Dagur - 25.11.1937, Blaðsíða 3

Dagur - 25.11.1937, Blaðsíða 3
/ / 56. tbl. Ralveitiál Akureyrar. (Framh. af 1. siðu). orðið lögð fyrir bæjarstjórn sam- tímis. Á þriðjudagskvöld kom svo sím- skeyti frá Bretlandi, þar sem til- kynnt er að afturkippur sé kom- inn í lánveitinguna, þar eð þeir er lána ætluðu höfðu orðið þess var- ir að aðrir væru að leita fyrir sér með sama lán í Lundúnum og vildu þeir ekki fara í samkeppni um að lána fé út úr landinu. Var því í gær kallaður saman sameiginlegur fundur raf- veitu- og fjárhagsnefndar bæjar- ins, þar sem málið var lagt fyrir. Var á þessum fundi samþykkt að leggja til að tilboði því er V. Þór hafði komið með yrði tekið, enda fylgdu því tilboði engin skilyrði um vörukaup. Var ákveðið að kalla saman aukabæjarstjórnarfund í gær kl. 314. Mættu þar 10 bæjarfulltrúar, er samþykktu einum rómi, að ganga að tillögu nefndanna. Var því tafarlaust símað til þess að festa lánið og er verið að vinna . að því nú. Því miður verður ekkert ákveð- ið sagt um það nú, hvort lánið l'æst, en allt mun gert, sem hægt er, til þess að svo verði. Mun mega búast við endanlegu svari í næstu viku. í samráði við bæjarstjóra sneri V. Þ. sér í gær til fjármálaráð- herra og skýrði honum frá hvern- ig málum væri hér komið og lagði áherzlu á að nauðsynlegt væri að fá ákveðið svar um ríkisábyrgð að vörmu spori. Brást ráðherra þeg- ar vel við og eftir að hafa borið sig saman við flokkana í þingi og fengið loforð fyrir því að sam- þykkt myndi verða ábyrgð fyrir Akureyrarbæ, símaði hann Vil- hjálmi Þór í dag svohljóðandi: „Samkvæmt gærsamþykki þing- flokkanna mun ríkissjóður ábyrgj- ast fyrir Akureyrarbæ lán til raf- virkjunar þó ekki yfir 80 procent af stofnkostnaði rafveitunnar og að fjárhæð allt að hámarki sem ráðuneytið samþykkir þó aldrei yfir tvær milljónir króna stop Lánið sé með 414 procent ársvöxt- um affallalaust til 22 ára og verði tekið í Englandi enda ekki sérstök skilyrði um yfirfærslur og láns- samningur sé að öðru leyti sam- þykktur af ráðuneytinu stop Rík- issjóður hafi fyrsta veðrétt í raf- stöðinni til tryggingar ábyrgðinni. Fjármálaráðuneytið." Er því ríkisábyrgð raunverulega fengin, og ef heppnast að afstýra því að utanaðkomandi öfl spilli fyrir málinu, eins og áður er greint, má telja öruggt að hefjast megi handa um virkjunina þegar á næsta vori. Til samanburðar má geta þess, að þegar R.vík tók rafveitulán fyrir rúmum 2 árum síðan, var peningamarkaðurinn mikið hag- stæðari en nú, en þó yrði þetta lán töluvert hagkvæmara en það lán var. Fyrir ötula forgöngu Vilhjálms D A G U R 231 Þór er því þetta mál langt á leið komið og sýnist vera vegur til að þetta stórkostlega hagsmunamál bæjarins leysist nú næstu daga. „Skikkanleg sanngirni" Erlings Fridjónssonar. E. F. vill láta mig vera sér þakk- látan fyrir að hafa greitt atkvæði í bæjarstjórn með því, að kenn- aralaun mín yrðu hækkuð upp í 1200 kr. 1918, eftir 10 ára þjón- ustu. Þetta finnst mér ekki. annað en „skikkanleg sanngirni" af hon- um. En nú sýnist E. F. vera að færa sig upp á skaftið í síðasta „Alþm.