Dagur - 23.12.1937, Side 2
248
DAGUR
61. tbl.
sem húu hugleiddi það í hjarva ast frægð eða auðæfi, óhóf og
sínu hvílíkur sonur sinn ætti að iðjuleysi, eða að þau komist til
verða. Og daglega lagði liún valda og metorða, sem kallað er?
hin fyrstu jól, er hún hugleiddi
þennan atburð í hjarta sínu. Höf-
undur Lúkasar-guðspjalls sér
glöggt inn í sál hennar, er hann
leggur henni þennan fagnaðar-
söng á tungu:
»Önd mín miklar drottinn
og andi minn hefir glaðst í guði,
frelsara mínum.
— Sjá, héðan af munu allar kynslóðir
mig sæla segja,
því að hinn voldugi hefir gjört mikla
hluti fyrir mig.
Heilagt er nafn hans!«
*
Þegar vér því erum að halda
fæðingar-hátíð Jesú, þessa eilífa
jólabarns, sem hrifið hefir ímynd-
unarafl allra kynslóða, þar sem
hann hvílir í lágum dýrastalli um-
vafinn ljósi heilagleikans og söng
himneskra engla, og þegar vér
leitumst við að gera þessa hátíð
að táknrænni og þýðingarmikilli
hátíð fyrir börn vor, þá megum
vér sízt af öllu gleyma því, að
reyna að gera oss í hugarlund,
hvernig María frá Nazareth hugs-
aði í hjarta sínu yfir barni sínu
ómálga.
Því að mun ekki fagnaðarsöng-
urinn yfir vöggunni hafa sína
þýðing? Mun Jesús ekki hafa átt
margt því að þakka, sem móðir
hans hugsaði við jötuna hin fyrstu
jól?
Oss er gjarnt að ímynda oss
Jesú sem einstæðan persónuleika,
sem vegna máttar síns og mikil-
leika standi einn sér og fráskilinn
öllu mannkyni, og að hann hafi
aldrei látið stjórnast af neinu
öðru en sínum eigin guðdómlega
innblæstri og viti. Sá Kristur, sem
guðspjöllin segja mest af, er
Kristur hins guðdómlega máttar,
sem kemur í krafti köllunar sinn-
ar beint út úr eyðimörkinni, vígð-
ur til síns mikla starfs. Þess vegna
hættir oss svo oft við að gleyma
þeim þrjátíu árum, sem sagan
veit svo lítið um, en hermir að lið-
ið hafi þangað til Jesús fer úr
föðurgarði út til að kenna. En þó
hljóta það að hafa verið þessi ár,
sem mest áhrif höfðu á hann og
mótuðu hann til þeirrar ákvörð-
unar, sem hann tók. Æskan og
uppvöxturinn hafa verið hönum
eins og öllum öðrum óumræðilega
örlagarík ár. Það var þá, sem
hann varð fyrir öllum þeim áhrif-
um og var innrætt öll sú trú sem
varð undirstaðan að lífsstarfi
hans. Vafalaust hefir hann iðulega
sem barn horft á föður sinn er
hann vann að húsagerð eða hlýtt
á sögur móður sinnar, er hún
sagði honum frá spámönnunum og
hetjum ísraels. Og í þeim skóla
hefir hann hlotið undirbúning
sinn undir lífið og orðið fyrir
þeim andlegu áhrifum, sem knúðu
hann sjálfan til að takast spá-
mannsköllun á herðar.
En öll þessi friðsælu ár i
Nasareth, sem trúarbækur vorar
eru hljóðar um hefir sveinninn
Jesús tekið á móti og drukkið í
sig trú Maríu og mótast af áhrifa-
valdi þeirra vona og drauma, sem
íylltu hjarta hennar nóttina heigu
við jötuna í Betlehem. Það var þá,
stund á að móta hann til þeirrar
hugsjónar, og beina huga hans í
þá átt. Frá fæðing hafði hún sjalf
ákvarðað hann til mikilla hluta,
og einmitt þessi mikla alúð og
sjálfsfórn hennar og ábyrgðartil-
finning gagnvart framtíð sonarins
hlaut að snerta göfugustu tilfinn-
ingar hans og æðstu hvatir. Hún
vildi sjá drauma sína rætast í
syninum. Formæður vorar gaíu
sonum sínum skínandi vopn er
þær leiddu þá úr garði. María gaf
syni sínum sverð andans og hvíta-
guT hugsjónanna í vegarnesti.
