Dagur - 27.04.1939, Blaðsíða 2

Dagur - 27.04.1939, Blaðsíða 2
68 DAGUR 17. tbl. Ilandavinnusvningin á Laugalandi. Á sunnudaginn var, var uppi fótur og fit á Akureyri, því að á Laugalandi átti að halda sýningu á vefnaði og handavinnu náms- meyjanna. Allir bílar bæjarins þutu frameftir með sýningargesti. Eg kom frameftir um þrjú leytið; var þá 'margt bíla og manna í hlaðinu, sem nú er orðið fallegt hlað. Þegar inn kom, var allt troð- fult af sýningargestum, svo mér leizt nú ekki meir en svo á, að hægt væri að sjá annað en fólkið. Með lagni komst eg þó inn í dag- stofuna. Yfir höfðum gestanna á stofuveggjunum blöstu þar við augum hannyrðir húsmæðraefn- anna. Á borðum fram með veggj- unum láu dúkar og reflar af ýms- um gerðum og litum. Yfirleitt var þetta fallegt, en þó óneitanlega misjafnt, bæði að smekkvísi og áferð allri. Fallegastir þóttu mér kaffidúkarnir og mundlínurnar, sem saumað var í grisju (etam- ine). Hver einasti, sem eg sá, var vel saumaður og smekklegur, hvar sem á var litið. Mikið var þarna af dúkum í ullarefni (boj), sumir algjörlega saumaðir með ís- lenzku bandi og sumir svo alís- lenzkir, að bandið var jurtalitað, gerðin í forníslenzkum stíl og saumaðir með forníslenZkum saumi; mun sú saumaaðferð hvergi þekkjast, nema á íslenzk- um munum, frá ofanverðum mið- öldum. Hefir ein hannyrðaverzlun í Heykjavík (Aug. Svendsen) unnið það þjóðþrifaverk, að taka þenna saum upp aftur og út- breiða hann um landið. Þarna í dagstofunni voru líka ótal hæg- indi (,,púðar“) á Jegubekkjum og stólum. Sama má segja um þá: glæsilegt yfir að líta, en fágaður smekkur hlaut að reka sig á ó- fágaða liti á stöku stað; þar veit ég að ráðum kennslukonunnar, frk. Lenu Hallgrímsdóttur, hefir ekki verið 'hlýtt, því að hún hefir fágaðan smekk. En sumum nem- endum hættir við að gleyma, að í skólann eru þeir komnir til þess að læra, og til þess að fágast á allan hátt, bæði siðfágast og fága smekkinn, fá meiri gennt („kúl- túr“). Það er nú einmitt það, sem okkar þjóð skortir svo mjög; það finnst glöggt, þegar maður kynn- ist annarra þjóða mönnum. Er þetta eðlilegt, þar sem við höfum verið svo einangruð þjóð til skamms tíma. En nú viljum við vera menn með mönnum og þá verðum við líka að fágast eða mannast. Yfirgnæfandi meirihlutinn var þama líka smekklegur, en svo hættir sumum við að sauma allt of þétt. Það á ekki við ullarsaum- inn og raunar ekki við neinn mis- litan saum. Það heyrir til gamla tímanum og hvíta saumnum. Höndin á að vera létt. En það er meir vandi að sauma létt. í næstu stofu voru fötin. Falleg föt. Þar voru sumarkjólar, sem námsmeyjar 'höfðu ofið efnið í sjálfar, mjög smekklegir kjólar á allan hátt. Þar voru ísaumaðar blúsur, í fjölbreyttu úrvali, sem þær höfðu líka ofið efnið í sjálfar. Margar þeirra voru mjög fallegar. Efnið prýðilegt. Þarna voru líka heilar kápur, sem námsmeyjar höfðu ofið efnjð í og saumað. Fjöldi annarra flíka var þarna. Virtist þetta allt hvað öðru fall- egra. En svo kom innsta stofan. Þar var aðalvefnaðurinn. Þetta þótti mér glæsilegasti hluti sýningar- innar. Vefnaðurinn hlýtur óhjá- kvæmilega að vera það, ef hann er smekklegur — og þessi vefnað- ur var það. Þarna voru glugga- tjöld, legubekksábreiður, flosofnar mottur, borðreflar (þverreflar í sænskum stíl), hægindi, veggrefl- ar, borðdúkar, kjólefni, þurrkur o. fl. Kennslukonan, frk. Erna Ryel, er framúrskarandi í sínu fagi. I þessari deild voru nokkrir hlutir, sem mér fundust alveg sér- staklega prýðilegir. Þar var ein gul blúsa, ofin, saumuð og ísaum- uð af einni námsmey, sem átti til- takanlega margt fallegt á sýning- unni. En þessi flík hefði sómað sér vel í glugga hjá Harrods í London. Vefnaður, litur, snið, ísaumur, og allt handbragð virtist fyrsta flokks. Svo voru það flosofnu motturnar; þær voru næstum all- ar ljómandi fallegar. Sú fyrir framan legubekkinn í norðaustur- horninu bar þó af, svo ljómandi falleg var hún. Eitt var það enn, sem vakti sérstaka athygli mína og aðdáun. Það voru dúkar úr gráu frotté-efni og saumað í þá með kross-saumi. Hafði stúlkan ofið efnið og saumað í með fínum litum, gamlar, íslenzkar kross- saumsgerðir, mjög smekklega fyr- ir komið. Þetta var nú meiri sýninghi. Þær hafa ekki setið auðum hönd- um Laugalandsmeyjar. Afköstin eru áreiðanlega dæmafá. Og dug- legar eru kennslukonurnar, því fyrst og fremst eru það þær, sem bera hita og þunga dagsins. Sýningin var þeim öllum til hins mesta sóma, námsmeyjum, kennurum og forstöðukonu. Skóla- nefnd og allir, sem hlut eiga að máli, mega vera þakklátir og á- nægðir með þenna sýnilega glæsi- lega árangur. Ragnheiður O. Bjömsson. Iðnskóla Akureyrar var sagt upp síðasta vetrardag. 