Dagur - 19.01.1939, Page 3

Dagur - 19.01.1939, Page 3
3. tbl. DAGUR 11 Jarðarfiir §onar okkar Þ ó f h a I 1 s, sein asadaðisf á hressing'arhælinu í Kópavogi 26. S. na. €er frani frá AEcnreyrarkirkju 24. þ. m. kl. 1 e. li. Matfhildur Grícnsdáftér. Ballgrímur Helgason. 'll'lllil—l t1 il Hl BMIliaiMBHIBIllliiHiiiiini'IIWIIIHliMlilliníTBinBIIIHMBHIIIIHMMIIillHB'WIH—IW Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð og hluttekning við andlát og jarðarför Friðílimu Frlðbfaruardóttur. . Vandamenn. um vísindalega herbúnaði vorra tíma. Þá vitum vér hversu margar af þjóðunum trúa ennþá á stríðsguð- inn Tý, og sjáum til hvers sú trú leiðir. Ennþá er trúað á Ægi og Frey til sjávar og sveita og ýmsir útlendir guðir eru nú komnir til sögunnar ems og Mammon og vín- guðinn Bakkus. Loks megum vér ekki gleyma Freyju, sem átt hefir marga ástvini fyrr og seinna, með öllum þjóðum, og eru þeir margir sem leita sér yndis af heimar föruneyti. En Freyju fylgja kett- irnir, sem draga vagn hennar, og eru þeir bæði slægir og grimmir og hafa margir hlotið illar skrá- veifur af þeirra völdum, sem of mjög hafa orðið handgengnir þessum guðdómi. Þannig má lengi halda áfram, og hnígur þá allt að hinni sömu niðurstöðu, að ennþá blótum vér heiðin goð, bæði leynt og ljóst. Og hví skyldum vér ekki gera það, einungis á skynsamlegan hátt? Öll standa þau sem fulltrú- ar ákveðinna lífssanninda og lífs- gæða. Þór er góður -— vélakrafturinn, þessi jötunorka, sem beizluð hefir verið og á vafalaust eftir að létta miklum hluta hins þyngsta erfið- is af herðum mannkynsins. En krafturinn dugir ekki einn. Þór er heimskur og það þarf að hafa vit fyrir honum. Þá getur hann með Mjölni sínum lagt að velli hin ægilegustu tröll fátæktar og erf- iðleika, sem staðið hafa í vegi mannanna. Óðimi er ágætur. Hvað er betra en skilningurinn og vitið, ef því er beitt til góðs. En Óðiim þarf handleiðslu kær- leikans. Týr er fulltrúi hugrekkisins og hreystinnar. Alltaf er jafnmikil þörf á því, þótt vér notum það ekki til að drepa hvert annað. Og hver vildi algerlega afneita ástar- gyðjunni Freyju, þó að bannsettir kettimir séu í fylgd með henni, en það merkir, að ástin, sem hún stendur sem fulltrúi fyiir, geti orðið grimm, afbrýðissöm og und- irförul. Hver þessara guða er ágætur á sínum stað. Þeir eru ennþá föru- nautar vor allra. En hvað er það sem vér höfum leitast \dð að gera við þá í kristinni trú? Vér höfum leitast vi8 að skipa kraftinum undir . vitsmunina og vitsmununum undir kœrleikann. Svo hét það að vísu, að Þór væri sonur Óðins og Óðinn væri því honum æðri. En gallinn á Óðni var sá, að hann var kaldrifj- aður og slægvitur og veraldar- höfðingi hinn mesti. Freyja átti að sönnu nokkur ítök í honum, en bæði var, að Freyja var aðeins fulltrúi hinnar líkamlegu ástar, enda var Óðinn marglyndur í ást- unum, skreið inn í hamarinn til Gunnlaðar og átti vingott við huldur og hamragýgi og hafði fjölmargar valkyrjur sér við hlið. En það sem forfeður vorir áttu reyndar engan fulltrúa fyrir með- al sinna vitru og ágætu guða var hinn andlegi kærleikur, miskunn- arlundin, sem hafin er vfir allar mannlegar ástríður. Þeh* áttu eng- an guðdóm fyrir líknarlundina, þá meðaumkun, sem nær til aumra og volaðra, hinna þjáðu og bág- stöddu, nema ef það væri Eir, þerna