Dagur - 19.01.1939, Side 2

Dagur - 19.01.1939, Side 2
10 D A G TJ R 3. tbl. Minni gu (FLUTT Á ÞORRABLÓTI). I. Efalaust mun það vera til hneykslunar strangtrúuðum mönnum, að kristinn prestur rísi úr sæti sínu, til að blóta heiðin goð. En það hefir lengi þótt loða við okkur Eyfirðingana, sem ein- kenndi forföðurinn, Helga hinn magra, að við værum blendnir í trúnni, og tel eg þetta reyndar ekki að öllu leyti ljóð á voru ráði. Sízt af öllu væri hægt að telja það til trúleysis, að blóta marga guði. Fremur mætti það kallast hið gágnstæða. Virðist mér því svo, að forfaðir vor, Helgi hinn magri, hafi með því að heita á Þór eða Krist til skiptis, eftir því sem hon- um þótti betur við eiga, sýnt sig að vera trúmann mikinn og ástvin guða, en hinsvegar færi fjarri því, að hann væri þröngsýnn eða of- stækisfullur í trúnni. Og vildi eg gjama, að þetta einkenni hefðum vér einnig erft af honum. Skrifað stendur það að vísu í lögmáli Gyðinga og þeirra boð- orðum, að eigi skulir þú affra guði hafa, og gerðu þeir mikið veður út af því Gyðingamir, sem alltaf voru að berjast móti fleir- gyðistrúnni, að þeirra guð væri mjög vandlátur eða afbrýðissamur guð, sem ekki þyldi neina hjá- guðadýrkun og reiddist henni ákaflega. En eg ætla, að inn i þessa miklu afbrýði, sem þeir eignuðu guði sínum, hafi ofist snar þáttur af þeirra eigin lund- areinkennum. Nær sanni fari sú hugmynd, sem nýja testamentið gefur oss um guðdóminn, að hann láti sína sól upp renna yí'h’ vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta. Með þessari lýsingu er horfin öll afbrýði úr lundarfari guðdómsins. Hann stendur þar ekki framar með refsivöndinn á lofti, eins og mörgum er svo gjarnt á að hugsa sér, yfir öllum þeim, sem ekki tilbiðja hinn eina sanna Jahve Gyðinganna. Bezt gæti maður trúað því, að slíkur guðdómur spyrði hreint ekki að því, með hvaða nafni mennirnir ákölluðu guði sína, heldur spyrðu hann hverskonar guðir það væru, sem þeir tilbæðu, hversu fagrir og góðir, hversu vitrir og mildir. Því að í guðshugmyndunum, sem auðvitað grípa aldrei með fullum skilningi yfir veruleikann sjálfan, speglast þó að minnsta kösti mikið af eðli mannanna. Þær eru mælikvarðinn á hæðir og dýptir vitundarlífsins, drauma vorra og þrár og ímyndunarafl, og eru að því leyti sannar, sem hið æðsta og bezta í oss reynist sann- ara og lífinu samkvæmara og heilladrýgra, en hitt, sem vér köll- um illt eða óguðlegt. Það er í þessum skilningi, sem eg vil mæla nokkur orð fyrir minni hinna fornu guða feðra vorra. II. Fyrst væri gott að gera sér ljóst >-# • • • > ðanna. á hverju fleirgyðishugmyndirnar byggjast. Aliar kynslóðir hafa skilið það, að þær eru fæddar tiltölulega vanmáttugar og fávitandi inn í heim, sem yfirstígur jafnt skiln- ing þeirra og krafta. Svo mikið hafa menn þó skilið, að þessi ver- öld hefir mikla víðáttu, og er hið mesta völundarsmíð. Þeir frum- kraftar, sem í tilverunni búa, eru svo fjölkunnugir og margvísir i sköpun sinni, að við þeim sjáum vér ekkert. Þetta er hin fyrsta ályktun trúarinnar, sem birtist í öllum