Dagur - 13.07.1939, Blaðsíða 2

Dagur - 13.07.1939, Blaðsíða 2
114 DKBSZX 28. tbl. Aðalíundur S. í. S. frumherjum rér á landi. Sjóðelgnir sam- band§iélag'anna yfir 8 miljónir kr. Sjóðeignir S. í. S. ná- lega 23/4 milj. kr. Félagsmðnnum S. í. S. hefir f jölgað á s.l. ári um 4>/a þúsund. samvinnustefnunnar Aðalfundur Sambands ísl. sam- vinnufélaga var haldinn að Reyk- holti í Borgarfirði dagana 30. júní til 3. júlí s.l. Fundinn sátu 65 full- trúar frá 45 sambandsfélögum og auk þeirra stjórn, framkvæmdar- stjórn og endurskoðendur Sam bandsins. Formaður Einar Árnason, alþm., setti fundinn og minntist Tómasar Jónassonar, kaupfélagsstjóra Hofsós, sem drukknaði síðastlið- inn vetur. í árslok 1938 voru 46 samvinnu- félög í Sambandinu með 15.298 fé- lagsmönnum. Hafði félagsmönn- um fjölgað á árinu um 4.493. Sam anlögð sala þessara félaga nam á aðkeyptum vörum kr. 18.725.000.00 og innlendum vörum 11.500.000.00 krónum eða samtals 30.225.000.00 krónum. Samanlagðir sameignar- sjóðir þeirra námu kr. 4.878.000.00 og stofnsjóðir kr. 3.203.000.00 eða sjóðeignir alls kr. 8.081.000.00. Ó- ráðstafaður tekjuafgangur félag- anna nam kr. 976.000.00. Sambandið seldi á árinu að- keyptar vörur, þar með taldar innlendar iðnaðarvörur aðrar en frá verksmiðjum þess, fyrir kr. 10.446.000.00, innlendar afurðir fyrir kr. 11.724.000.00 og vörur frá iðnfyrirtækjum sínum fyrir kr. 2.050.000.00. Heildarvörusala Sam- bandsins nam því kr. 24.220.000.00 og er það kr. 1.400.000.00 minna en árið áður. Tekjuafgangur Sam- bandsins, þar með talinn tekjuaf- gangur af rekstri iðnfyrirtækja, nam árið 1938 kr. 409.042.68 og auk þess var óráðstafað tekjuaf- gangi frá 1937 kr. 60.945.11, svo að alls voru til ráðstöfunar 469.987.79 krónur, og er það kr. 72.000.00 minna en árið áður. Sameignar- sjóðir Sambandsins námu í árslok kr. 1.722.044.14 og stofnsjóður kr. 992.882.53, sjóðeignir Sambandsins námu því alls kr. 2.714.926.17. Eitt félag gekk í Sambandið á fundinum, Verzlunarfélag Norður- fjarðar á Norðurfrrði. Fyrsti júlí var alþjóðasamvinnu- dagur, en hann er haldinn hátíð- legur fyrsta laugardag júlímánað- ar ár hvert. Var þá samvinnufán- inn dreginn að hún í Reykholti og dagsins minnst með ræðu. Þá var og að tilhlutun Sambandsstjórnar minnzt Benedikts Jónssonar, bókavarðar, frá Auðnum, sem lézt á árinu, En hann var einn af Vwkkrar samþykktlr aðalfundarlns. Fundurinn tók ýms mál til með- ferðar. Einna mestar umræður urðu um innflutningshöftin og þá misbeitingu, sem félögin hafa orð- ið fyrir í þeim efnum. Var því máli vísað til nefndar og bar hún fram eftirfarandi tillögu, sem samþykkt var í einu hljóði: „Þrátt fyrir að sambandsfundur hefii’ þrjú síðastl. ár gert ákveðn- ar tillögur í gjaldeyrismálum og skorað á ríkisstjórn og gjaldeyris- nefnd að þeirri reglu verði fylgt við úthlutun innflutnings- og gjaldeyrisleyfa til sambandsfélag- anna, að miða leyfin við tölu fé- lagsmanna og heimilisfólks þeirra, þá hefir því ekki verið framfylgt, hvað snertir úthlutun innflutn ings- og gjaldeyrisleyfa fyrir ýmsar vörutegundir, svo sem vefnaðarvörur, búsáhöld, bygg- ingarefni, skófatnað o. fl. Ályktar því sambandsfundur, haldinn að Reykholti 30. júní 1939, að skora á ný á ríkisstjórn og gjaldeyris- og innflutningS' nefnd: 1. Að miða úthlutun innflutn- ingsleyfa til sambandsfélaganna fyrir allar almennar verzlunar vörur framvegis við framan- greindar reglur. 