Dagur - 04.05.1939, Side 2

Dagur - 04.05.1939, Side 2
72 DAGUR 18. tbl. Þegnskylduvinna. Á Alþingi 1903 bar Hermann Jónasson á Pingeyrum fram til- lögu um þegnskylduvinnu. Tillaga þessi náði ekki samþykkt Alþingis, eu málið var um allmörg ár mikið rætt á fundum víðsvegar um landið. Eitt sinn, þegar rætt var um mál þetta, kastaði Páll skáld Árdal fram stöku þessari: »Ó, hve margur yrði sæll, elska myndi landið heitt mætti hann verða í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt«. Yísa þessi flaug um allt land viðhöfð, sem heppilegust hefir reynst kaupendum og seljanda. Vonandi lætur rafmagnsnefnd eitthvað til sín heyra á næstunni um þessi mál og skal því ekki nánar um þau rætt að sinni, en aðeins að lokum til fróðleiks og athugunar getið um nokkur atriði úr fyrirlestri, sem norskur verk fræðingur, K. Fritzvold, hélt ný- lega í Oslo um rafmagn og raf- magnsnotkun. Vatnsorka, sem við höfum yf.r að ráða, sagði Fritzvold, getur framleitt 15 miljónir hestafla, en nú höfum við aðeins virk að 2,5 miljónir. Einn fjórði hluti þessa rafmagns fer til almenningsnota, þ. e. heim- ilisnota. Afgangurinn er notaður til iðnaðar. Eins og öllum er kunnugt hefir rafmagnsiðnaður- inn tekið stórstígum framförum síðustu 30 árin, og þegar þess er gætt að nú þegar hafa atvinnu við þennan iðnað 15.000 manns, karl- ar og konur, hlýtur öllum að vera ljóst hve mikil áhrif hann herir á þ j óðarbúskapirjn. Þá talaði fyrirlesarinn um sölu á raímagni til almennings. Rafmagn er hér selt á þrennan hátt, sagði hann, gegnum hemil, eftir mæli, og með sameinuðum hernli og umframeyðslu mæli. Taldi hann að síðasttalda sölu- aðferðin væri á allan hátt heppi- legust. Með því að selja ra'magn á þann hátt, borgaði sig bezt að hafa suðuáhöld sem tækju mikinn straum. En þó er ekki nóg að hafa suðuáhöld, sem taka svo og svo mörg vött af straum, ef pottur, katlar og önnur slík áhöld eru ekki fyrir suðu við rafmagn Fyrirlesarinn sýndi fram á að aluminium suðutæki með þunnum og beygluðum botni eyddu helm- ingi meiri straum en hin, sem væru þykk og féllu vel að suðu- plötunni. Að lokum talaði hann um suðu matvæla við rafmagn og sérstak- lega grænmetis og lagði mikla á- herzlu á að leggja niður þann ó- sið að nota jafn mikið vatn við suðu grænmetis og nú tíðkaðist, en taka í þess stað upp gufusuðu. í ummælum þessum felast bend- ingar um sölufyrirkomulag sem vert er að gefa gaum og raf- magnsnefnd ætti að athuga þá söluaðferð, sem fyrirlesarinn telur að bezt hafi gefizt. Arl< og var óspart notuð af andstæð- ingum málsins, og sýnist jafnvel hafa orðið biturra vopn málinu til falls, en höfundur hennar hefði ætlast til. Um langt skeið hetir verið hljótt um mál þetta. En síðan Hermann bar fram til- lögu sína og Páll orti áðurnefnda stöku hefir orðið gagngerð breyt- ing á högum þjóðarinnar. Ein breytingin er sú, að 1903 voru fáir skólar í landinu, engin skóla- skylda og fáir æskumenn áttu því kost á skólagöngu. Nú er svo komið að allir ganga i skóla og þjóðin ver miklu fé til þeirra Um aldamót siðustu hefði slíkt þótt fjarstæða, að kosta öll börn og æskulýð þjóðarinnar f skóla, til þess að læra allskonar bókleg fræði. Nú þykir þetta sjálfsagt. En eins og breyting hefir orðið á viðhorfi manna til skólagöngu unglinga á þessum tíma, þá þykir mér senilegt, að nú sé kominn tími til þess að ræða um þegn- skylduvinnu unglinga, og við þær umræður komi i ljós, að þjóðin hafi annan skilning á því máli en hún hafði fyrir aldarþriðjungi siðan. Fjöldi unglinga gengur nú at- vinnulaus í bæjum og kauptún- um landsins. Margir unglingarnir eru að vísu í skólum á vetrum, en á sumrin hafa margir þeirra lítið að starfa, og þá ef til vill aðeins stuttan tíma. Margir þess- ara unglinga kunna líka fá verk að vinna og eru því minua eftir- sóttir en ella. Pegar Hermann á Þingeyrum flutli tillögu sína um þegnskyldu- vinnu var allt öðrn máli að gegna um unglinga yfirleitt í landinu. Miklu fleiri þeirra ólusl þá að tiltölu upp í sveit en nú, og flestir þeirra höfðu nóg að starfa árið um kring. Þegnskyldu- vinnumálið sýnist því nú vera tímabært mál, og sérstaklega af tveim aðalástæðum. Önnur ástæð- an