Dagur - 21.10.1937, Blaðsíða 2

Dagur - 21.10.1937, Blaðsíða 2
202 DAGtfR 49. tbl. Guðmundur Frímann: Störin syngur Reykjavík 1937. ísafoldar- prentsmiðja h.f. Sólskinsþrunginn sumarilmur seiddur innileikans glóðum streymir blandinn angur-angan upp af þessum söngva-ljóðum! Þetta eru tveir meginþættir þessara fjölbreyttu ljóða. Þau eru í rauninni frá upphafi til enda einn óslitinn tvísöngur með fjöl- breyttum undirleik ríkra ljóss- og litbrigða, samanofin í söngræna heild. Og það er söngvaseiður í þessum ljóðum! Björtu raddirnar minna á fiðlur og flautur, er strá sóltindrandi tónadögg í hlýjum úða yfir huga manns, — en undir syngur hinn duldjúpi og hreim- dimmi brjósttónn knéfiðlunnar með angurblíðum klökkva. Eða þá minna ljóð þessi á svart-list: Svört túsk-teikning á skjallhvítan papp- ír. Andstæður þessara tveggja lita eru svo sterkar, að teikningin sker greinilega úr, þótt eigi sé nema fáir einfaldir drættir. Og áhrifin geta orðið regin-sterk í sínum lát- lausa einfaldleik.--------- Þannig er þessum ljóðum varið, hvort sem þeim er lýst í litum eða hljómum. Þar gætir aðallega tveggja sterkra lita: Annar er sólskinshvítur og sumarblár í bjartri eining, en hinn svartur eins og haustnótt undir hrafna- vængjum. — Þess vegna vekur lestur þessara ljóða hjá manni svo einkennilega andstæðar til- finningar: Ríka kennd af lífsins unaði og — ama. — Hér eru æskuþrungin og yndisleg kvæði, sem fylla hug manns djúpri gleði og vekja söng og vorþrá, er varir lengi eftir á. Þó eru „svartlistar“- kvæðin mörg með þeim allra beztu í bókinni og fegurstu. Þar nær skáldið oft þeim djúpu tón- um, er grípa mann geigblöndnum hrolli, en seiða þó fram í huga manns dulraman unað óttans. Björtu ljóðin eru þó yfirgnæf- andi: náttúrulýsingar, sumar- og sveita-þrá, friður og yndi fjalla og dala, eða: --------árdalsins vísur, er syngja sig sjálfar með sólskin og gleði í huga minn, — Kveðja til árdalsins er innileg og söngræn kveðja til átthaganna: Eg bið að heilsa sef-tjörn, votri mýri og móum, það er margt sem vekur fögnuð, er augun stara heim. — það berst til mín þefur úr grænum fergins-flóum og fjalldrapahlíðum, — eg bið að heilsa þeim. Hinn látlausi innileiki þessa kvæðis minnir ósjálfrátt á kvæði Wildenvey’s til átthaga sinna, lyng- og skógar-ásanna fyrir ofan Drammen (Ute fra verden den vide / kalder en sang mig hjem / ííjembygdens þfikker blide, / Herren velsigne dem!). Það er sami innileikans geðblær yfir báð- um þessum kvæðum. Þau eru mörg þessi björtu ljóð, og hvert öðru fallegra, lýrisk, söngræn og innileg, og mörg þeirra undir „ljúfum lögum“, létt-' um og breytilegum háttum, svo að manni verður ósjálfrátt á að raula ýmsar ljóðlínur upp aftur og aftur undir sjálfgerðu lagi. Þannig eru t. d. Vorþrá, Á leið- inni inn dalinn o. m. fl. Sveita- stúlkan er snjallt og fallegt kvæði. Og Inga er yndislegt söngljóð, er hefst í dillandi dúr, en endar í grátklökkum moll: Hún var drottning i blómsefs og blágresis ríki, og brúður ilmsins, sem kemur og fer. Hún lék sér berfætt við læki og síki, í lyngmó og árgili tíndi hún ber. hún var létt eins og lauf í vindi, og ljóma sólar á augun sló. Hver hreyfing var mjúk eins og sef-starar sveigja, er sumarvindur um engjarnar fer, — eða blómsins, sem hauststormar beygja og bera í dauðann á örmum sér. — — Hún dó líka einn haustdag, er hjarnsins þiljur um heiðarnar vöfðust í kuldagjóst, og dauðans ljósustu liljur lögðust á hennar ungu brjóst...... í skóginum er ljómandi fallegt kvæði þrungið af lífi og vorþrá. En það er hreinasti Fröding bæði að efni og búningi. Vorljóð bónd- ans er anganhlýr og innilegur ást- aróður til lífsins og gróandi jarð- ar á vaknandi vori. Og Gamalt bóndaljóð er lífið sjálft í sælu og sorg, með sviknum vonum og brenndum borgum. Og Heiðarbýl- ið er sömuleiðis. Skáldið hefir einkennilega snjallt lag á að lýsa gömlum og sérkennilegum körl- um, svo að við sjáum þá ljóslif- andi fyrir okkur; t. d. Drukkinn bóndi úr Skyttudal: »Nú er hann enginn skrælingi, hann Skyttudals-Finni, hann skuldlaus er við kaupmanninn, já, sjálfan djöfulinn! Og einhverstaðar hefir hann í hnakktöskunni sinni heila flösku af brennivíni. — Áfram Skjóni minn! Þeir eru ekki margir, sem eiga skuldlaust