Dagur - 15.09.1938, Blaðsíða 1

Dagur - 15.09.1938, Blaðsíða 1
D AOU R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNl Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir l. des. XXI. árg •i Akureyri 15. september 1938. 40. tbh Mbl. grípur fil fúkyrða í stað rök§emda. Rifliátfur blaðsins er neðan við allf velsæmi. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra hefir legið rúmfastur nokkra daga og varð að fara á sjúkrahús til þess að fá bót á lít- ilsháttar kvilla. Mbl. notar þenna sjúkleika ráð- herrans til óskammfeilinnar árás- ar á hann í fúkyrðagrein á laugar- daginn. Er honum brugðið um geðofsa og vanstillingu, vegna þess að hann sé ekki heilbrigður og „þurfi frekari hvíld, ef bati á að nást“. Honum er lýst svo, að hann missi svo stjórnar á sjálfum sér, að hann tali eins og „argasti götustrákur“. Honum er brugðið um að hann sé „þekkingarlítill og reynslulaus", og „öll viðleitni til sjálfsmats sé farin út í veður og vind“. Mbl. segir ennfremur, að þessi „æri piltungur“ sé „orðinn að þjóðarviðundri fyrir hortugheit og derring11, hann hafi hvorki „óbrjálaða sómatilfinningu" né „meðalvit", hann „umhverfist með öllu“ og snúi sér í „blindri reiði-illsku gegn þeim, sem rita í Morgunblaðið“, sjái „ofsjónir“ og „rausi eins og sturlaður væri“. Loks segir Mbl., að „ekkert sé eft- ir af fjármálaráðherranum, nema sjálf beinagrindin í persónu hans; strákskapurinn og ósvífnin“. Hér hefir verið brugðið upp sýnishorni af rithætti Mbl. um þessar mundir. Ósvífnustu fúk- yrði breiða sig yfir allt, en hvergi örlar á röksemdum. Það er fullyrt, að áminnzt fúkyrðagrein sé stíl- færð af Árna frá Múla. Hann fær 7200 kr. í árslaun frá Fisksölu- samlaginu fyrir að skrifa níðgrein- ar í Mbl. um andstæðinga íhalds- ins. Um réttmæti hinna rakalausu fúkyrða í garð fjármálaráðherra geta allár þær mörgu þúsundir manna dæmt, sem hafa átt þess kost að hlusta á mál ráðherrans við útvarpsumræður. í ræðu og riti er hann lausari við persónu- árásir en flestir aðrir stjórnmála- menn, og öll málfærsla hans er prúðmannleg og rökföst svo að til fyrirmyndar má vera. Þessi umrædda Mbl.-grein Árna Jónssonar er jpví hnefahögg fram- an í heilbrigða skynsemi og dóm- greind almennings og að rithætti Á sama tíma og borgarstjóri Reykjavíkur var árangurslaust að leita eftir láni erlendis til hita- veitunnar, voru tekin lán fyrir ríkið og á ábyrgð þess, sem sam- tals nema nærri því jafnhárri upphæð og hið fyrirhugaða hita- veitulán; þar á meðal var lánið fyrir Akureyrarbæ til Laxárvirkj- unarinnar. Þrátt fyrir þetta halda blöð Sjálfstæðisflokksins því fram, að synjun hitaveitulánsins geti ekki stafað af neinu öðru en skorti á lánstrausti ríkisins. Þessa útlistun málsins getur al- menningur ekki tekið gilda og telur því, að skýringarinnar á lán- leysinu verði að leita á öðrum stað. í þessu máli hefir nú fram kom- ið nýtt atriði, sem ef til vill getur varpað nokkru ljósi yfir lánleysi Reykj avíkurbæ j ar. Fulltrúi Framsóknarflokksins í bæja,rstjórn Reykjavíkur, herra Sigurður Jónasson, hefir fyrir fá- um dögum upplýst það, að Reykjavíkurbær hafi á síðustu tímum safnað lausaskuldum, sem nema á 5. milljón kr. Þegar borgarstjóri Reykjavíkur var erlendis að leita eftir láni til hitaveitunnar, hefir hanp að sjálf- sögðu í viðræðum sínum við er- lenda fjármálamenn skýrt þeim satt og rétt frá fjárhagsástæðum Reykjavíkurbæjar. Hann hefir vafalaust skýrt frá því, að auk hinna föstu skulda, væru lausa- skuldir bæjarins 4—5 milj. kr. En það vanta allar upplýsingar um það, hvernig hinum erlendu fjármálamönnum hafi litizt á fjár- hag Reykjavíkur, t. d. í sambandi við 4—5 milj. kr. lausaskuldir, Ef til vill er á þessum slóðum að