Dagur - 22.12.1938, Qupperneq 3

Dagur - 22.12.1938, Qupperneq 3
54. tbb DAQUK m að lífið sé komið frá guði og streymi til guðs, að trúa því einn- ig, að englarnir hafi sungið vöggusöng hans, sem mesta birtu hefir flutt með sér inn í líf jarð- arinnar? Er það nokkrum örðug- leikum bundið, að ímynda sér að Jesús hafi haft sérstakt erindi að flytja, sendur af guði oss til leið- sagnar og sáluhjálpar? öll slík trú verður oss eðlileg undireins og vér sannfærumst urn, að lífið sé guðdómlegt. Og það er hugsunin um þessa vakandi elsku guðs yfir mönnun- um, sem er einn þátturinn í jóla- gleði vorri. Slík er dýrð guðs í upphæðum, að hann vakir yfir öllu lífi, hversu smátt og auðvirði- legt, sem oss kann að virðast það. Hann gleymir engu. Ekki smá- fugli, sem fellur til jarðar. |qpVERNIG sem fortilveru Jesú hefir verið háttað, þá var dýrð guðs að koma niður á jörðina með fæðingu Jesú í fyllra mæli, en menn þekktu hana áður. Þvi að hann var ljómi guðs dýrðar og ímynd veru hans, segir einhvers- staðar í hinum helgu bréfum nýja testamentisins. Gyðingar höfðu áður en Jesú fæddist, talað um dýrð guðs, en þá höfðu þeir óttast hana og trúað því, að hver sem liti hana væri markaður geirs- oddi dauðans. Þann ljóma, sem er fögnuður kærleikans, þekktu menn ekki áður nema í ófullkorh- inni mynd. Jesús flutti mönnun- um þá opinberun, að allur þroski vits og ástar væri vöxtur guðs- dýrðar á jörðunni. Þessvegna er það satt, sem stendur í Jóhannes- arguðspjalli, að Jesús hafi komið í heiminn til þess að mennimir hefðu líf og hefðu nægtir. Vax- andi guðsdýrð á jörðu er eitt og hið sama og vaxandi líf, fullkomn- ara, sannara og æðra líf. Þetta er og ástæðan fyrir því, að hið sama guðspjall kallar Jesú iðulega að- eins lífiö. Það kallar hann líka Ijósið, sem upplýsir hvern mann. Því að einmitt það, að breyta guðsóttanum í guðselsku, að leysa fyrir manninn þyngstu gátuna: hvað hann sé og hvað hann eigi að verða, það er að kveikja ljós skilningsins í sálinni, sem hrekur á brott myrkur örvæntingarinnar úr huganum. Jj'RIÐUR á jörðu og velþóknun meðal mannanna“. Þetta stef, sem englarnir sungu við vöggu Jesú varð lífshugsjón hans. Fyrir þá hugsjón lifði hann og dó. Friður — það er dýrlegt orð! Það er söngur og hlýja í því. í því felst draumur yfirnáttúrlegra ver- alda. Hvað er friður? Friður, er ekki aðeins það, að mennirnir hætti að berjast og stangast um veraldargæðin. Frið- ur er ekki aðeins að menn sneiði hjá illindum og hallmæli ekki öðr- um. Friður er máttur, sem streymir út frá þeirri sál, sem öðl- ast hefh' hreint hjarta og kær- leiksríkt hugarfar og uppljómaða vitsmuni. Friður guðs, sem er æðri öllum skilningi, streymir gegnum þann mann, sem þannig temur vilja sinn til heilagra at- hafna. Friðurinn, er ekki athafna- leysi eða afskiftaleysi, -heldur kærleikssamfélag manna, bróður- lund og vináttuþel. Þetta er friður guðs meðal mannanna. Og hversu friðvana hefir heimurinn verið lengst af, jafnvel í þrengsta skilningi þess orðs! Þó að Páll postuli talaði um það, að þrá skepnunnar bíði eftir endurlausn guðssona, þá hefir sú þrá löngum verið kæfð, af hergný og dramblæti, valdafýstar og ágirndar. Friðvana hefir heimur- inn stunið í herfjötri óvits og