“ og heimta þakklæti mitt sér til handa fyrir það, að Alþingi setti lög, nokkru eftir 1918 og löngu áður en E. F. fór á þing, um launakjör barnakennara, þar sem þau voru mikið bætt frá því, sem áður var, og allan kostnað við þær bætur greiddi ríkissjóður. Þó var það svo, að kennari komst ekki í hámark launa fyrr en eftir 15 ára þjónustu, en E. F. vill láta starfs- fólk við iðnaðarstofnanir komast í það hámark eftir eins árs starf. Eg naut auðvitað góðs af launa- lögunum eins og aðrir kennarar, en E. F. átti engan þátt í þeim kjarabótum og á ég honum því ekkert að þakka í því efni og finnst það vera óskikkanleg sann- girni af honum að ætlast til þess þakklætis. Þessi útúrdúr E. F, kemur blátt áfram æfisögu hans ekkert við. E. F. segir, að laun mín hafi „þrefaldast eða vel það“ frá fyrr- greindri upphæð. Ekki fer þetta mjög fjarri sannleikanum, en nákvæmara hefði þó verið af E. F. og nær „skikkanlegri sann- girni“, sem honum þykir mig skorta, að segja að laun mín hefðu hækkað nokkru miður en að þre- faldast, því það er sannleikur, en E. F. hefir nú ef til vill fundizt það „skikkanleg sanngirni“ að smyrja ofurlitlu á hin réttu kenn- aralaun mín frá sjálfum sér. Ingimar Eydal. KIRKJAN. Messað í Aktireyrarkirkjn n k. sunnudag kl. 2 e. h. Zíon. Samkomur á hverju kvöldi kl. 8% alla þessa viku. Umræðuefni í kvöld: Kristur og unga fólkið. Allir velkomnir. Sunnud. kl. 11.30 sunnudagaskóli. ÖII börn velkomin. I. O. O. F. = 1101126» = SundfélagicI »Greitir« heldur fund sunnudaginn 28. þ. m„ kl. 4 e. h. í Sant- kmuhúsi bæjarins (bæjarstjórnarsalnum). Fundarefni: 1. Innganga nýrra félaga. 2. Félagsskírteinum úthlutað. 3. Félagslifið. Nauðsynlegt að allir félagar mæti. Leiðrétting; f greininni um Tryggva í Víðikeri í 55. tbl. Dags stendur í niður- lagi greinarinnar, 19 1. a. n.: »Um ör- æfin frani og aftur af Bárðardal«, á að vera: »Um öræfin fram og austur af Bárðardak. læknir á Siglufirði, andaðist í fyrrinótt. minnist fimmtán ára starfs með samsöng í Nýja Bíó annað kvöld (föstud. 26. nóv.) kl. 9 e. h. Á sönskrá verða ýms af lögum þeim, er sungin hafa verið á liðnum ár- um. Tölusettir aðgongumiðar verða seldir í dag og á morgun í Bóka- verzlun Þorst. Thorlacius og við- innganginn í Nýja Bíó annað kvöld. Söngvinir í bænum og ná- grenni láta væntanlega ekkert sæti ónotað á þessari hátíðar- söngskemtun karlakórsins ,Geysir‘. Söngfélagar i »Geysir«. Munió eftir söngæfingunni í Nýja Bíó klukkan 7 í kvöld, stundvíslega. Lestrarfélag Munkaþverársóknar lield- ur danssamkomu á ’ Munkaþverá næst- komandi laugardagskvöld kl. 9 e. h. Lýð- ur spilar. Veitingar fást á staðnum. Ndkkrar góðar bækur verða seldar. Skíðastaðamenn eru beðnir að muna eftir aðalfundinum n. k. sunnudag. Silfurbrúðkaup áttu hjónin Jón Krist- jánsson og Geirlaug Konráðsdóttir i Bragholti 23. þessa mánaðar. Skemmtisamkoma verður haldin í þing- húsi Saurbæjarhrepps 1. des. n. k. Til skemmtunar verður: Sjónleikur, Jiluta- velta, söngur (kvartett) og dans. Veit- ingar verða seldar á staðnum. Skemmt- unin hefst stundvíslega kl. 9 e. h. Varðtími lækna. 25. nóv. — Jón Geirsson. 26. nóv. — Pétur Jónsson. 27. nóv. — Árni Guðmundsson. 28. nóv. Sunnud. og kvöldið: Pétur J. 29. nóv. — Jóhann Þorkelsson. 