Dagur - 07.04.1938, Side 1

Dagur - 07.04.1938, Side 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÚNl Þ. ÞÚB, Norö- urgötu 3. Talsimi 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 7. apríl Forsætisráðherra þjóðinnl úr voða bjargar Deila sjómanna og útgerðar- manna um kaup og kjör á togur- unum stóð yfir hátt á þriðja mánuð. Allan þann tíma lágu tog- ararnir í höfn og höfðust ekki að. Allar sáttatilraunir voru strand- aðar. Ástandið framimdan var ekki aðeins ískyggilegt, heldur blátt áfram hræðilegt. Verkamenn og vinnuveitendur notuðu misk- unarlaust þann rétt, er báðir þótt- ust eiga, til þess að svelta hvorn annan til hlýðni. En hér var meira en um sult þessara deiluað- ila að ræða. Áframhaldandi að- gerðaleysi togaranna hlaut að leiða af sér hið þyngsta böl fyrir alla þjóðina. Stóraukið atvinnu- leysi og eymd verkalýðsins í landi blasti við sjónum allra viti borinna manna. Gjaldeyrisskortur landsins hlaut að margfaldast frá því sem áður var. Líf allrar þjóð- arinnar var í voða. Þegar svona var komið, var það sjálfsögð skyldi ríkisstjórnarinnar og Alþingis að skerast í leikinn og afstýra þeim hörmungum, er fram undan voru, einkum var þetta skylda stjórnarflokkanna, enda var þeim það báðum ljóst. En ágreiningur varð um leiðir að lausn þessa máls. Alþýðuflokkur- inn vildi aðeins leysa nokkurn hluta deilunnar með því að lög- festa kaup sjómanna á togurun- um. Er þessi aðferð þó bersýni- lega hættulegt fordæmi fyrir verkalýðinn í framtíðinni, ef óbil- gjarn meiri hluti þingsins vildi á þenna hátt þröngva kosti sjó- manna með hlutdrægni. Forsætis- ráðherra og Framsóknarflokkur- inn allur tók það ráð, að leysa deiluna alla með lögum um gerð- ardóm, þar sem deilumálinu væri stefnt til fullrar úrlausnar fyrir óhlutdrægan dómstól, skipuðum af hæstarétti og deiluaðilum sjálfum. Var þar farið að fordæmi annara lýðræðisþjóða. Sjálfstæðisflokkurinn á þingi féllst á þessa úrlausn Framsókn- arflokksins með forsætisráðherra í broddi fylkingar, en vegna þessa ágreinings um leiðir út úr voðan- um, baðst Haraldur Guðmundsson lausnar úr ríkisstjórninni og var honum veitt hún. Með lögunum um gerðardóm • hefir forsætisráðherra og Fram- sóknarflokkurinn bjargað þjóðinni úr hinum mesta voða, er yfir hana hefir komið á síðari árum. Togararnir eru teknir til starfa. Gerðardómslögin eru að vísu ill Skúli Guðmundsson ráðheica í stað Har- alds Guðmundssonar Þegar Haraldur Guðmundsson baðst lausnar úr stjórninni laust eftir miðjan síðastl. mánuð, tók forsætisráðherra, Hermann Jónas- son, við störfum hans um stund- arsakir, og voru því aðeins tveir ráðherrar í stjórninni í bili. Eitthvað bryddi á röddum um það, að vísu utan þingsins, að það væri ekki allskostar rétt, að stjórnin sæti, eftir að slitnað hefði stjórnarsamvinna milli fyrv. stjórnarflokka. Út af þessu gaf forsætisráðherra þá yfirlýsingu í neðri deild Al- þingis 22. f. m., að þau rök lægju til þess, að stjórnin hefði ekki sagt af sér, að af sumum væri tal- ið líklegt að gerðardómslögin myndu reynast erfið í fram- kvæmd. Þess vegna teldi hann eðlilegt, að hann segði ekki af sér, né grennslaðist eftir mögu- leikum til stjórnarmyndunar áður en endi yrði bundinn á það mál. En þar sem lausn vinnudeilunnar væri fyrir dyrum, þá myndi haxm' byrja eftirgrennslanir sínar á hinu pólitíska ástandi á Alþingi og síð- an eins