Dagur - 19.05.1938, Blaðsíða 2

Dagur - 19.05.1938, Blaðsíða 2
92 D A G U R 23. tbl. ► NÝJA-BÍÓ Fimmtudagskvöld kl. 9: Tvennir tvíbnrar. Aðalhlutverkin leika hinir frægu skopleikarar Göge og Gokke. Karlakór Akureyrar 09 sðngför hans til Reykjavíkur. Mér er einkar ljúft að verða við til- melum ritstjóra Dags, um að láta honum t té ágrip af ferðasögu Karla- kórs Akureyrar úr söngför hans til Reykjavíkur um mánaðarmót marz — apríl s. 1. Mér er það, auk þess, skyit þar sem kórinn var haldinn af þeirri barnalegu sérvizku að vilja endiiega fá mig með sér, sem svo kallaðan fararstjóra. Gátu þeir vel valið annan mér hæfari til þess og það úr sínum hópi, og þess vil eg geta strax i upp hafi, að eg var þess aldrei var, að nokkru sinni brysti áhugi eins ein- asta fyrir því, að förin mætti verða til fullkominnar sæmdar. Fyrir það eiga þeir skiiið, einn fyrir alla og allir fyrir einn, ekki einasta mínar þakkir, heldur og þakkir allra bæj- arbúa. Við lögðum af stað með m/s »Dr. Alexandríne< laust fyrir miðnætti á föstudag 25. marz. Geysir mætti á bryggjunni, söng okkur frá landi, og lagði hlýlega blessun sýna yfir þetta tækifæri. Var kveðjum þeirra vel tekið og mjög fagnað af okkar hálfu. Við fórum »um hlaðið* á Siglufirði, án þess að gera vart við okkur, enda komum við á óheppilegum tíma hvað það snertir. Til ísafjarðar komum við daginn eftir kl. 2.30. Farartími þaðan var ákveðinn kl: 7. sama dag. Við rukum samt í, þó að tíminn væri naumur og einkar óhagstæður, að drífa þar upp konsert. Áheyrendur voru fremur fáir, en undirtektir góðsr Varð að hafa hraðann á, og var söng- skráin svo að segja flutt í einni bunu og mátti þó ekki tæpara standa með að tfminn entist. Var búið að taka upp landgang þegar fararstjóri kom að skipshlið, og lá við að taka yrði hann »upp með köðlunw eins og þar stendur. Til Reykjavíkur komum við kl. 9 árdegis sunnudaginn 27. marz. Var mættur við skipshlið formaður Sam- bands ísl. karlakóra og fagnaði okknr með hlýlegri ræðu, en mannfjöldi, sem safnast hafði saman i bryggjunni, tók undir með húrrahrópum Karlakór alþýðu, undir stjórn Árna Björnsson- ar, söng okkur í garð með svohljóð- andi erindi, eflir Jóhannes úr Kötl- um: Stígðu fylking létt í land! Láttu aðra þagna, Hlýlegt biður handaband — hlustir vorar fagna! Löngum þráðu hjörtu heit heiðan norðanblæinn. Gakktu, bjarta söngvasveit, sæl og heil í bæinn! Var, af okkar hálfu, svarað með stuttu ávarpi og söng, en síðan streymt í land. Margir áttu frændur og kunn- ingja þar, og gistu þá, en afgangur- iun, um tuttugu manns, var að til- hlutun Karlakórs alþýðu hýstur og fæddur allan tímann af hinni mestu rausn og höfðingskap. í Reykjavík voru haldnir þrír kons- ertar, sá fyrsti þriðjudaginn 29. marz, sá næsti fimmtudaginn 31. matz og sá síðasti sunnudaginn 3. apríl, en þann dag var einnig sungið í Hafn- arfirði, í ' Flensborgarskólanum nýja, sem er einhver veglegasta og fegursta byggang á landi hér. í byrjun fyrsta konserts fagnaði Karlakór alþýðu okkur með söngí Ekki var að heyra á neinum söng- manna skrekk eða taugaóstyrk. Var öll framkoma þeirra hin ákjósanlegasta, og söngur þeirra eftir því, hreinn, látlaus og áferðargóður. Að tveimur fyrri konsertunum mátti heita sæmiteg aðsókn, en troðfullt hús í síðasta skiftið, svo og í Hafnar firði. Undirtektir áheyrenda voru með hinum mestu ágætum, með tilheyrandi endurtekningum, framköllunum og blómum. Ummæli blaða um sönginn mátti og telja ylirleitt hin beztu og vel við unandi. Skulu hér tilfærðar glefsur úr þeim, teknar af handahófi: Páll ísólfsson segir í »Morgunbl.