er vegna uppeldis æskunnar i landinu. Ef þegnskylduvinna fyrir allt æskufólk í landinu yrði lögleidd, þá yrði að haga henni svo, að hún yrði verklegur skóli fyrir æskufólkið, og ekki síður nauðsynlegur skóli en skólarnir, sem fyrir eru og sem kenna nær eingöngu bókleg fræði. Þar yrðu æskumönnum kennd allskonar vinnubrögð úti og inni, reglusemi og stundvísi, og um fram allt yrði að venja þá við að leggja sig vel fram við vinnuna. Hver ungur maður í landinu og hvei ung stúlka yrði að inna af hendi þegnskylduvinnu í ein tvö ár. Ef timinn væri miklu styttri, þá er hætt við þvi, að uppeldislegur árangur þegnskylduvinnunnar yrði ekki nægilegur. En unglingur, sem undir góðri stjórn hefir verið i þegnskyldu- vinnu í tvö ár, myndi miklu hæfari en ella, að taka að sér ýms störf, og minni hætta fyrir hann að hann fengi ekki atvinnu. Að sjálfsögðu yrði þegnskyldu- vinna hvers unglings að vera fjöl- breytt. Eg nefni hér: vegagerð, jarðrækt, garðrækt, skógrækt, netaviðgerð, jafnvel smiði og ýmskonar vinnu, sem hægt er að vinna inni á vetrum. Hver ung- lingur fengi fæði og aðrar brýn- ustu lífsnauðsynjar, meðan hann væri i þegnskylduvinnunni. Sumum mun finnast þetta skattur á æskumennina. En margir þeirra myndu ekki hafa minna upp með þessu móti, en þeir hafa nú, því að margir unglingar, sem unnið geta, eru nú ómagar foreldra sinna, vegna þess að þeir fá hvergi vinnu. Og þar að auki á þegnskylduvinnan að vera nauðsynlegur liður í upp- eldi hvers unglings. Ríkissjóður leggur nú mikið fé fram til vega og viðhalds þeirra og til rækt- unar landsins. Ef þegnskyldu- vinnu yrði á komið, þá gætu þessi fjárframlög minkað að miklum mun. Þar er hin höfuð- ástæðan til þess að lögleiða þegn- skylduvinnuna. Ríkið ætti með þegnskylduvinnu að lála rækta stór landflæmi, þar sem ræktnn- ar og samgönguskilyrði eru bezt og jafnvel að byggja á þeim hús, sem byggð væru að mestu af unglingum í þegnskylduvinnu. Þessi hús og þetta land væri síðan leigt ungu fólki, sem lifa vildi af landinu og væri búið að læra að vinna við það. Vænti þess að fleiri vilji ræða þetta mál í Degi, og læt þessa stuttu grein nægja sem byrjun þeirra umræða. Þ. M. J. Ferðafélag Akureyrar fer skemmtiferð næstkomandi sunnudag kl. 7,30 á »Bónda« og »Súlur«, Ekið verður í bifreiðum að Kristnesi og gengið þaðan á fjall- ið. Komið verður við á Skíða- stöðum á heimleið. , Ferðafélagið væntir þess að nú þegar sé kominn allmikill vor- og ferðahugur í bæjarbúa og ósk- ar að sem flestir sjái sér fært að leggja land undir fót og taka þátt í ferðinni á sunnudaginn kemur. »FrjáIst er í fjallasal* .... Messað á Akureyri kl. 2 e. h. næstkomandi sunnudag. Áheit á Akureyrarkirkju irá K. J. 50,00, N. N. gjöf 5,00 og frá S. A 5,00. Þakkir Á. R; sýnir fimmtudaginn 4. þ. m. kl. 9: Chicago Heimsfræg stórmynd er sýn- ir einn af stórkostlegustu við- burðum sögunnar: brunann mikla í Chicago 8. og 9. okt. 1871. Aðalhlutverkin leika: Tyrone Power, Alice Faye og Don Ameche. I. O. O. F. = 121459 = Síra Marinó Kristinnsson er kos- inn prestur á ísafirða. Zion. Sunnud. 7. maí verður síðasta barnasamkoman að þessu sinni kl. IOV2. Almenn samkoma kl. 8V2. Ungmennastúkan Akurlilja no. 2 heldur fund á sunnudaginn kl, 8>/3 í Skjaldborg. Kosning embættismanna. Kosning fulltrúa á Stórstúkuþing. A- ríðandi að félagar mæti. Kvennakórinn Harpa syngur í Nýja Bíó kl. 2*/2 á sunnudaginn. Þingmennirnir Einar Árnason, Bernharð Stefánsson og Stefán Stefánsson komu hingað loftleiðina að sunnan í fyrradag. Útvarpsumrœður um stjórnmál fara fram á þriðjudaginn. Látin er nýlega i Reykjavík skáldkonan Herdís Andrésdóttir. Formaður útvarpsráðs hefir verið skipað- ur Jón Eyþórsson veðurfraeðingur. Gullbrúðkaupsafmœli eiga á laugar- daginn hjónin Kristín Jakobsdóttir og Sigfús E. Austfjöið, búandi á Hliðarenda í Kræklingahlíð. Klukkunni flýtt: Um síðustu helgi var klukkunni flýtt um eina stund samkvæmt ályktun Alþing is. Stendur ráðstöfun þessi yfir til 1. okt. í haust. Ljósmyndastofan i Qránufélagfsgötu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. iGarökönnur, margar stærðir, nýkomnar. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.