Dagur - 07.07.1938, Side 4

Dagur - 07.07.1938, Side 4
124 D A G U R 30. tbl. Uppshipcm á enshum holum hefsf í dag. Miki 1 verí tlækkun. Kaupfélag Eyfirðinga. För íþróttamanna................ (Framhald af 1. síðu). var nú nokkuð öðruvísi niður rað- að en hina leikina og mun það á einhvern hátt hafa haft áhrif á úrslit leiksins. Fyrri hálfleikur endaði þannig, að K. V. hafði sett 1 mark gegn 0. í síðari hálfleik gerði K. V. 3 mörk gegn 1 marki frá „Þór“ og sigraði því með 4 mörkum gegn 1. Um kvöldið var flokknum hald- ið samsæti af Vestmannaeyingum; ræður fluttar, sungið og dansað. Kom flokkurinn hingað til bæj- arins á þriðjudagskvöldið. Allir þátttakendurnir lofa mjög móttökur Vestmannaeyinganna og hinar ógleymanlegu endurminn- ingar og ánægjustundir, er þeir áttu, meðan þeir dvöldu í Eyjum. Það er eftirtektarvert að flokk- ur þessi vakti mikla athygli hvað hverskonar reglusemi og prúð- mannlega framkomu snerti. Að lokum vill flokkurinn í heild þakka öllum þeim atvinnurekend- um og stofnunum — svo og öllum bæjarbúum — fyrir þann stuðn- ing, er þeir veittu flokknum til fararinnar, með því að rýma til með frí o. þ. h., og allir íþrótta- •menn og íþróttaunnendur óska þess, að framvegis megi verða hægt að senda slíka íþróttaflokka víðsvegar um landið, þá mun hróður Akureyrar vaxa, því Ak- ureyringar eiga á að skipa efnileg- um íþróttamönnum og íþróttakon- um, bara ef þeir íþróttakraftar fá að njóta sín. / dag er gestur hér i bænum cand. theol. H. Jacobsen frá Bergen. Kl. 8,30 í kvöld talar hann á samkomu í Zíon, og þangað eru allir velkomnir. Eins og venjulega verður einnig sam- koma í Zíon á sunnudagskvöldið kl. 8,30. Fundur héraðsskólakcnnara hefir stað- ið yfir á Laugum undanfarið og lauk á mánudaginn. Fundinn sóttu 15 kennarar írá öllum héraðsskólunum, Síldveiði hefir sama sem engin verið að undanförnu. Hvassviðri af norðri og norðaustri og kuldar hafa verið norðan- og austanlands að þessu, og skipin flest legið inni, en þau, sem út hafa farið, tæplega orðið síidar vör á miðunum. Bræðslusíldaraflinn er meira en helmingi minni en á sania tíma í fyrra. Dönsku sambandslaganefndarmennirn- ir konui með Dr. Alexandrine til Reykja- vikur um síðustu helgi, og hófust fundir nefndarinnar á mánudag. Islenzku nefndarmennirnir eru Gísli Sveinsson, Jónas Jónsson, Magnús Jónsson og Stef- án Jóhann Stefánsson. Framsóknarmenn á Austurlandi efndu til vorhátíðar að Hallormsstað síðastl. sunnudag. Hófst skemmtunin kl. l’e. h. og stóð til kl. 3 á mánudagsnótt. Ræð- ur fluttu Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra, Skúli Guðmundsson atvinnumála- ráðherra, Páll Hermannsson alþm. og síra Sveinn Víkingur. Um 1000 manns sóttu skemmtunina víðsvegar að úr báðum Múlasýslum. Er þetta einhver fjölsóttasta skemmtun, sem haldin hefir verið austanlands. Sama dag héldu íhaldsmenn og Bænda- flokksmenn eystra sameiginlega skemt- un að Egilsstöðum. Þar voru um 200 manns. Samband ísl. samvinnufélaga hélt að þessu sinni aðalfund sinn að Hallorms- stað. Var fundurinn settur síðastliðinn sunnudag og gert ráð fyrir að honum yrði lokið í gærkvöldi. Þann 1. þ. m. voru liðin 15 ár frá því að Sigurður Kristinsson varð forstjóri S. I. S. og 2. þ. m. átti hann 58 ára af- mæli. Meira trausts í mikilsverðri trún- aðarstöðu en Sigurður Kristinsson mun enginn maður njóta hérlendis Hár aldur. Jón Guðmundsson frá Haga, til heimilis á Húsavík, átti 100 ára afmæli á laugardaginn var. Hrumur er hann orðinn eins og nærri má geta, en hefir þó enn sæmilega heyrn og nokkra sjón. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentverk Odds Björnssonar, Brunabótafélag Islands Aðalskrifstofa Hverfisgata 10, Reykjavík. Ilmboðsmenn í öllum hreppum, kauptúnum og kaupstöðum Lausafjárváfryggíngar (nenia verzlunarvörur) hvergi hagkvæmari! Bezt er að vátryggja laust og fast á sama stað! Upplýsingar og eyðublöð á aðalskrifstofu og hjá umboðsmönnum. Sjómannasfofan WNÚTÍÐIN“ er flutt ■ KaupYugnsstræfi 1 og starfar þar sem sjómannaheimili. Allir velk o m n ir! BOYE HOLM Fjármark miít er: tvistýft aftan, biti framan hægra, stýft biti aftan vinstra. Brenniinark R. RAGNAR JAKOBSSON, Húsavík.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.