Dagur


Dagur - 24.11.1938, Qupperneq 2

Dagur - 24.11.1938, Qupperneq 2
202 D A G U R 50. tbl. • •• • • ♦ • ♦ ♦ ♦ ♦ • ■ » • • Laugaskóli og Lauoaland. Eftir PÉTUR SIGURÐSSON. Eftir mjög ánægjulega dvöl á Húsavík. sem eg hefi minnst á öðrum stað, lagði eg leið mína inn í Reykjadal. Hafði þess verið óskað, að eg kæmi þangað í heim- sókn til ungmennafélaga og al- þýðuskólans á Laugum. Á vegum ungmennafélaganna flutti eg þar tvö erindi, annað á Breiðumýri en hitt á Hólmavaði, en í alþýðuskól- anum flutti eg þrjú erindi, og mun þar hafa verið samankomið um hundrað manns frá báðum skól- unum. Þetta var mjög myndarleg- ur og ágætur áheyrenda-hópur. Eg minnist þess með sérstakri ánægju, að nokkrir nemendanna heimsóttu mig á herbergi mitt, að ræða við mig bindindis- og menn- ingarstarf, heima í þeirra eigin héruðum, og óskuðu eftir sam- starfi. Ekki varð annað séð, en að öll umgengni í skólanum og stjórn hans væri hin bezta. Eg var gest- ur skólastjórans þessa daga sem eg dvaldi á Laugum, og sendi eg þeim hjónum mínar kærustu kveðjur og þakklæti fyrir góða og mjög ánægjulega daga á heimili þeirra. Einn daginn fórum við milli 50 og 60 í gönguför, og gengum eina 14 km. Var það hressandi og heilsubætandi ferðalag. Þá var mér boðið að heimsækja húsmæðraskólann á Laugum og flytja þar erindi, og auðvitað var það ekki hið lakasta. Þar voru og staddar kennarakonur frá alþýðu- skólanum. Ef þessi snotri og prýðilegi húsmæðraskóli er smá- mynd þess heims, er kvenþjóðin mundi skapa, ef hún fengi völdin, þá legg ég til að hún taki við stjórninni. Alstaðar sáust á þessu fyrirmyndar skólaheimili merki þeirra handa, sem bezt skreyta lífið í mannheimi, hjúkra sálum manna og umvefja þá ástúð og blíðu. Skilningsgóðum lesara þarf ekki að finnast neitt broslegt við það, þó ég segi, að hvergi á ferða- laginu hafði mér liðið betur en i þessari kvenna- og meyja-skjald- borg, er við drukkum öll myndar- lega framreitt kaffi á eftir. — Forstöðukonan er Kristjana Pét- ursdóttir, og þarf ég ekki að kynna hana, því hún er ein hinna ágætu kvenna, sem allir ljúka lofsorði á. — Það er í alla staði mjög ánægjulegt að heimsækja skólana á Laugum. Nú vildi svo vel til, að góðkunn- ingi minn, Eiríkur Pálsson, lög- fræðinemi við Háskóla íslands, kom í heimsókn til skólans, á veg- um Bindindissambands í skólum. Sýndi hann skuggamyndir og flutti erindi um bindindismál. Með honum fór ég svo til Akureyrar, sem er eftirlætisbærinn minn á ís- landi. Hér verð ég nú að brjóta blað, því lengra var ég ekki kominn með línur þessar, er ég reis úr > *-* * * » • • rekkju snemma á mánudagsmorg- uninn 21. okt., á Munkaþverá. Þar hafði ég flutt erindi kvöldið áður fyrir ágætum tilheyrendahóp. Nú varð ég að bíða fram um hádegi eftir bílferð og gekk því út að Laugalandi, eins og sá, er langar til að hnýsast í það, sem er þó hálfgerð bannvara. En hér var hægt að finna sér nokkuð til af- sökunar, því á Laugalandi er ekki aðeins kvennabúr, heldur líka prestssetur, og auðvitað fór ég og heimsótti prestinn. En prestar hafa aðgang að öllum hofum, og séra Benjamín Kristjánsson leiddi mig í hina fögru meyjaskemmu á Laugalandi. Skólinn er sjálfur svo stílhreint og fallegt hús — busta- og hornalaust — að annað er ó- hugsandi en að hann geymdi eitt- hvað fallegt innan veggja sinna, og ætti ég ekki að þurfa að rök- styðja það frekar. Hin unga og ágæta forstöðukona skólans kom mér í samband við sinn fríða meyjahóp, og flutti ég fyrir þær erindi. Auðvitað ekki um bindindi, nema hvað ég varaði þær við þeim fjanda og fegurðar- spilli, sem sígaretta kallast, og selt hefir um of unga menn og meyjar lands vors í þrældóm. Eg þarf víst ekki að segja það, að þetta var hinn elskulegasti tilheyrendahóp- ur, og hið stóra skólaheimili þeirra er hin mesta prýði bæði utan og innan, litir mjög smekklega og vel valdir og herbergin séi'lega vistleg. Umgengni öll fullkomin fyrirmynd. Þegar öll húsmæðra- efni á íslandi hafa vanizt slíkri vist, þá hlýtur sá þjóðarósómi að hverfa, sem óþrifnaður heitir, og enn á víða of mikil ítök. Mér var það verulegur fengur að kynnast betur prestinum á Laugalandi og hans fyrirmyndar- heimili. Hann hefir einhverntíma litið í bók, maðurinn sá. Það gagn- ar lítið, að segja manni, þegar maður kemur á slíka staði, að öf- und sé ókristilegt athæfi. — Eftir hálfs dags eftirminnilega dvöl á Laugalandi ók svo séra Benjamín Kristjánsson með mig í bíl sínum til Akureyrar. Svo óhætt er fyrir mig sem gest hans að segja, að þar var vel tekið á móti og vel frá gengið. 