Dagur - 05.05.1938, Blaðsíða 1

Dagur - 05.05.1938, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 érg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XXI • árg. ! Afgreiðslan er hjá JÓNl Þ. ÞÓR, Nor6- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 5. maí 1938. Tvær pjóðaratkvæðagreiðslur. Austurríkismaður, sem dvalið heí'ir erlendis um hríð, skrifar þannig í heimsblaðið „Manchester Guardian“ 8. f. m. um ástandið i Austurríki, síðan nazistar hrifsuðu völdin þar í sínar hendur: „Eins og svo margir aðrir land- ar mínir, lagði eg af stað H. f- m., áleiðis heim, til þess að stuðla að frelsi og sjálfstæði míns fagra lands með atkvæði mínu. Við vor- um öll bjartsýn á framtíðarmögu- leika lands okkar.... Við vorum ekki komin nema til Þýzkalands, þegar við heyrðum þau tíðindi, að þýzkar hersveitir hefðu ráðist inn fyrir landamæri Austurríkis. Og þegar eg loksins komst heim, þá var það ekki mitt gamla föður- land, sem eg sá. Það er nú aðeins minning. .... Þjóðverjar eru hreyknir af „sigri“ sínum. En fáa grunar, hverja þýðingu hann hefir haft fyrir okkur. Hvers vegna hindraði Hitler þjóðaratkvæðagreiðsluna? Vegna þess að hann þorði ekki að horfast í augú við réttláta og raunveru- lega þjóðaratkvæðagreiðslu, því þá var ósigur hans viss. En nú aft- ur á móti reikna nazistar með 98% meirihluta, og er áreiðanlega mjög nærri lagi. Því undir þeirri svipu, sem nú er reidd að höfði þjóðar minnar, þá er naumast að það borgi sig fyrir þá að telja at- kvæðin. Svo mikil er kúgunin, og „sigurinn“ því viss- Það var skelfileg sýn, sem blasti við 'augum mínum, þegar eg kom til Austurríkis. Sextán og sautján ára gamlir unglingar voru að flytja marga af eldri kynslóðinni í fangabúðir. Á hinn ruddalegasta hátt fóru nazistarnir ránshendi um einkaíbúðir manna, rífandi niður og traðkandi á myndum af Dr. Schussnigg og hinum gamla keis- ara. Fangelsin eru yfirfull. Tveim- ur dögum eftir að innrásin var gerð, sá eg í Innsbruck póstkort, þar sem hakakrossinn var látinn ljóma yfir bænum, eins og upp- rennandi sól, s'vo að ekki virðist undirbúninginn hafa vantað. í Innsbruck sá eg aðeins fátt manna á götum úti. Aðeins á aðalgötunni sá eg dálítinn hóp unglinga, sem hyllti þýzka hersveit sem fór um borgina. Þessi hópur var aðeins örlítið brot af 64000 íbúum borg- arinnar. En eg sá margt fólk heima og margt grátbólgið......... Eftir 48 kl-stunda dvöl sneri eg burt aftur. í þetta sinn GAT eg ekki sagt „Auf wiedersehen". En Guði sé lof, — eg er einn þeirra fáu, sem á þess kost að vinna mér brauð utan míns forna föður- lands“. Þannig skrifar þessi Austurrík- ismaður. Og þannig hafa fleiri skrifað. Erlend blöð eru full af frásögnum um grimmdaræðið og kúgunina í Austurríki. Sjálfs- morðafjöldinn er bezta vitnið um sannleiksgildi þessara fregna. Við Islendingar erum varnarlaus þjóð. Sjálfstæði okkar helzt því aðeins, að réttur smáþjóða, til að lifa menningarlífi sem sjálfstæð heild, verði ekki að engu hafður af þeim sem sterkari eru. Þess vegna er það raunaleg staðreynd, að til skuli vera menn á þessu landi, sem hælast um, þegar réttur 21. tbl, smælingjans er fyrir borð borinn, með valdi. íslendingar, sem hafa samúð með kúguninni í Austur- ríki, greiða með því hnefahögg í andlit frelsis og sjálfstæðis- kennda þjóðar sinnar- Þeim mun raunalegra og alvarlegra er þetta, þegar menn í þjónustu ríkisins láta á sér skilja, að þeir séu unn- endur lögleysis og ofbeldis. Sem betur fer eru fylgjendur nazism- ans fáir hér. En þeir eru því mið- ur til. Það er nauðsynlegt að vera á verði gegn starfsemi slíkra manna, einkum ef ætla má að þeir hafi aðstöðu til þess að hafa áhrif á æskulýð landsins. Verði þess vart að slíks