Dagur - 01.06.1939, Síða 2

Dagur - 01.06.1939, Síða 2
88 DAQUR 22. tbl. Allar íramkvæmdir undanfarinna fjögurra ára, nema Sogsvirkj- unin, hafa verið gerðar án þess að heildar- skuldir þjóðarinnar er- lendis hafi hækkað. Hagstofan hefir nýlokið skýrslu- gerð um heildarskuldir þjóðarinn- ar erlendis í árslok 1937. Leiðir skýrsla þessi í ljós, að skuldirnar á þeim tíma voru 95.8 milj., en í árslok 1934 voru þær 83.7 milj. kr. Samkvæmt þessu hafa skuldim- ar hækkað á þessu tímabili um 12.1 milj. kr., en Hagstofan gefur þær upplýsingar, að allverulegur hluti þessarar hækkunar sé ekki raunverulegur. Telur Hagstofan, að 5.4 milj. af hækkun þeirri, sem fram kemur á skýrslunum, eigi eingöngu rætur sínar að rekja til fullkomnari upplýsinga síðara ár- ið, og að þá séu taldar skuldir, sem áður hafi fallið niður, eða með öðrum orðum, að skuldirnar 1934 hafi verið vantaldar um 5.4 miljónir. Þegar þessi upphæð er dregin frá hækkuninni, kemur í ljós, að heildarskuldir þjóðarinnar þessi ár hafa raimvemlega hækkað um 0.7 milj. kr. Á þessu árabili var Sogsvirkj- unin gerð og tekið lán til hennar erlendis að upphæð 6.5 milj. kr. Önnur erlend lán, sem tekin hafa verið á þessu tímabili, hafa ekki numið meira en afborganir eldri lána. Hagstofan hefir enn ekki lokið hJiðstæðri skýrslugerð fyrir árið 1938. En þar sem verzlunarjöfnuð- urinn það ár var hagstæður um 8.6 milj. kr., ætti það að vera næg trygging þess, að heildarskuldirn- ar hafi fremur lækkað en hækkað á því ári. Hin raunverulega hækkun skuldanna svarar nokkurnveginn til þess, sem Sogsvirkjunin ein kostaði. Sú staðreynd blasir þá við, að allar framkvæmdir rmdanfarinna fjögurra ára, að Sogsvirkjuninni einni undanskilinni, hafa verið gerðar án þess að hækka heildar- skuldir þjóðarinnar erlendis. Meðal þeirra framkvæmda, sem gerðar hafa verið á þessu árabili, má nefna 150% aukning á afköst- um síldarverksmiðjanna, en sú framkvæmd ein kostaði 6.5 milj. kr. Þá má og benda á miljóna framlög til annara framleiðslufyr- irtækja svo sem frystihúsa, fiski- mjölsverksmiðja, niðursuðuverk- smiðja, mjólkurbúa og margskon- ar iðnaðarfyrirtækja. í því sam- bandi má minna á, að samkvæmt útreikningi Hagstofunnar var stofnkostnaður nýrra atvinnufyr- irtækja 1935—37 jafn mikill og næstu 10 ára á undan. Þrátt fyrir hrun markaðanna, aflaleysi, lækkun útflutningsins (saltfiskútflutningurinn um 20 milj. kr. lægri til jafnaðar 1935— 38 en næstu 10 árin á undan) og auknar greiðslur afborgana á gömlum erlendum lánum, hefir þjóðin að öllu samanlögðu ómót- mælanlega bætt hag sinn að mikl- um mun á þessum árum. Þessi ánægjulegi árangur hefði aldrei náðst án þeirra ráðstafana, sem felast í innflutningshöftunum og öðrum framkvæmdum ríkisstjóm- arinnar til styrktar atvinnulífi landsmanna. Frá Húsavík Hér störfuðu, þeir Ólafur Ólafs- son kristniboði og Gunnar Sigur- jónsson cand. theol., dagana 26.— 30. október. Þóttu þeir prúðir menn og drengilegir. Þeir sýndu tvisvar kvikmynd frá Kína, við sæmilega aðsókn, héldu 3 kristi- legar kvöldsamkomur í Húsavík- urkirkju og eina bamaguðsþjón- ustu. Auk þess predikaði Ólafur Ólafsson við guðsþjónustuna sunnudagixm 30. október. Barna- guðsþjónustan var ágætlega sótt. Fyrstu kvöldsamkomuna sóttu allt að 100 manns, ungir og gaml- ir, síðan allfáir. Menn þessir fluttu boðskapinn um erfðasynd, eilífa glötun og blóðfórnarfrelsun. Þeir fluttu hann svo bróðurlega sem boðskap- urinn leyfir. Þó hefi ég ástæðu til að halda, að fremur hafi kenning- in vakið andúð en samúð. Einn á- heyrandinn kvað: „Þessir hyggja augljóst, að afrek sé til muna, fyrir Krist að þora það, að þylja fjarstæðuna“. En þeir munu minnast orða Páls postula um „heimsku krossins“, og láta ekki slíkan kveðskap á sig fá. Hinsvegar minnir þessi prédikun mig á önnur ummæli frá nýguð- fræðingsámm Páls: „Það ber ég þeim, að þeir eru vandlátir Guðs vegna, en ekki með skynsemd" (Róm. 10, 2). En, hvað sem segja má um skyn- samlegt gildi slíkrar kenningar, þá er hitt sannarlega íhugunar vert, að trú þessara manna gefur kraft til