Dagur - 09.12.1937, Blaðsíða 2

Dagur - 09.12.1937, Blaðsíða 2
240 DAGUR 59. tbl. Sambúð verklýðsfélaga og samvinnumanna heima og erlendis. Á síðastliðnu ári gaf þekktur, enskur verklýðsleiðtogi út ritling, er hann nefndi „Why Trade- Unionists should be Co-operators“ eða: Hversvegna verklýðsfélagar eiga að vera kaupfélagsmenn. í þessum ritlingi heldur hann því fram, að hver sá verklýðsfélagi, sem ekki sé kaupfélagsmaður, beri ekki skyn á stefnu og eðli verklýðsfélagsskaparins. Og hann færir skýr rök fyrir máli sínu. Kaupkröfufélögin ein saman eru aðeins hálfur skjöldur verkamönn- um í hagsmunabaráttunni. Til þess að fullkomin skjaldborg sé mynduð, þurfa verkamenn einnig að vera kaupfélagsmenn. Því stefna kaupfélaganna er að end- urgreiða félagsmönnum sínum það, er þeir ofgreiða fyrir nauð- synjavörur sínar, og ella myndi hafa runnið í vasa kaupmannsins. Þannig fær verkamaðurinn raun- verulega meiri vörur fyrir verka- laun sín hjá kaupfélögunum en hjá kaumanninum, og kaupfélögin stuðla á þennan hátt að því ,að hver beri sem mest úr býtum. Annað veigamikið atriði er einnig, að ef einstaklingsframtakið væri látið ráða óhindrað, þá mundi það fljótlega hækka vöruverðið um það er næmi hverri kauphækkun, er verkamenn fengju, og þannig varna því, að verkamenn lifðu á nokkurn hátt betra lífi en áður, þar eð verðhækkunin gleypti kauphækkunina. Þar sem kaup- félögin hins vegar eru orðin ein- hvers megnug, þá er slíkt athæfi óframkvæmanlegt, og víðast fer þannig, að kaupmenn verða að sigla í kjölfar kaupfélaganna um verðlag og geta þar um engu þokað sér í hag. Þó að þessi ritlingur sé tekinn hér sem dæmi, þá er hann á engan hátt nein hrópandans rödd í eyði- mörkinni, með Bretum. Miklu fremur er þetta skoðun brezku verklýðsfélaganna almennt á þessum málum. Og þar má segja að sambúðin með samvinnu- og verklýðsfélögunum sé hin ákjósan- legasta. Brezku kaupfélögin telja nú um 8 miljónir félaga, og þau verklýðs- félög, sem eru innan brezka verk- lýðssambandsins, munu telja um 3.4 miljónir félagsmanna. Félaga- tala kaupfélaganna fer hraðvax- andi, og þetta viðhorf brezkra verkamanna til samvinnufélag- anna á þar ekki lítinn þátt í. Þá hafa verklýðsfélögin og samvinnu- félögin og sambönd þeirra unnið saman að lausn ýmsra mála, og á þingi er samvinna milli fulltrúa samvinnumanna og verkamanna. Þetta vinsamlega viðhorf hefir haldist nú um mörg ár, enda eru báðar þessar stefnur upp runnar með Bretum og reynslan, sem fengist hefir þar, er mest og bezt. Þó var ekki hjá því sneitt að skærist í odda milli verkamanna og samvinnumanna um kaup og kjör starfsfólks í fyrirtækjum kaupfélaganna. Árið 1918 var haf- ið verkfall við þessi fyrirtæki. En það stóð skamma stund og hefir ekki verulega kastast í kekki síð- an. Gæfa Breta var svo mikil þá, að á oddinum voru hinir víðsýn- ustu og beztu menn, er sáu og skildu að harðvítug barátta mundi eyðileggja hina menningarlegu og fjárhagslegu þróun, er samstarf þessara aðila hafði til leiðar kom- ið. Verkamenn skipuðu strax nefnd sinna beztu manna til þess að semja. Og þeir notuðu þetta um- boð sitt og gerðu það af sanngimi og skynsemi. En Bretarnir gerðu meir en þetta.. Þeir skipuðu 6 menn í nefnd með 6 samvinnu- mönnum, er taka skyldi til með- ferðar öll deilumál, er upp kynnu að rísa milli þessara aðila í fram- tíðinni. Þetta er stórlega athyglis- ve.rt atriði og sýnir glöggt, að leið- togar verkafólksins vildu ekki að til slíkra atburða drægi aftur, og' það, að þeir hafa verið þeirrar skoðunar, að kaupfélögin væru þáttur úr hagsmunasamtökum al- þýðunnar, er ekki bæri að taka á af þjösnahætti af alþýðunni sjálfri. Þessi nefnd, eða ráð, situr enn þann dag í dag, að vísu með öðrum mönnum nú, en þar hefir alitaf verið hið mesta mannval. Eáðið (The National Conciliation Board) hefir tekið til meðferðar fjölda ágreiningsatriða og óútkljáð svo að ekki hefir verulega komið til átaka með kaupfélögunum og verkamönnum síðan. . Þannig hefir sambúðin verið í móðurlandi samvinnunnar og verklýðssamtakanna, aðalvígi lýð- ræðisins nú, Bretlandi. Og einmitt það, að lýðræði og frelsi skuli ennþá skipa efsta bekk í brezku þjóðlífi, á ekki að litlu leyti rót sína að rekja til þess, að þar hafa menntaðir, víðsýnir og sanngjarn- ir menn oftast skipað æðsta sess, en spillingarafla æsingamanna hefir lítið sem ekkert gætt. í Bret- landi er svo að segja enginn kommúnistaflokkur, og því er rödd fasismans þar svo veikburða að enginn tekur eftir henni í hinu daglega lífi. En nú víkur sögunni heim til okkar