fljótt og unnt væri til- kynna þinginu þær niðurstöður, er hann kæmist að. Þessum eftirgrennslunum for- sætisráðherra var lokið í síðustu viku. Tilkynnti hann þá Alþingi, að Skúli Guðmundsson þingmað- ur Vestur-Húnvetninga tæki við ráðherradómi í stað Haralds Guð- mundssonar, og veitti Alþýðu- flokkurinn stjórninni þannig skip- aðri hlutleysi fyrst um sinn. Stað- nauðsyn en þó réttlát. Löggjöfin ei reist á þeim trausta grunni, að réttur þjóðarinnar til að lifa sé hinn æðsti og helgasti réttur, sem allt annað verði að víkja fyrir. festi Alþýðuflokkurinn þessa skýrslu forsætisráðherra. Eftir slit stjómarsamvinnunnar töldu ýmsir, að þingrof og nýjar kosningar myndu eina leiðin í því stjórnmálaástandi, er þá hefði skapazt. En eins og hér er sagt, hefir það snúizt á annan veg. Er það vel farið að því leyti, að þjóð- in myndi ekki fagna árlegum kosningum. Þessi niðurstaða er í samræmi við þann vilja kjósenda, er fram kom í kosningunum síðastl. sum- ar. Sá vilji var ótvíræður um það, að þjóðin vildi ekki hægri manna stj órn. Foringjar Sjálfstæðisflokksins eru úfnir í skapi. Koimiúnistar iefa fyrv. tiús- bændum sínum éísIikí. .Hinar hræðilegu aftökur helztu foringja kommúnista í Rússlandi, sem Stalin lætur framkvæma austur þar, vekja hrylling í öllum þeim löndum, þar sem nokkur siðmenning er. Fjölda margir eru þeirrar skoð- unar, að flest eða öll þessi fórnar- lömb Stalins séu drepin saklaus, aðeins til að svala blóðþorsta harðstjórans. En kommúnistunum íslenzku segist öðruvísi frá. Þeir staðhæfa með miklum krafti, að hinir dæmdu foringjar og trúnaðar- menn hafi átt það margsinnis skilið að vera drepnir, því þeir hafi verið erkisvikarar, verstu Breyting á landssf jórninni. Hrein Framsóknarstfórn sezt að völdum með hlutleysi Alþýðuflokksins. landráðamenn og leigutól nazista I öðrum löndum; í einu orði sagt: hið argasta illþýði, sem nauðsyn- legt hafi verið að afmá af jörðinni. Nú er það öllum vitanlegt, að kommúnistar hér hlýða fyrirskip- unum frá Rússlandi, líkt og auð- sveipir rakkar hlýða boði og banni húsbænda sinna. Þessir sömu menn, sem kommamir stimpla nú sem ærulausa svikara og landráðamenn, eru einmitt fyrverandi húsbændur og leiðar- ljós þeirra sjálfra. Þess vegna spyr margur: Hvernig geta komm- únistar hér á íslandi litið kinn- roðalaust framan í nokkurn mann, eitir að þeir hafa að eigin sögu- sögn verið blind verkfæri í hönd- um útlendra föðurlandssvikara og fúlustu fanta? Snjóflóö fellur á Varmavalnshóla. 90 fjár farast, en manntfón varð ekki. Síðastliðna þriðjudagsnótt féll snjóflóð á þrjú samföst fjárhús, rétt utan við bæinn á Varma- vatnshólum í Öxnadal. í húsimum voru 90 fjár. Af því náðust 20 kindur lifandi, en mikið meiddar, svo búizt er við að slátra verði sumum. Stórt, nærri ósnert, hey stóð að húsabaki, og sópaði flóðið því ger- samlega á burtu. Þegar grafið var til húsanna, reyndist flóðskaflinn um 10 metra djúpur. Mikið af grjóti og aur barst yfir túnið og er búizt við að það sé eyðilagt fyrst um sinn. í húsunum, sem flóðið féll á, var um helmingur af sauðfé bónd- ans. Forseti sameinaQs piogs, í stað hins látna forseta Jóns Baldvinssonar, hefir verið kosinn Haraldur Guðmundsson, fyrv, ráðherra, með 26 atkvæðum, þ. e. öllum atkvæðum Framsóknar- og Alþýðuflokksþingmanna. Aðrir skilijðu auðum seðlum,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.