Dagur - 13.07.1939, Blaðsíða 1

Dagur - 13.07.1939, Blaðsíða 1
DAGUR kemur U á hverjum fimmtudegi Kostar kr. 6.00 áig. Gjaldk. Árni Jóhannsson ’ Kaupfél. Eyfirðinga. Gjaldd. fyrir 1. júlí. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- simi 12. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. Akureyri 13. júlí 1939. 28. tbl. Framsóknarllokkiir- inn og kaupsiaðimii’. Tvennt er það, sem fyrst og fremst myndar undirstöðuna að velgengni íslenzku kaupstaðanna. Það er iðnaður og sjávarútvegur. Á þessum tveimur atvinnugrein- um byggja íbúar kaupstaðanna einkum lífsframfæri sitt yfirleitt. Bregðist þessar meginstoðir, er lífsafkoma kaupstaðanna í voða. Eins og kunnugt er, hefir ýmis- konar iðnaður færzt mjög í auk- ana síðustu árin. Það vita allir, að þessi aukni iðnaður er að miklu leyti beinlínis afleiðing inn- flutningshaftanna. í skjóli þeirra hefir innlendur iðnaður þróast. Þetta hefir haft stórvægilega þýðingu á tvennan hátt. Innlend iðnaðarþróun hefir sparað mikinn gjaldejrri og jafnframt veitt fjölda kaupstaðabúa mikla atvinnu. Innflutningshöftin eru, sem kunnugt er, ráðstöfun Framsókn- armanna og framkvæmdum haft- anna haldið uppi af þeim. Þetta bjargráðastarf Framsóknarflokks- ins hefir skapað annan meginþátt- inn í velgengni kaupstaðanna. í annan stað hafa samvinnu- menn reist iðnaðarfyrirtæki, sem vinna úr innlendum hráefnum og rekin eru með samvinnusniði. Hefir þetta starf samvinnumann- anna hina mestu þjóðhagslegu þýðingu og veitir fjölda kaup- staðabúa lífvænlega atvinnu. Eru dæmin nærtæk um slíkt framtak samvinnumanna í höfuðstað Norð- urlands. Við athugun á þessum efnum getur það ekki orkað tvímælis, að það eru Framsóknar- og sam- vinnumenn, sem mestan og af- drifaríkastan þátt hafa átt í þessu framfaramáli kaupstaðanna. Fyrir það eitt vaeri það eðlilegt og réttmætt, að íbúar kaupstað- anna hneigðust til fylgis við Framsóknarflokkinn. En hér kem- ur fleira til greina, sem að því styður. Andstæðingar Framsóknar- flokksins hafa löngum látið það klingja, að flokkurinn væri fjand- samlegur sjávarútveginum, og gæti því enginn, er þann atvinnu- veg stundar, fylgt honum að mál- um. En í hverju hefir þessi „fjand- skapur" birzt? Meðan gróði var í sjávarútveg- inum, en landbúnaðurinn hinsveg- ar dróst aftur úr, beittu Fram- sóknarmenn sér fyrir því, að fjár- magnið væri að nokkru flutt til landbúnaðarins, til þess að halda jafnvægi í atvinnuvegunum. Framsóknarmönnum var það ljóst, að þjóðarvoði væri fyrir dyrum, ef landbúnaðurinn legðist í rústir. Þess vegna lagði flokkurinn mikla áherzlu á að fyrirbyggja það. Af þessum toga mun það upphaflega hafa verið spunnið, að andstæð- ingarnir, sem töldu sig málsvara sjávarútvegsins, hófu þau brigzl um Framsóknarmenn, að þeir væru fjandsamlegir sjávarútveg- inum. En hugur Framsóknarmanna Um 70—80 manns hafa unnið við Laxá í sumar, síðan vinna hófst þar í maíbyrjun. Allan maí og fram yfir miðjan júní hefir mestur tíminn gengið í að sprengja fyrir undirstöðum stífl- unnar og þrýstivatnspípunnar, en nú miðar verkinu vel áfram. Ver- ið er að steypa stífluna yfir eystri kvísl Laxár og leggja þrýstivatns- pípuna, sem er 700 m. að lengd. Einnig er fyrir nokkru byrjað að koma fyrir mælitækjum 1 stöðvar- húsið. Til að byrja með verður sett niður ein 2000 hestafla vél; síðar, þegar þörf þykir, verður bætt við annari 2000 eða 4000 hestafla vél; eftir því sem nauð- syn krefur. Þyngstu vélastykki, sem flutt verða að Laxá, eru um 14 tonn að þyngd, og hefir þurft að endurbæta brýr og vegi frá Húsavík, svo gjörlegt þætti að flytja þessi stykki eftir þeim. Ráð- gert er að virkjuninni við Laxá verði lokið um miðjan október í haust. Háspennulínan frá Laxá til Ak- ureyrar er rúmir 65 kílómetrar að lengd; er nú langt komið að reisa alla staura á línunni og verður þá byrjað á að leggja þræðina á staurana. Við há- spennulínuna hafa unnið um 30 manns, og hefir þetta verk gengið vel þrátt fyrir að mjög víða hefir þurft að sprengja fyrir staurun- um. í sambandi við nýju rafveituna er verið að framkvæma miklar endurbætur á rafveitukerfi bæj- arins. Auk