Dagur - 24.02.1938, Side 2
42
DAGUH
11. tbl.
Kommúnistar renna
þegar á hólminn kemur.
Söguleg oddvitakosning í Húsavík.
Allir íslendingar þekkja söguna
um Björn í Mörk að baki Kára, —
söguna um lítilmennið, sem
hlykkjaðist niður af skelfingu,
þegar á hólminn kom.
Mynd Bjarnar í Mörk hefir
jafnan síðan verið tákn þess lítil-
mótlegasta og aumasta, sem með
þjóðinni hefir búið. Allir þeir, sem
unna manndómi og sjálfstæði,
hafa tekið sér Kára til fyrirmynd-
ar. Kveifarmennin og mannleys-
urnar hafa fetað í fótspor Bjarn-
ar í Mörk, og skotið sér undan
því að koma nokkurstaðar fram
þar er manndóm og kjark hefir
þurft. Því miður eru þeir of marg-
ir með þjóð vorri, sem bera í
brjósti kveifarskap og eymd
Bjamar í Mörk. Það eru menn-
irnir, sem lúta valdi erlendra yfir-
drottnara, — það eru mennirnir,
sem skríða, þegar á hólminn kem-
ur, — það eru kommúnistar.
Vesaldómurinn og ræfilsháttur-
inn komu svo einkar skýrt í ljós
við oddvitakosningu á Húsavík, að
afstöðnum sveitarstjórnarkosning-
unum 30. f. m. Þegar kommúnist-
unum þar voru fengin vopnin í
hendur, til þess að berjast fyrir
velgengni kauptúnsins, þá skutu
þeir sér undan ábyrgðinni, fleygðu
vopnunum og kusu andstæðing til
oddvita. Þegar á hólminn kom, þá
þorðu þeir ekki að takast á hend-
ur vandasamt starf. Þeir skutu sér
á bak við framfaramennina og ját-
uðu eymd sína og hérahátt.
Hin nýkjöma hreppsnefnd Húsa-
víkur var þannig skipuð, að í
henni áttu sæti 2 Framsóknar-
menn, 1 íhaldsmaður, 1 alþýðu-
flokksmaður og 3 kommúnistar,
samtals 7 menn. Oddviti hreppsins
hafði verið undanfarið kjörtímabil
Karl Kristjánsson frá Eyvík, einn
aðalleiðtogi . samvinnumanna í
Þingeyjarsýslu, og var hann end-
urkosinn i hreppsnefndina af
hálfu Framsóknarmanna.
Húsavíkurkauptún á vandasamt
starf fyrir höndum. Rekstur hinn-
ar nýju síldarbræðslu er fram-
undan. Hversu mikilvægt það er
fyrir þorpið að hann takist vel, er
augljóst mál. Hin nýja hafskipa-
bryggja þorpsins er orðin mjög
dýr og sveitarþyngsli eru tölu-
verð. Það var augljóst mál, að til
þess að þorpinu mætti farnast vel
í framtíðinni, þá þurftu stjórn-
samir framfaramenn að vera við
stýrið. Karl Kristjánsson var af
öllum gætnum og- skynsömum
mönnum talinn hæfastur til þess
starfs.
Þegar á hólminn kom, þá voru
kommúnistar milli steins og
sleggju. Þeir höfðu látið digur-
barkalega fyrir kosningarnar, og
nú sáu þeir engin ráð til þess að
standa við fleiprið. Þeir kenndu
sig ekki menn til .þess að ráða
fram úr málefnum kauptúnsins,
Þeir fundu til ættarmótsins við
Björn í Mörk.
Þegar leið að því að oddvita-
kosning skyldi fram fara, þá báðu
kommúnistar um frest og fengu
hann svo dögum skipti. Hugsuðu
þeir nú óráð sitt til þrautar, en
kenndu jafnt eftir sem áður
manndómsleysisins og lítil-
mennskubragarins.
Var þá gengið til kosninga. Karl
Kristjánsson og íhaldsmaðurinn
skiluðu auðum seðlum. Alþýðu-
flokksmaðurinn kaus einn komm-
únistann, og þóttist með því bezt
koma þeim fyrir kattarnef að láta
þá kenna ábyrgðarinnar, hinn
Framsóknarmaðurinn kaus Karl
Kristjánsson, og hið sama gerðu
tveir kommúnistarnir, til þess
að forða sér á bak við umbóta-
mennina. Þriðji kommúnistinn,
sá sem minnstur var fyrir sér,
Síðastl. sunnudag var fundur
haldinn í Jafnaðarmannafélagi
Reykjavíkur. Varð fundur þessi
nokkuð sögulegur og hafði mikil
eftirköst. Nýir félagar, 175 að tölu,
bætust í hópinn, allir í bandi Héð-
ins Valdimarssonar og nokkur
hluti þeirra yfirlýstir kommúnist-
ar. Lið Héðins hafði hann í kjöri
sem formann félagsins, en and-
stæðingar hans í Alþýðuflokknum
mótmæltu því, þar sem hann væri
rekinn úr Alþýðuflokknum. Þegar
mótmælin voru ekki tekin til
greina, gengu yfir 100 Alþýðu-
flokksmenn af fundi og stofnuðu
nýtt félag á öðrum stað.
Næsta dag kom stjórn Alþýðu-
flokksins og Alþýðusambandsins
saman á fund og samþykkti í einu
hljóði að víkja Jafnaðarmannafé-
lagi Reykjavíkur, þar sem Héðinn
ræður, úr Alþýðuflokknum og Al-
þýðusambandinu fyrir margar og
þungar sakir, sem á félagið eru
Samviflna við
mprðifiikkiHP.
