Dagur - 10.11.1938, Side 2

Dagur - 10.11.1938, Side 2
194 DAQUB 4*. tbl. Blöð Sjálfstæðisflokksins, og þar á meðal íslendingur, hafa haldið því fram, að skatta- og tollabyrðin hafi þyngst svo mjög í tíð núver- andi ríkisstjórnar, að hún sé orðin að drápsklyfjum á bökum þegn- anna. Vegna þessarar fullyrðingar hafa blöð Framsóknarflokksins skýrt frá því, að árið 1937 hafi heildarupphæð tolla og skatta numið 119 kr. á hvern íbúa, en ár- ið 1925 hafi upphæðin verið 120 kr. á hvern íbúa. Sé hinsvegar tekð meðaltal ár- anna 1935—37 og í annan stað meðaltal áranna 1925—34, verður útkoman sú, að á fyrra tímabilinu eru skattar og tollar kr. 103,22 á íbúa, en á síðara tímabilinu kr. 109.74 á íbúa. Hækkunin er því um kr. 6.50 á mann eða um 5%. Þetta eru „miljónaálögurnar“, sem stjói’narandstæðingar eru sífellt að japla á. hefir verið minnzt á, ei það köll- uð „blekking“ í skrifum stjórnar- blaðanna, að tollahækkanir und- anfovin ár hafi hverfandi iítil á- hrií á vöruverðið, samanborið við álagningu kaupmanna. Segir Isl., að þetta sé „aulaleg staðhæfing“. Staðreyndirnar eru sem hér segir: Þar sem tollur er 10—42% af innkaupsverði vara, er álagning' 65—254%. Álagningin er í sumum tilfellum 10—11 sinnum hærri en allur tollurinn. Það liggur því al- veg Ijóst fyrir, að sé aðeins tekinn sá hluti tollsins, sem er hækkun i tíð núverandi stjórnar, er hér að- eins um hverfandi lítinn hluta að ræða í samanburði við álagning- una. Þetta er svo einfalt mál, að hvert barnið skilur og þarf því engra frekari útskýringa við. En ef ísl. vill endilega stangast við staðreyndirnar, þá er honum það ekki of gott. Hraustlega gert! ísl., er út kom 4. þ. m., íekur sér fyrir hendur að ræða um hinar „vaxandi álögur“ síðusíu þriggja ára. Ekki gerir þó blaðið nokkra tilraun í þá átt að hrekja framan- greindar tölur, og efast þn enginn um að ekki hefði verið við því hlífst ef fært hefði þótt. Þær standa því óhraktar og óhrekjan- legar. í þess stað hyggst blaðið að sanna það, að álögurnar hafi stór- ’ega vaxið á síðustu árum, með því að telja upp nokkrar hækkan- ir, er orðið hafa í þessum efnum. Framsóknarmenn hafa nú aldrei dregið neina dul á, að hækkanir hafi átt sér stað í ýmsum tilfell- um. En þær sanna ekkert um leildarhœkkun skatta og tolla, þó að ísl. vilji láta líta svo út. En blaðið steinþegir um það, að lækkanir á tollum og sköttum hafa einnig átt sér stað, og það eru þær, sem valda því, að heild- arbyrðin hefir lítið vaxið. Þetta veit ísl. ofur vel, þó að hann í blekkingarskyni láti þess ekki getið. Þetta er nú hans bardagaaðferð. Það stendur því óhaggað, að hækkun skatta og tolla nemur aðeins 5% eins og áður er sagt. Engum sanngjörnum mönnum mun vaxa þetta í aug'im, begar litið er á allar þær kröfur, sem til ríkisins hafa verið gerðar vegna kreppunnar og á margan hátt erf- iða ástands atvinnuveganna að undanförnu og allra þeirra fram- kvæmda til umbóta, er gerðar hafa verið á sama tíma. Á þæi framkvæmdir vilja andstæðinga- blöð stjórnarinnar helzt aldrei minnast. í sörpu íslendiing&gmn, séþi í „Tímanum“ 25. okt. er sýnt og sannað með tölum, að skuldir rík- isins hafi raunverulega ekkert aukizt frá því í árslok 1934. Grein- argerð Tímans er á þessa leið: „Skuldir ríkisins voru í árslok 1934 41.9 milj. kr. (smbr. Lands- reikning þ. á. bls. XIII). í árslok 1937 voru ríkisskuldirnar 46.5 milj. kr. Þessar tölur sýna 4.6 milj. kr. skuldahækkun á þessum 3 ár- um. En sú hækkun þarf skýringa við. Árið 1935 tók