Friggjar, og er þá þessari skapseinkunn ekki gert hátt und- ir höfði — enda var yfirleitt harð- úðugt lundarfar víkinganna og voru þeir hvergi viðkvæmir fyrir sárum eða bana. IV. Það var Hvíti-Kristur, sem kom til að fylla upp í'þetta skai’ð. Hann líktist að vísu Baldri í hreinleik og sakleysi, en var hon- um þó stórum öflugri í miskunn- arlundinni og kærleikanum. Eng- um efa er það orpið, að uppruna- lega gerðu forfeður vorir, eins og Helgi magri, lítið annað en að bæta honum við í guðahópinn. En smámsaman varð mönnum það ljóst, að hann var um aðra fram fulltrúi hins hæsta guðs, því að „þeirra var kærleikurinn mestur“: Þá tóku sumir ofstækismenn að yrkja níð um hin fornu goð og segja: „Grey þykkir mér Freyja“. Hefir mér jafnan fundist, að maklega hafi Hjalti Skeggjason verið útlægur gerr af landinu fyr- ir svo heimskulegan kviðlmg, því að það er eins og að níðast á for- eldrum sínum, að svívirða þá helgu dóma, er vér tignuðum áð- ur, þó að síðar þykjumst vér komast til fyllri sannleikans við- urkenningar. Og mér leikur ávalt grunur á, að þeir sem viðhafa slíkan ofsa í trúarefnum risti heldur aldrei djúpt í hinum nýja sið og trúi sér því hvorki til sálu- hjálpar á einn guðdóm eða annan. Þessvegna dáist eg að Helga hinum magra, forföður vorum, sem hét á Þór í sæförum og harð- ræðum, þegar karlmennskunnar þurfti við, en trúði á Krist til hinnar friðsamari iðju. Þessi vitri og víðföruli maður, sem bæði að uppeldi og ætterni stóð með ann- an fótinn í heiðinni menningu en hinn í kristninni, kunni vafalaust vel að meta þau menningarverð- mæti, sem hvortveggi átrúnaður- inn hafði í sér sér fólgin. Því að í trúarbrögðum þjóðanna speglast þeirra andlega reynsla í óteljandi ættliðu. Þar er kristölluð skáldleg sýn og hugsæigáfa vitr- ustu manna kynstofnsins. í vorum fornu guðum sjáum vér því ekk- ert annað, en þá kosti og bresti, þann heiftareld og ástarbríma, sem dýpst bjó í eðli vors kyns frá ör- ófi alda. Vér sjáum hugsjónir þeirra og drauma persónugervast, vér sjáum raunir þeh’ra og von- brigði, fögnuð þeirra og lífsþrótt. I sögu guðanna, þeirra sem safnast saman undir Aski Yggdras- ist, tré lífsins, og heyja þar örlög sín, sjáum vér um leið sögu ættar vorrar og hennar örlaga-dóma. Þessvegna getum vér heiðrað þ’essa glæsilegu guði feðra vorra, enda þótt vér höfum valið oss hinn hvíta Krist að leiðtoga. Vér getum ennþá sagt: Lifi vaskleikur og vit, lifi hug- dirfð og hreysti, lifi fegurð og Ostundvíil. Einn afar leiður galli á okkur íslendingum er óstundvísi, og væri ekki vanþörf á að taka það til al- varlegrar íhugunar. Sérstaklega er það á öllum fundum, æfingum, bíó og leikhúsum, og jafnvel við messur. Sem betur fer er það ekki nú orðið mjög áberandi á vinnu- stöðvum, þar sem er fastur og á- kveðinn vinnutími. En þó vill það til þar, að menn koma heldur seint til vinnu, en þeir hinir sömu passa oftast betur upp á hættu- tímann. Af hverju stafar nú öll óstund- vísi? Er það af sinnuleysi eða er það af vana? Eg held að það sé af vana eða öllu heldur af óvana. Það er vanalegt, þegar fundur á að byrja t. d. kl. 8.30, að menn segja: Ja, mér liggur ekkert á, fundirnir eru ekki vanir að byrja stundvíslega, og ekki get ég verið að sitja þar og bíða. En af hverju geta fundir ekki byrjað stundvís- lega? Það er auðskilið. Það