Miðstjóm Framsóknarflokksins
hefir á fundi sínum í Reykjavík
samþykkt í einu hljóði að leita
eftir samvinnu við Alþýðuflokk-
inn um stuðning við núverandi
ríkisstjórn og framgang mála á
yfirstandandi þingi.
Jafnframt lýsti miðstjórnin yfir
því, að samstarf við annam flokk
yrði aðeins hafið með því ófrá-
víkjanlega skilyrði, að samstarfs-
flokkurinn viðurkenndi óskorað
að vinna bæri á grundvelli þjóð-
ræðis og þingræðis.
kaus félaga sinn. Úrslit kosning-
anna urðu því þau, að fulltrúi
minnihlutans, Karl Kristjánsson,
var réttkjörinn oddviti með 3 at-
kvæðum, en kommúnisti fékk 2.
Reyndist þetta vera svo jafnt
eftir þrjár atrennur, sem allar
fóru á sama veg. Karl Kristjáns-
son hafði enga samninga gert við
hina flokkana. En hugsandi menn
kauptúnsins voru á bak við hann.
Meiri hlutinn í kauptúninu hafði
varpað atkvæði á þann flokkinn,
sem kenndi svo átakanlega van-
máttar síns, þegar á hólminn kom,
að hann þóttist nauðbeygður til
þess að kjósa andstæðing fyrir
oddvita. Niðurstaða þessara kosn-
inga á Húsavík er mjög lærdóms-
rík. Hún leiðir í ljós fullkominn
vanmátt og' ábyrgðarleysi mál-
skrafsmannanna. Þegar út í vand-
ann er komið, þá treystir þeim
enginn, og þeir treysta ekki einu
sinni sjálfum sér.
Það eru samvinnumennirnir,
sem verða að lokum að taka að
sér að leysa vandann og bjarga
rekanum frá skipbroti hinna
ábyrgðarlausu og getulausu
skrumara.
bornar. Jafnframt voru fulltrúar
félagsins í fulltrúaráð og á Al-
þýðusambandsþing dæmdir ógild-
ir.
Verður ekki annað sagt, en að
átökin milli Héðins og foringja
Alþýðuflokksins séu orðin ærið
hörð, þegar grípa þarf til þess
ráðs að reka heilt félag úr flokkn-
um. Er sýnilegt, að klofningsstarf-
semi H. V. innan Alþýðuflokksins,
sem gerð er að vilja og í þjónustu
kommúnista, sé farin að bera á-
vöxt, hvernig sem henni lyktar.
Hjótiaband. Ungfrú Elsa Friðfinnsson
verzlunarmær og Haukur Snorrason
skrifstofumaður hjá K. E. A. voru gefin
saman í hjónaband af bæjarfógeta síð-
astliðinn sunnudag.
»Óðinn«, hinn nýsmíðaði varðbátur,
fór héðan áleiðis til Reykjavíkur í síð-
ustu viku. Hér á hö.ninni skaut hann
þremur viðhafnarskotum í kveðjuskyni.
Alþingi.
Nefndaskipun á þinginu er mjög
á sama veg og á síðasta þingi.
Helzta breytingin sú, að í fjár-
veitinganefnd og utanríkismála-
nefnd hefir Ásgeir Ásgeirsson
komið í stað Héðins Valdimars-
sonar.
Fjárlögin voru til fyrstu um-
ræðu í gær og var umræðunum
útvarpað. Frumræða fjármálaráð-
herra snerist að mestu um afkom-
una á árinu 1937 og var mjög skýr
og skilmerkileg að vanda. Af and-
stöðuflokkum stjórnarinnar og fyr-
ir þeirra hönd töluðu þeir Stefán
Stefánsson, Magnús Jónsson og
Brynjólfur Bjarnason, en af hendi
Alþýðuflokksins talaði Haraldur
Guðmundsson. Auðheyrt var á
stjórnarandstæðingum að þeim
var brátt að komast í „eldhús.ð“,
og voru ræður þeirra óspart
blandaðar blekkingum og hreinum
og beinum ósannindum, eins og
Eysteinn Jónsson sýndi fram á í
lokaræðu, en til þeirrar svarræðu
gegn öllum hinum hafði hann að-
eins 15 mínútur. Það vissu and-
stæðingarnir og skákuðu í því
hróksvaldi að honum ynnist lítill
tími til andsvara, en það fór þó
nokkuð á aðra leið, eins og út-
varpshlustendur fengu að heyra.
Hinar reglulegu eldhúsumræður
bíða síðari tíma.
»Táp og fjör og frískir
menn
finnast hér á landi enn*.
Tvítugur dugnaðarmaður fór heiman
að frá sér frá Geldingaholti í Skagafirði,
s.l. þriðjudag, kl. 8 f. hád., og kom
hingað til Akureyrar að kvöldi sama
dags, kl. 8,30 síðd. Er það rösklega af
sér vikið. Tafði hann á tveimur bæjum
og beið eftir kaffi. Ferðamaðurinn var á
hjóli. Gat hann notað hjólið alla leið,
nema dálitinn spöl á Öxnadalsheiði. —
Pilturinn, sem fór rúma 100 km. á ein-
um degi, á þenna hátt, heitir Brynleifur
Sigurjónsson.
Ljósmyndastofan
i Uranuté agszötu H
er opin Irá kl. 10—6.
HVERGI ÓDÝRAR.
Guör. Funch-Rasmussen.
S Alhngið! 2
iÁborðarpantanir I
gþt þurfa að vera komnar til okkar fyrir næstu mánaðam.
Kaupfólag Eyfirðinga.
■MMHHIMIMiliMHMMB
Klofningistarf Héðins ■
þjónustu kommúnisfa.