Dagur - 22.06.1939, Síða 1
DAGUR
kemur it á hverjum
fimmtudegi Kostar
kr. 6.00 áig. Gjaldk.
Árni Jóhannsson i
Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjaldd. fyrir 1. júlí.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Tal-
sími 112. Uppsögn,
bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslu-
manns fyrir 1. des.
XXII
. árg. {
Akureyri 22. júní 1939.
25. tbl.
að smálestin kosti um kr. 1500.00
(með vél). Þau hlutföll breytast
og einnig, verði bátarnir allmiklu
dýrari en ætlað var í fyrstu, vegna
gengisbreytingar íslenzku krón-
unnar, sem stafar af því, að tals-
vert af efni og vélarnar voru ó-
komnar hingað, er gengið breytt-
ist.
Það er áður á það berit, að báta-
smíði þessi skapar allmikla vinnu
hér í bænum, og má gera ráð fyr-
ir að vinnulaun séu ca. 10.0000 kr.
á bát, eða sem næst 2/5 hlutum
af andvirði þeirra. Er það því ekki
lítils virði fyrir bæjarfélagið, ef
hægt yrði í framtíðinni að halda
við hér smíðum á bátum og skip-
um, og ættu Akureyringar að
standa vel að vígi með það, þar
sem hér er gott um alla aðdrætti
og útvegun efnis og völ á vel fær-
um mönnum um allt það, er að
smíðunum lýtur.
Allt efni, áhöld og vélar til bát-
anna útvegaði Kaupfélag Eyfirð-
inga.
Nú nýlega var boðið út 75 smál.
skip fyrir Útgerðarfél. Siglufjarð-
ar. Komu fram 2 tilboð, annað frá
Víglundi í Njarðvíkum kr. 120.000,
hitt frá Gunnari Jónssyni, Akur-
eyri, kr. 108.000. Tilboðunum báð-
um var hafnað, en samningar
hafa verið teknir upp við Gunnar
Jónsson um smíði á þessu skipi.
Er ánægjulegt til þess að vita, ef
Gunnar Jónsson fær smíðið á
þessu nýja skipi, og er ástæða til
að óska þess, að þessar fram-
kvæmdir allar verði upphaf að
skipasmíðastöð, er starfandi yrði
hér allt árið.
á Oddeyrartanoa.
Smíðl á mótorbálum.
í byrjun febrúarmán. s. 1. var
hafin hér á Oddeyrartanga smíði
á 2 mótorbátum 24/25 smálesta og
1 bát 35 smál. Litlu síðar var svo
hafin smíði á 12 smál. mótorbát á
sama stað. Ef til vill er bæjarbú-
um ekki kunnugt um þessar fram-
kvæmdir, þar sem smíði bátanna
fer fram á þeim stað í bænum, er
almenningur leggur tiltölulega
sjaldan leið sína um. En þar sem
hér er um að ræða mjög ánægju-
legar framkvæmdir, er skapa bæj-
arbúum mikla atvinnu, skal farið
nokkrum orðum um þennan iðnað.
Fiskimálanefnd tilkynnti um s.
1. áramót, að veittur yrði styrkur
til smíða á mótorbátum, og eru
líkur til, að það hafi ýtt undir það
að hafizt var handa. Eins og að
ofan getur eru smíðaðir 2 bátar
24/25 smálesta. Annan bátinn eiga
Garðar og Björn Ólasynir, Hrísey,
en Þorleifur Þorleifsson og Björg-
vin Jónsson í Dalvík hinn. Tólf
smálesta bátinn á Guðjón Ágústs-
son, Gróf, Grenivík. Alla þessa
báta smíðar Gunnar Jónsson
skipasmiður, í ákvæðisvinnu,
stærri bátana fyrir kr. 26.400.00 og
þann minni fyrir kr. 13.200.00 eða
sem næst 1100 krónur smálestin,
og er þar í innifalið allt efni og
vinna; þar með talið járnsmíði og
seglasaumur. Undanskilið ákvæð-
isverðinu er þó vél og línuspil, en
vélarnar kosta um 18000 krónur.
Stærsti báturinn, 35 smál., er
smíðaður fyrir Valtý Þorsteinsson
í Rauðuvík. Er hann smíðaður i
tímavinnu, og annast Kristján
Nói Kristjánsson tun smíðina.
Allir stærri bátamir verða með
90/100 hestafla Alfa-Diesel vélum,
en 12 smál. báturinn með 42 hest-
afla Tuxham mótor. Tveir af bát-
unum eru með nýtízku lagi, en 35
smál. og 12 smál. bátarnir með
eldra lagi. Bátarnir eru byggðir
úr eik og allt efni og vinna er
vandað svo sem tök eru á, og gert
er ráð fyrir að bátarnir verði til-
búnir um n. k. mánaðamót.
Styrkur sá, er Fiskimálanefnd
veitir til bátasmíðanna, nemur ca.
23% af andvirði þeirra, miðað við
Ávarp til
æsku
frá aðalfundi S. U. F.
1030.
íslenzka þjóðin hefir alltaf unn-
að frelsi og mannréttindum. Það
gerðu fyrstu landnemarnir og
síðan vorir beztu menn. Allur
frami og allir sigrar íslendinga
hafa líka fyrst og fremst verið
tengdir þessu tvennu. Nú blasir
við sérstakt viðhorf í sjálfstæðis-
baráttu þjóðar vorrar. Á næstu
árum höfum vér aðstöðu til að ná
síðasta áfanganum í hinni stjórn-
arfarslegu sjálfstæðisbaráttu vorri.
