Dagur - 21.10.1937, Blaðsíða 1

Dagur - 21.10.1937, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 8. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. XX. -#-■• » ♦ • árg. j Akureyri 21. október 1937. 49. tbl. j§lendingurr og B?a€veii«imál£i$. ísl., er út kom 1. þ. m., tekur sér fyrir hendur að fræða les- endur sína um rafveitumál Akur- eyrar. Vitanlega er ekki annað en gott um það að segja að mál þetta sé rætt í blöðunum, ef það er gert af áhuga fyrir framkvæmdum, fullri sannleiksást og með velferð bæjarbúa fyrir augum. En eins og þessi ísl.grein er úr garði gerð, sýnist tilgangur hennar fyrst og fremst vera sá að gera rafveitu- málið að rógsmáli á hendur þing- mönnum Eyfirðinga og Suður- Þingeyinga, þó látið sé í veðri vaka að hún sé rituð af umhyggju fyrir framgangi málsins. Er það illa gert af ritstjóra ísl. að reyna á þenna hátt að gera þetta mikla nauðsynjamál að pólitísku flokks- máli, sem það vitanlega er ekki og á ekki að vera. ísl. og ýmsir af flokksmönnum blaðsins reyndu eftir getu að nota mál þetta til ófrægingar Fram- sóknarmönnum við síðustu al- þingiskosningar, en gátu engu á- orkað. Þessi nýja herferð blaðsins mun ekki takast betur, þó við- leitnin til rangfærslu og blekk- inga sé eins og fyrri daginn. „íslendingur“ reynir að læða þeirri kórvillu inn í huga lesenda sinna, að ef ríkisábyrgð á láni til fyrirhugaðrar rafveitu hefði ver- ið veitt í Alþingi í síðastl, maí- mánuði, þá hefðu Akureyrarbúar og jafnvel nágrannahéruðin getað soðið matinn og hitað upp húsin á komandi vetri við raforku frá Laxá. Blaðið gefur sem sé í skyn, að framkvæmd rafvirkjunar Lax- ár hafi nú þegar strandað á því, að ríkisábyrgð hafi ekki verið fyrir höndum, og að það sé eink- um þingmönnum Eyfirðinga og þingmanni Suður-Þingeyinga að kenna. Afleiðingin sé, að Akur- eyringar þurfi „að kaupa kol til suðu og hitunar á næsta vetri fyr- ir þriðjungi meira verð en und- anfarna vetur“. Það er nú svo. En hvað sem öll- um almenningi líður, þá er það víst, að ritstjóri „íslendings“ er ekki meira karlmenni en það, að krókloppinn myndi hann verða að sitja inni við ríkisábyrgðar- hita og tína upp í sig frosinn mat, sem soðinn væri við hita frá rík- isábyrgð einni saman. Sannleikur þessa máls er sem sé sá, að þó ríkisábyrgðin hefði verið samþykkt síðastl. vor, eru engar líkur fyrir að hægt hefði verið að byrja á framkvœmdum fyr en vorið 1938. Sé hinsvegar þörf á ríkisábyrgð, af því að í ljós komi að lán fáist ekki án hennar, og verði hún veitt á þingi því, sem nú er nýbyrjað, kemur hún að sömu notum og hœgt að byrja jafnsnemma á verkinu og þó hún hefði verið veitt á síðasta þingi. En þá lá ekkert tilboð fyrir um lán, þar sem ríkisábyrgðar var krafizt. Því verður nú ekki neitað, að rafveitumál Akureyrar hefir verið allmikið á reiki undanfarin ár, og það er fyrst nú fyrir fáum mán- uðum, sem ákvörðun var tekin um það, hvaða fallvatn yrði virkj- að. Tæplega mun enn vera búið að ákveða til fulls, hvernig eða hversu stór virkjunin vérður. Litl- ar eða engar athuganir munu hafa farið fram um það, hvort ekki væri heppilegt að leiða raf- magn frá Akureyri til Olafsfjarð- ar og Siglufjarðar. Fleira mun enn óathugað í sambandi við hina fyrirhuguðu virkjun. Þó að ísl. hafi sjaldan lagt nokkuð það til nytjamála, sem gagn er að, þá verður að krefjast þess af ritstjóra blaðsins, að það hafi eitthvað annað fram að bera í þessu stóra nauðsynjamáli en rakalaust fleipur, úr því blaðið á annað borð fór að ræða það í því skyni að fræða lesendur sína. Skal ísl. því gefið tilefni til þess með því að svara eftirfarandi spurningum: 1. Hversu mikilli raforkuþörf eru líkur til að þurfi að fullnægja í nánustu framtíð? 2. Er það fyllilega rannsakað hvort' heppilegra er að taka minni eða stærri virkjunar- áætlunina? 3. Getur það ekki haft áhrif á verðlag raforkunnar hvort ráð- ist er í minni eða stærri virkj- unina? 