Dagur - 05.05.1938, Side 3
21. tbl.
DAGUR
85
íoen
F. B. E.
Aðalfundur F. B. E. var haldinn á
Akureyfi dagana 13. og 14. apríl 1938.
Á fundinum maettu 22 kennarar úr 8
héruðum. A dagskrá voru 10 mál. í
stjórn til næsta árs, voru kosnir: Snorri
Sigfússon, Hannes J. Magnússon og
Steinþór Jóiiannsson. Á fundinum voru
flutt 3 erindi: Samvinna heimila og
skóla, (H. J. M.) Þegnskapar uppeldi
(Sn. S.) Skriftarkennsla (Mar. Stef.)
Fundinum lauk með skemmtiiegu sam-
sæti.
Á fundinum voru þessar til. sam-
þykktar.
1. Fundur F. B- E. telur brýna nauð-
syn á, að heimili og skólar 1aki upp
meiri og virkari samvinnu um uppeldi
æskunnar en verið hefir, og vill m. a.
benda á foreldrafélög og foreldra-
fundi, sem spor í áttina til meira sam-
starfs.
2. Aðalfundur F. B. E. lítur svo á,
að í öllum skólum beri að leggja ríka
áherzlu á, að innræta æskulýð landsins
löghlýðni, stuudvísi og reglusemi, og
telur að hollu’r skólaagi (disiplin), þár
sem gilda fastar og frjálsmannlegar
reglur, sé rétt og nauðsynlegt spor í
þá ált.
3. Fundurinn samþykkir að kjósa
3ja manna millifundanefnd, til þess að
gera tillögur um og vinna að aukinni
samvinnu kennara á félagssvæöinu m.
a. með sameiginlegum úrlausnum barna
í ýmsum greinum móðurmálsins o. fl.
efni, ef hann bara getur haft það
sér til framdráttar, Það er alkunna, að
þessi félagi þinn hefir oít og mörgum
sinnum logið upp svivirðilegum sög-
um á okkur verkamenn.
Og síðast en ekki síst er það al-
kunna, að þú ert auðsveipur þjónn
þessa manns.
Pað virðist sem þér líki vel við hlið
ina á þessum manni, og virðist sem
þér líki vel að ganga í sömu átt og
hann, þó að til óheilla stetni.
Þér mun hafa líkað vel lygasaga
hans um Jón Gunnarsson í fyrra vor,
þér mun hafa líkað vel lygasagan hans
um Jóhann ^Björnsson í vetur. Þér
mun hafa líkað vel svívirðingar hans
á Hjálmar Theódórsson, á verkamanna-
félagsfundi. Og þér hefir sjálfsagt líkað
lygasaga hans um Egil Jóuasson fyrir
nokkrum árum. Svo nefnd séu nokk-
ur dæmi.
Þú hefir aldrei og hvergi viljað
koma svo fram, að þú vildir sýna
það í orði og verki, að þú afneit-
aðir þessum Húsavíkur-Merði.
En á meðan skal eg ráðleggja þér
að tala fátt um Mörð Valgarðsson,
eða setja hann í samband við menn
og málefni.
Þú hefir nú lagt út á þá braut að
fylgja að málum manni, sem vinnur
í anda Marðar Valgarðssonar, og sam-
anlagt eigið þið, því miður, eftir að
vinna mörg óbeillaverk í garð okkar
fátæku og sundruðu alþýðu.
Að lokum vil eg benda þér á það,
að ef þú gengur þessa braut áfram
uns að yfir lýkur, þá munu aldrei
neinir dýrðargeislar stafa frá nafni
þínu, né Ijómi um minningu þína.
Húsavík 16. apríl 1938.
Verkamaður.
námsgreina, heimsóknum milli skól-
anna, athuga möguleika fyrir stofnun
kennarabókasafns o. fl. er nefndinni
kann að sýnast heppilegt í þessu efni.
4. Aðalfundur F. B. E. telur mjög
æskilegt, að barnaskólarnir fái sem fyrst
aðstöðu til að geta notað kvikmyndir
við kennsluna. Skorar fundurinn því á
kennslumálastjórnina, að verja fé því
er hún hefir árlega yfir að ráða í þessu
skyni, til kaupa á nokkrum mjófilmu-
sýnivélum, svo að m. k. hver kaup-
staðarskóli hafi eina til eigin afnota og
til að lána skólum á tilteknum svæð-
um. Jafnframt sé unnið að því, ,að
koma upp mjófiimusafni af ísl. náttúru
og atvinnulíti, og kaupa eða leigja er-
lendar skólamjófilmur. Telur fundurinn
rélt, að ríkið eigi filmusalnið og sé
það til afnota fyrir alla skóla, er þess
geta notið.
5. Fundur F. B. E. telur mjög
nauðsynlegt, að ríkisútgáfan geti sem
allra fyrst látið skólabörnum í té
ókeypis ritföng, t. d. skrifbækur, vinnu
bókablöð o. fl. þ. h.