gæti, þarf að taka al- varlega í taumana. Fliigvéliii er koiviin. Hin nýja flugvél Flugfélags Ak- ureyrar, TF „Örn“, kom hingað til bæjarins s. 1. mánudag, eftir rúm- lega tveggja stunda flug frá Reykjavík. Vélinni stýrði Agnar Kofoed-Hansen flugmaður. Eins og vænta mátti var komu vélar- innar fagnað mjög af bæjarbúum og var mikill mannfjöldi saman- kominn við lendingarstaðinn, er flugvélin lenti laust eftir hádegi. Forseti bæjarstjórnar bauð flug- mennina velkomna norður hingað og órnaði félaginu heilla, en rnannfjöldinn hyllti flugrnennina og Flugfélagið með húrrrahrópi. Flugvélin er af amerískri gerð, smíðuð af Waco flugvélaverk- smiðjunum í Troy í Ohio. Vélin getur flutt fimm menn, fjóra far- þega og flugmann. Hún er búin öllum nýjustu tækjum til öryggis farþegaflugi nú á tímum. Vélinni má breyta í landflugvél hvenær sem henta þykir, en meðan flug- vellir eru engir til hér, er vélin búin sjóskíðum. Waco-flugvélar hafa reynzt prýðilega, t. d. á Norðurlöndum til farþegaflugs og þykia meðal beztu véla til þeirra hluta. Undanfarna daga hefir vélin farið ýmsar smærri flugferðir, er allar hafa gefið beztu raun. Mun hún jafnan verða til taks til hvers- kyns farþegaflutninga, en mun ekki fljúga eftir fastri áætlun. Það er gleðieíni öllum þeim, er unna framförum í landi voru, að nú skuli hafa ræzt draumur þeirra, er þráð hafa örari sam- göngur og styttingu vegalengd- anna með því að brúa hina „háu skuli nú gerð út fyrsta alíslenzka vegaleysu11. Það er sérstakt gleði- flugvélin. efni að það skuli einmitt hafa orð- „Dagur“ óskar Flugfélagi Akur- ið hlutskipti Akureyrarbæjar að eyrar gæfu og gengis í þessu hefja þetta starf með því að héðan merkilega brautryðjendastarfi. Nýjar aftökur í Rússlandi. I Rússlandi hafa verið hand- teknir og sakaðir um landráð nokkrir af æðstu mönnum kirkj- unnar þar í landi, t. d. erkibiskup- inn og biskupinn af Moskva, á- samt 25 prestum- Ekki er efazt um að dauðadómur muni bíða þeirra allra í sambandi við hátíðahöldin 1. maí fór fram víðtæk „hreingern- ing“ til þess að hinir elskuðu for- ingjar verkalýðsins gætu sýnt sig óhultir á almannafæri. Fjölda manns var varpað í fangelsi og bíður þar dóms síns. Svona er kærleikurinn mikill í þessari paradís kommúnismans og svona rík ást fólksins á einræðisherran- um Stalin! 1. m a i héldu kommúnistar „hátíðlegan" hér í bænum, eins og þeirra er vandi, með kröfugöngu og sam- komum. Heldur þótti gangan með aumara móti, enda fer nú fylgi kommúnista hér í bænum óðum þverrandi. Um 60 unglingar og fullorðnir voru taldir í göngunni þegar flest var, og þar að auki einhver slæðingur af börnum. Er þetta mun færra en s. 1. ár. Ýms skilti voru borin fyrir hópnum og mátti á þeim lesa t. d. „Verndum lýðræðið“. Þótti mörg- um næsta spaugilegt að þessir boðberar einræðisins og dýrkend- ur harðstjórnarinnar og blóðveld- isins í Rússlandi skyldu viðhafa orð eins 'og þetta. KIRKJAN: Atessaö á Akureyri n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Zion. Næstkomandi sunnudag kl. 10% f. h. sunnudagaskóli. Kl. 8% e. h. al- menn samkoma. Allir velkomnir Farþegar mcð flugvélinni til Reykja- víkur í dag eru frú Sigríður Kristjáns- dóttir og þrir farþegar frá Siglufirði. I. O. O. F. = 120050 = III Blandaði kórinn, sem hr. Róbert Abraham stjórnar; ætlar að halda siun siðasta samsöng að þessu sinni sunnu- daginn 8. þ. m. í Nýja Bíó og hefst iiann kl. 3 e. h. stundvíslega. Aðgöngumiðar verða seldir d aðeins eina krónu, til þes-r að sem flestir fái notið söngsins. Eins og kunnugt er, eru viðfangsefni kórsms eingöngu úrvalstónsmíðar. Þarf ekki að efa, að höluvMint verður á samsöngnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.