Dagur


Dagur - 04.08.1938, Qupperneq 1

Dagur - 04.08.1938, Qupperneq 1
D A O U R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- snn í Kaupfél. Eyfiröinga. Gjalddagi fyrir 1. júli. AfgresðsSan er hjá JÖNl Þ. ÞÓK, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fvrir 1. des. Akureyri 4. ágúst 1938. -♦ -í> -<»- •O’ ö--í» í* * ♦ *<**•> íð í 34. tbl. För krónprinshiónanna. Síðastliðinn fimmtudagsmorgun héldu krónprinshjónin héðan og austur að Laxárfossum. í för með þeirn var fylgdarlið þeirra að sunnan, bæjarstjóri Akureyrar, bæjanfulltrúar og bæjarfógeti. Hafði allmargt fólk úr nágrenninu safnazt saman við fossana. Flutti bæjarstjórinn þar ræðu og skýrði hina fyrirhuguðu virkjun. Gat hann þess, að krónprinsinn ætlaði að hefja virlcjunina, sem hann gerði með því að skjóta fyrsta sprengjuskotinu. Að lokinni veru á þessum slóð- um var haldið að Laugaskóla. Þar snæddu krónprinshjónin og fylgdarliðið að sunnan miðdegis- verð í boði ríkisstjórnarinnar. En aðrir fóru að Einarsstöðum og borðuðu þar. Að þessu búnu var ekið til Mý- vatns. Þar heilsaði Karlakór Mý- vetninga með söng og Júlíus Hav- Sr. Bjarfli Porsteinsson prófessor, fyrv. prestur á Sigluifirði, andað- ist í Reykjavík í fyrradag, 77 ára að aldri. Síra Bjarni var þjóðkunnur maður, einkum sem tónskáld og þjóðlagasafnari. Liggur eftir hann geysimikið verk á því sviði. Hann var og orðlagður latínumaður, sem nú mun fátítt orðið með prestum, og á margan hátt var hann mikilhæfur maður. GuDmufldur Guðtionsson héraðslæknir í Fáskrúðsfirði and- aðist á laugardaginn var, 54 ára að aldri. Hann kom heim til Fáskrúðsfjarðar úr augnlækn- ingaferð á Lagarfossi kvöldið áð- ur og var þá heilbrigður. En á laugardagsmorgun veiktist hann snögglega og andaðist eftir fáar mínútur. Hjartaslag varð honum að fjörtjóni. Hann útskrifaðist úr læknaskól- anum árið 1909. Var síðan þjón- andi læknir í Öxarfjarðarhéraði og Rangárhéraði, en gerðist síðan augnlæknir í Reykjavík. En 1933 gerðist hann héraðslæknir í Fá- skrúðsfjarðarhéraði og gegndi því starfi síðan. Á kjörtímabilinu 1920—23 var steen sýslum. hélt ræðu. Til Ak- ureyrar var komið kl. 8 um kvöldið. Kl. 9 á íöstudagsmorgun lögðu krónprinshjónin af stað í bifreið áleiðis suður. Voru þau kvödd með húrrahrópum af fjölda manns, sem safnast hafði saman við brottför þeirra. Þenna dag var haldið til Blönduóss og gist þar. Áð var að Víðivöllum í Skagafirði, því krón- prinshjónin höfðu óskað eftir að sjá íslenzkan sveitabæ. Gaf hús- freyjan á Víðivöllum krónprins- essunni hvítt gæruskinn. Á laugardaginn var haldið alla leið til Reykjavíkur og á mánu- dagskvöld tóku krónprinshjónin sér far með „Drottningunni“ heim á léið. Haft er eftir drottningarefninu, að hún ætli að vera hér heilan mánuð, þegar hún kemur næst. Guðmundur 2. þingmaður Rangæ- inga, en gaf ekki kost á sér aftur við alþingiskosningar. Hann var kvæntur Margréti Lárusdóttur smáskammtalæknis Pálssonar. Sly s á Aknreyrargöium. í fyrradag vildi það slys til í Skipagötu hér í bæ, að Jón Jó- hannesson, Lækjargötu 9, féll nið- ur af flutningabíl og beið bana af eftir skamma stund. Slysið vildi þannig til, að verið var að flytja staurahnyðju (rammbúkka) eftir götunni, og rakst hún á vírstreng, sem strengdur var yfir götuna. Rann hnyðjan aftur af bílnum og' felldi manninn um leið. Féll hún á hann ofan. Verður það að telj- ast í meira lagi óvarlegt að strengja vír þvert yfir fjölfárna