Dagur - 05.05.1938, Síða 2

Dagur - 05.05.1938, Síða 2
84 D A G U R 21. tbl. Fimmtudagskvöld kl. 9* Rússneski kvetið. (Ryska Snuvan) Sænsk háðmyinl frá Svensks Filmin- dusfri. Aðalhlutverkin leika: EDWIN ADOLPHSON, KARIN SWANSTRÖM og f. I. Opið bréf. Herra ritstjóri Jakob Árnason. Eg hefi verið ávarpaður í blaði yðar Verkamanninum 4. jan. þetta ár, og aftur 23. f. m. Par sem höfundur hefir ekki skrifað nafn sitt undir grein* arnar, hljótið þér, sem ritstjóri, að bera alla ábyrgð á þeim. Eg hafði ekki ætlað mér að svara neinu þeim ásökunum, sem þar eru færðar á hendur mér, en síðari greinin er þannig, að mér virðist að athug- uðu máli, réttara að láta hana ekki afskiftalausa með öllu, og líta þá um leið yfir meginatriði þessarar herferð- ar, og hefi þá einnig hliðsjón af grein Porsteins Símonarsonar símstjóra í Orímsey, sem út kom í 18. töluhl. Dags þ. á., og ber fyrirsögnina: »Peir gutla mest, sem grynnst vaða«. Biað yðar segir söguna svo, að ekkja Sig. heitins hafi, fáum dögum eftir andlát hans, sent skeyti »hingað inneftir* og beðið þess að iíkið yrði flutt út til Grímseyjar. Hins er ekki getið, hver hali verið móttakandi þess, en engum getur blandast hugur um að blaðið telur, að eg hafi tekið á móti þvf, en hrosið hugur við kostn- aðinum, sem af því mundi leiða að ílytja líkið til Orfmseyjar og þá fengið tengda öður hins látna í lið með mér um að komast með brögðum undan þessu kvabbi. Við vorum upp úr því vaxnir að gefa gaum vonbrigðum, sorg og tárum, fyrst spara mátti »nokkrar krónurc. Þorsteinn símstjóri upplýsir, að þetta hafi verið talsvert öðruvísi. Mér hafi verið sent skeyti um það, að láta ekki flytja líkið út, og að ekkert annað skeyli hafi verið sent frá Orímsey um þetta efni, né heldur ráðstafanir gerðar til að fá prest út, — eins og lýst hafði verið í blaði yðar, - nema í samtáli til Húsavíkur — áieiðis til mín að morgni þess dags, sem jarðarförin fór fram Blaði yðar 23. f. ra. finnst ekki bera sérlega mikið á milli. Að fengn- um upplýsingum Porsteins sé það ekkerl annað en þetta, að varahreppstjóri framkvæmdi ráðstafan irnar en ekki konan sjálf, Eftir því er það alveg sama hvort skeytið til mín mæli svo fyrir að flytja skyldi líkið út, eða flytja það ekki út. Alveg sama, hvort ráð- slafanir voru gerðar til þess að fáprestút, eðaengarráðstafanir hefðu um það verið. Alveg sama, hvortekkjan hafði viðbúnað að taka á móti líkinu, eða að hún vissi fyrir að það kæmi ekki. Alveg sama, hvort við Þorkell Árnason höfðum nokkur skilyrði til að vita um það, daginn sem jarðarförin var ákveð- in og undirbúin, að hugum væri breytt, og þess óskað að líkið flyttist út, eða að við höfðum engin skilyrði til að vita það fyr en morguninn eftir. Alveg sama, þótt ekkjan vitni gegn blaði yð- ar. Pað ber ekkert á milli samt, af því, að skipverjar á »Ernu« heyrðu »í móttökutæki sínu« — samtal milli Grímseyjar og Húsavíkur. þess efnis, að nú væri óskað eftir því að líkkistan flyttist út og þá auðvitað að prestur kærni einnig. Fyrst skipverjar á »Ernu heyrðu þetta, og geta vitnað um að það er satt, þá er með öllu ómöglegt annað en að