aðalspennibreytistöðv- arinnar, sem byggð var í fyrra- kom greinilegast i ljós, þegar at- vinnuvegurinn komst í þrenging- ar. Þá beitti flokkurinn sér fyrir því að styrkja hann með fjárfram- lögum, létta af honum gjöldum, svo sem kola- og salttolli og út- flutningsgjaldi af saltfiski. Var þetta fjandskapur við sjávarút- veginn? Þó er enn ótalið stærsta atriðið. Nú er svo komið, að síld- veiðarnar eru orðinn stærri þáttur í sjávarútveginum en þorskveið- arnar. Þetta mikla framleiðslu- æfintýri hefði alls ekki getað átt sér stað, ef Framsóknarmenn hefðu ekki haft framsýni og fyr- irhyggju um byggingar síldar- verksmiðjanna, auk þess sem þeir höfðu forystu um samvinnu og nýtt skipulag í sambandi við haust, er verið að byggja 9 minni spennibreytistöðvar víðsvegar um bæinn. — Þá eru jarðraftaugar lagðar um allar aðalgötur bæjar- ins og er lengd þeirra um 15 kíló- metrar og kosta þær um 80.000 krónur, en kostnaður við að leggja þær mun verða allt að 30.000 krónur. Þetta verk er nú vel á veg komið, en mikið verk er þó eftir að setja öll hús í samband við jarðlínurnar, og verður það að framkvæmast af fagfróðum mönnum. Eins og að líkindum lætur bíða Akureyringar í eftirvæntingu eft- ir því að nýja rafveitan verði fullgerð. Nú um hásumarið er til- finnanlegur rafmagnsskoi'tur í bænum, því auk allra iðnvéla eru þegar um 150 rafmagnseldavélar komnar í notkun í bænum. Fyrstu niðurstöður kauplagsnefndar. Kauplagsnefndin, sem skipuð var samkvæmt lögunum um gengisskráningu, til þess að gera yfirlit um breytingar á fram- færslukostnaði frá áramótum 1939, tilkynnti ríkisstjórninni fyrstu niðurstöðurnar af störfum sínum um síðustu mánaðamót. Samkvæmt lögunum um geng- isskráningu átti kaupgjald ófag- lærðra verkamanna og fjölskyldu- manna með minna en 3600 kr. árs- tekjum í Reykjavík og tilsvarandi lægra annarsstaðar að hækka frá 1. júlí, svo framarlega sem hækk- un framfærslukostnaðarins í Rvík næmi 5% eða meira mánuðina apríl—júní í samanburði við mán- uðina janúar—marz. Niðurstaða kauplagsnefndar xefir orðið sú, að hækkun fram- færslukostnaðarins hafi ekki num- ið nema rúmlega 2% og helzt því kaupgjaldið óbreytt til 1. jan. 1940. í kauplagsnefnd eiga sæti Björn '5. Árnason lögfræðingur, formað- ur, skipaður af hæstarétti, Jón !31öndal hagfræðingur, tilnefndur af Alþýðusamb. ísl. og Eggert Claessen hæstaréttarmálaflutn- ingsmaður, tilnefndur af Vinnu- veitendafélagi íslands. Kommúnistar eru í versta skapi yfir því, að dýrtíðin skuli ekki hafa aukizt meira en raun er á orðin. Esfa liin nýja. Nýja strandferðaskipinu, sem skipaútgerð ríkisins hefir látið smíða, var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöðinni í Álaborg 8. júlí s. 1. Sú athöfn fór þannig fram: Fyrir framan skipið var upp- hækkaður pallur, prýddur íslenzk- um og dönskum fánum. Yfir nafni skipsins voru íslenzkir fánar. Milli pallsins og skipsstefnisins hékk kampavínsflaska í silkisnúru. Sveinn Björnsson sendiherra flutti ræðu. Því næst leiddi fram- kvæmdastj óri skipasmíðastöðvar- innar Ingiríði krónprinsessu upp á pallinn. Flutti hún þar stutta ræðu, skírði skipið og mælti m. a.: „Esja skal nafn þitt vera“. Síðan klippti krónprinsessan sundur silkisnúruna; skall þá kampavínsflaskan á bóg skipsins og brotnaði, svo vínið freyddi rnn skipsstefnið. Um leið þrýsti hún á hnapp, og fór þá skipið í hreyf- ingu niður. í sama mund féllu flöggin af stefni skipsins og nafn þess kom í ljós. Síðan var skipið dregið upp að bryggju, þar sem lokið verður við smíði þess. Gert er ráð fyrir að skipið verði tilbúið í lok ágústmánaðar. Esja hin nýja verður um 1200 smálestir að stærð, aðeins minni en Gullfoss. I skipinu verður rúm fyrir 158 farþega. Uppgrlpa sfildarafli hefir verið fyrir öllu Norðurlandi síðan um helgi, og hafa síldar- bræðslurnar allar tekið til starfa. Þann 8. þ. m. var veiðin orðin tæp 70 þús. hektólítrar, og er það helmingi minna en á sama tíma í fyrra, en síðan hefir síldarmagnið aukizt mjög mikið af veiði undan- farinna daga. Síldin er magrari en áður. (Framhald á 4. síðu) Laxárvirkjunin,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.