götu í ekki meiri fjarlægð frá jörð en hér átti sér stað. Jón heitinn mun hafa verið hátt á sjötugsaldri, einn af elztu borg- urum bæjarins, vinsæll og vel kynntur maður. Gijting. í fyrradag voru gefin saman í hjónaband hér í kirkj- unni ungfrú Guðrún Ragnars og Geir Borg frá Reykjavík. ■* Hin nýja langbylgjustöð ríkis- útvarpsins, sem verið hefir í smíð- um að undanförnu, var vígð á mánudaginn var af krónprinshjón- unum. Hófst athöfnin kl. tæplega 2 með því, að krónprinsessan studdi á hnapp, sem veitir orku á vél- arnar. Síðan flutti krónprinsinn ávarp á íslenzku, og að því búnu fluttu forsætisráðherra og út- varpsstjóri stuttar ræður. Loks söng útvarpskórinn þjóðsönginn undir stjórn Páls ísólfssonar. Hin nýja sendistöð- hefir 100 kw. orku í stað 16 kw. áður, og þegar endurvarpsstöðin á Austur- landi er fullgerð, er talið að trufl- anir frá útlendum stöðvum eigi hvergi að koma til greina. íslenzka útvarpsstöðin er í röð hinna kraftmeiri stöðva. Kraft- mesta útvarpsstöðin í Evrópu, Moskvastöðin, hefir 500 kw. orku. Uppreisflarflienn á Spani heítala íslenzkan naltiil Samkvæmt útvarpsfregn hefir skipið „Skulda“, eign Williams Hansen útgerðarmanns í Bergen, verið tekið af herskipum Francos þ. 19. júlí og flutt til Ceuta. Utanríkismálaráðuneytið norska hefir lagt fram mótmæli gegn skipstökunni í Burgos. Skipið var á leið frá íslandi til Marseille með 1500 smálestir af tfiski. Fyrirspurnir til lögreglustjóra. 1. Hvenær er starfstími nætur- varða og hvers vegna þolizt hávaði á götum úti um nætur? 2. Er leyfilegt að hestar séu skildir eftir mannlausir á göt- um fyrir vögnum, sem mjög tíðkast og slys hefir hlotizt af? 3. Er leyfilegt að 2 menn sitji á reiðhjóli, sem aðeins er ætlað handa einum, sem einnig er mjög tíðkað? 4. Hverjir eiga að sjá um, að eigi séu hættulegir farartálmar ifyrir vegfarendur á götum bæjarins? 5. Er leyfilegt að byggja stórhýsi við umferðamestu götur bæj- arins, án þess að girða af það svæði, sem byggingamönnum er leyfilegt til afnota? 6. Hvers vegna eru börn látin þvælast alla daga á hafnar- bakkanum og bryggjunum, án þess að sýnilegt sé, að þau séu rekin þaðan? Borgari. Blómið „Gleym mér ei“. Út það grær á víðavangi, veikur leggur krónu ber, vekur mann af vanans gangi, viðkvæmni mn hugann fer. Dýrðlegt tákn um Drottins mildi. Draumlynd sál við grýttan svörð. Himinblámans blæju reifað við brjóst þitt fóstrað, móðir jörð. Eins og bam að blíðri móður blöð það réttir sólu mót. Hljómar dagsins ástar óður, orku teygar blómsins rót. í ástarvímu ef frítt það færir fljóð að barmi unnustans, það dregur sig með duldu afli deyjandi að brjósti hans. Þegar undir sólin sígur, sveipast jörð í rökkurfeld, tárdögg blómsins titrar, hnígur, tregar dagsins horfna eld. Mót himni lyftir blöðum bláum. bærist hægt í kvöldsins þey. Angurvært af hrelldu hjarta hvíslar: „Drottinn, gleym mér ei“. Kristján Einarsson frá Djúpalæk. Þý*k sf©Sltigwél á sveHnai wlci Island. í síðustu viku sáu menn í Álfta- veri flugvél koma sveimandi að austan. Flaug hún svo lágt yfir sveitina, að greinilega sást að þetta var stór tveggja hreyfla sjó- flugvél með þýzka hakakross- merkinu. — Úr Álftaveri tók hún fyrst stefnu á Hjörleifshöfða, en beygði síðan til suðausturs og ifiaug á haf út. □ Rún 593S857 - Trúlofun: Ungfrú Björg Axels- dóttir kaupm. Kristjánssonar og Agnar Kofoed-Hansen flugmaður,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.