líti svo á, að úr því að Alþýðu- flokkurinn vilji ekki fallast á að verja blóðdómana í Rússlandi, þá geti íslenzkum verkamönnum ekki orðið bjargað við, og af því að Alþýðuflokksmenn. fáist ekki til að blessa Stalin og bölva Trot- sky, þá séu umbætur íslenzkum verkalýð til handa þar með úr sögunni! En hvað finnst íslenzka verka- lýðnum sjálfum? Telur hann að þessi afstaða leiðtoga kommúnista sé á hyggindum reist? Hver mað- ur með heilbrigða skynsemi hlýt- ur að sjá og skilja, að þeir Stalin og Trotsky koma velferðarmálum íslenzkrar alþýðu ekki nokkurn skapaðan hlut við. En hvernig í ósöpunum stendur á því, að foringjar kommúnista skuli leiðast út í aðra eins vitleysu og þeir hafa gert? Svarið virðist liggja beint við. Annar af uppbótarþingmönnum Kommúnistaflokksins fór til Moskva í sumar. Eftir að hann lcom heim, fór að bera á þessari kreddufestu um Stalin, Rússland og Trotsky meðal leiðtoga komm- únista. Það er talið mjög líklegt, að þeir hafi þá farið að þræða þá „línu“, sem Brynjólfur Bjarnason hafi komið með frá Moskva, og að sú lína hafi verið gefin af Stalin. Á þenna hátt verður allt skiljan- legt. Rússar sjálfir hafa löngum í 46. tbl. „ísl.“ ræðir ritstjórinn um verzlunarmál og kemst að svipuðum niðurstöðum eins og hann hefði alið aldur sinn í ein- hverjum myrkheimum upp á síð- kastið og ekki haft samneyti við skyni gæddar verur. í upphafi greinar sinnar er rit- stjórinn fullur vandlætingar yfir því, að nokkrum skuli hafa til hugar komið sú ósvífni, að átelja kolaokur kaupmanna í Reykjavík í sumar, sem notuðu sér hækkun erlendis til að haekka kolin óhæfi- lega í verði, þar á meðal miklar kolabirgðir um ca. 10 kr. tonnið. Síðar neyddust þeir þó til að lækka verðið, sakir hins lága sölu- verðs Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. Og þótt ritstj. „ísl.“ endurprenti í blaði sínu einhverj- ar tölur eftir kolakaupmönnum í Reykjavík, sem íhaldsblöðin syðra birtu, þá stendur það eftir sem áð- ur óhrakið og er hverju manns- barni í landinu kunnugt, sem vill vita það, að Kaupfélag Reykjavík- litið á Moskva sem heilaga borg. Það er kunnugt, að leiðtogar kommúnista hér á landi hafa og tekið upp þessa trú, að ekki ein- ungis Moskva, heldur Rússland allt, væri sannheilagt land, og að það væri hinn mesti háski að bregðast þeim fyrirskipunum, sem kæmu frá þessum ráðstjórn- arríkjum. Það er hin gefna „lína“ frá Moskva, sem kommúnistar voru að þræða, þegar samninga- skútan strandaði á ágreinings- skerinu. Það, sem þó skiftir langmestu á „línunni", er hin skýra neitun kommúnista um að vinna á „grundvelli laga og þingræðis“. Vitanlega er það ekkert annað en óbein yfirlýsing um, að þeir vilji hafa frjálsar hendur til að beita ofbeldi gegn lögum landsins og gera byltingu gegn þingræðislegu stjórnskipulagi. Kommúnistum hefir hlotið að vera það ljóst, að á þessu atriði hlytu samningar við Alþýðu- flokkinn að stranda til fulls. Vit- andi vits hafa því kommúnistar ónýtt allan árangur samningatil- raunanna við Alþýðuflokkinn. En langar kjósendur kommún- ista til að láta líma sig fasta við „línuna“ frá Moskva? ur lækkaði kolaverðið í Reykjavík stórlega í sumar. Þá er það Grænmetisverzlun ríkisins og „einokun“ á ýmsum vörum, er ritstj. „ísl.“ nefnir svo, sem er honum mikið áhyggjuefni, af því að neytendur geti ekki fengið vöruna milliliðalaust frá framleiðendum. En er nú ritstj. „ísl.“ svo fáfróður um það, sem hann skrifar um, að hann viti ekki að innlendar kartöflur má selja hverjum sem er og hvar sem er án nokkurra milliliða? Og fyrir atbeina stjórnarflokkanna og Grænmetisverzlunar ríkisins, hef- if kartöfluræktinni fleygt svo fram, að innflutningur útlendra kartaflna er hverfandi og gætir mjög lítils á markaðinum. En full- yrðingar „ísl.“ um það, að bænd- ur hafi ekki haft nema skaða af skipulagningu á grænmetissölunni og afurðasölunni yfirleitt, eru of barnalegar og ganga of mikið í berhögg við staðreyndir til þess að nokkur skyni borinn lesandi Ritstjóri „Ísleitdings64 lætur Ijós sitt skíiiíi. NÝJA-BÍÓ Fimmtudagskvöld kl. 9: Rússnesk tal- og hljóm- mynd, tekin eftir hinni frægu sögu »För Gulliv- ers til Putalands«. Niðursett veð. Sýnd í siðasta sinn. I. O. O. F. = 11910150 = leggi á þær trúnað. Og sú stað- hæfing „ísl.“, að Grænmetisverzl- un ríkisins hafi lækkað útsöluverð á kartöflum frá 15. sept. sakir fleipurs íhaldsblaðanna, er álíka gáfuleg. Því það vita nú víst allir, nema ef vera skyldi moðhausarn- ir við „Morgunbl.“ og ritstj. „ísl.“, að aðal uppskerutími á kartöflum byrjar um miðjan sept. og því eðlilegt, að verðið lækki mikið þá. Þetta er því engum sérstökum stj órnmálaflokki að þakka, nema ef „ísl.“ lítur svo á, að árstíða- skipti og gangur himintunglanna sé að þakka viturlegum ráðstöfun- um íhaldsins! Það væri svo sem eftir öðru. En íhaldinu er alveg óhætt að fylla hvert einasta blað sitt með hóli um heildsala og kaupmenn og árásir á kaupfélög og ríkisverzlun. Skilningur manna vex stöðugt á því, að neytendum getur aldrei orðið nema betra að verzla við kaupfélög og fá vörurnar við sannvirði. Og um ríkisverzlun er það að segja, að þótt Framsóknar- menn séu henni ekkert sérstak- lega hlynntir, þá hefir reynslan sýnt að hún getur verið nauðsyn- lég eins og t. d. Grænmetisverzlun ríkisins. Og það virðist engin á- stæða til að ætla, að ágóði af verzlun, þegar um hann er að ræða, sé ver kominn hjá ríkinu sjálfu, en hjá einstökum heildsöl- um og kaupmönnum. En ritstj. „ísl.“ er alveg óhætt að láta ljós sitt skína um verzlunarmál, verja okur kaupmanna og átelja eftirlit með álagningu af hálfu hins opin- bera og skipulagningu á afurða- sölum bænda. Allar slíkar nauð- synlegar ráðstafanir, sem varða almenningsheill, munu verða framkvæmdar að honum og hans nótum forspurðum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.