Ef vér köllum jólin hátíð barn-
arra, er þá ekki jólaboðskapucimi
til foreldranna og mæðranna fólg-
inn í þessari frásögn um Maríu,
sem hugleiddi framtíð barns síns
í hjarta sínu yfir jötunni í Betle-
hem fyrir nítján öldum síðan?
Hvað spratt upp af því? Hið
fegursta líf, sem heiminum hefir
hlotnast, persóna, sem ennþá lýsir
eins og blossandi viti yfir djúp
aldanna.
En allt, sem gnæfir hátt, hlýtur
að eiga sér einhverja undirstöðu.
Þar sem lífið nær vegsemd, hefir
verið starfað og strítt, sáð og
vökvað og beðið til guðs um
ávöxtinn. Hvort það er dauður
hlutur eða lifandi mannssál, allt
sem er fagurt og ágætt hefir kost-
að hugsun og vilja og starf, eigi
aðeins einstaklingsins, heldur og
kynslóðanna.
Þannig er
gott er til í oss, nokkur skilningur
á réttlæti eða sannleika, nokkur
tilfinning fyrir fegurð, eða nokkur
sannfæring um guð og hans dýrð
— hverjum eigum vér það þá
fremur að þakka en þeim, sem
fyrstir studdu oss á fót, sem blíð-
lega vöktu yfir þroska vorum, sem
vonuðu og létu sig dreyma um
það og báðu fyrir oss, að vér
mættum verða göfugar og nýtar
manneskjur? Þroska vorn eigum
vér ætíð að miklu leyti að þakka
mæðrum vorum, sem létu sig
dreyma um framtíð vora meðan
vér enn vorum hugsunarlausir
óvitar í vöggu. Og hið sama gildir
um 'öll mikilmenni og alla frelsara
og spámenn mannkynssögunnar.
Þeir eiga einnig meira að þakka
hugsjónum þeirra og vonum, sem
ólu þá upp og komu þeim á legg
en menn almennt gera sér grein
fyrir. Því að enginn maður getur
staðið einn sér hversu mikill sem
hann er. Vér hljótum öll að
standa á herðum forfeðra vorra.
*
Ef vér því ætlumst til að börn
vor verði göfugar og hamingju-
samar manneskjur — kynslóð,
sem lifir æðra lífi en oss auðnað-
ist og kemst hjá að drýgja hin
sömu glöp og oss verða að falli,
þá verðum vér sjálf að byrja á
því að leggja grundvöllinn. Vér
verðum, eins og María guðsmóðir
að hugleiða framtíð þeirra í hjarta
voru og skilja það fyrst af öllu,
hvað vér kjósum þeim til handa.
Óskum, vér, að þeim megi hlotn-
Þetta er það, sem lífsbaráttan er
svo ákaflega oft háð um, sú bar-
átta, sem svo hryllilega oft lendir
í blóðugu stríði, hatri og eyðilegg-
ing. Menn hljóta frægð, en skyldu
það ávallt vera þeir, sem eiga
hana helzt skilið? Og hversu bit-
urlega næðir stundum kalt um
tinda frægðarinnar. Mönnum
hlotnast auður og óhóf, en þetta
nota þeir eins oft sér til ógæfu og
ófarnaðar. Og á sama hátt er farið
með valdið. Sé því beitt með sam-
vizkusemi og í því skyni, að láta
gott af sér leiða, kostar það óend-
anlegar áhyggjur og erfiði. Sé því
beitt af hirðuleysi og óbilgirni,
verður það öllum til glötunar. Til
þess að hafa nokkra möguleika til
að geta notið eða haft stjórn á
hinum ytri hlutum verðum vér
fyrst og fremst að hafa stjórn á
hinum innri. Vér verðum að vera
menn en ekki dýr. Vér verðum að
eiga lifandi sál, sem ræður yiir
hinum blindu og grimmu eðlis-
hvötum líkamslífsins. Skepnurnar
bíta hver aðra af stalli, af því að
hver hugsar um sig. ímynduncr-
aflið nær ekki út yfir tilfinning
hungursins hjá þeim sjálfum.
