Dagur - 24.02.1938, Blaðsíða 3
11. tbl.
DAGTJR
41
Hollusta festunnar.
Eftir IVAN H. KRESTANOFF.
Hinn frægi enski læknir og
heilsufræðingur Sir William
Arbuthnotlane segir í ritgerð, er
heitir „Hvemig náð verður himdr-
að ára aldri“, að margvíslegur sé
misskilningur manna á heilsu-
í'ræðilegum efnum, en einna
hættulegastar góðri heilsu séu
skoðanirnar á mikilvægi næring-
arinnar og hinum ýmsu fæðuteg-
undum. Tali einhver nú á tímum
um næringu, þá á hann á hættu
að vera talinn geðveiklingur eða
einhver vanmetaskepna. Þegar
verkfræðingar og vélamenn tala
um nauðsynlegar olíur fyrir vélar
sínar og kosta kapps um að fá þær
sem beztar, hentugastar og ódýr-
astar, þá finnst hverjum manni að
sú viðleitni þeirra sé eðlileg og
réttmæt. Þessir verkfræðingar og
vélamenn reyna að verja hinar
margbrotnu vélar fyrir bilunum
og Inröðu sliti með því að veita
þeim það, sem þær þarfnast mest.
í fáum orðum sagt: Þeir gera sitt
til að lengja æfi véla sinna.
Á hinn bóginn hyggur allur
þorri manna, og þar á meðal einn-
ig menntamenn, að það sé alveg
þarflaust að tala um það, sem á að
varðveita hina margbrotnustu og
viðkvæmustu vél, sem er líffæra-
kerfi mannsins.
Þá gerir þessi mikli læknir
grein fyrir mikilvægi næringarinn-
ar, eins og hún er nú hjá öllum
þorra borgarbúa; telur hann hana
óeðlilega og að hún muni valda
fjölda sjúkdóma og kvilla, auk
þess sem hún greiði ellinni braut.
Hann gefur fyrirmæli um, hvað
menn eigi aðallega að borða cg
hvernig að lifa til þess að verða
langlífari og þó heilsugóðir um
leið. Spurningunni um jöstuna
svarar hann á þá leið, að oftast
r.ær sé hún afar gagnleg, og þó
sérstaklega þeim, sem famir séu
að eldast.
Samkvæmt skoðun þessa rithöf-
untíar er gagnlegt að leggja á sig
stranga föstu í 3—4 daga árlega,
en bezt er að gera það í vetrarlok
þegar menn yfirleitt hafa óhent-
ugast fæði. Vegna frosta, úrkomu
og skorts á ávöxtum og grænmeti
neyta menn að vetrinum oftast
feitmetis og kjötmetis, sem á
mikla sök á því að menn eldast
snemma og veldur auk þess fjölda
kvilla. Með vetrarfæðunni fá
menn ýmis efni, sem eru óholl líf-
færunum, og til þess að veikjast
ekki, þurfum vér öðru hvoru að
sneiða hjá slíkri fæðu, þ. e. fasta.
Auk þessa hefir það sannast með
möigum tilraimum og athugun-
um, að allt líffærakerfi vort og
meltingarfæri þarfnast hvíldar,
vissrar föstu að nokkru eða öllu
leyti. Þessi staðreynd og margar
aðrar koma inn á svið lífeðlis-
fræðinnar og sýna fram á þörf og
nytsemi föstunnar, sem hvílir eigi
aðeins meltingarfærin, heldur
einnig allar líkamsfrumur vorar.
Og það sem meira er, — það eru
staðreyndir, sem sanna það, að
við föstuna verður hver Ukams-
fruma vor miklu viðnámsfærari
en ella. Við skynsamlega föstu, í
víðari og þrengri merkingu orðs-
ins, styrkjast allar frumur vorar
og aukast að stárfsþreki, þegar
þær á tímabilum eiga kost á að
losna við skaðleg eiturefni fæð-
unnar. Þau hrúgast upp við ríku-
lega neyzlu kjötmetis og annarar
fæðu, sem rík er að eggjahvítu,
en vantar nauðsynleg lútarsölt og
fjörefni, en svo er oftast um vetr-
arfæðuna.
Það er augljóst, að hver sem
hefir mætur á heilsu sinni, ætti
öðru hvoru að fasta, eftir því sem
heilsu hans hæfði. Færi hann þá
annaðhvort eftir ákvæðum rétt-
trúnaðarkirkjunnar (grísku) og
neytti engrar dýrafæðu, heldur
aðeins kálmetis og ávaxta, nýrra,
niðursoðinna eða soðinna, — eða
þá ákvæðum kaþólsku kirkjunn-
ar og neytti osts, smjörs, eggja,
mjólkur og fiskjar. í austurlönd-
um er hægt að gera mjög bragð-
góða og næringarríka rétti úr
þessum efnum.