4. Lágu fyrir síðastliðið vor til- boð um lán og byggingu raf- stöðvarinnar, svo að hægt væri að byrja þá strax á verkinu, ef ríkisábyrgðin hefði verið sam- þykkt? 5. Var hægt að fullgera virkjun- ina, svo að hún hefði komið til nota á Akureyri í vetur, ef ríkisábyrgð hefði fengist á síð- asta þingi? 6. Hvers vegna voru hinir póli- tísku húsbændur ritstjórans ekki búnir að virkja Laxá, áð- ur en verðlag hækkaði? Síðasta spurningin er sett fram, vegna þess að ritstjórinn telur, að virkjunin verði dýrari, en hún hefði þurft að vera, ef ríkisábyrgð hefði verið samþykkt í vor. „íslendingur“ vitnar til ummæla „Alþýðumannsins" um rafveituna á ísafirði og virðist taka sér þau til inntekta. Það er nú raunar nýtt að ísl. taki ummæli Alþm. sem eitthvert goðasvar eða ó- skeikula ritningu. En hann virðist hafa verið heldur óheppinn, þeg- ar hann fór að láta Alþm. vitna, því klausa sú, sem ísl. vitnar til, er að mestu aumasti þvættingur. Sannleikurinn í því atriði er sá, að ríkisábyrgð fyrir rafveitu ísa- fjarðar var samþykkt á Alþingi fyrir 8 árum, eða löngu áður en núverandi þingmaður ísfirðinga kom á þing. Er þetta ekki fram tekið til að rýra álit hans, heldur af því að þetta er staðreynd. Þessi ábyrgð var svo endurnýjuð á síð- ari þingum, af því að ýmsar til- raunir ísfirðinga til að fá lán strönduðu í mörg ár. Þessi upp- haflega samþykkt þingsins var talin loforð, sem ekki væri hægt að rifta, þegar að lokum var hægt að fá lánið. Þessi ísafjarðarstöð fór langt fram úr áætlun, svo að hlutaðeigandi. þingmaður sótti um viðbótarábyrgð á síðasta þingi. Sú dbyrgð var ekki veitt. Um verð á ljósarafmagni á ísa- firði skal það tekið fram, að það er mjög hátt, þó það sé lægra en ljósaverð það, er bæjarbúar höfðu áður frá mótorstöð, sem starfrækt var af íhaldsmönnumþar á Isafirði. Hannsðkn á Ijötgæði. Halldór Pálsson sauðfjárræktar- ráðunautur hefir starfað að rann- sóknum á kjötgæðum íslenzkra dilka um vikutíma í haust á slát- urhúsi K. E. A. á Akureyri. Hefir hann gert samanburð á ís- lenzkum og skozkum einblending- um. Einnig hefir hann borið sam- an hrútlömb og geldingslömb. Enn hefir hann ekki unnið að fullu úr athugunum þessum, en þó hafa þær nú þegar leitt í ljós, að beztu skozku einblendingarnir bera af lömbum, sem á sláturhús- Fimmtudagskvöldið kl. 9: Örlög viö Volga. Aðalhlutverkin leika: Vera Karéne og Charles Vanel. Mjög spennandi og vel leikin frönsk mynd frá Rússlandi. Börn fd ekki aðgang. Kún 503710277 - Frl.\ I. O. O. E. = 11010220 = ið koma, bæði að vænleik og kjöt- gæðum. Aftur á móti eru rýrir einblendingar engu betri en rýru íslenzku lömbin. Þeir einblending- ar, sem ekki ná 15 kg. kropp- þunga, hafa alltaf útlitsljótan kropp, vegna þess að beinagrind þeirra er svo stór. Nái þeir aftur 20 kg. kroppþunga, bera þeir af íslenzkum lömbum af sömu þyngd, bæði hvað snertir þykkt vöðva og fitusöfnun. Geldingslömbin reyndust feitari en hrútlömb með sama kroppþunga. Litur kjötsins er þýðingarmikið atriði. Bretum er illa við mjög dökkt kjöt. Það lítur ver út, eink- um þegar það er magurt. Flest lömbin, sem gerð var at- hugun á, reyndust að hafa mjög dökkrauða vöðva, mun dekkri en venjulegt er í Bretlandi. Hver ástæðan er fyrir þessum dökka lit, er enn nokkurt vafa- mál. Þreyta getur haft mikið að segja. Lömb, sem flutt voru á bíl úr Bárðardal til sláturhússins og sem var slátrað strax, reyndust hafa mun ljósari vöðva en þau lömb, sem rekin voru á sláturhús- ið víðsvegar að og slátrað strax. Kjöt af bárðdælsku lömbunum, sem flutt voru á bíl, reyndist ekki dekkra en venja er til í Bretlandi, en kjöt af mörgum hinum lömb- unum var eins dökkt og dekksta nautakjöt. Bendir þetta til þess, að brýn nauðsyn sé fyrir bændur að of- þreyta ekki lömbin í rekstri og hvíla þau vel, áður en þeim er slátrað. Þessi athugun verður einnig notuð til þess að bera saman ís- lenzka dilka við dilka af ýmsum brezkum kynjum,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.