Þetta gerir þær grimmar og ril-
finningarlausar hver gagnvart
annarri. Þetta sálarleysi endur-
speglast iðulega í mannlífinu, og
veldur þar mestum árekstrum og
flestu bölvi.
skyldum óska þess, að börn vor
yrðu hugprúð og réttlát, hvort
sem þeim fellur auður eða frægð
í skaut eða ekki. Vér skyldum
vilja láta þau verða fórnfús í stað
þess að vera eigingjörn. Vér
skyldum óska að þau ættu í ríkum
mæli gáfu samúðarinnar og að
þau þekktu gleði þjónustulundar-
innar og þá hamingju að vita sig
hafa unnið eitthvert nýtilegt starf
í þágu samfélagsins.
í einu orði sagt: Vér ættum að
óska, að sá andi sem bjó í Kristi,
samskonar lundarfar hógværðar-
innar og hreinleikans, þolinmæð-
innar, góðviljans og miskunnar-
ari ósk vorri og bæn veltur öll
framtíðarheill þeirra.
Því að börnin hljóta ávallt að
verða eitthvað í áttina við það,
sem vér viljum að þau verði. Ör-
lög þeirra stjórnast ávallt að ein-
hverju leyti af því andlega um-
hverfi er vér sköpum fyrir þau.
í þessu er einmitt fólgin vor
æðsta skylda og vort aivarlegasta
umhugsunarefni, í sambandi við
jólin, að vér sjálf megum vera því
vaxin, að hneyksla ekki smælingj-
ana, sem vér höfum á meðal vor,
að vér brennum ekki með hug-
sjónaleysi voru og andlegum ves-
aldómi brýrnar, sem æskuna eiga
að flytja inn í æfintýralönd fram-
tíðarinnar.
Og það sem um er að gera, er
ekki aðeins, hvað vér kennum,
heldur hvernig vér erum, hvaða
lífsskoðun framkoma vor og lífern-
ishættir boða. Því að ósjálfrátt,
jafnvel áður en börnin fara að
hugsa, móta þau líf sitt og venj-
ur, eftir þeim lífernisvenjum sem
vér höfum fyrir þeim. Eftirhermu-
hvöt barnanna er svo rík, að jafn-
vel áður en þau fara að móta hug-
sjónir sínar og hugmyndir eftir
því sem vér kennum þeim, eru
þau búin að drekka í sig og laga
sig eftir eðli voru og háttum. Þau
hafa lesið vorar innstu hugsanir
og samstillt sig einlægni vorri eða
yfirdrepskap. Þau hafa lært að
leggja samskonar mælikvarða á
lífið og vér og krefjast jafnmikils
af því. Þau hafa öðlazt samskonar
metnað, samskonar þrár og vonir.
Hér veltur því allt á því, að
hugsjón vor sé stór og vilji vor
mikill fyrir hönd hinnar ungu og
vaxandi kynslóðar. Vér skyldum
óska að hún verði ágætari og
hamingjusamari kynslóð en vér
höfum verið. Annars hefir móður-
blutverkið, að gefa lífinu nýtt
tækifæri misheppnast. Lífið hefir
eigi endurfæðst til nýrrar æsku
og fegurðar, heldur aðeins marg-
faldast í eymd sinni og vanmætti.
*
Jólahátíðin á sitt undursamlega
vald og ljóma meðal annars því
að þakka, að hún boðar trúna á
æskuna, sem vér öll elskum innst
inni í hjarta voru. Enda þótt vér
sjáum ekki við ofríki áranna og
látum tímann iðulega gera oss
gömul að ófyrirsynju, þá slær þó
hjartað alltaf örar, er vér heyrum
innar fylli vitund þeirra. Á þess-
1»WWWI»»WWWW»W
Góð og þarflcg
Kaupfélag Eyfirðinga.
Skódeildin.
jölagjof
eru fallegir barnaskór
frá okkur.
............r
Hvers eigum vér þá að óska
börnum vorum fyrst og íremst?
það, að ef nokkuð *Þess. að þau megi eignast lifanái
sál. Það er sál, sem skynjar og
finnur til út yfir sjálfa sig. Vör