finna lykilinn að jpeim leyndar- er hún neðan við allt velsæmi. IJún er því höfundinum og þó einkum húsbændum hans til mestu vansæmdar. Fjármálaráð- herranum vinnur hún ekkert mein. Hún er of ruddaleg og heimskuleg til þess. dómi, að ekki hefir tekizt að fá lán til hitaveitu Reykjavíkurbæj- ar. söngkona er stödd hér í bænúm um þessar mundir og mun halda hér konsert á næstunni. Hefir hún svo sem kunnugt er, um margra ára skeið staðið mjög framarlega í söngstarfi Reykja- víkur, og nokkrum sinnum skemmt okkur gegnum útvarpið. En þetta mun vera í fyrsta skifti sem frúin býður upp á kon- sert hér á Akureyri, og er, fyrir margra hluta sakir, væntanlegt og óskandi að henni verði hér vel tekið. Fyrst og fremst vegna eig- in verðleika, því auk raddarinnar, sem þjóðkunn er, dylst heldur ekki hitt, sem útvarpið venjulega skilar betur en röddinni, og sem músikalskt fólk að sjálfsögðu pietur mest, að þessi söngkona hefir yfir miklum túlkunar-hæfi- leikum að ráða. Þá megum við, norðanfólk, sem heimsótt höfum Reykjavík í sam- slags erindum og frúin heimsækir Akureyri nú, með gleði minnast ágætra viðtekta þar í höfuðstaðn- um. Og það gerum við bezt, og á mjög viðeigandi hátt, með því að fjölmenna á væntanlegan konsert frú Elísabetar. Björgvin Guðmundsson. Haustjundur Kantötukórs Akur- eyrar verður haldinn í Skjaldborg kl. 9 síðd. þriðjudaginn 20. sept. Áríðandi málefni liggja fyrir. Mætið, — mætið öll! I. O. O. F. = 1200100 = Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2 heldur fund í Skjaldborg sunnu- daginn 18. þ. m. kl. 8Y2 e. h. Áríð- andi að félagar mæti. Málið skýrist. Lausaskuldir Reykjavíkurbæjar nema á fimmtu miljón króna. Gutiormur J. Giiltorííisson, vestur-íslenzka skáldið, lagði af stað með Gullfossi heimleiðis á mánudagskvöldið, eftir að hafa ferðast víða um landið í 'sumar. Á sunnudagskvöldið flutti Guttorm- ur íslenzku þjóðinni hér austan hafs kveðju sína gegnum útvarp- ið, og á eftir flutti Helgi Hjörvar ávarp til skáldsins. í síðustu viku var Guttormi fært að gjöf frá Austfirðingum, búsettum í Rvík og í átthögum hans, málverk af Snæfelli eftir Finn Jónsson, og fleiri vinagjöfum var hann sæmd- ur. Eins og kunnugt er, hefir Gutt- ormur verið heiðursgestur Alþing- is og ríkisstjórnarinnar hér í sum- ar. Hugheilar hamingju- og árnað- aróskir íslenzku þjóðarinnar fylgja þessu öndvegisskáldi Vest- ur-íslendinga úr hlaði. Bœjarsljórnarkosning á Norðfirði. Þeir, sem litið hafa í verklýðs- blöðin að undanförnu, hafa orðið þess varir, að bæjarstjórnarkosn- ing stæði fyrir dyrum á Norðfirði. Reyndar fór fram kosning til bæj- arstjórnar í Neskaupstað eins og í öðrum kaupstöðum í vetur, en þar sem hin nýkjörna bæjarstjórn reyndist þá þannig skipuð, að ekki náðist samkomulag meirihluta um kosningu bæjarstjóra, var það ráð tekið að rjúfa bæjarstjórnina og stofna til nýrra kosninga, er fram fóru síðastl. sunnudag að undan- gengnum miklum gauragangi. Voru 4 listar í kjöri, sinn frá hverj- um stjórnmálaflokki. Að vísu köll- uðu kommúnistar sinn lista „sam- einingarlista11, og studdi Héðinn Valdimarsson hann af öllum þeim mætti, sem hann á yfir að ráða og „lá við“ þar eystra, eins og það er orðað, um þriggja vikna tíma á undan kosningunum. Úrslitin urðu þannig: Alþýðufl. 196 atkv. 3 Framsókn 60 — 1 Sjálfst.fl. 145 — 2 Kommúnistar 194 — 3 Eins og bæjarstjórnin á firði var skipuð eftir kosninguna í vetur, var hún talin óstarfhæf. En hún er alveg eins skipuð nú og því að líkindum jafnóstarfhæf enn. „Þjóðviljinn“ gaf glæsilegar vonir um, að kommúnistar næðu meirihluta með hjálp Héðins. Nú er mesti ljóminn fallinn af hinum glæstu vonum. fulltr. Norð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.