kotið og áttatíu rollur og jarpan trússahest, sem fá sinnar gæfu — eða gæfuleysis — notið. Það er gaman að vera fullur, það skil eg manna bezt«... Til þessa flokks má einnig nefna Drykkjuþulu rauða Jóns, Þjófa- Lási, Láki í Pontu o. fl. Öll eru þessi kvæði snjöll og smáspaugi- leg, en tvíþætt — flest. Af ein- stökum kvæðum, er verða manni minnisstæð, vil eg nefna: Eftir dá- inn bónda (föður skáldsins) er á- gætt kvæði, kveðið af hreinskiln- um innileik og angurværð í traustri sameining. Það er sonar- lega drengilegur minnisvarði, .1 Hirkjugarðinufn á Holtastöðum er einnig ágætt kvæði, runnið af sama djúpa sefa. — Ef pílagrímur sannleikans — er merkilegt kvæði, — sorglega bölsýnt, en því miður alltof satt. Síðasta erindið er þannig: Nei, vegurinu til sannleikans er kvala-þistlum þakinn, og þyrnikrans er ofinn um pílagrímsins hár. Til Golgata er sérhver af samtíðinni hrakinn, ei sannleikanum lýtur og þerrar burtu tár, — það er allt, sem við höfum numið þessi nítján hundruð ár. Ljótt kvœði er merkilega böl- þrungið Ijóð, sem vekur hjá manni geigblandinn hrifningar- hroll, — eins og við lestur Hrafns- ins eftir Poe. — Það er sami skuggavalds dular-kynngikraftur yfir báðum þessum ljóðum, — án þess að þau á annan hátt séu nokkuð lík. Fyrsta erindið gefur allan hugblæ kvæðisins: Á hverir nóttu heyri eg hófadyn, er hausta tekur, myrkrin leggjast að. — Sem elding rýfur sortann skaflaskin, en skelfur jörð, — og loks er þeyst f hlað. Lím gluggatjaldið fálmar helsvört hönd, — mér heyrist þreyttur maður varpa önd* Eg fyllist óhug, kalla: hver er þar? En kveinstaf stormsins fæ sem eina svar. Þá veit eg bezt, hver gestur úti er, ef enginn svarar mér.--------- ------„Störin syngur“ er glæsi- leg bók að útliti og frágangi, og þá eigi síður að efninu til. — Hún er gefin út sem handrit og prentuð í 530 tölusettum eintökum. Höfund- urinn hefir sjálfur teiknað penna- teikningar við allmörg þessara kvæða, og eru sumar þeirra til mikillar prýði og falla vel inn í efni ljóðsins og hugblæ, enda eru þær prýðisvel gerðar og hafa listgildi út af fyrir sig. — Eg veit vel, að sumum kann að virðast,- að í ljóðum þessum gæti meiri skugga en skins. En það er mis- gáningur. Og væru engir skuggar, myndu menn eigi kunna að meta sólskinið! Og síðasta kvæði bók- arinnar, Nýjar vísur um vorið, endar á heiðbjartri og sólþrung- inni trúarjátningu skáldsins: Ó, komdu sem forðum með angan og Og kvæðið endar þannig: Eg finn, er sindrar á silungsána, og sumargræn jörðin er úðadögg skírð — er heiðar og háfjöll blána, og himininn ljómar í sólardýrð — er vorvindar Ieika sér hlæjandi um hrísland, og hljómarnir fylla hvern Iækjardal — að það verður sumar og sólskin þitt, fsland, er sál minni bjarga skal! Helgi Valtýsson. Minningarrit U. M. F. í. Þann 1. des. n.k. kemur út minningarrit Sambands Ung- mennafélaga íslands í tilefni af 30 ára starfsafmæli sambandsins. Rit þetta hefir Geir Jónasson, magister frá Akureyri, samið. Er efnisyfirlitið á þessa leið: 1. Minningargreinar. 2. Brautryðjendastarfið. 3. Sambandsmál. 4. Alefling einstaklingsins: a. almenn félagsstarfsemi, b. ferðalög og heimsóknir, c. móðurmálið, d. lestrarfélög og blaðastarf- semi, e. ræðuflutningur, f. sjálfstæðis- og þjóðernis- mál, g. bindindismál, h. skógrækt, i. leikfimi og aðrar íþróttir. 5. Ungmennafélögin og þjóðfé- lagsþróunin: I. 1907—1917. II. 1917—1929. III. 1930—1937. 6. Úr skýrslum U. M. F. í. 7. Saga einstakra félaga. Eins og efnisyfirlitið ber með sér, er ritið mjög fjölbreytt að efni. Auk þess munu prýða það fjöldi mynda af mönnum og mannvirkjum. Bókin verður 15 arkir að stærð í sama broti og Skinfaxi, prentuð á góðan pappír og vönduð að öllum frágangi. Fyrir áskrifendur kostar hún kr. 7,50 í kápu, kr. 10,00 í léreftsbandi og kr. 15 í gylltu skinnbandi. Bók- hlöðuverð verður hærra. Er þess að vænta að eldri og yngri ung- mennafélagar, svo og allir bóka- vinir, kaupi rit þetta. Áskriftar- listar munu vera í höndum flestra ungmennaf élagsst j órna. ölvun íslenzka, þráða vor! ■nHHIHHfHHfHHH* Vefnaðarvörudeild. sStína 1 kom með hraðferðinni i gœr iil að kaupa sér i vetrarkápu hjá okkur. Kaupfélag Eyfírðinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.