Dagur - 28.04.1938, Blaðsíða 3

Dagur - 28.04.1938, Blaðsíða 3
20. tbl. DAGUR 81 Krisljáfl liuliran frá Grænavatni. Valdimar Guðmundsson frá Hrísey sem andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar 22. þ. m., verður flutt- ur til Hríseyjar með póstbátnum, föstudagsmorgun 29. þ. m. kl. 8, og verður jarðsunginn þar kl. 3 e. h. sama dag. Pórdís Hallgrímsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Pað tilkynnist hér með, að móðir og tengdamóður okkar, Kristín Rannveig Magnúsdóttir, andaðist þann 25. þ. m. Jarðförin er ákveðin miðvikudaginn þann 4. maí og hefst frá heimili okkar Brekkugötu 15., kl. 1 e. h. Kristinn M. Jónsson. Guðrún Jakobsdóttir. Minningarræða flutt í heimili hans að Húsavík, er kista hans var flutt að Skútustöðum 20. mars 1938. (Niðurlag) Mér kemur í hug frásögn, sem sögð er að vera í Péturs guðsspjalli. En það hefir eigi komist inn í Nýja testa-þU mentið. Sú saga er í gömlum Dýra-^j vin: Lausnarinn var eitt sinn á gangi, þar sem ójafnt var undir fæti og mætti manngarmi, sem lét asna eða múldýr draga þungt hlass. Skepnan var örmagna. Og eigandinn barði hana, þegar hún féll lyiir ækinu, barói hana miskunnarlaust með keyri. Þá mælti Lausnarinn. Hví ferð þú svo illúðiega með málleysingjann ? Hann stökk upp á net sér og mælti: Hvað varðar þig um þetta! Eg á dýrið og má fara með það eins og mér sýnist. Láttu mig um það. Þá viknaði sonur guós og leit á skepnu og mann og mælti innilega: Sýndu dýrinu miskunn, svo að þú megir síðar miskunn hljóta. Það er eigi gleðilegt, að þessi hlið Lausnar- ans skuli vera ótúlkuð i helgiritunum svo fögur sem hún er og svo brýn nauðsyn, sem á því er, að grimmir menn lái áminningu aö Ofan — fyrir harðúð við málleysinga. Sá fjármaður, sem man það enn í dag, og sýnir í umgengi við fénað, að Lausnarinn kailaði sig gúfian tliiðj — hann mundi vera ástfólgnari guði, en sá eða sú, sem fer í kirkju fyrir siðasakir og hefir á sér yfirskin guð- rækninnar. Hvað sem nú því líður, kom elska Kristjáns fram við fénaðinn. Hver maður verður að njóta elsku, eða sýna af sér ástúð, ef honum á að geta liðið þolanlega. Honum hlotnaðist eigi kona né eriingi. En hann elskaði það iíf, sem hann veitti umönnum og göfg- aði sig á þann hátit og með því móti. í tómstundum sínum las hann — helst söguleg efni. Hann var vandlátur að skáldskap; þótti ungir höfundar í Noregi og í voru landi minniháttar en »þeirgömlu«. Honum þótti tök þeirra eldri fastari og efnisvai höfðinglegra. Og á sama hátt leit hann niður á stjórnmálamenn vora — þótti þeir vera lítilmótlegir í bardagaaðferð og of tilhlutunargjarnir um menn og lifnað- arháttu. Annars var hann f jorður um annmarka náuuganna, og lofaði fáa og fátt. Svo fer mörgurn, sem reka skip sitt á sker, að þeir líta »veröldina« hornauga. Annars var viðlíka örðugt að kom- ast að innra manni Kristjáns, sem tor- velt er að ná niðrí þíða mold, þar sem þeli hefir sest í grasróúna. En þrátt fyrir fálæti sitt var hann til híbýla bótar, þar sem hann hafði samastað, enda var hann barngóður. Hann bjó hjá systrum sfnum og mági, og hafði þar það skjól, sem ekki gat fokið í. Þessi ræða mín mun þykja jarðnesk fremur en himnesk. Það er eigi sorgarefni, að maður er fallinn frá, sem hefir