6. Fundurinn samþykkir að kjósa
þriggja manna nefnd, er vinni að því,
að skipuleggja sknitarkennsluna í skól-
um á félagssvæðinu, semja leióbein-
ingar um þá kennslu, er verði siðan
fjölritaðar og sendar öllum kennurum
á féiagssvæðinu.
7. Aðaltundur F. B. E ályktar að
lýsa yfir því, að jafnframt þvi sem
hann telur sjálfsagt, að uppeldismál
vor og skólar notfæri sér verulega þær
nýjungar i kennslutækni, sem nú eru
efst á baugi meðal gagnmenntaðra þjóða
og vel reynast, og þær bendingar til
bætts uppeldis, er barnasálarfræði nú-
tímans gefur, þá sé þess eigi að síður
gætt, að ísl. skólar og uppeldi vaxi
fyrst og fremst úr ísl. jarðvegi, og að
ekki glatist þau uppeldilegu verðmæti,
er þjóðinni hafa jafnan reynst dýr-
Búnaðarritið
Lítilli þjóð í lítt numdu landi er
mikilsvirði að skilja þýðingu sveitalifs-
ins. Þess fámennari og fatækari sem þjóð-
in er, því hættulegra er fyrir hana að
flýja saman í hópa við sjávarstrendur
og gefa sig öfgastraumum þjóðfélags-
mála á vald. Út frá þessu sjónarmiði
skoðað er búnaðarfélagslíf íslendinga
þeirra glæsilegasta og þýðingarmesta
menningaafl.
Búnaðarritið fyrir 1937 er nýlega
komið út. Það er gefið út af Bún-
aðarfélagi íslands, þeirri stofnun, sem
nú hefir aðalforustuna í búnaðarmálum
íslendinga, í samstarli við landbúnað-
arráðherrann Á vegum þessa félags
fara nú fram margsháttar tilraunir í
atvinnugreinum sem eru nýjar hér-
lendis, svo sem komrækt og loðdýra-
rækt, auk þess sem það eflir og
þroskar aðstöðu og kunnáttu lands-
manna viðvíkjandi þeim búnaðarhátt-
um sem fyrir eru. Frá allri þessari
starfsemi er sagt í tíðindum Búnaðar-
þinga, sem birtist í Búnaðarritinu
annað hvort ár. Það er því bók, sem
hvergi má vanta á íslenzkt búmanna-
heimili.
Búnaðarritið 1937 hefst á minn-
ingargrein um Halldór Vilhjálmsson
skólastjóra á Hvanneyri. Fylgir henni
prýðileg mynd af hinum látna bænda-
hölðingja og fá lesendur þarna góða
heimild um yfirbragð og æfistarf þessa
glæsilega manns.
mætust, og hafa gætt hana andlegri og
h'kamlegri orku til sóknar og varnar í
hverri raun. Telur hann að uppeldi
þjóðarinnar eigi nú á markvissan hátt
að stefna að heilbrigðu skapgerðar upp-
eldi, og að temjá henni hollar lífs-
venjur, sjálfsaga og fórnfýsi, og glæða
hjá henni virðingu fyrir þjóðlegum og
andlegum verðmætum.
8. Aðalfundur F. B. E. beinir þeirri
áskorun til stjórnar S. í. B. að hún
vinni að því, að fá einn héraðsskólann
með vægum kjörum 4 — 6 vikna
tíma til dvalar fyrir kennara, samfunda,
hvíldar og hressingar, og séu þá jafn-
framt hin árlegu kennaraþing haldin
þar, og í samb. við þau ýms smærri
námskeið.
9. Aðalfundur F. B. E. skorar á S.
í. B., að beita sér fyrir því, að jafn-
framt því sem krafizt sé, að Lífeyris-
sjóður barnakennara fái að vera sér-
stakur sjóður héreftir sem hingað til,
þá sé látin fara fram rannsókn á þvf,
hvort núverandi iðgjöld til hans séu
ekki of há, miðað við hinn iögboðna
lífeyri, er sjóðnum ber að greiða.
10. Aðalfundur F. B. E. telur rétt
að gefin sé út ný námsskrá f samræmi
við hin nýju fræðslulög. Merki hún
aðeins frumdrætti og gefi nægilegt
olnbogarúm til frjálslegra kennsluhátta
í skólum. Að öðru leyti sé með henni
stefnt að þjóðlegri skólastefnu, þar sem
höfuðáherzla er lögð á móðurmál,
reikning, handiðju og lfkamsrækt. Jafn-
framt séu gefnar út leiðbeiningar handa
kennurum um breinlæti og heilsuvernd
í skólum, hentug skólaborð, um áhöld,
stjórn og reglusemi, og annað það, er
miklu varðar fyrir góðan árangur af
starfi skólanna.