30. nóv. — Jón Geirsson. Bréf frá Kina. íslenzk blöð hafa beðið um fréttabréf. Fréttir frá stríðinu auð- vitað. Velkomið! Við vorum í sumarleyfi þegar fyrstu fréttirnar um stríðið bárust okkur, þá 14 daga gamlar. Útlend blöð höfum við ekki séð í 6 vik- ur, en kínversk blöð (og blöð á er- lendum málum útgefin í Kína), koma í stórum haugum — með löngu hléi á milli vitanlega. Þarna hittist vel á. í dag kom síðasti blaðahaugurinn. Nýjustu fréttir ekki nema tíu daga gamlar, birtar í íslenzkum blöðum níu dögum fyr en þær bárust okkur. Svo síðustu „nýjungar“ verða orðnar gamlar þegar íslenzk blöð fá þær frá mér í pósti. Nú vill svo vel til, að hér erum við ekki að öllu leyti upp á blöðin komin. Stjórnin í Nanking hefir ágætlega skipulagðan fréttaflutn- ing um land allt með útvarpi og símskeytum, — flutning slíkra frétta fyrst og fremst, sem stjórn- in sér sér hag í að berist alþjóð til eyrna. Japönsk blöð í Shanghai lýsa vðburðunum með nokkuð öðrum litum, svo að ótrúlegt er að um sama stríð sé að ræða. Heimfærsla: Fréttaflutningur er einn þáttur stríðsins, eins og kunnugt er frá heimsstyrjöldinni. Hér eru stríðsfréttirnar skráðar stóru letri á breiðar pappírslengj- ur, sem settar eru upp á ákveðn- um stöðum á götunum. Fólk stend- ur í þvögu frá morgni til kvölds, hverju sem viðrar, og les — eða öllu heldur hlýðir á þá, sem kunna þá list. Á stríðsárunum var fréttaflutn- ingur og undirróðurstarfsemi í Kína, að mestu leyti í höndum Bandamanna. Á stöku stöðum sjást ennþá, sem veggjaprýði, myndablöð með stríðsfréttum og óhróðri um Þjóðverja, sem Banda- menn gáfu út á kínversku. Það var ekki fyr en á síðasta tug 18. aldar að Kínverjar auð- mýktu sig til að skifta við Ev- rópuþjóðir eins og jafningjar væru. Síðan hafa þeir átt í ófriði við önnur ríki ótalsinnum. Og alt- af tapað. Þeir biðu ægilega ósigra i stríðunum við England um 1840, Frakkland og England um 1860 og Japan 1894—5. Þótt þeir væru Bandamannamegin í heimsstyrj- öldinni, varð samt , ,sigurinn“ þeim hin mesta hefndargjöf. „Alltaf að tapa“. Hvers vegna? Óefað ekki þess vegna fyrst og fremst að þeir séu „friðelskandi bændaþjóð“, eins og orð fer af, og því ekki nógu herskáir. Því miður munu Kínverjar eiga fullteins blóðuga sögu og flestar þjóðir aðrar. En þeir voru, eins og í öllu" öðru, seinir á sér að nema nútíma hernaðarlist. Kína var viðbúnaðar og varnarlaust eins og Abessinía. Ekki að ástæðulausu óttast marg- ir að sömu örlög bíði þeirra landa beggja. — Einn af herfor- ingjum Napóleons hafði tapað vígi. Keisarinn krafðist skýringar á því. „Tólf ástæður eru fyrir því að vígið varð ekki varið lengur“, svarði herforinginn. „Fyrsta, að við vorum skotfæralausir. Önnur, að — —“. „Það nægir“, svaraði keisarinn. Þó ótrúlegt sé er önnur ennþá veigameiri ástæða fyrir því, að hingað til hefir verið loku fyrir það skotið að Kínverjar ynnu stríð. Stríð hafa verið einkafyrirtæki landsstjórnarinnar (eða einstöku herforingja á stjórnleysistímum), þjóðinni óviðkomandi nema óbein- línis væri. Enginn hlutur var óhugsanlegri en að þjóðin færi að blanda sér inn í gerðir stjórnar- innar. Hér í upplöndum Kínaveld- is hafði fólk venjulegast enga hugmynd um þessi stríð. Til þessa héraðs (Hupeh), sem er tiltölulega sunnarlega í land- inu og hefir yfir 30 miljónir íbúa, bárust til dæmis engar fréttir um stríðið við Japan 1894—95. Það gekk um garð án þess jafnvel að héraðsstjórinn sjálfur vissi um það. En setjum nú svo að fréttir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.