Dagur


Dagur - 25.05.1938, Qupperneq 1

Dagur - 25.05.1938, Qupperneq 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XXI. árg. | Afgreiðslan er hjá JóNl Þ. ÞÓE, Nor6- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 25. maí 1938. ; 24. tbl. Einar H. Kvaran rithöfundur og $káld. m >@C3§K>»C>®C59C5® < Ad sumarmálum. Mér léttir fyrir brjósti, það lifnar hugur minn, mig langar til að fara að „stíga sporið“, og eldinn, sem var falinn, ég endurvakinn finn, og afl í vöðvum. Það er blessað vorið. m o m 5 ©5 V Ég man frá bernskudögum hvað mér fannst lífið bjart, ég man að það var einkanlega á vorin. En þá var líka skammdegið oft skuggalega svart og Skjalda gamla kannske ekki borin. Og árin komu og liðu og oft með gleðibrag, og œskan drakk það bezta úr náttúrunni. Rímur voru kveðnar og raulað stundum lag í rökkrinu í gömlu baðstofunni. En þá var stundum nauðsyn að þreyta ýmsa raun og þá var stundum hleypt á tæpu vaði. Til bjargar urðu tíðum, þó blótað vœri á laun, bœnirnar, sem fylgdu manni úr hlaði. Á vegamótum oftsinnis andartak ég beið og átti von á förunautum stundum, en hélt svo jafnan einn saman áfram grýtta leið og eftir þröngum hættulegum sundum. í anda hefi ég farið um ókunn dýrðarlönd og eftirsóttar gersemar þar fundið. Nú legg ég bráðum einn saman, en öruggur frá strönd og út á hinnsta, þrengsta og dýpsta sundið. Ég stanza og lít til baka við sorfinn fjörusand, — ég sýp á vasaglasinu í laumi — en fyrir handan álinn ég fyrirhitti land, sem fáir hafa litið nema í draumi. Og þó að margt sé hulið í þoku, og skoðun tvenn hvort þar sé „grösug hlíð með berjalautum“, ég litast um, ef þörf gerist einu sinni enn ég á þar von á tryggum förunautum. Ég finn það nú að lokum, að ég var aldrei einn, og oft var leiðin skreytt með fögrum rósum, og vegurinn, sem mér fannst ekki vera alveg beinn, er varðaður með skœrum götuljósum. Mér léttir fyrir brjósti, það lifnar hugur nnnn, mig langar til að fára að „stíga sporið“, og eldinn, sem var falinn, ég endurvakinn finn, og afl í vöðvum. Það er blessað vorið. Hjörleifur á Gilsbakka. »Sýnist osSj er slíkir deyja, sól og sumitr séu á förum: allt auðara, allt snauðara allt heimskara, sem eftir hjarir«, Þessi þjóðkunni maður andaðist að heimili sínu, Sólvallagötu 3 í Reykjavík, síðastl. laugardags- morgun. Hafði hann legið rúm- fastur síðan á páskum Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (svo hét hann fullu nafni) er fæddur í Vallanesi 6. desember 1859, og varð því tæpra 79 ára gamall. Foreldrar hans voru síra Hjörleifur Einarsson og fyrri kona hans, Guðlaug Eyjólfsdóttir. Árið 1860 fluttust þau hjón með son sinn að Blöndudalshólum í Húna,- vatnssýslu, og ólst Einar þar upp til 10 ára aldurs. Fékk þá faðir hans Goðdali í Skagafirði, og var það heimili Einars, þar til hann fór í skóla 1875. Ári síðar fluttist síra Hjörleifur að Undirfelli í Vatnsdal og var þar prestur og prófastur til 1906. Úr lærða skólanum útskrifaðist Einar árið 1881. Samkvæmt hans eigin frásögn hefir skólalífið ekki átt vel við hann. Strax á skólaár- um hans beygðist krókurinn til þess, er verða vildi. Tók hann þá þegar að skrifa sögur. Kom fyrsta saga hans, „Orgelið“, út í Þjóðólfi í ritstjóratíð sr. Matthíasar. Enn- fremur skrifaði Einar á þessum skólaárum sínum söguna „Hvorn eiðinn á eg að rjúfa?