14 ár i Kína heitir nýútkomin bók eftir Ólaf Ólafsson kristniboða, sem nú dvel- ur hér í landi í tveggja ára fríi frá starfi sínu austur þar. Fyrst skýrir höfundur frá för sinni austur til Kína, síðan lýsir hann kristniboðsstarfinu þar, segir ým- islegt frá þjóðháttum Kínverja, og síðast greinir hann frá tildrög- um þess, að hann gerðist kristni- boði. Bókin er um 150 blaðsíður, fróðleg á ýmsan hátt, liðlega skrifuð og skemmtileg aflestrar. Verður lesandinn þess lítt var af máli og framsetningu, að höfund- ur hafi dvalið langvistum meðal framandi þjóða. I. O O. F. = 12011259 ss O. Selma Lagerlöf, hin fræga, sænska skáldkona, varð áttræð um síðustu helgi. Kveðja til Guttorms J. Gutlormssonar. Góði Guttormur! sem galsa-stormur í laufi leiki og litverpu feyki, þú kant að þyrla þokum, og byrla sólskin og sælu úr súld og brælu. NÝJA-BÍÓ Fimmtudagskvöld kl. 9: ¥ Aðalhlutverkin leika: Hin fræga skautadrottning Sonfa Henie Allt við þér brosi — útsynnings-rosi, yfir þig falli aldrei á fjalli. Gleðji þig grundin, gjögur og sundin, fönn í fjallsbrúnum, flekkir á túnum. Ak heilum vagni — verði þér að gagni för þín um flæði, flyttu ný kvæði. Stuðla ástarorð frá úthafsstorð væringja þjóðum á vestur slóðum. Far heill um flæði með föng í kvæði: Andvara og yl, árstrauma spil; sævarhljóð og súg, svifléttan múg sólfáðra svana er syngja við bana. Friðgeir H. Berg. Nokkur minningarorð um Sveinb/'örn Sigtryggsson Saurbæ. Þann 17. okt. síðastl. andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar, eftir fárra daga veru þar, merkisbóndinn Sveinbjörn Sigtryggsson, Saurbæ, úr illkynjaðri blóðeitrun. Hann var jarðsunginn að heimili sínu 1. nóv. s.l. af síra Benjamín Krist- jánssyni, að viðstöddu fjölmenni. Sveinbjörn sál. hafði kennt nokkurrar vanheilsu s.l. sumar, en vann þó alla daga fram að banalegunni, sem ekki var nema rúm vika. Hann var einn af þeim mönnum, sem aldrei slapp verk úr hendi, og hann var búinn að reyna það, að ef búskapur á að og hinn glæsilegi Tyrone Power. geta blómgast sæmilega, þá dugir engin löðurmennska, enda lá hann ekki á liði sínu. Sveinbjörn var fæddur 6. júní 1882 af fátækum foreldrum, en greindar- og dugnaðarfólki. Hann missti föður sinn ungur, og varð að fara til vandalausra og vinna þar fram á fullorðinsár. Ekki gat hann í æsku notið neinnar sér- stakrar menntunar, en varð að gera sér að góðu, þá tilsögn, sem í þá daga var talin nægileg, til þess að fá fermingu. En það var mjög misjafnt hvemig menn not- færðu sér þessa litlu tilsögn. — Mér er óhætt að segja, að Svein- björn hagnýtti sér vel þá kunn- áttu, sem hann hlaut á ungdóms- árum sínum, því hann var maður framgjarn og duglegur, ræðinn og bókhneigður, og var því alltaf að læra. Hann fylgdist vel með öllu, sem að framförum laut, hafði áhuga fyrir nýungum í búnaði og var búinn að afla sér ýmsra vinnuvéla, og var fljótur til þess að taka það upp, sem varð til þess að létta vinnuna og prýða heim- ilið. Sveinbjörn sál. giftist eftirlif- andi konu sinni, Sigrúnu Jóns- dóttur, mestu dúgnaðar- og mynd- arkonu. Þau eignuðust 6 börn, sem öll eru á lífi: Rósa, kona Halldórs bónda í Hleiðargarði, Herbert, sem dvelur á Akureyri, Ljósmyndastofan í OránufélagsKÖtu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. ■tWWWHWWnWHiW B .. ■ I „... 3 1 Kaupfélag Eyfirðinga. Skódeild.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.