Dagur - 15.09.1938, Blaðsíða 3

Dagur - 15.09.1938, Blaðsíða 3
40. tbl. DAGUR 163 sinn skerf. Og þess má geta að barnaverndunarnefnd hefir íhlut- unarrétt um hvaða börn eru send. Við treystum því að íbúar höf- uðstaðar Norðurlands skilji, að sómi þeirra og heill bæjarfélags- ins er undir því kominn hvort íleiri og' stærri skref verða stigin á þeirri braut sem hér hefir verið troðin. „Einingar“-kona. Frú Guðrún Funch-Rasmussen ljósmyndari auglýsti í síðasta tbl. Dags myndatökur á nýja ljós- myndavél, er hún hefir komið fyr- ir á myndastofu sinni. Er vél þessi mjög vönduð að öllum frágangi, og hefir náð mikilli útbreiðslu á skömmum tíma. Tekur hún svo- nefndar combinationsmyndir, en það eru margar myndir af mis- munandi stærðum á einni plötu. — Getur maður látið taka af sér allstóra mynd á miðja plötuna og ýmiskonar smærri myndir um- hverfis. Þá getur og fjölskylda látið taka af sér hópmynd á miðja plötuna eða á horni hennar og síðan fyllt plötuna með smámynd- um af einstökum meðlimum fjöl- skyldunnar. Má haga myndatök- um á vél þessa á mjög margvísleg- an hátt, og eftir því sem hverjum þykir smekklegast eða hagkvæm- ast. Myndirnar er hægt að stækka eftir vild. Samvinnubyggingarfélag Akur- eyrar hélt aðalfund sinn 25. ágúst s.l. Var þar skýrt frá byggingar- framkvæmdum félagsins og lagðir fram reikningar þess. Á undan- förnum tveimur árum hefir fé- lagið veitt 25 byggingarlán til 24 íbúðarhúsa, samtals að upphæð um 210 þús. krónur. Flest húsin eru í byggingarhverfum félagsins við Helga-Magra-stræti, 12 hús, og Ægisgötu á Oddeyri 8 hús, öll byggð úr steinsteypu og að mestu samkvæmt nútímakröfum. Kostn- aðar-verð húsanna er 8—10 þús. og 14—16 þús. krónur eftir stærð þeirra og frágangi. Varasjóður og stofnsjóður fé- lagsmanna nema samtals 2840 krónum. Úr stjórn félagsins gengu tveir menn, Sigtryggur Þorsteins- son og Ingimar Eydal. í þeirra stað hlutu kosningu Jóhann Kröy- er til 3ja ára, Agnar Guðlaugsson til 2ja ára, og varamaður Kjartan Sæmundsson til 1 árs. Formaður félagsins er Vilhjálmur Þór, íramkvæmdastjóri. Skákfélag Akureyrar byrjar vetrarstarfsemi sína með málfundi föstudaginn 16. þ. m. kl. 8V2 e. h. og verður þar rætt erindi frá Skáksambandi íslands og um vetrarstarfsemina. Mjög er áríð- andi að félagsmenn fjölmenni. Kvenfélagið Framtíðin biður blaðið að flytja bæjarbúum beztu þakkir fyrir ágætan stuðning og hjálp við hlutaveltu félagsins 8. þ. m., sem haldin var til fjársöfn- unar til handa nýju spítalabygg- inguhni. Bann. Hérmeð er stranglega bannað að taka möl eða sand í fjörunum á Odd- eyri meðfram Oddeyrar- túnunum. Akureyri, 15. sept. 1938. K æ f a r k t j ö r i 1111. ERFÐAFESIULBND fást í Kollugerði. Böðvar Bjarkan. Tvær kýr til sölu, önnur snemmbær hin vorbær. R. v. á. TveoQia manna rúm með dýnu og undirsæng selst ódýrt. SaniweS rafvirks. Herbergi með Ijósi og hita til leigu í Lækjargötu 22. Kristján Jónsson. Aðalskrifstofa Hverfisgata 10, Reykjavik. Umboðsmenn í