nauða og barizt fram á síðustu ár af örvita grimmd. Hafa þá áhrif friðarhöfðingjans orðið svo lítil? Hafa menn ekki heyrt grát jólabarnsins gegnum hávaða og gný orrustunnar? Á hverjum jólum kemur friðar- engillinn ofan til jarðarinnar með hinn sama ástúðarboðskap — um dýrð guðs og velþóknun yfir mönnunum. Ef til vill erum vér hætt að veita því athygli nú, en þegar vér vorum börn, þá fundum vér það svo glöggt, þegar dró að jólum, hvernig loftið varð þrungið af gleði og kærleika, hversu jólaljós- in voru björt og yndisleg og hvernig jafnvel snjórinn varð hreinni en áður. Og sá geisli ást- úðarinnar, sem snertir hjörtu barnanna, snertir einnig barns- lund fullorðna fólksins, svo að það verður viðkvæmara, en áður og örlátara á bros og hlýju. En vér, hinir fullorðnu, eigum þó að skilja betur en bamið, þann boðskap, sem jólin hafa að flytja. Vér eigum að skilja þann boðskap englanna, að friður Jesú Krists, er sú endurlausn sem heimurinn þráh' og þarfnast. þessum jólum horfum vér út í skammdegissortann, eftir komu friðarengilsins, með meiri eftir- væntingu, en nokkru sinni fyrr. Heimurinn, langþreyttur af stríði og hörmungum, bíður í ugg og ótta við nýja yfirvofandi heims- styrjöld. — Aldrei hefir þörfin fyrir komu friðarhöfðingjans ver- ið brýnni, aldrei hefir trúin á hann verið nauðsynlegri — aldreí hefir það orðið eins ljóst, að þjóð- irnar muni tortímast, nema þær iðrist synda sinna, taki sinnaskift- um og trúi. Megj almáttugur guð, gefa öll- um þjóðum hamingju til að varð- veita með sér blessun hins ytra friðar, svo að mönnunum megi einnig takast að ávinna hinn æðra og meiri frið sálum sínum. Með þá bæn í huga bjóðum vér hver öðrum GLEÐILEG J Ó L! KarlÉÉi »G E Y SI R« tilkynnir: Oleðikvöldinu 28. des. frestað. Verður í janúar og þá auglýst. Oleðileg jól! Stjórnin. ■m NÝJA BÍÓ ■■■■■ Annan jóladag kl. 5 og 9 Sigurvegarlnn frá Hampton Roads. Sænsk stórmvnd er sýnir þætti úr æfisögu hugvitsmannstns heimsfræga JOHN EJRICSSON Aðalhlulverkið leikur frægasti núlifandi leikari og leikstjóri Svía Victor Sjöström dsamt Márte Ek- ström, Kotte Chave o. ti. Myndin fer að mestu fram í Bandaríkjunum árin 1858 — 1864 og segir meöal annars frá viðskiptum hins fræga hugvitsmanns viö flotamálaráðuneyti Bandaríkjanna eítir að hann hafði byggt herskipið »Princeton« fyrir það. Skipið var útbúiö ýraum tækjum, sem ekki höfðu áður þekkst, svo sem skipsskrúfum í staö hjóla, nýrri gerð reykháía o. s. frv. En þegar til kom neitaði flotamála- stjórnin að greiða Ericsson fyrir skipið. Rekur nú myndin æfin- týrin þar til Ericsson fær viðurkenningu fyrir uppfvndingar sínar, enda er honum þakkaö að hafa átt sinn mikl* þátt í að Norður- ríkjamenn unnu sigur í þrælastríðinu. Inn í myndina er ofiö ást- aræfintýri. Kl. 3: LITLI OG STÓHI Gleðileg jól, hamingjurlkt nýtt dr. Kaffibrensla Akureyrar h. f. Jólagjafir handa börnum. Bezta úrvalið af leikföngum er hjá o k k u r. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. K AUPl notuð isl. frímerki hæsla verði. Guðm. Guðlaugsson Kea Ritstjóri; Ingimar Eydai. P0LYF0T0 myndastofan er opin virka daga kl. 9—12 og 1—7. siinnndaga kí 2—4. Preiflverk Qdds Björnssonar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.