stórra fórna. Um 17 ára skeið hefir Ólafur Ólafsson unnið lofs- vert líknar- og fræðslustarf meðal mjög bágstaddra manna, kvenna og barna, lengst inni í Mið-Kína, og oft verið í lífshættu staddur. Slíkt hið sama gera þústmdir af skoðanabræðrum hans. Hvað hefir nú okkar víðsýna þjóðkristni þar til samanburðar? Hvaða fórnir eru það helzt, sem menn eru ónáðaðir með hennar vegna? Hinar félagslegu fórnir, sem til er ætlazt, eru einkum þær, að menn sæki kirkju og greiði sóknargjald. En þeir sækja ekki kirkju. Og almennasta ástæðan, sem menn bera fyrir sig í því efni, ekki sú, að þeir trúi ekki á Guð, né að þeir vilji fella þjóðkirkjuna, heldur sú, að þeir hafi sig ekki í >að, að hafa íataskipti. Og sókn- argjaldið, þessi voðalegi skattur, sem kaupa má fyrir tvö tóbaks- bréf (ódýrari tegundi'n), ýfir menn til beiskustu uppreisnar, svo sem verulega ómannúðleg áníðsla. Ekkert minnir slíkur hugsunar- háttur á þann kristilega mann- skap, sem áður fyrr og enn í dag metur það meira en líf sitt, að kannast við Krist og málstað hans. Hann minnir jafnvel ekkert á fórn- ir þeirra manna, sem ótilknúðir halda uppi kirkjulegu félagslífi í fríkirkjulöndunum, — en nærtæk- asta dæmið í því efni eru vorir eigin þjóðbræður vestan hafs. Um og eftir aldamótin börðust nokkrir kirkjulegir hugsjónamenn fyrir því, að létta af þjóð vorri lögmálsoki bókstafs og fordæm- ingarótta. Þeir vildu vel bæði þjóð sinni og kirkju hennar. Þeir héldu að þessi gáfaða þjóð væri orðin svo vel vaxin andlega, að tignar- skrúðinn, sem heitir „lögmál frels- isins“, færi henni vel. En árið 1938 heimsækir Ólafur Ólafsson söfnuði vora, og segir: Þið eruð engir söfnuðir. Þjóðkirkj- an er í rústum: Og skýringin á að vera sú, áð þeir hafi verið gerðir viðskila við hinn sáluhjálplega rétttrúnað. Þetta kann að vera laukrétt. Þar með er alls ekki sagt, að rétttrún- aðurinn sé verjandi og frambæri- leg lífsskoðun. Heldur hitt, að hin gáfaða og sögufræga þjóð sé eftir allt ekki heiðri og forréttindum frelsisins vaxin. Að agavald óttans sé henni eðlilegastur grundvöllur siðgæðis og samlífs. Engin þjóð jarðarinnar hefir svo almennt sem íslendingar verið leyst úr viðjum miðaldaguðfræð- innar. Fyrir því hefi ég nóg rök á takteinum. Já, heiðnasta þjóð heimsins, segir Hallesby. Nær væri að segja: Vandi fylgir veg- semd. Skyldi það geta komið fyr- ir, að íslendingar seldu frumburð- arrétt andlegs frelsis fyrir auvirði- legan baunarétt sérhlífninnar? Þ að er að minnsta kosti al- gjörlega víst og óumflýjanlegt, að ef menn kjósa nú að liða í sundur hina frjálslyndu þjóðkirkju vora með allskonar leti, ótrúmennsku og smásálarskap, þá — fá þeir rétttrúnaðinn aftur, — fá aftur þessa hundraðhöfðuðu skepnu, sem bókstafshugkvæmnin og trú- arofstækið hafa alltaf verið að NÝJA-BÍÓ sýnir fimtudaginn kl. 9 Þýsk stórmynd sarokvæmt samnefndu leikriti efrir þýska skáldjöfurinn kM\ Hanptnn Aðalhlutverkið leikur hinn óviðjafnanlegi leiksnillingur, L/ósmyndastofan 1 öránufélagsfrötu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÍRAR. Guðr. Futich-Rasmussen. K AUPI notuð ísl. frímerki hæsta verði. Guðm. Guðlaugsson Kea bæta nýjum andlitum á. Ætla má, að slíkur arfur mundi hæfa niðj- um foreldranna. Og auðveldlega gæti þetta orðið um líkt leyti og pólitíska hemaðinum tækist' að gera út af við þj óðemiskenndina og sjálfforræðið. Friðrik A. Friðriksson. * * • Grein þessi var á sínum tíma send einu af tímaritum þjóðarinn- ar, sem um andleg mál fjalla, til birtingar. En með því að þar er enn ekki farið að bóla á henni og höfundurinn því orðinn vonlítill um að svo muni verða, hefir hann sent Degi hana með þeirri fyrir- spum, hvort blaðið hafi hugrekki til að ljá henni rúm. Birting grein- arinnar er svar við þeirri fyrir- spurn. Ferðafélag Akureyrar: 4. júní: Ekið að Litla-Árskógssandi. Fárið á bát til Hríseyjar. Gengið um eyna, út að vita og að laugunum. ■HilWHIWWHHHHW Hakkavélar og varahlutir í þær f á s t nú a f t u r Kaupfélag Eyfirðinga Járn og glervörudeild

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.