öllum, hreppum, kaup- túnum og kaupstöðum. — Lausafjártryggingar (nema verzlunarvörur) HVER6I HAGKVÆMARI! Bezf að váfryggfa lausf og fasf á sama sfað! UPPLÝSINGAR og EYÐUBLÖÐ á aðalskrifstofu og hjá umboðsmönnum. Athugasemd við athugasemd. Blaðið íslendingur skýrir frá því, að Hr. Axel Kristjánsson hafi dagana 19., 20. og 21. ágúst verið staddur vestur í Skagaíirði. Þetta eru að vísu ánægjulegar upplýs- ingar, en þær breyta þó í engu þeirri staðreynd, að hér heima á Akureyri var hans beðið í 20 mín- útur, og vissi þá enginn, hvar hann var staddur. Enda hafði hann enga tilkynningu sent for- stöðumönnum mótsins um fjar- veru sína. Viðstaddur. KIRKJAN: Messað í Lögmanns- hlíð n. k. sunnud. kl. 12 á hádegi. Blómadagar Hjálpræðishersins verða dagana 16. og 17. þ. m. Ættu þá allir að kaupa merki og þar með styrkja hið góða málefni. F U F »Féla§ ungra Fram§oknarmanna« heldur fund sunnudaginn 18. sept., kl. 2 e. h. í Skjaldborg. Félagar! Fjölmennið og komið með nýja méðlimi. S t j ó r n i n. Verðlag á kartöfium. Lágmarkssöluverð á kartöflum til verzlana er ákveðið: 15. sept. til 31. okt.: Kr.: 21,oo pr. loo kg. 1. nóv. - 31. des.: — 22,oo - loo - Innkaupsverð Qrænmetisverzlunar ríkisins má vera allt að þremur krónum lægra hver 100 kg. Smásöluálagning (við sölu í lausri vigt), má ekki fara fram úr 40<>/0, miðað við hið ákveðna söluverð til verzlana. — Heimilt er þó verzlunum er af einhverjum ástæðum kaupa kartöflur hærra verði en hinu ákveðna lágmarksverði, að haga smásöluálagningu sinni þannig, að hún sé allt að 40o/o af innkaupsverðinu. Hið setta verðlag er miðað við góða og ógallaða vöru. Verðlagsnefnd Grænmelisverzlunar ríkisins. Fólk vantar til að taka upp kartöflur. Upplýsingar í Uelga-Magrasfræfi 3 fiá kl. 7 — 8 síðdegis. Dansskemmtuu heldur U. M. F. »Ársól« að Munkaþverá, laugard. 17. sept. n. k., sem hefst kl. 10 e. h. — Kaffi fæst keypt á staðnum. Pipar, Allrahanda, Negull, í bréfum á 25 aura og baukum á 40 aura. Engifer, Saltpétur, Blandað krydd, Muskat. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild. verður settur laugardaginn 15. okt. n. k. kl. 8 e. h. Nýir iðnnemar og þeir, sem hafa í hyggju að taka próf milli bekkja í haust, tali við undirritaðan sem fyrst. KV ÖLDDEILD skólans tekur, svo sem að undanförnu, við nemöndum í íslenzku, dönsku, reikningi, bókfærslu og jafnvel teikningu. Ennfremur verður kennd þýzka fyrir byrjendur (í stað ensku áður). Skólagjald mjög sanngjarnt. Þar sem húsnæði er all-takmarkað ættu umsækjendur að tala sem fyrst við undirritað- an, sem gefur allar nánari upp- lýsingar um skólann. Til viðtals í Hamarsstíg 6, sími 264. Jóhann Frimann. J ö r ð i n IjaraargarðsliorB í Svarfaðardal fæst keypt og er laus til ábuðar frá næstu fardögum. Túnið afgirt og nokkuð af enginu, hvortveggja grasgefið i bezta lagi. — Heitar iaugar eru í landareigninni. - — Upplýsingar geíur Björn Jónsson, Tjnrnargarðshorni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.