trúarbrögðum. Næsta atriðið verður það, að gera sér grein fyrir effli þessara vitsmunaafla, sem skapað hafa alla hina sýnilegu tilveru og oss eru snjallari, og fer sú greinar- gerð eða þær hugmyndir auðvitað mjög eftir andlegum og vitsmuna- legum þroska þeirra þjóða, sem um er að ræða. Hugsum okkur t. d. grísku guðina, í sólskini Hóm- erskvæðanna, fagra og íturvaxna og ásthneigða. í þeim birtist feg- urðarþrá og listaþroski þessarar suðrænu þjóðar. Vorir guðir hinir norrænu eru hinsvegar krafta- jötnar, vitrir og ástríðuríkir, en fi'emur stríðlyndir. í því birtist skapseinkenni víkinganna. Upp- runalega hugsa mennirnir sér að hverju einstöku fyrirbrigði nátt-. úrunnar stjórni sérstakur guð- dómur. Það eru guðir láðs og lag- ar, guðir skógar og jarðargróða og guðir sólar og himintungla. Svo koma guðir kraftarins, guðir vits- ins og skáldskapaiáns, guðir stríðs- ins og guðir ástanna og endurfæð- ingarinnar. Grikkir og Rómverjar höfðu guði fyrir allt þetta og 1 vorri fornu goðafræði samsvöruðu þessum ýmsu náttúrufyrirbrigð- um guðir eins og: Ægir og Freyr, Baldur og Þór, Óðinn og Týr, gyðjurnar Freyja og Iðunn og svo frv. Það sem gerist með eingyðis- trúnni er reyndar aðeins það, að starfsvið og eðlisþættir þessara mörgu guða er dregið saman í eitt. Menn fara að gera sér í hugar- lund, að hér sé reyndar ekki um starfsemi margra guða að ræða, heldur að í einum sönnum guði lifi og hrærist allar þessar starf- semdir. Sá guð sé almáttugur, frá honum sé krafturinn — en það er starfssvið Þórs. Hann sé alvitur. Það er starfssvið Óðins, sem úr Hliðskjálí sá yfir heima alla og vissi hverskonar speki. Frá hon- um komi sól og regn, gróður og uppskera. Það er starfssvið Freys,- Hann heyri stormsins hörpuslátt og gerþekki allt sjávar- djúpið. Það er starfssvið Ægis. Hann búi í því ljósi, sem enginn fær til komist. Það eru Breiðablik Baldurs. Hann sé guð lífsins og endurfæðingai'innar. Það er verk- svið þeirra Freyju og Iðunnar. Þannig má lengi halda áfram að telja og mun það þá koma í ljós, að hin heiffnu goff, sem svo eru nefnd, eiga reyndar flest heima við hirð guðs almáttugs, jafnvel Loki, sem er fulltrúi hins fallna engils. Og á þennan hátt verður það því mjög réttlætan- legt, að vér blótum hin fornu goð, þegar vér sjáum að þau standa reyndar aðeins sem fulltrúar eða nafngiftir sérstakra eðlisþátta guðs allsherjai'. Hinir glæsilegu guðir fornaldarinnar voru því ekki aðeins óskabörn ímyndunar- aflsins og trúarinnar á þeim tím- um, þeir standa ennþá sem full- trúar ákveðinna lífssanninda og ákveðinna hugsjóna, sem vér trú- um á. Þegar þess er gætt, að í þessum guðum persónugerðu forfeður vor- ir, eins og aðrar þjóðir, aðeins þau skapandi öfl, er þeir skynj- uðu hvarvetna að baki tilverunn- ar, þá er það í sjálfu sér ekkert annað en hið sama vér gerum, í vorri guðshugmynd. Það, hvort guðinn telst einn eða fleiri, skipt- ir þá ef til vill ekki svo mjög miklu máli, meðan vér erum enn- þá komin skammt á veg og lítt handgengin guðum. í þrenningar- lærdómi og dýrlingatrú kaþólsku