Dagur - 18.08.1938, Side 2

Dagur - 18.08.1938, Side 2
146 D A G U R 36. tbl. Hin glegmda paradís. Blöð Sjálfstæðisflokksins, og þar á meðal „íslendingur", klifa á því sí og æ, að ríkisstjórnin og fylgj- endur hennar staðhæfi, að fjár- hagsástæður ríkisins og þjóðarinn- ar séu í bezta lagi. Síðasti ísl. segir t. d., að „skriffinnar“ Fram- sóknarflokksins viðhafi sífellt þær „haldlausu blekkingar“, þegar ræða er um fjármálaástandið, að „allt sé í ágætu horfi“. Allt skvaldur íhaldsblaðanna um þetta efni er á engum rökum reist og því haldlausar blekkingar. Það vita allir, sem kunna að lesa rétt, að Framsóknarmenn viðurkenna fyllilega erfiðleika yfirstandandi tíma, og að þeir erfiðleikar hafi mikil áhrif á fjármálaástandið í landinu. Því fer fjarri að Fram- sóknarblöðin dragi nokkra dul á örðugleikana í fjármálunum, þau hafa þvert á móti margsinnis bent á þá örðugleika, rætt um orsakir þeirra og þungar afleiðingar og hvernig eigi að taka þeim. Þetta allt veit ísl. mjög vel. Þó segir hann, að blöð Framsóknarflokks- ins haldi því stöðugt fram að „allt sé í ágætu horfi“. En þetta segir íhaldsblaðið móti betri vitund. Er það heiðarleg blaðamennska? Enginn hefir þó oftar og alvar- legar lýst hinu, ekki ágæta, held- ur erfiða fjármálaástandi en sjálf- ur núverandi fjármálaráðherra, bæði í ræðu og riti. Jafnframt hefir hann brýnt þjóðina til sam- eiginlegra átaka um að mæta erf- iðleikunum með drengilegri karl- mennsku og skynsamlegum ráð- um, svo að á þeim megi sigrast. Væri nú ekki hyggilegt af ísl. að fara að velta því fyrir sér, hvort ekki myndi ráðlegast fyrir hann að. hætta þeim leiða ósið að gera andstæðingum sínum upp orð, sem þeir aldrei 'hafa sagt, og leggja út' af þeim? Ef blaðinu er nokkuð umhugað um að halda of- urlitlu af virðingu góðra manna, þá ætti það að athuga þetta. Hitt er rétt, sem ísl. minnist á, að bæði fjármálaráðherra og fylg- ismenn hans telja það hið mesta glapræði og reglulegt Lokaráð að mæta örðugleikunum með því að taka upp stjórnarstefnuna frá valdatíð íhaldsins. En eins og áð- ur hefir verið bent á í þessu blaði, var sú stefna fyrst og fremst í því fólgin að misþyrma atvinnuveg- unum með gengishækkun og hrúga inn í landið ógrynni af ó- þörfum varningi, svo að kaup- mannastéttin gæti grætt sem mest. Þessi stefna leiddi til gróða og góðæris fyrir heildsala og kaup- menn, en hratt framleiðendum út á öreigabraut. Þetta telja málgögn heildsala og kaupmanna hafa ver- ið hina mestu paradísarsælu. En fyrir framleiðendur til sjós og lands er stjórnartímabilið frá 1924 til 1927 hin gleymda paradís. Þeir kannast ekki við þá sælu, sem hún hafi fært þeim í fang, en við hitt kannast þeir vel, að þeir voru reknir út úr aldingarði góðærisins með hinni gífurlegu krónuhækk- un, .sem jafnframt verkaði eins og kerúbar með brugðnum sverðum, er vörnuðu framleiðendum veginn að lífsins tré. „íslendingur“ vitnar í það því máli sínu til stuðnings, hvað mikil paradísarsæla hafi verið í stjórn- artíð íhaldsins, að á því tímabili hafi verzlunarjöfnuðurinn verið hagstæður um 40 milljónir króna og ber það saman við ástand síð- ustu ára. En steinþegjandi gengur blaðið fram hjá því, að á fyrr- greindu tímabili var verðmæti að- alútflutningsvörunnar, saltfisksins, að meðaltali á ári 41 millj. kr., en nú 17 millj. kr. Mismunurinn er 24 millj. kr. á ári. Á þremur árum yrði munurinn 72 milljónir. Ef því veiði og markaður hefði brugðizt á stjórnarárum íhaldsins eins og hvorttveggja hefir brugðizt síð- ustu 3 ár, hefði því verzlunarjöfn- uðurinn í lok þess tímabils ekki verið hagstæður um 40 milljónir heldur óhagstæður um 32 millj. kr. Finnst nú ísl. að þetta skipta svo litlu máli, að ekki taki því að minnast á það í samanburðinum? Onei, svo skilningslaus er nú ísl. ekki. Hitt er það, að blaðið telur þægilegast í málflutningi sínum að ganga þegjandi fram hjá þessu stórvægilega atriði. Eða kannske ísl. vilji halda því fram, að hinn mikli afli og mark- aður á árunum 1924—27 hafi ver- ið viturlegri stjórn íhaldsins að þakka, en aflaleysi síðustu ára, á- standið í Suður-Evrópu og mark- aðshrunið þar núverandi stjórn að kenna? Það virðist oft liggja nærri að skilja áróðurs- og blekk- ingaskrif íhaldsblaðanna á þá leið. Þó vita allir, að hvorutveggja hafa ráðið atburðir, sem stjórnarvöld- um