Dagur


Dagur - 30.12.1937, Qupperneq 1

Dagur - 30.12.1937, Qupperneq 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XX ■ árg. | Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓK, Noró- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 30. desember 1937. 62. tbl. Leiðtogi á fjöllum (Tryggvi í Vfðikeri). Sorg er yfir Suðurbruna, syrtir þungt um Herðubreið. Gerist dapur dagsins bjarmi Dyngjufjalla yfir leið. Lindir hægt og hljóðan streyma, hjarta lands er þungt um slátt. Sólarlag í sjálfu vestri. — Sveigir allt að myrkri nátt. Vakir ljós í Víðikeri; verpur skini um dapran rann. Vinarhugir vífs og barna vefjast blítt um hniginn mann. — Hvílir rótt á felldum fjölum — fölvan lýsa geislar hvarm — hússins ráður; — hetju-arma hefir í kross við stirðan barm. Drottinlaust er búfé bónda, brettir eyru jór við stall; órótt nauða naut í fjósi, náhljóð kveða ás og fjall. Sunnan allt úr Suðurárbotnum Svartá ymur kveðjumál; — hellir þimgum angursöldum inn í „Fljótsins“ jökul-sál. Garpur fyrr með rausnar ráði réði för um eyði-lönd; unað fann í öræfanna ægi-frið við jökul-rönd. Leiðangrunum lagði slóðir, lenda menn frá góssum dró. — Umsjón fyrir mar og manni metaskálum spakur vóg. Bjart var oft um Bruna og Glœður, blessun yfir hljóðri vídd. — Stundum þoka og úrsvöl ísing, — æ var för þín heillum prýdd. Jafnan vel þér orka entist auðnudrjúgur rata heim; — bjarga frú og fyrirmanni íraman lengst úr auðnar-geim. Komstu að mínu sængur-seti, sóttir heim og vaktir starf, utan lengst úr fjarskans fylkjum, — fljótt mér sýnin gafst og hvarf. Veit eg því, að veran lifir vökumanns, er strangan dag sinnti þörfum bús og barna, bætti og skildi þjóðar hag. Allt er breytt. — En blærinn andar blessun yfir litverpt svið. — Bárðardals um byggð og engi brunar fljót með sorgar-nið. — Niðjar líta á felldum fjölum írægðar-mann og bjargar-ráð. — Vakir þó í Víðikeri von um líf og Drottins náð. K. V. Söngvarar vorir. Mjög láta erlend blöð af söng Kai'lakórs Reykjavíkur í Leipzig, var kórnum tekið afbragðs vel og þótti söngurinn fyrirtak, bæði á sterkum og veikum tónum. Afar- mikið þótti til koma „Förumanna- flokkar" Karls Runólfssonar og „Grænlandsvísur“ Sigfúsar Ein- arssonar. Aftur þótti þeim lítið til koma „Wienervals" eftir Strauss, að því er meðferð snertir, og er slíks von. — Þá söng María Mark- an í Osló við góða aðsókn og dá- læti mikið. Af íslenzkum tón- skáldum þótti bera af Karl Run- ólfsson (Den farende Svend). — Þá söng Guðm. Kristjánsson iyrir skömmu í New York og þótti mik- ið til hans koma. Mest söng hann lög eftir útlend, heimsfræg tón- skáld, en líka nokkur íslenztí lög, og þótti Sigfús Einarsson þar bera af (Draumalandið) og varð söng- varinn að endurtaka það. KIÍÍKJAN: Messað á Akureyri á Gam- alárskvöld kl. 6 e. h. og nýjársdag kl. 2 e. h. — 2. jan. 1938: í Glerárþorpi kl. 12 á hádegi. Áramátadansleik heldur Rauða-Kross- deild Akureyrar í Sarnkomuhúsi bæjarins á nýjársnótt. — Áskriftarlistar liggja frammi í »Verzlun Norðurland« og Ryels B-deiId til gamalársdags. — Ágæt músík. Salurinn fagurlega skreyttur. Minnist mannúðarstarfs Rauða-Kross- ins. Bækur. Minningar, eftir