skiiaboð um þetta hafi komist til mín nógu snemma, hvort sem eg hafði móttökutæki — eins og þeir á »Ernu« — eða ekki, hvort sem eg var við síma eða ekki, og hvort sem f mig náðist eða ekki. Blað yðar staðhæfir aðeins, að eg hafi hlotið að vita um skilaboðin, en rekur það ekki, með hvaða hætti það mátti verða. Pá á það að vera sterk sönnun fyr- ir sekt minni, að einhver hafi minnst á þetta við mig einslega, og eg hafi ekki gefið honum neitt upp um það. Eg ætla ekki að fara fram á mikið, og það ætti ekki að verða yður erfitt að leysa úr því ef að dæmt er eftir ummælum blaðs yðar. Eg ætla að fara fram á það, að þér, við allra fyrsta tækifæri, gefið af því lýsingu í blaði yðar, hversu mikill raunaléttir ekkjunni hafi orðið að samúð blaðsins, sem grundvallaðist á því, að svívirða föður hennar saklausan. Pá vona eg einnig að það verði nánar rakið, hvað eg hafi sparað margar krónur með því að seija tár hennar. . — Og ennfremur, að þér birtið skeytið, sem sent var »hingað inneftir«, þar sem um það er beðið að líkið verði flutt út til Grímseyjar. Og í því sambandi mætti ekki vanta, að rekja sig eftir þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru til þess, að prestur fylgdi með. Pá er vonandi að þér látið fólk ekki lengur í óvissu um það, hvað klukk- an var þegar eg fékk skilaboðin góðu daginn sem jarðarförin fór fram. Blað ýðar hefir sýnt svo mikla yfirburði fram yfir alla aðra í vitneskju um þessa hluti, að yður ætti að vera það bæði létt og Ijútt að sanna nú eitthvað af stóru orðunum. Og eg skal reyna að létta undir með yður. Eg vil hérmeð mælast til þess við símstjórann á Húsavík, símstjórann á Akureyri og þann, sem fengið heíir skeytið, sem sent var »hingað inn- eftirc um að flytja líkið út, að þeir gefi yður, ef þér farið fram á það, allar þær upplýsingar þessu viðkom- andi, sem þeir geta gefið. Vonandi dragið þér lesendur yðar ekki lengi á því, að flylja þeim sann- anirnar, og haia þær þá staðfestar. Verið þér sælir. Kristján Eggertsson. Nýlátinn er síra Arnór Árnason, síð- ast prestur að Hvammi í Laxárdal um langt skeið, kominn hátt á áttræðisaldur. Ungfrú Kristín Sæmunds frá Reykja- vík hefir kristilega samkomu í Verzlun- armannafélagshúsinu í kvöld kl. 8%. AUir ve|komnir. Niðurlaosorð. Hinn 17. þ. m. er Áskell Sigur- jónsson á ferðinni í Degi með greinar- stúf, er hann beinir tii mín. Ekki tekst þar frekar en áður, að nálgast aðal- deiluatriði okkar, heldur gutlar hann sitt á hvað, hleypur úr einu í annað og tekur hvarvetna á með lausatökum. — Ef til vill notar hann slíka aðferð, af því að hann skilur það nú orðið, að hann hefir hlaupið á sig: tekið að sér vörn í máli, sem honum er SVO IDÍkíð Qlureili, þegar á reynir, að hann telur sér skárstu leiðina að dreifa hugsun Ies- andans sem |engst frá aðalefni málsins með þrálátu tafsi um aukaatriði. — Slík frammistaða er ekki dæmalaus, þar sem kapp er meira en forsjá, getan tak- mörkuð og málstaðurinn miður góður. — En aliir aðrir en Á. S. sjá það og skilja, að úr því hann þvældi sér út á þá braut, sem hann nú er kom- inn á, þ. e. verja hin ósæmilegu skrif Arnórs