hreinan skjöld og er kominn á þann aldur, að lágt er orðið undir sól æfidagsins. Páll ulafsson segir í kvæði: »Þegar eg kem á Iífsins land, ljær mér einhvler sokka*. Þetta er bersýnilega runnið undan rifjum fjármanns. Þeir verða sífelt að vaða kröpin og vökna í fætur. Þurfa því að hafa sokkaskifti að kveldi. Menn leita ýmissa orða og útlist- ana um þessi mál, sem vér köllurn eilifðarmái. Grímur á Bessastöðum líkir æfinni við útivist í hafi og enda- lyktum við það að setja skip sitt í naust. Hann segir um þá útivistarmenn. »Þó að þeir séu þolnir menn, þeir koma bráðum að« — Skip þeirra er sett í naust. Hermann Vildenvei yrkir um sigling á llVÍtli skipi yfir að ströndum pálma- viðar o. s. frv. Kristján Guðnason átti ítök í bát eða nokkurskonar listisnekkju, þegar hann var drengur í Vogum við Mý- vatn — áóur en foreldrar hans og systkini fluttust að Grænavatni. Þar í Vogum er kaldavermsl vegna upp- sprettulinda, sem búa að jaiðyl. Kalda- vermsl! það er undailegt orð. Getur það átt sér stað, að kuldinn verrai? Þetta orð minnir annats á íslendings- eðliö. Eigendur þess hafa iöngum þótt kaldir á yhrborði, en þó hlýir innan- brjósts. Svo var Kristjáni farið, altént á efri árum æfinnar. Hvort sem þú heyrir til mín eða ekki, skólabróðir, ávarpa eg þig nú blátt áfram: Hafðu alúðar þökk fyrir viðkinning- una á Möðruvöllum. Halðu kæra þökk fyrir drengskap í verkum og framkomu við menn og dýr. Hafðu hjartans þökk fyrir híbýla prýði, þar sam þú bjóst aftans — og náttmálaeykt æfidagsins. Nú liggur leiðin >upp í sveitinac þína — inn í forsæluna undir Bláfjalli, þar sem foreldri þitt býður drenginn sinn velkominn, en »FjaIladrotning móðir mín« og Laxá lesa yfir þér blessunarorð — á sínu máli. St. G. St segir um fóstru vora Fjall- konuna. . . . því drotningarhjarta er viðkvæmt og varmt, þó varirnar fljóti ekki í gælum, Það er meira en gaman að hafa átt heima í Vogum, þar, sem aldrei festir ís á vatni, og á Grænavatni, þar sem álft og svanur búa alla vetur, þvr þar er einnig autt þó harðindi sé. Unglingur, sem þeirra stöðva hefir notið, þó að í harðviðrum lendi, á skilið það eftirmæli, sem Ibsen og Matthías breiða ofan á Þorgeir í Vík: »Bæði við sólskin og súg hann lá, það sýndu mér gisin kuldastrá, og líka liljugrös nóg«. Guðm. Friðjónss. Ferdafélag Akurcyrar efndi til skemti- ferðar upp á Vindheimajökul síðasta sunnudag. bátttakendur voru 23, þar af 5 konur. Veður og skyggni var sæmilegt og ferðalagið yfirleitt hið ánægjulegasta. Keyrt var vestur að Bægisá og. gengið þaðan á jökulinn, niður að Útgarði og siðan heim. Ferðalagið tók alls um 12 klukkustundir. Næsta ferð F. A. er 8 maí á Trölla- fjall. Ungmcnnafélag Skriðuhrcpps heldur skemmtisamkomu að Melum, laugard. 7. maí n. k. Smárakvarteítinn syngur. — Ouðm. Frímann les upp og að lokunr dans. Aðgangur aðeins 1 króna. Allur á- góðinn rennur í trjáræktarsjóð f'élagsins. Vorþing UMDÆMISSTÚKUNNAR NR. 5. Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 var háð á Akureyri dagana 23. og 24. apríl s. 1. Á þinginu mættu 38 fulltrúar frá 10 stúkum og auk þess margir fleii'i templarar. Hinn 1. febr. voru 712 templarar í um- dæminu, eða 50 fleiri en á sama tíma í fyrra. Ungtemplarar voru 898 og hefir fjölgað um 92 á ár- inu. Er starfið í flestum barna- stúkunum með miklum blóma. U. T. Snorri Sigfússon gaf skýrslu um störf framkvæmda- nefndar á árinu. Hafði þetta síð- astliðið ár víða verið sæmilega gott starf í Reglunni í umdæminu og sumstaðar ágætt. Gefið hafði verið út á árinu eitt tölublað af blaðinu „Baldur“, sem var dreiít ókeypis út um umdæmið. Á sunnudaginn var gengið í skrúðgöngu um bæinn og til kirkju og hlýtt þar á messu. í skrúðgöngunni tóku þátt um 400 manns. Eftirtaldir menn voru kosnir í framkvæmdanefnd fyrir næsta ár: U. T. Snorri Sigfússon. U. Kansl. Stefán Ág. Kristjánsson. U. V. T. Þórhildur Hjaltalín. U. R. Eiríkur Sigurðsson. U. G. Hallgrímur Jónsson. F. U. T. Brynleifur Tobiasson. y. Kap. Lárus Thorarensen. U. G. U. Hannes J. Magnússon. U. G. L. Pétur Bjömsson. U. G. F. Marinó L. Stefánsson. * U. Skr. Njáll Jóhannesson. Að þinginu loknu var haldinn almennur templarafundur á sunnudagskvöld, að tilhlutun Um- dæmisstúkunnar. U. T. stjórnaði fundinum. Húsið var þéttskipað af fólki. Ræður fluttu: Pétur Á. Brekkan, Magnús Jónsson og Hannes J. Magnússon. Sungið var á milli. Á eftir var stiginn dans. Yfirleitt bar þing þetta vott um aukið líf og áhuga meðal templ- ara, og var í alla staði hið ánægju- legasta. Á þinginu voru samþykktar ýmsar tillögur um bindindismál. Þar á meðal þessar: 1. Þingið telur það mjög at- hugavert, og stórum hættulegt fordæprri fyrir æskulýð landsins, U P P B O Ð verður haldið að Borgum við Akureyri þriðjud. 10. maí n. k. og þar selt ef viðunandi boð fást 1 kýr vorbær, 20-30 ungar hæn- ur, nokkrir bestar af töðu, e. t.v. nokkrar kindur, nýlegur grammo- fónn og ofurlítið af búsblutum. Uppboðið hefst kl. 1.30 e. m. Steingr. Sigvaldason, Borgum. að viðhalda drykkjusiðum og örfa þá, með því að útvarpa glasa- glaumi og drykkjuvísum. 2. Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 á Akureyri skorar á bæjar- stjórnir og hreppsnefndir í um- dæminu að auka eftirlit með vín- bruggun og óleyfilegri vínsölu, og ennfremur að auka mjög lög- gæzlu vegna áfengismálanna yfir- leitt og velja aðeins til þeirra starfa röggsama og örugga bind- indismenn. Framkvæmdanefndin beiti sér fyrir nánara eftirliti og samstarfi um þessi mál. 3. Vorþing umdæmisstúkunnar nr. 5, haldið á Akureyri dagana 23. og 24. apríl 1938, harmar þá staðreynd, að áfengisneyzla þjóð- arinnar hefir stórum aukist á síð- astliðnu ári, og virðist stefna til hins mesta ófarnaðar í þeim efn- um. Jafnframt lýsir það undrun sinni og vanþóknun á því tómlæti, er ríkja virðist hjá Alþingi og rík- isstjórn, að því er snertir sjálf- sagðar umbætur á verstu ágöllum áfengislaganna og framkvæmd þeirra, og þeirri skammsýni, að virða að vettugi allar tillögur og bendingar bindindissamtakanna i landinu. Sjónlcikina »Qráa frakkann* og »Apa- köttinn« er nú verið að æfa hér í bæ undir leikstjórn Jóns Norðfjörðs. Leik- irnir munu verða sýndir í næstu viku, og koma þar ýmsir nýir leikendur fram á sjónarsviðið. Ágóðanum af leiksýning- unum verður varið til Þingvallafarar skáta í sumar. Aðalfundur Ræklunarfétags Norður- lands verður haldinn í Gróðrarstöðinni á Akureyri laugardaginn 28. niaí næstk. Hefst kl. 10 f. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.