Þar eigum vér að keppa að því að
vinna oss fullan rétt, í samræmi
við sögulega reynslu vora og bar-
áttuna fyrir sjálfstæði íslands. —
Kunnugt er, að ýmsir eru þeirrar
skoðunar, að réttast sé að vera í
sambandinu við Dani áfram. Að
vorri hyggju kemur slíkt eigi til
mála. Vegna viðskipta vorra við
aðrar þjóðir er það tvímælalaust
tjón að hafa ekki öll utanríkismál-
in í vorum höndum. Jafnréttis-
ákvæði sambandslaganna eru ekki
aðeins fullkomlega óviðunandi
fyrir þjóð, sem telur sig sjálf-
stæða, heldur beinlínis hættuleg.
Af þessum ástæðum og mörg-
um fleiri teljum vér að nota beri
uppsagnarákvæði sambandslag-
anna og hafa ekki í framtíðinni
nánara samband við Dani heldur
en önnur ríki.
íslenzkrar
Áhugaleysi hefir yfirleitt ríkt
undanfarið um lausn sambands-
málsins. Virðist ekki seinna
vænna að hefjast handa, þar sem
mikill meirihluti þjóðarinnar
verður að greiða atkvæði með
sambandsslitum, og vafasamt
hvort slíkur árangur næst, ef ekki
er vakinn áhugi og fullur skiln-
ingur fyrh' málinu. Vér teljum
það skyldu æskunnar að gera sitt
ítrasta til þess að farsællega takist
sóknin að þessu langþráða marki
hinnar stjórnarfarslegu baráttu
þjóðarinnar.
Jafnframt því, sem unnið er að
þessari lausn sambandsmálsins,
álítum vér engu síður þýðingar-
mikið að tryggja sjálfstæði ís-
lands í framtíðinni. Verður slíkt
bezt gert með því að skapa þrótt-
mikla menningu og athafnalíf í
landinu, forðast söfnun eyðslu-
skulda erlendis og verjast öfga-
stefnum, sem að meira eða minna
leyti vilja koma þjóðinni undir
útlend yfirráð. Er nauðsynlegt að
allir þegnar þjóðfélagsins og þó
sérstaklega yngri kynslóðin geri
sér ljóst, hver skylda hvílir á
þeim í þessum efnum. Sérhver
vinnufær maður verður að vinna,
framleiðslustörfin eiga að skipa
öndvegi í atvinnulífi þjóðarinnar.
Ríka áherzlu ber að leggja á auk-
ið sjálfsnám og eflingu heimilis-
menningarinnar.
Eins og frelsið reynist þjóðun-
um bezt til vaxtar og þroska,
þannig gegnir hinu sama um
einstaklinga þjóðfélagsins. Fyrir
því viljum vér vernda og efla
þingræðið í landinu, auka sam-
vinnu í atvinnurekstri og verzlun
og skapa möguleika til þess, að
einstaklingarnir hafi skilyrði til
menningarlegs þroska og fjárhags-
legs sjálfstæðis, án þess að gengið
sé á annara hlut. Vér teljum það
meginverkefni íslenzkrar æsku að
berjast fyrir framkvæmd þessara
hugsjóna. Hún á ekki aðeins að
standa vel á verði gegn byltinga-
og afturhaldsöflum, til þess að
vernda það, sem unnizt hefir.
Hún þarf að halda baráttunni
áfram, stíga til fulls síðasta skref-
ið í stjórnarfarslegri baráttu þjóð-
arinnar, treysta og efla fullveldi
hennar og auka frelsi og réttindi
þegnanna í landinu.
Vér skorum á íslenzka æsku að
reynast trú hugsjón frelsisins og
vinna ótrautt í þágu hennar. Vér
vitum, að það leggur henni aukn-
ar skyldur og erfiði á herðar, en
erum líka jafnsannfærðir um það,
að árangurinn muni koma fram í
glæsilegum verkum, bættum lífs-
kjörum og auknum manndómi
þjóðarinnar á komandi tímum.
Áðalhuidi
stjórnar S. U F.
var slitið 17. júní. Var á fundinum
samþykkt ávarp til íslenzkrar
æsku og gerðar margar ályktanh'
um launamál, menningarmál,
bindindismál, þegnskylduv;nnu,
félagsmálefni o. fl.
Að fundarlokum var samþykkt
svohljóðandi tillaga:
„Aðalfundur stjórnar Sambands
ungra Framsóknarmanna, haldinn
á Akureyri dagana 11.—17. júní
1939, tjáir Akureyringum og Ey-
firðingum beztu og alúðarfyllstu
þakkir fyrir frábærar móttökur
og mikla gestrisni. Fundurinn
árnar bænum og héraðinu heilla
og hagsældar og væntir þess, að
hér megi starf Framsóknarmanna
og samvinnumanna ávallt bera
góðan ávöxt“.
Skemmtiferð fer Kvennadeild
Slysavarnafélags íslands á Akur-
eyri, næstkomandi sunnudag (25.
júní) í Vaglaskóg. Lagt verður af
stað frá Ráðhústorgi kl. 1 e. h.
stundvíslega. Þátttakendur eru
beðnir að hringja í síma 393. Kon-
ur hafi með sér miðdagskaffið sitt.
Enga félagskonu má vanta í hóp-
inn!