bróður síns um þingmann Suð- ur þingeyinga og skólaráðsmenn Lauga- skóla, þá var honum ekki annað stætt, en að ganga inn á aðalelniö í bréfum Arnórs. Og frá sjónarmiöi Áskels sjHfs átti honum að vera það Ijú't að sýna fram á það með lÖKum, að Arnór færi með rétt mál í bréfum sínum til áðurnefndra manna og að yfirlýsing okkar Ljósvetninga frá 17. júní f. á. væri ekki á rökum byggð Vegna ann- ara út í frá var honum skylt að færa slík rök fram, ef þau hefðu verið fyr- ir hendi. Og því frekar bar A. S. að gera þetta, og því iéttara og auðveld- ara var honum slíkt að gera, þar sem eg hefi í grein, er birtist í Degi 19. ág. f. á. og var undirrituð Ljósvetn- ingur, gefið honum beioa áslæðu til að gefa svör við nokkrum spurningum, sem stóðu í beinu sambandi við bréf Arnórs, og voru þess eðils og þannig framsettar að jafnvel Á. S. hefði ekki átt að vera ofraun að svara þeim, el aðrar ástæður hefðu verið til staðar, eins og t. d. ofurlítili vilji og dálítið þrek til að horfast í augu við sann- leikann m. m. En ekkert af slíku hefir verið hægt að knýja fram af munni Á. S. Og þar sem nú Áskell hefir valið sér þann kost að sneiða algerlega hjá aðalatriðunum í deilumáli okkar, þá mun eg hér eftir ekki hirða um að svara honum frekar en orðið er. Qeta Iesendur okkar giskað á, að eg muni ekki svo sérstaklega harma það, þó Á. S. hafi brostið viðeigandi hreinskilni og karlmannslund til að rökræða elnÍS- legu hlið áður nefndra bréfa Arnórs. Sú frammistaða gefur nægilega útsýn ylir það, hvers virði málaflutningur Arnórs er í bréfum hans til Þingey- inga og varnarmái hins ólánssama bróður, er hugðist af einfaldleik sálar sinnar geta hvolft grímu yfir sannlefk- ann. 30 mars 1938. Baldvin Baldvinsson. Deilugreinum um þetta mál er hér með lokið í þessu blaði. Ritstj. Eg sá fyrir nokkru síðan grein eftir þig í blaði Stalins og félaga hans, sem gefið er út á Akureyri. Virtist mér grein þín eiga að vera svar við greinum sem birtust í »Degi« og »Nýja Dagblaðinu* í vetur, þar sem minnst er á oddvitakjörið landskunna hér í Húsavík í jan. s. I. Eg ætla ekki að fara að svara fyrir þessa greinarhöfunda, því þess gerist ekki þörf. Grein þín er frá upphafi til enda samhljóða báðum hinum fyrri greinum. En það er annað, sem eg vil tala um við þig í sambandi við grein þína, og það er, hvað tíðrætt þér verður þar um Mörð Valgarðsson — Lyga-Mörð. Pú hefir sennilega ekki athugað það, þegar þú skrifaðir greinina, í hvað háskalegu glerhúsi þú varst þá stadd- ur. Og skulum við athuga það svo- lítið nánar. Pað er alkunna hér í Húsavík og víðar, að hér er maður, sem er mjög andlega skyldur Lyga-Merði. Hann virðist hafa ræktað hjá sér lundarfar og hugsunarhátt þessa óheillamanns. Það er alkunna hér í Húsavík, að þessi félagi þinn hikar eigi við að Ijúga upp sögum um menn og mál- Ljósmyndastofan í Uránuíéiagsgötu 21 er opin ,frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. taWMHHHfWIHlWMW Sumarkió í fjölbreyttu úrvali tekin upp í dag. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildin. HHHHIMMMlMmiHÍi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.