kirkjunnar bryddir reyndar aftur á tilhneigingunni til fleirgyðis, sem oss hefir á öllum öldum geng- ið svo erfiðlega að losa oss við. Aðalatriðið er líka það, að skynja hið guðdómlega, trúa því, að guð- irnir séu miklir og góðir — og fagrir, bættu Grikkirnir við. Því að þeir eru höfundar þeirrar hugs- unar, sem Emerson setur fram, að fegurðin sé það stimpilmerki, sem guð setji á hið góða. Yfir öll- um draumum trúarbragðanná hef- ir síðan logað ljós fegurðarinnar. Villan og heiðnin byrjar þar fyrst sem guðimir eru grimmir og ljótir, fylking þeirra er fá- skrúðug eða þar sem þeir eru þröngsýnir og ofstækisfullir. Og það sem unnið var við að setja þessa guði saman í eitt, var reyndar fyrst og fremst það, að þá skapaðist réttari afstaða þeirra á milli, einn eðlisþátturinn kom síðar til að yfirgnæfa annan. Guðshugtakið stækkaði að fegurð og göfgi, og mennirnir stækkuðu með því að andlegu víðsýni og menningu. III. Það er jafnvægið og víðsýnið sem nauðsynlegast er af öllu til andlegrar menningar. í fieirgyð- inu liggur fólgin hætta hins blinda ofstækis og þröngsýni. Þó að Snorri Sturluson fylki goðum vorum öllum í hina skemmtileg- ustu fylkingu, þá var það þó ekki algengt til forna, að menn tryðu á guðina á þann hátt eins og ætla má af Eddu. Lang algengast mun það hafa veiið, að sumir hafi dýrkað Þór, aðrir Tý, sumir Frey eða Óðin og sumir Freyju. Villan hjá þessum mönnum lá reyndar aðallega í því, að þeir dýrkuðu svo mjög einn guðinn, að þeir gleymdu öðrum. Og þegar við förum að athuga málin nánar, þá er þessi villa reyndar býsna algeng ennþá. Því að enda þótt svo heiti, að við séum kristin, þá blótum \áð samt ennþá hin fornu goð í miklu víðtækara mæli, en við gerum oss almennt ljóst. Það er ekkert að marka hvaða trú vér játum. Vor raunverulega trú kemur fram í verkunum. Og í verkumrm trú- um við á hin heiðnu goð, því mið- ur ekki eins og vitringurinn Snorri, og jafnvel naumast eins og okkar ágæti forfaðir Helgi hinn magi’i. Villa okkar er sú, að við erum of einhæf í trúnni. Það eru ennþá til menn, sem trúa aðallega á Þór — eða fulltrúa hans á þess- ari öld, sem vér getum kallað vélakraftinn. Það erú þeir menn, sem halda að járnöld hinnýja geti bætt öll mannanna mein. Það eru til menn, sem dýrka Óðin, eða vitsmunina á mjög einhæfan hátt. Þetta eru vísindamennimir, sem eyða allri æfi sinni í það, að kljúfa atómin, eða búa til eitur- gas. Þá dreymir að vísu um það, að vitið eitt eða framfarir í vís- indum megni að færa allt í lag á jörðinni. En þess má um leið minnast, að Óðinn hafði það til, að skjóta geiri sínum niður á jörð- ina og spruttu þá upp illdeilur og orrustur. Vísindin eru tvíeggjað sverð, sem jafn reiðubúið er til ills eins og góðs. Framfarir í vís- indum geta jafnt leitt til böls sem batnaðar, eins og sjá má af hin- Ljósmyndastofan i Qránufélagrsgötu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. tnHftmmiHtmg lnniskór fyrir karla og' konur i miklu úrvalí. Kaupfélag Eyfirðinga. Skódeildin.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.