Þegar fastað er, má samt ekki
ganga of hart að sér og láta líf-
færakerfið svelta. Það verða
menn að vita og muna, að bömin
eru að vaxa og þeir fullorðnu
halda eðlilegri líkamsþyngd að-
eins með því móti, að þeir neyti
nægilegrar nærandi fæðu. Auk
þess verður hver og einn að vita
það, að líkamshiti vor og þeir
kraftar, sem eyðast við andlega og
líkamlega vinnu, eru teknir úr
daglegri fæðu. Og það er slík
fæða, sem tilbúin er af mátulega
saðsömum efnum og hefir að
geyma nauðsynlegan skammt af
eggjahvítu, fituefnum, kolvetnum,
gagnlegum söltum og fjörefnum.
— Einnig verður magra fæðan að
samsvara þessum skilyrðum, ef
menn vilja vera heilbrigðir og
vinnufærir. Sá sem farinn er að
eldast og vill verða heilbrigður og
langlífur, verður að gæta vara-
semi í neyzlu og fasta.
í þessu efni er sveitafólkið í
Búlgaríu eftirbreytnisvert. Það
fastar reglulega, neytir alls engr-
ar dýrafæðu og oft aðeins brauðs
og salts í fjórar vikur fyrir jólin,
sex vikur fyrir páskana og í hvert
sinn eina viku eða einn dag fyrir
hverja helga hátíð árið um kring,
auk þess sem það fastar einn dag í
viku hverri, t. d. hvern föstudag.
Og þetta fólk er heilbrigt og
hraust, nær hundrað ára að aldri
og jafnvel fram yfir það.
(Ivan H. Krestanoff er búlg-
arskur menntamaður, sem nú
dvelur um tíma í Reykjavík. Hef-
ir hann ritað nokkrar greinar, er
birzt hafa í Morgunblaðinu og
Samvinnunni).
□ Rún. 5038327 - Frl.*.
I. O O F = 1192250 = II.
Framsóknarfélag Akureyrar hélt árs-
hátíð sína síðastl. laugardagskvöld í
stóra sal Samkomuhússins, fagurlega
skreyttum. Mannfjöldinn var svo mikill,
að salurinn reyndist of lítill.
Næturvörður er í Stjörnu Apóteki
þessa viku. (Frá n.k. mánudegi er næt
urvörður i Akureyrar Apóteki).
Stjórn Kvenfélags Akureyrar-
kirkju hefir beðið blaðið fyrir eft-
irfarandi:
Áskorunarlistarnir til Alþingis
eiu komnir út, og liggja frammi
til áskriftar til 5. marz n.k. á eftir-
töldum stöðum:
Brauðbúð KEA (Schiöthsbúð).
— Skjaldborg. — Brauðbúð KEA
Hafnarstr. 89. — Nýja Sölutumin-
um. — Ryels B-deild. — Bóka-
verzlun G. Tr. Jónssonar. — Bóka-
veizlun Þorst. Thorlaciusar. —
Þvottahúsinu Mjöll. — Brauðbúð
Kristjáns Jónssonar, Oddeyri. —
Verzluninni Esja. — Söluturninum
við Norðurgötu. — Strandgötu 25
(Jóhanna Þór). — Hótel Goðafoss.
— Hótel Gullfoss. — Söluturnin-
um við Hamarsstíg.
Konur! Ritið nöfn ykkar á list-
ana. Félagskonur þurfa ekki að
skrifa sig á.
Bækur.
Pá skidor och til hást i Vatna-
jökulls rike. Av Hans W. Son
Ahlmann. P. A. Norstedt &
Sönners Förlag Stockholm.
Bók þessi segir frá Vatnajökuls-
för Ahlmanns, Jóns Eyþórssonar
og þeirra félaga sumarið 1936;
hún lýsir nákvæmlega för þeirra
upp á jökulinn, dvöl þeirra þar, og
öllum þeim erfiðleikum, er þeir
urðu háðir vegna dutlunga breyti-
legs tíðarfars. Allir, sem nokkurt
gaman hafa af að lesa, telja ferða-
sögur einhverjar allra skemmti-
legustu bækur. Þeir, sem sænsku
lesa, munu ekki verða fyrir von-
brigðum, ef þeir ná í þessa Vatna-
jökulsferðasögu Ahlmanns, því
hún er rituð af þeim, er hefir opið
auga fyrir öllu, er á leið hans
verður og segir frá því með ná-
kvæmni og skarpleik. Skilningur
hans á íslenzkri alþýðu og mein-
ing, eins og hann kynntist henni í
Skaftafellssýslunum í þessari ferð,
virðist í bezta lagi, og munu þeir
kaflarnir, er um það fjalla, ekki
spilla öðrum áhrifum bókarinnar.