er ekki af neinu öðru en þessu: Menn skeyta því engu, þó að aðrir bíði eftir þeim, en vilja ekki hætta á það að þurfa að bíða eftir öðrum. Ef nú hver einasti maður sneri við þessum öfuga hugsunarhætti og segði: Það skal ekki standa á mér. Eg skal vera kominn á rétt- um tíma. Enginn skal þurfa að bíða eftir mér. Þá mundu allir fundir byrja á réttum tíma. Nú er mikil félagaöld. Það eru stofnuð félög á félög ofan. En oft er það svo, að félagsáhuginn dofnar, stuttu eftir að félögin eru stofnuð. Menn nenna ekki að koma á fundina, þeim þykja fund- irnir daufir og leiðinlegir. En af hverju eru þeir daufir og leiðin- legir? Ekki fyrir annað en það, að þeir eru svo fámennir, að ekki er hægt að koma neinu-fjöri í um- ræðurnar. Og svo kenna menn fé- lagsstjórninni um, hvað félags- skapurinn er daufur og máttlítill, en gæta ekki að því, að félags- stjórn getur ekki haldið við fjör- ugu og skemmtilegu félagslífi, ef félagarnir ekki mæta á fundum frjósemi jarðar, ástir og endur- fæðing! Lifi Þór og Óðinn, lifi Týr og Baldur og Freyr! Lifi gyðjurnar Iðunn og Freyja! - Benjantín Kristjánsson. og taka þátt í umræðum og störf- um félagsins. Þá eru það söngfélögin. Ekki mun vera betra ástandið þar. Við skulum hugsa okkur söng- stjóra, sem stjórnar 50—60 manna kór. Hann kemur á réttum tíma á æfingastaðinn og er tilbúinn að byrja æfingu. En þá er ekkert af fólkinu komið. Svo líður tíminn, 5—10—15 mínútur. Það er einn og einn að koma, en allt of fáir. Og enn er beðið aðrar 15 mín. Þá er kannske kominn þriðjungur eða helmingur. Söngstjórinn er orðinn leiður á að bíða, og ákveður að byrja æfingu. Og enn er fólkið að koma, kannske næstu 30 mínútur, og hver maður, sem kemur, tefur fyrir og truflar. Æfingin verður ekki að hálfu gagni, því fyrir utan tafirnar, þá hafa þeir, sem síðast komu, misst nokkuð af æfingunni. Nú skulum við athuga, hvað söngstjórinn hefir beðið lengi, ef það hafa átt að vera æfingar tvis- var í viku í 8 mánuði, og ef hann hefir beðið í 30 mínútur í hvert sinn. Það er hvorki meira eða minna en 30 klukkutímar, eða sama sem 3 dagar. Það sýnist ekki mikið að láta bíða eftir sér hálfan tíma, en að bíða í 30 tíma, það er langur tími fyrir þann, sem bíður. En hvað er það hjá hinu, að engin æfingin á þessum 8 mánuðum hefir náð fullum tilgangi? En það er það versta fyrir samvizkusam- an söngstjóra, og allan kórinn. En oftast er það svo, að þeir, sem verst hafa sótt æfingar, passa sig að' vera með á opinberum sam- söng, og má þá geta nærri hvað vel þeir eru undir það búnir. Ekki batnar þegar maður fer að skyggnast um í bíó eða leikhúsi. Þó munu nú bíósýningar vera næstar því að byrja stundvíslega. En mikið ónæði er þó, eftir að sýningar eru byrjaðar, af fólki, sem kemur á eftir og er að komast í sæti. Leiksýningar eiga að byrja kl. 8.30. En það kemur ekki fyrir að þær geti byrjað á tilteknum tíma. Því þá er aðalstraumurinn á fólk- inu í húsið, og næstu 10 mínút- urnar er fólk að koma og troðast í sætin. Sætin eru tölusett, svo þeir, sem komnir eru, verða að standa upp, á meðan aðrir eru að komast í sín sæti. En af því leiðir eilífan umgang og bekkjaskelli í salnum. Leikendur bíða albúnir, en geta ekki byrjað að leika fyrr en umgangur er hættur og kyrrð

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.