ríkið lán í Eng- landi, fyrst og fremst til greiðslu lausaskulda, er safnast höfðu fyrir árslok 1934. En í sambandi við þessa lántöku var það talið hagkvæmt að breyta reikningsláni með ríkisábyrgð, sem Útvegsbank- inn hafði í Englandi, í fast lán á nafni ríkisins. Er þá bankinn skuldunautur gagnvart ríkinu og stendur straum af upphæðinni, en hefir fengið betri kjör en áður. Þessi upphæð nam 3 milj. 650 þús. kr. Afföll af enska láninu 1935 voru um 560 þús., en það var tek- ið vegna eldri skulda og kemur því ekki við rekstri áranna 1935 —1937. Auk þessa hefir ríkið nú fært yfir á sitt nafn gamla skuld, 350 þús. kr., hjá Skeiðaáveitunni, sem löngu var vitað að lenda myndi á ríkinu, þótt eigi væri formlega yf- irfærð fyrr en nú. 250 þús. kr. hvíldu í eignunum Eyrarbakka og Stokkseyri, þegar ríkið yfirtók þær eignir, og koma því heldur ekki við rekstri þessara ára. í þessum upphæðum felst þá sú 4.6 milj. kr. hækkun, sem reikn- ingslega er talin að hafa orðið á ríkisskuldunum á þessum þrem árum. En eins og hver maður sér, er hér ekki um raunverulega hækkun að ræða, þar sem þessar skuldir voru til áður (fyrir árslok 1934). í árslok 1937 var því skuldabyrði ríkisins raunverulega hin sama og hún var í árslok 1934 — þ. e. hefir ekkert aukizt á þess- um þrem árum. Niðurstaðan er því sú, að þrátt fyrir innanað- og utanaðkomandi örðugleika, er samvinnustjórnin 1935—37 eina stjórnin, síöan ís- land varð sjálfstætt ríki, sem kom- izt hefir hjá því aö auka skulda- byröi ríkisins NÝJA-BÍÓ Fimmtudagskvöld kl. 9: Eigum við að dansa? Dans- og söngvamynd í 10 þáttum með hinu heimsfræga danspari Giiier Rosers og Fred flstaire. Nú víkur sögunni til málgagns íhaldsins hér á Akureyri. íslend- ingur 4. þ. m. birtir þessa niður- stöðu um ríkisskuldirnar undir fyrirsögninni „Sýnishorn af Tíma- sannleik". Eftir fyrirsögninni að dæma mætti ætla að ísl. sýndi ein- hverja viðleitni í þá átt að hnekkja þessari niðurstöðu með rökum. En nú gefst mönnum á að líta. Rök ísl. eru á þessa leið: „Hér verður ekki nánar farið út í niðurstöður Tímans, er honum þóknast að „horfa um öxl“, en dómgreind lesendanna látin um að meta hve heilbrigðar þær nið- urstöður eru, sem að framan eru tilfærðar, og hversu sneyddar þær eru „skrumi og fordómum“(!) Munu lesendur „íslendings“ vera hrifnir af þessari hreystilegu framkomu blaðsins!______ „Jón í GrófinniM heldur því fram í síðasta tölubl. Islendings, að kaupmannaverzlan- irnar séu hin mestu þarfaþing, því að þær greiði útsvör og skatta, sem komi almenningi að notum. En er ekki allt það fé, sem kaup- menn greiða á þenna hátt, frá við- skiptamönnum þeirra komið og fengið með álagningu á vörur, sem þeir kaupa? Um það þarf ekki að deila. Kaupmannaverzlanirnar eru engar sjálfvirkar mjólkurkýr; þær Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: ,Kameliu- frúin‘, hin margþráða og vinsæla kvikmynd, gerð samkvæmt hinu heimsfræga skáldverki Alexandre Dumas. Aðalhlutverkin leika: Greta Garbo Og Robert Taylor. þurfa gjöf til þess að geta veitt frá sér tolla- og skattamjólk, og sú gjöf er frá almenningi komin, sem verzlar við þá. „Jón í Grófinni“ þarf því að taka „þankabrot“ sín til endur- skoðunar, og mun hann þá komast að þeirri niðurstöðu, að þörfin á milliliöum í tolla- og skattgreiðsl- um er ímyndun ein og hreinasta della. Ljósmyndastofan 1 Gránufélagggötu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. KVEISLOPrt. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.