Dagur - 25.11.1937, Blaðsíða 2

Dagur - 25.11.1937, Blaðsíða 2
230 D A G U R 56. tbl. I. Atburðir þeir, er gerzt hafa hér á Akureyri í þessum mánuði, hafa orðið öllum hugsandi mönnum umhugsunar- og áhyggjuefni. Mikill minni hluti verkafólksins í verksmiðjum S. í. S. og K. E. A. gerir verkfall. í krafti minni hlut- ans og með tilstyrk kommúnista og eins ábyrgðarlítils aðkomu- manns, er svo verksmiðjunum lokað og verkfallsvörður settur við allar dyr, sem bannar meiri hlutanum að vinna að viðlögðu of- beldi og meiðingum. Litlu síðar er svo skellt vörubanni fyrirvara- laust á Kaupfélag Eyfirðinga, þótt það eigi aðeins eina verksmiðju, þar sem greitt er fullt taxtakaup, og auk þess 2 litlar verksmiðjur að hálfu leyti á móti S. í. S. Með öðrum orðum, Kaupfélag Eyfirð- inga er látið gjalda þess með ó- heyrilegum ráðstöfunum eins og vörubanni, að S. í. S. vill ekki ganga umyrðalaust að öllu, sem minnihluti verksmiðjufólksins læt- ur sér til hugar koma að heimta fyrir áeggjan þeirra manna, sem eru nokkurnveginn lausir við allt, sem talizt getur ábyrgðartilfinn- ing. Og þeir menn, sem herstjórn hafa á hendi í verkfallinu, æpa hver í kapp við annan, að það sé sjálfsagt réttlæti að gera nauð- synjavörur afturreka frá Akur- eyri, þótt það væri á þeim tíma, sem allra veðra er von, og sigling- ar geta teppzt af hafísum. For- ystumenn verkfallsins hikuðu ekki við að setja þannig allan al- menning í hættu í nafni minni- hlutans, því ekki gátu þeir með nokkru móti vitað fyrirfram að öllúm iðnaði á Akureyri yrði stofnað í hættu af forráðamönn- um S. í. S. með því að ganga að hverju sem væri. Hugsanagangur verkfallsforkólfanna virðist vera sá, að ef verksmiðjufólkið fengi ekki það kaup, sem meirihluta hins fámenna „Iðju“-félags sýnd- ist og öll ósanngirni mælir með, þá gerði ekkert til þótt bændur og búaliðar og allur almenningur þyldu hungur og harðrétti af skorti á nauðsynjavörum um lengri eða skemmri tíma. II. Svo giftusamlega hefir nú til tekizt, að vörubanninu var aflétt fyrir atbeina þeirra manna, sem hafa sanngirni og sæmilega siðu í meiri hávegum, en þeir, sem komu því á. Að þessu sinni var komið í veg fyrir þann voða, sem slíkt vörubann getur haft í för með sér á Norðurlandi að vetrar- lagi. Að þessu sinni var að tilefn- islausu stöðvaður vöruflutningur til langstærsta verzlunarfyrirtæk- is Akureyrar um stuttan tíma. En hver getur sagt um það, hvenær einhverjum óvöldum og ábyrgðar- lausum náungum dettur í hug að krefjast einhvers, sem ekkert vit er í að ganga að, og telja sér um leið leyfilegt að §töðva alla vöru- flutninga til þess staðar, sem deil- an stæði á? Eftir reynslunni um daginn virðast vera lítil takmörk fyrir því, hvað æsingamenn telja sér leyfilegt. Og framkvæmd verkfallsins á Akureyri spáir engu góðu um framtíðina í þessum efn- um. Saga þess er sú, að fyrst ger- ir minni hluti verksmiðjufólksins verkfall og bannar meirihlutanum að vinna. Síðan kýs minni hluti sér samninganefnd og kýs þá vafalaust þá menn, sem þeir treysta bezt að sjá hag sínum borgið sakir greindar og gætni, að því er bezt verður skilið. En þeg- ar svo þessi samninganefnd telur sig hafa náð sæmilegum árangri og viðunandi samningum, þá eru félagar „Iðju“ æstir til að hafa gerðir samninganefndar sinnar að engu. Og þetta er því alvarlegra, þegar það er athugað, að fjöldinn af þessu fólki, sem þannig er haft að leiksoppi æsingamanna, eru unglingar um og innan við tví- tugt, sem af eðlilegum ástæðum hafa ekki fullan þroska til að sjá fyrir sér sjálfum svo vel sé, hvað þá fyrir öðrum. í þessu tilfelli er það ekki meirihluti verksmiðju- fólksins sem ræður, ekki heldur íulltrúar minnihlutans, sem ætla mætti að væru þeir greindustu, heldur eru það unglingar á milli vita og æsingamenn, sem ráða úr- slitum á örlagastundinni. Ætti það að vera nokkurnveginn ljóst, að slíkt er ekki heillavænlegt þjóð- íélaginu, þegar um mikilsverðar atvinnugreinar er að ræða. Og það er heldur ekki heillavænlegt íyrir þá, sem að verkföllunum standa. IIL Nú er á það að líta, að erfitt mun reynast að koma með öllu í veg fyrir kaupdeilur og verkföll, jafnvel þótt þau séu æfinlega til meira eða minna tjóns fyrir þjóð- ina. Við flestar atvinnugreinar hér á landi og víðar má benda á það með meiri eða minni rökum, að hið vinnandi fólk sé í þörf fyrir meira kaup, og allir ættu að geta orðið sammála um það, að æski- legt væri, að það bæri meira úr býtum fyrir vinnu sína. Hitt