fámenna og langhrjáða lands. Einnig hér hófust sterkar hreyfingar alþýðumanna til efl- ingar sjálfsbjargarmöguleika sinna bæði til sjávar og sveita. Kaupfé- lögin og samband þeirra hafa megnað að umskapa verzlun landsmanna að miklu leyti á skömmum tíma. Þau hófu starf sitt í því eymdarástandi, er verzl- unaráþján erlendra og innlendra kauphéðna hafði hér skapað. Bændur landsins fylktu sér um félögin og smám saman tókst að uppræta illgresið og koma verzlun bændanna í skipulegt og gott horf. En með stækkun kaupstaðanna var eðlilegt að starfsvið félaganna færðist út. Því stefna kaupfélag- anna hér var hin sama og í Bret- landi, og að framan er lýst, og al- þýðan í bæjum og þorpum hér fór að vakna til meðvitundar um gagnsemi féleganna. Á þessum árum hinna stórstígu framfara, hafði verklýðshreyf- ingin fengið byr undir báða vængi. Verklýðsfélögin risu upp víðsvegar og stofnuðu bráðlega með sér samband. Háværar kaup- kröfur fóru þá að bæra á sér og innan skamms fékk þjóðin að kenna á verkföllum og öllu, er þeim fylgir. Verkamönnum við sjávarsíðuna tókst þá að koma til leiðar ýmsum kjarabótum sér til handa, og má segja, að ekki hafi verið nema sjálfsagt og eðlilegt að flestar þeirra næðu fram að ganga. En undarlega var hljótt um af- skipti verklýðsforkólfanna af hin- um helmingi hagsmunasamtak- anna, — neytendasamtökunum. Höfuðstaður landsins varð brátt eitt aðalvígi sósíalista og þar urðu átökin hörðust, um kaup og kjör, en Reykjavík átti þá ekkert neyt- endafélag. Síðar, er Framsóknar- menn í Reykjavík stofnuðu þar kaupfélag, lét Alþýðuflokkurinn sig það litlu skipta, — horfði að- gerðalaus á kaupmenn og heild- sala drottna yfir verzlun Reykja- víkur með þeim árangri, að bær- inn var talinn einhver dýrasti bær á Norðurlöndum. Og það er víst, að á þessum tíma hirtu andstæð- ingar verkamanna mest af hverri kauphækkun, með því að hækka þá verðið á lífsnauðsynjum að sama skapi í hvert sinn, er þeir létu undan kröfum sósíalista um hækkað kaup. Þeir atburðir, er nú eru að gerast í Reykjavík, þar sem KRON er að koma því til leiðar, að verðlag í bænum er að færast í'skaplegt horf, bera ótvírætt Vitni um það, hverju hægt hefði verið að koma til leiðar þar syðra fyrir mörgum árum síðan, ef Alþýðu- flokksforustan hefði nokkurntíma hafizt handa um að skipuleggja það, að meðlimir verklýðsfélag- anno. væru einnig kaupfélags- menn. Á Akureyri var ástandið dálítið með öðrum hætti. Bærinn hafði átt því láni að fagna, að kaupfélag bændanna við Eyjafjörð hafði sezt þar að og tók brátt að marka þá stefnu, er síðan hefir verið haldin, með þeim árangri, að Ak- ureyri varð að sínu leyti sérstæð- ur bær hér á landi, þar eð hann var talinn einn ódýrasti staður landsins. Þannig hafa samtök bændanna við Eyjafjörð fengið meiru áorkað til hagsbóta fyrir verkamenn hér nyrðra heldur en allir stóru mennirnir með stóru kröfurnar og stóru orðin syðra. En enda þótt afskiptaleysi Al- þýðuflokksforustunnar af neyt- endasamtökunum hafi verið mjög áberandi til skamms tíma, þá er þó önnur hlið þessa máls enn átakanlegri. í Bretlandi hafa verkamenn gert út valinkunna menn til þess að jafna ágreinings- atriði við samvinnumenn. Nefnd- in hefir starfað í kyrþey og unnið hið bezta verk í þágu brezkrar al- þýðu í kaupfélögum og verklýðs- félögum. Þar hafa jafnan átt sæti hinir merkustu menn, má þar t. d. nefna próf. Harold Laski, sem af hálfu verkamanna hefir átt sæti í þess- ari nefnd, en hann er einn af fremstu mönnum verkamanna- flokksins á þingi og auk þess þekktur rithöfundur um þjóðfé- lagsmál. Þessi nefnd hefir fullt umboð til þess að jafna ágreiningsatriðin, eftir að þeim hefir verið skotið til hennar af undirnefndum hennar, sem finna má í hverju héraði, og hafa undirnefndirnar þá ekki get- að komið sættum á. Nú liggurþað í augum uppi hversu mikilvægt það er, að um þessi mál fjalli mennj sem til hafa að bera mennt- un og víðsýni. Skoðunum þeirra ræður það, sem þjóðfélaginu í heild er fyrir beztu. Gerðir þeirra á undanfömum árum hafa ljós- lega sýnt, að þeir álitu kaupfélög- in of mikilsverðan þátt í hags- munabaráttu almennings, til þess að á nokkurn hátt væri afsakan- legt eða sæmilegt að fjandskapast við þau að óþörfu. Og það er næsta ólíklegt að þessi samninganefnd brezku verkamannanna mundi leyfa æs- ■HwnmwnwHiWHi Jólakerti, slétt og snúin. Stór kerti, hvít og mislit. Antik-kerti, margar teg. Skrautkerti. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild. iinmmimmimiiiS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.