Ingunni Jónsdóttur. Þetta er tilvalin bók, bæði fræð- andi og ekki síður skemmtileg. Hún er eiginlega áframhald af „Bókin mín“, eftir sama höfund, sem út kom fyrir nokkrum árum og gat sér góðan orðstír. For- mála að bókinni hefir ritað Guð- rún A. Björnsdóttir, dóttir Ing- unnar, og er hann til skilnings- auka og varpar ljósi yfir „Minn- ingarnar“ og höf. þeirra, sem var stritandi og önnum kafin sveita- kona, en kunni jafnframt þá list að segja sögur og skýra frá atburð- um, svo að unun þótti á að hlýða. Á gamals aldri hefir hún að áeggjan annara fært þessar sögur sínar í letur, og geta nú öll lands- ins börn sezt við fætur gömlu kon- urmar og hlýtt á með því að afla sér þessarar bókar. Viðar, ársrit íslenzkra héraðsskóla, II. árg., er kominn út. Hefst ritið á grein, er nefnist „Á framtíðar- vegi“, eftir Þórodd Guðmundsson. Þar segir svo m. a.: „Sú breyting hefir orðið á, að Félag héraðs- og alþýðuskóla- kennara hefir nú tekið ritið að sér og reynir að sjá því ,borgíð hvað ritstjórn og útgáfu snertir. Hins vegar verða nemendasam- böndin sá grundvöllur, er ritið byggist raunverulega á fjárhags- lega. Þó er þess vænzt, að skólarn- ir taki einnig nokkurn peningaleg- an þátt í útgáfunni“. Meðal annars eru ennfremur í ritinu Vísindi og hamingja, eftir Bertrand Russel, í ísl. þýðingu, eftir Ármann Halldórsson, Al- þýðuskólarnir og þjóðin, eftir Þorgeir Sveinbjarnarson, Ung- mennafélögin og uppeldismálin, eftir Eirík J. Eiríksson, Einn þátt- ur móðurmálsins, eftir Guðmund Olafsson, Söngur í héraðsskólun- um, eftir Þórð Kristleifsson, Á Sprengisandi, eftir Konráð Er- lendsson, Bjarnarey, eftir Þórodd Guðmundsson, margvíslegt frá héraðsskólunum o. m. fl. Héraðsskólarnir eiga að vera andlegir og efnislegir gróðrarreitir íslenzkrar sveitamenningar. Hver sá, er fylgjast vill með hinu merkilega starfi þeirra, verður að lesa ársrit skólanna. (Framh. á 3. síðu). NÝJABÍÓ Fimmtudaginn 30. þ. m., klukkan 9: Kátir tiökkiinienn. Aðalhlutverkin leika: Gög °g Gokke. Nýjársdag, kl. 5 «g 9: „t’ó ert mér allt“ (Du bist mein Glúck.) Þýzk tal- og söngmynd i 10 þáttum. — Aðalhlutverkið syngur og leikur frægasti tenorsöngvari heimsins: Benjamino Gigli ennfremur leikur Isa Mirande. í operuhlutverkunum syngja og leika söngkonurnar Hildesgard Ranglak, Maria Cornelius og söng- varinn Ludwig Weber ásamt kór og hljómsveit ríkisoperunnar í Miinchen. Þessi fagra og heillandi söngmynd gerist í Genua og Mönchen og syngur Gigli ariur úr operunum »Aida« eftir Verdi, »La Tosca« og »Manon Lescaut« eftir Puccini og hið gullfallega lag »Du bist mein Gluck-mein Leben« eftir G. Becce. Sunnudagskvöld 2. jan., klukkan 9: Svörtu angun. Frönsk tal- og hljómmynd i 10 þáttum. — Aðalhlut- verkin leika: Simóne Simón og Harry Baur. Fögur og hrífandi mynd, sem hlotið hefir alveg óvenjulega góða dóma utanlands og feikna aðsókn, enda leika í henni afburðagóðir og frœgir leikarar. Efni myndar- innar er tekið úr stórborgarlífinu, hvernig hægt er að leynast þar svo árum skiftir, án pess að jafn- vel börnin pekki alvinnu feðra

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.