Snorri Sigfússon (form.).
Hannes J. Magnússon (ritari).
Meginhluti ritsins er svo starfs-
skýrslur búnaðarmálastjóra og ráðu-
nauta B. í. fyrir árið 1935 og 1936,
ásamt tíðindum frá Búnaðarþingi 1937.
í þessum skýrslum er geysimikinn fróð-
leik að finna, bæði um það sem þegar
hefir verið framkvæmt á vegum félags-
ins, og það sem ákveðið er að gera
á næstunni. Væri það misskilningur
mikill að álíta skýrslur þessar ólesandi
stagl, því að mála sannast er, að allir
þeir menn, sem þarna rita um störf
sín, eru prýðilegir rithöfundar og
nokkrir þeirra sérstaklega skemmtileg-
ir. Hin nýju lög B. í. fylgja þessum
skýrslum.
Þá er í ritinu skýrsla um fóðrunar-
tilraunir með íslenzkt karfamjöl og
sildarmjöl í Danmörku, og skýrsla um
jarðarbætur hér á landi árið 1935.
Að lokum er ágæt ritgerð um fóð-
urbirgðarféiög, eftir Theódór Arn-
björnsson frá Osi. Sýnir hann ineð
sterkum rökum fram á hversu nauð-
synlegt og sjálfsagt sé, að bændur
fóðurtryggi búfé sitt. Ættu sem flestir
að útvega sér þessa ritgerð til lesturs.
Þar stendur m. a:
>Bóndastaðan er svo dásamleg, að
þar getur göfgi mannsins og fegurðar-
þrá fengið fullt svigrúm til að þrosk-
ast og starfa. Hjálparmeðul eins og
vog, kvarða og mynt, notar bóndinn
aðeins til að ákveða það grófara. Feg-
urð iífsins er það sem leiðir hann,
og fyrir sífelda vitnisburði reynslunnar
v«?it hann, að því fegurra og þrosks-
»»« Ml • •••• «<«^-«
Nýja-Bíó ■
Sunnudas kt. 3 síðiíeois:
Alþýðn-
konsert.
Blandaðiar kór,
undir stjórn
Kúbcrts Abraham.
Verð 1 krúna.
Sunnan yíir ijðll.
Sje eg í anda sunnan yfir fjöll
svipmikla byggð á fögru haustsins
kveldi,
töfrandi fögur, tjölduð geislum öll,
titrandi bjarma af fölum sólar eldi
Litast eg um af hárri heiðarbrún,
horfinnar æsku minjar taka að risa,
Blasa við augum bæir, engi og tún,
blikar í fjarska á jökul spegil-ísa.
Heyri eg stynja hamragljúfur dökk,
hamförum byltist rammur jðkul mögur,
drifhvítur foss með dreifðan úða mökk,
drynjandi rómi þylur gamlar sögur.
Litverpum skógi ljettur vaggar blær,
lífvana blöðin, hníga senn til jarðar,
liðast um brekkur lækur silfurtær,
Iagðprúðir una hópar sauða-hjarðar.
Hallað er degi, húmar blítt og rótt,
hálfvakinn máni tekur senn að lýsa.
Heiðríkja og friður helga marga nótt
heimkynni allra landsins beztu dfsa.
H. E.
Iðnskóla Akureyrar
var slitið fyrra laugardag. Hafa 82
nemendur stundað þar nám í vetur, þar
af um helmingur iðnneraar. Burtfararpróf
stóðust 13 iðnnemar, allir úr 4. bekk
skólans. Fara einkunnir þeirra hér á
eftir:
Axel Jóhanness. húsgagnasm. l.ág. 9.06
Árdís Þálsdóttir hárgreiðslumær 1. 8.29
Ármann Tr. Magnúss. húsg.sm. II. 6.38
Borghildur Eggertsd. hárgr.mær II. 7.29
Böðvar Tómasson húsasmiður I. 8.31
Gunnlaugur Torfason málari . III. 5.50
Jakob Emilsson prentari ... II. 6.94
Jakob Snorrason múrari ... I. 8.00
-Jón Kristinsson rakari . . I. ág 9.19
Kristján Arnljótsson rafvirki . I. 8.31
Kristján Stefánsson húsg.sm. II. 7.06
Magnús Guðmundsson rafvirki II. 6.75
Magnús Magnússon trésmiður II. 6.75
Að skólaslitum loknum héldu kenn-
arar og nemendur skólans ásamt nokkr-
um gestum fjölmennt kveðjusamsæti
að »Hótel Akureyri«-
Dansleik heldur U. M. F. A. i Skjald-
borg sunnudaginn 8. mai kl. 9% e. h.
Haraldur spilar. Aðgangur kr. 1.50.
meira sem lífið er sem hann ræktar,
því meiri blessun fellur honum og
hans í verkalaun.
Sönn orð.
S. D.