er ekki síður óhjákvæmilegt að hafa í huga, að það er ekki hægt að greiða hærra kaup við nokkurn atvinnuveg en svo, að hann beri sig, ef vel á að fara. Fólkið verður að gera sig ánægt með það kaup fyrir vinnu sína, að atvinnugrein- arnar beri sig, því annars komast þær í þrot fyrr eða síðar. En þar sem óhjákvæmilegt er, að sitt sýnist hverjum um kaupgjalds- málin eins og önnur mál, þá verð- ur þó að tryggja það svo sem verða má, að sem minnst vand- ræði hljótist af verkföllunum og þá auðvitað að gera allt, sem hægt er, til að fyrirbyggja þau. Því þótt það ætti ekki að vera nein fjar- stæða að vonast til þess, að Al- þýðusamband íslands hafi hæfari mönnum á að skipa í framtíðinni en þeim, sem komið hafa við sögu í Gefjunardeilunni, þá er það eng- an veginn víst, og æfinlega geta einhverjir orðið til að halda fram ósanngjörnum kröfum á hendur einhverri atvinnugrein, kröfum, sem ekki er hægt að fullnægja án þess að stofna atvinnugreininni i íyrirsjáanlegan voða. Og þótt segja megi, að hægt sé að komast hjá verkföllum og afleiðingum þeirra með því að atvinnurekend- ur gengju að hvaða vitleysu sem væri farið fram á í það og það skiptið, þá yrðu allir atvinnuvegir sligaðir á skömmum tíma og ekk- ert væri framundan annað en ör- birgð og örvinglun. Það er því engin lausn á vandamálinu til frambúðar að segja já og amen við öllum kröfum, sem stundum eru þannig til komnar, að óþrosk- aðir unglingar hafa gerzt eggj- unarfífl einhverra æsingamanna. Eina leiðin til að koma þessu mikla vandamáli á heillavænlegra stig, er að Alþingi samþykki skyn- samlega vinnulöggjöf, sem tryggði það að leitað væri um sættir áður en til verkfalla eða verkbanna væri gripið. Þetta þurfa forystu- menn alþýðusamtakanna að skilja ekki síður en aðrir, því reynsla annara landa hefir ótvírætt sýnt það, að verklýðsfélögin hafa safn- að þeim glóðum elds yfir höfuð sér með gálauslegu og ólöglegu framferði, að öll samtök þeirra hafa hrunið í rústir. Þetta er víti, sem þarf að varast. Þess vegna eiga þingmenn Alþýðufl. að taka höndum saman við þingmenn ann- arra flokka um að koma á rétt- látri vinnulöggjöf. í fyrra flutti Gísli Guðmundsson, alþingismað- ur, frumvarp um þessi mál, sem ber að skoða sem upphaf allsherj- ar vinnulöggjafar, sem yrði sett jafnskjótt og innlend reynsla fengist. Þetta frumvarp var samið af fullri sanngirni í garð alþýðu- samtakanna, enda þótt þingmenn þeirra snerust öndverðir gegn því á síðustu stundu. En umfram allt þarf Alþýðusamb. íslands að sjá til þess -í framtíðinni, að verkfalls- menn grípi aldrei til neinna bola- bragða, svo sem vörubanns að vetrarlagi á norðlenzkar hafnir eða annarra þeirra ráðstafana, sem auðveldlega geta orðið landi og lýð til hins mesta háska. Og þeir, sem nú miklast af því, að traðka lögum og rétti og öllu skynsamlegu framferði, hefðu gott af að minnast hins forna spak- mælis: „Með lögum skal land byggja“. Bóndi. Alhugið! Þar sem skýrt er frá samkomu- lagsatriðunum milli samninga- nefnda Sís og Iðju í 54. tölubl. Dags hafa fallið úr í prentun tvö orð undir 5. atriði a. Þessi samn- ingsliður byrjaði þannig rétt orð- aður: „Öll núverandi föst laun í verksmiðjunum Gefjun og Iðunn hækki um 12% o. s. frv. Hin let- urbreyttu orð höfðu fallið niður. B-liður sama atriðis var einnig ekki rétt orðaður. Hann átti að vera svo: „Verksmiðjurnar ábyrgjast sama ágóðahluta og Gefjun greiddi síð- ast og eftir sama kerfi“. Leiðréttist þetta hér með. Verkfall og mögnuð sundrung hefir orðið í Háskólanum út af veitingu dó- sentsembættisins til handa Sig- urði Einarssyni. Logar þar allt í deilum og óánægju í sambandi við þetta tiltæki Haralds Guðmunds- sonar. J. S. Kvaran hefir lýst yfir, að hann lofi því að greiða starfsfólki við skógerð sína jafngott kaup og kjör eins og samskonar fyrirtæki hér á staðn- um komi til með að greiða. Þriggja manna nefnd, kosin af starfsfólki Kvarans, fór með yfir- lýsingu hans vottfesta til Jóns er- indreka, en hann segir, að yfir- lýsingin sé skrípalæti, þar sem loforðið sé gefið starfsfólkinu en ekki „Iðju“, og Jón bannar fólk- inu að vinna. Mikil er umhyggja hans fyrir verkafólkinu! NÆTURVÖRÐUR er í Stjömu Ap6- teki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er næturvörður I Akureyrar Apóteld.) Ef yður vantar fi befri kfól, þá komið og lítið á nýko iii n u tauin. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðatvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.