vorum eru með öllu óviðráð- anlegir. í því efni ber þess vegna hvorki að þakka né kenna um neitt. Meðal paradísarendurminninga Sjálfstæðisflokksblaðanna frá þeim tíma, er íhaldið réði er sú, að þá hafi tollar og skattar verið svo lágir og léttbærir. „íslending- ur“ telur það því fjarri fara, að íhaldið hafi tapað völdunum 1927, vegna þess að þjóðinni hafi líkað illa fjármálastjóm þess. Ástæðurn- ar til þess hafi legið í allt öðru. Svo fer blaðið að skýra frá því, hvers vegna að þjóðin tók völdin af íhaldinu og fékk þau Framsókn í hendur. Og hverjar eru svo ástæðurnar, sem ísl. færir fram fyrir valdaskiptunum? Blaðið seg- ir, að Framsóknarflokkurinn hafi náð völdum, af því hann hafi lof- að lækkun tolla og skatta og bætt- um þjóðarhag. Heldur er þetta nú ófimleg rökfærsla. Samkvæmt frá- sögn „íslendings“ hefir þá þjóð- inni þótt tollarnir og skattarnir háir í stjórnartíð íhaldsinsj og þjóðarhagurinn allt annað en góð- ur, úr því að hún gekkst sérstak- lega upp fyrir loforðum um breyt- ingar til batnaðar í þessum efn- um. ísl. hefir ekki gætt þess í ákafanum við að gegna þeirri skyldu sinni að lofa og vegsama fjármálastefnu íhaldsins, að hann er hér að styðja málstað Fram- sóknarmanna, sem jafnan hafa haldið því fram, að íhaldið hafi misst völdin, af því að þjóðin hafi verið orðin óánægð með fjár- málastjórn þess, þótt hún ill, sem hún líka var. Eitt er það, sem „íslendingur" tekur undir með öðrum íhalds- blöðum viðvíkjandi síðustu ríkis- lántöku, sem er harla einkenni- legt. Þessi málgögn virðast stór- hneyksluð yfir því að láninu eigi að verja til greiðslu vaxta og þeirra afborgana, sem mest eru aðkallandi. Það er eins og íhalds- blöðunum hefði verið það geð- feldara að gjaldeyrisláninu væri varið til greiðslu þeirra skulda, sem eru minna eða alls ekki að- kallandi. Þetta er alveg óskiljan- leg meinloka. Nema svo sé að íhaldið hafi heldur viljað að lán- inu væri alis ekki varið til að lækka skuldir annarstaðar sem láninu nemur, heldur að gera það að eyðslueyri, eins og það fór sjálft að í sinni stjórnartíð. En það stóð aldrei til að með síðasta rík- islán væri þannig farið. Af því að íhaldsblöðin hafa ver- ið að vitna í grein eftir Jónas Jónsson máli sínu til stuðnings, var í síðasta tölublaði Dags skýrt nokkuð frá efni þeirrar greinar, til þess að sýna fram á blekkingar þessara málgagna og slá vopnið úr höndum þeirra. Með allt þetta fyrir augum túlkar síðasti „ís- lendingur“ þau ummæli J. J., að Englendingum þætti „ekki öruggt að lána hingað meira fé en komið er að óbreyttum kringumstæðum“, alveg öfugt við það, sem J. J. skýrir þau sjálfur og gengur þegj- andi fram hjá greinargerð hans fyrir þessum ummælum. Ekkert NÝJA-BÍÓ — Fimmtudagskvöld kl. 9: Rex og Rin- Tin-Tin sigra Afar skemlilcg og spennandi mynd. Bönnuð fyrir börn. minnist ísl. heldur á það, að sam- kvæmt viðtali borgarstjóra Reykjavíkur við erlenda fjármála- menn var hann alveg á sama máli og J. J. um orsakir hinna erfiðu kringumstæða. Þetta allt eru nú sæmilega haldgóð vitni um rök- þrot „íslendings“. Ekki þorir ísl. að neita því, að hitaveitulánið haíi af íhaldinu verið notað í áróðursskyni fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Rvík í vetur, enda alveg vonlaus árangur af slíkri neitun. En í vandræðum sínum reynir blaðið að leiða athyglina frá hitaveitu- lánsaróðrinum í Reykjavík til kosningabaráttunnar hér á Akur- eyri og áróðurs, sem átt hafi sér stað í sambandi við rafveitulánið. En hverjir voru með þann áróður? Það voru einmitt flokksmenn ísl. Þeir ætluðu að fella Vilhjálm Þór á því, að honum hefði ekki tekizt að útvega lán í Englandi og full- yrtu, að það fengizt ekki, áður en þeir gátu nokkuð um það vitað. Þetta var ekkert annað en kosn- ingaáróður. Dagur skýrði satt og rétt frá því, að V. Þór hefði út- vegað loforð fyrir láni, og að „lík- ur“ væru til að leyfi ensku stjórn- arinnar fengist. Við allt þetta get- ur Dagur fyllilega staðið. Jafnvel hinar sterkustu líkur geta brugðizt, og þær brugðust í þessu falli, jafnt Ljósmyndastofan 1 Qrámiféla^sjfötu 21 er opin írá ld. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. HHBWWHWmHHW ÓDÝR Gardinutau 1 Biýkoitiin. Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeildin.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.