< 31. marz. Karlakór Akureyrar söng 14 lög eftir erlenda og Innlenda höfunda og nokkur aukalög og var heildarsvipurinn yfir söngn- um yfirleitt góður. Kaddefni kórsins er þó misjafnt; Fyrsti tenórinn er t. d. blæ- daufur og skortir þrótt eina og raunar kórinn í heild sinni vantar katlmensku- þrótt. Annar bassi virðist mér þó bezt skipaður. Að mjög hefir verið vandað til alls undirbúnings undir þessa söngför ber söngur kórsins vott um. Sanitökin eru víðast góð og söngurinn er hreinn. Bezt laetur kórnum veiki söngurinn og náðl kórinn beztum áhrifnm er hann söng veik og þýð lög. Áikell Snorrason er maður vandvirkur og tekur hlutverk sitt alvarlega. Einsöng sungu Sverrir Magnússon og Jón Bergdal og tókst báðum vel; rödd Sverris er einkar þýð og viðfeldin. H. J. segir í »Pjóð- viljanum< sama dag: Kórinn er prýðilega samæfður, samtök ágæt og veikur söngur, sérstaklega undir- raddanna, einhver sá bezti, sem heyrst hefir her hjá íslenzkum kór. (Framh. á 3. síðu). Ljósmyndastofan 1 Qránufélajcsicötu er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. Til sölu FYRIRDRÁTTARNÓT hjá GUÐBJARTI bátasmið. PlægiigaoiÉr verður hér í bænura vikutíma. Þeir, sem þurfa að láta plægja, tali við mig sem fyrst. Jón Ingimarsson, Klapparstíg 3, Akureyri. Skagfirðingar. Föstudaginn 27. þ. m., kl. 9 sfðdegis, verður fundur haldinn að tilhlutun Akureyrardeildar Sögufélags Skagfirðinga í fundarsal bæjarstjórnar Akureyrar. Á fundinum mætir Ólafur bóndi Sigurðsson á Hellulandi, en hann er stjórnarnefndarmaður í Skagfirðingafélaginu »Varmahlíð<, og mun hann á fund- inum skýra frá störfum þess félagsskapar um skólamál Skagfirðinga. Mun hann gera tillögu um breytingu á stefnuskrá Akureyrardeildar Sögufélags Skagfirðinga þannig, að inn í hana verði feld stefnuskrá Varmahlíðarfélagsins, og samþykktum deildarinnar breytt í samræmi við það. Ennfremur mætir á fundinum Sigurður arkitekt Guðmundsson frá Hofdðlutn, en hann hefir gert uppdrætti að væntanlegum skólabyggingum í Varroahlíð og mun hann gefa fundarmönnum kost á að kynna sér þá. Er hér með skorað á alla meðlimi deildarinnar, svo og aðra Skagfirðinga búsetta í bænum eða í grend við hann, að mæta á þessum fundum. Stjórn Akureyrardeildar Sögufélags Skagfirðinga. BÓKAVIKAN. Meðal þeirra bóka, sem eru á bóka- vikunni, með afar lágu verði, skal benf á: Sögubækur: Kjarr, Kalviði, Ferfætlingar, Hagalagðar, Rökk- urstundir, Örlög, Ferðasögur Jóns Trausta, Svipir, Ber er hver að baki, Ástir, Þrjár gamansögur, Einbúar, Abdallah, Bræðumir, Um saltan sjá, Efisaga Guðm. Hjaltasonar. Barnabækur: Litli lávarðurinn, Njáls saga þumalings, Fjórtán dagar hjá afa, Rjóðlegar myndir, Myndabók barnanna, Smjörbítill og gullintanni. Lfóðabækur: Nýjar andstæður, Áfangar, Geislabrot, Ljóða- bók Jóns Rorsteinssonar, Ljóðmæli (G. Bj. sýslum.), Uppsprettur (Halld. Helgason), Burknar (Pétur Pálsson), Kveður í runni (Sigr. Einars.), Sóldægur (J. Björnsson), Daggir, Nokkrar stökur, Aringlæður, Landnám Hallst. gfwwwHiwwrouwini af nýjustu gerð í miklu úrvali. E- Kaupfélag Eyfírðmga. JJJ Vefnaðarvörudeild. ■nmimtttmnmtnS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.