Öll bókasöfn ættu að eignast
þessa ferðasögu.
F. H. B.
Dr. ]ón Helgason: Reykja-
vtk. Þættir og myndir úr
sögu bæjarins 1786—1936.
Útgefandi: ísafoldarprent-
smiðja h.f. 1937.
Það er landskunnugt, að biskup
vor er einn hinn gagnfróðasti
maður um sögu þjóðar vorrar og
slíkur eljumaður í þeim fræðum,
að með afbrigðum er. Má það telj-
ast fádæma starfsþrek, er hann nú
um sjötugsaldurinn lætur frá sér
fara hvert ritið öðru merkilegra
og skrifar eina eða tvær stórar
bækur á ári jafnhliða biskups-
embættinu, sem er hið umfangs-
mesta starf andlegrar stéttar
manna á íslandi. En það verður
með hverju ritinu ljósara, hvílík-
um sjó af allskonar fróðleik hann
býr yfir og ýmislegt kemur nú
upp úr dúrnum, sem alþjóð
INNILEGAR ÞAKKIR votta
eg Kveufélagi Hörgdæla og fé-
lagssystrum mínum, sem heiðr-
uðu mig með heimsókn sinni
og tallegri gjöf á sextugsafmæli
míni þann 3. þ. m.
Guð blessi ykkur allar.
Lönguhlíð, ii. febr. 1938.
Elín Sigurðardótfir.
manna er ekki jafnkunnugt og hin
afburðamikla söguþekking bisk-
upsins, þótt það væri fyrir löngu
á vitorði margra presta og kunn-
ingja hans, en það er listfengi
hans og leikni í því að fara með
teikniblý og liti. Á sinni starfsríku
æfi hefir biskupinn gert fjölda
margar myndir, flestar þó af hin-
um sömu hvötum sagnvísinnar,
því að myndir hans munu flestar
koma til að hafa mikið menningar-
sögulegt gildi, og það því meir,
sem tímar líða.
Hin merkustu myndasöfn bisk-
upsins eru teikningar hans af
kirkjum landsins og teikningasafn
hans úr sögu Reykjavíkur, en það
er þetta seinna safn hans, sem hér
er gefið út í tilefni af 150 ára af-
mæli Reykjavíkur ásamt allmörg-
um ágætum ljósmyndum með ít-
arlegum inngangi um þróunar-
eða byggingarsögu bæjarins á
þessu tímabili og stuttum en
glöggum annál yfir helztu atburði
sem varða sögu höfuðborgarinnar.
Rit þetta er hið glæsilegasta að
öllum frágangi og einstakt í sinni
röð á voru landi og þótt víðar sé
leitað. Mundi það sannast að segja
vera fárra manna færi, hvar í
heimi sem leitað væri, að hrista
út af erminni hliðstæða bók um
sögu sinnar borgar, þótt hvorki
væri eldri né stærri en Reykjavík,
þótt skýrslugerð væri þar öll full-
komnari. Áreiðanlega hefði eng-
inn íslendingur getað skrifað
þessa bók betri, svo sem gögnin
eru lögð á borðið, því að þar er
ausið af meiri persónulegri þekk-
ingu um þessi efni, en nokkur
Reykvíkingur annar hefir til
brunns að bera.
Höfuðkostur bókarinnar eru hin-
ar mörgu og fögru myndir, sem
skýrar en nokkur orð segja þró-
unarsögu bæjarins. Kann ég að
vísu ekki glöggt að dæma um
listagildi myndanna, en svo fagur
blær hvílir þó yfir málverkum
biskups og svo glöggt segja þau
myndunarsögu bæjarins, að eigi
virðast mér þurfa að takast í
neinni alvöru afsakanir hans á
þeim, né hin hógværu orð hans
um viðvaningsbrag á þessum
myndum. Þvert á móti mun höf-
uðborg lands vors standa um
margar ókomnar aldir í ómetan-
legri þakkarskuld við dr. Jón
Helgason biskup, fyrir hið merki-
lega yerk, sem hann hefir unnið á
þessu sviði og ætti hún fyrir þessa
fögru og merkilegu bók, að gera
hann að heiðursborgara sínum.
Ekkert hefir verið sparað frá
útgefandans hálfu hvað pappír
eða prentun snertir, að gera ritið
sem glæsilegast úr garði. Hygg