“ — er Jón Ólafsson lét prenta á Eskifirði ár- ið 1880. Sumarið 1881 sigldi Einar til Kaupmannahafnar, til þess að lesa stjórnfræði við háskólann, en af þeim lestri mun lítið hafa orð- ið. Beindist hugur hans mjög að lestri skáldrita og bókmennta samtíðarinnar. Batt hann félags- skap við nokkra gáfaða landa sína, er voru á háskólanum, en það voru þeir Gestur Pálsson, Bertel E. Ó. Þorleifsson og Hann- es Hafstein. Höfðu þeir allir feng- ist við að yrkja og voru aðdáend- ur Brandesar og kenninga hans. Mun ELnar einkum hafs orðið snortinn af þeirri kenningu Brandésar, að einstaklingurinn ætti að haf i óskorað frelsi til þess að leita sannleikans í öllu og allstaðar, hvorki almenningsálit eða trúarbrögð ættu eða mættu vera honum hlekkur um fót í þeirri leit, og þessari' lífsskoðun reyndist Einar trúr alla æfi. Það sýndi djarfhugur hans og óbilandi þrek í sambandi við rannsókn dul- arfullra fyrirbrigða og afstaða hans og starf á sviði sálarrann- sóknanna, sem ollu honum megns mótblásturs og jafnvel ofsókna um eitt skeið. Það er þessi trú- mennska við málstað sannleikans, sem framar öllu öðru hefir stækk- að Einar H. Kvaran og gert hann að miklum manni. Árið 1882 gáfu þeir félagar út ritið „Verðandi“, sem vakti all- mikið umtal og blaðadóma. Þar Áúrtist sagan „Upp og niður“, eftir Einar. Ritið varð skammlíft. I árs- byrjun 1884 hrinda þeir félagar af stokkunum nýju mánaðarblaði, er nefndist „Heimdallur“. Átti Einar tvær sögur í blaðinu: „Sveinn káti“ og „You are a humbug, Sir“. í hinni fyrnefndu kemur fram samúð höfundarins með smælingj- unum, sem mjög hefir einkennt sögur hans síðan. Skáldskapariðkanir Einars urðu þess valdandi, að hann hvarf próf- laus frá háskólanum. Á þessum ár- um kvæntist hann danskri konu og átti með henni tvo drengi, er báðir dóu á fyrsta ári, þessa konu sína missti hann eftir skamma sambúð. Sumarið 1885 fór Einar Hjör- leifsson vestur um haf og dvaldist þar næstu 10 ár. Lengst af þeim tíma var hann ritstjóri Lögbergs. Á því tímabili tók hann miklun; andlegum þroska og hugarfars- breytingum, sem einkum voru fólgnar í því að hverfa frá ein- staklingshyggju realismans, sem hann áður hafði fylgt, en aðhyllast í þess stað bræðralagshugsjón kristindómsins, hann þó kirkjukreddumaður. Ekki lagði hann söguritunina á hilluna þau ár, er hann var í Ameríku. Hið langmerkasta, er út kom eftir hann af því tagi, var sagan „Vonir“, sem er hreinasta djásn í íslenzkum bókmenntum. Snemma árs 1895 hvarf Einar frá ritstjórn Lögbergs og sneri al- meðritstjóri ísafoldar undir aðal- ritstjórn Björns Jónssonar. Hélt hann því starfi til haustsins 1901, en þá tók hann að sér ritstjórn nýs blaðs á Akureyri, Norður- lands. Á þessum árum var Einar fylgismaður stefnu dr. Valtýs Guðmundssonar í stjórnmálum. Haustið 1904 lét hann af ritstjórn Norðurlands, fluttist til Reykja- víkur og varð ritstjóri Fjallkon- unnar í tvö ár, frá 1904 til 1906. Það, sem eftir var æfinnar, var hann búsettur í Reykjavík og lifði á ritstörfum. en aldrei gerðist, farinn heim til íslands og gerðist

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.