100 nemendur hafa stundað þar nám í vetur, þar af 45 iðnnemar. 7 iðnnemar, allir úr 4. bekk skól- ans — luku burtfararprófi. Fara aðaleinkunnir þeirra hér á eftir: Arnaldur Quðlaugsson, bakari II. 7.38 Gunnar Sigþórsson, múrari II. 6.38 Jón Benjamínsson, húsasmiður I. 7.50 Karl Hjaltason, húsgagnasmiður II. 7.44 Sigm .Bjarnason, skipasmiður 11. 7.31 Sverrir Áskelsson, málari I. ág. 9.00 Vilhelm Kjartansson, prentari I. 7.94 Að skólaslitum loknum héldu kennarar og nemendur Iðnskólans og Gagnfræðaskólans sameigin- lega fjölmennt skilnaðarsamsæti í samkomuhúsi bæjarins. Alþingi frestað. Fyrir síðustu helgi flutti for- sætisráðherra svohlójðandi þings- ályktunar tillögu: „Sameinað Alþingi ályktar að veita samþykki sitt til þess, að að fundum Alþingis verði frestað frá síðari hluta aprílmánaðar þar til síðar á árinu, þó ekki lengur en til 1. nóv. 1939“. í greinargerð fyrir tillögunni segir svo: Ástæðu rliggja ýmsar til þess, að rétt þykir að leggja til, að fundum Alþingis, þess er nú situr, verði frestað. — Fyrir þessu þingi liggja allmikilvæg og stór mál, sem miklu varðar, að þingmönn- um gefist nægur tími til að at- huga sem bezt og hagkvæmara mund því að taka til afgreiðslu á þingi síðar á árinu. Með þessum hætti má telja líklegt, að fengist geti öruggari athugun málanna, án þess að það tefji störf sjálfs þingsins og auki kostnað. Þá er það og eðlilegt, að þeir ráðherrar, sem 'hafa tekið við störfum fyrir fáum dögum, telji næsta nauð- synlegt, að þeir fái til þess tíma og tóm að athuga sér í lagi þau mál, er heyra til þeim stjórnar- deildum, sem þeir fara með. — Alveg sérstaklega á þetta við um fjármálaráðherra og þau fjárlög, sem samþykkt verða fyrir árið 1940. Má og þar til nefna, að yfir- standandi tímar eru á margvísleg- an hátt svo óvissir, eins og ástand- ið er í alþjóðamálum nú síðustu vikurnar, að það er næstum óger- legt verk að ganga frá fjárlögum fyrir næsta ár, án þess að hafa, ef unnt er, hugmynd um, hvernig úr málum rætist í sumar. Ríkisstjórn er og sammála um það, að nú liggja fyrir margvís- leg stjórnarstörf, sem kalla á NÝJA-BÍÓ ■ Flmmladagskv. kl. Ö Niðursett verð Sýnd í siðasta sinn Bðnnnð bðrnnm Ljósmyndastofan í Gránuféíajfsírötu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. starfskrafta stjórnarinnar alla og óskipta. Af þessum sökum, er nánar verður gerð grein fyrir í fram- sögu, er borin fram tillaga sú, er hér liggur fyxir. Þingsályktxmartillagan um frestun þingsins var tekin til um- ræðu og úrslita í gær og sam- þykkt. Alþingi er því hætt störf- um að sinni, en kemur aftur sam- an í haust. Þó að allmörg mál hafí. verið afgreidd síðustu daga þingsins, verður ekki sagt, að mikið lög- gjafarstarf liggi eftir það. Ástæð- an fyrir því er öllum kunn. Meiri hlutinn af tíma þingsins hefir gengið í samningatilraunir milli flokkanna um myndun samsteypu- stjórnar. Var það og eðlilegt að þetta tæki langan tíma jafnmikið og á milli bar. En aðalatriðið er, að samningatilraunimar báru að lokum þann árangur, að aðal- flokkarnir þrír gengu til sam- •starfs um stjórnarmyndun og lausn vandamála þjóðarinnar. Hvernig sú samvinna tekst og hvað af henni leiðir, fær tíminn einn úr skorið. Leiði þessi sam- vinna flokkanna til aukinnar far- sældar fyrir þjóðina, sem vonandi er að verði, þá má telja þing það, sem nú hefir hætt störfum að sinni, eitt merkasta þing, er háð hefir verið, þrátt fyrir lítil afrek í löggjafarstörfum. Kirkjan: Messað í Lögmannshlíð næstk. sunnudag kl. 12 á hádegi. ■nikið úrval, lágt vecð Kaupfélag Eyfirðinga Skódeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.