2. Að tryggt verði að sambands- félögin fái nægan erlendan gjald eyri til greiðslu á þeim vörum sem þau fá innflutningsleyfi fyrir Má í því sambandi benda á að nú hafa sambandsfélögin allverulega meiri útflutning en sem nemur þeirri upphæð, er þau fá leyfi til að verja til kaupa á erlendum vörum“. Þá var einnig talsvert rætt um samgöngumál og vöruflutninga í. S. og félaganna og var sam þykkt svohljóðandi tillaga: „Fundurinn samþykkir að skora á stjóm S. í. S. að rannsaka, hvort ekki sé orðið tímabært að S. í taki vöruflutninga félaganna al gerlega í sínar hendur, með eigin skipum og leiguskipum. Heimilar fundurinn stjórninni að kaupa þegar á þessu ári eitt eða tvö vöruflutningaskip, ef stjórnin tel ur það hagfellt. Verði ekki horfið að því ráði, að þessu sinni, felur fundurinn stjórn S. í. S. að gera kröfur til Eim skipafélags íslands um mikið auknar viðkomur skipa félagsins, sérstaklega Hamborgarskipanna á ýmsar hafnir umhverfis landið þar sem skipakomur eru nú fáar og óhentugar. Jafnframt sam þykkir fundurinn að fela stjórn S í. S. að gera kröfur til Skipaút gerðar ríkisins um bættar strand ferðir“. Rætt var um aukna smjörfram leiðslu og voru eftirfarandi tillög- ur samþykktar í því máli: „Aðalfundur S. í. S., haldinn að Reykholti 2. júlí 1939, skorar á stjórn S. í. S. að beita sér fyrir því, að kaupfélögunum verði veittar leiðbeiningar og aðstoð til að koma upp rjómabúum og smjörsamlögum. í sambandi við væntanlega aukningu smjörframleiðslunnar telur fundurinn nauðsynlegt að takmörkuð sé framleiðsla á smjör- líki, annaðhvort beinlínis eða með aukinni smjörblöndun, og skorar fundurinn á þing og stjórn að sreyta gildandi ákvæðum um þau efni, til þess að tryggja markað fyrir smjörið. Jafnframt sé lögð áherzla á að auka smjörneyzlu með auglýsingastarfsemi. ■ Enn fremur beinir fundurinn því til Alþingis að setja lagafyrirmæli um heiti á smjörlíki eins og öðr- ym gerfivörum og sé hætt að nefna það nafni, sem minnir á smjörið“. „Fundurinn skorar á stjórn S. I. S. að fela hæfum mönnum að rannsaka og gjöra tillögur um á hvern hátt undanrenna geti orðið bændum að mestum notum og verðmætust og gefa skýrslu um árangur þeirra rannsókna á næsta sambandsfundi, ef unnt er“. Eftirfarandi tillaga var sam- Dykkt um iðnaðarmál: „Fundurinn felur stjórn S. í. S. að skipa nefnd, er rannsaki hina ýmiskonar iðnaðarstarfsemi, sem hafin hefir verið á landinu hin síðari ár, meira og minna í skjóli innflutnngshaftanna og leitist nefndin við að leiða í ljós, hvað af þessum iðnaði geti talizt eiga rétt á sér við venjuleg skilyrði. Ætlast fundurinn til að áliti nefndarinnar verði komið á fram- færi við milliþinganefnd þá í tolla- og skattamálum, sem nú starfar". Ennfremur var samþykkt að fela stjórn S. í. S. að athuga, hvort ekki væri rétt, að S. í. S. setti á stofn ýms ný iðnfyrirtæki og væri þá jafnframt athugað, hvort ekki væri rétt að velja þeim aðsetursstað í sveit. Þá var samþykkt að hefjast handa um aukna fræðslustarf- semi um samvinnumál eins og t. d. með útgáfu á smáritum og námskeiðum. NÝJABÍÓ Sýnir fimtudaginn kl. 9 IKmvnOII sem Orlogskaptelnn Dam tók hér i fyrra- snmar tvo menn og hlutu kosningu til þriggja ára Sigurður Jónsson á Arnarvatni og Þórður Pálmason. Fyrir voru í stjórninni Vilhjálm- ur Þór, Þorstemn Jónsson, Björn Kristjánsson og Jón ívarsson. Varaformaður til eins árs var endurkosinn Vilhjálmur Þór. Varastjórnarmenn til eins árs voru kosnir Skúli Guðmundsson, Jón Þorleifsson og Jens Figved. Aðalendurskoðandi til tveggja ára var kosinn Jón Guðmundsson. Dánardægur. Sigurður Bjarnason útgerðar- maður og kaupmaður hér í bæ andaðist að heimili sínu 9. þ. m. 62 ára að aldri Hann kom hingað til bæjarins árið 1902, stundaði hér trésmíðar, byggingavöruverzlun og á síðari árum útgerð. Hann var ráðsettur atorkumaður, að hverju sem hann gekk og viðkynningargóður. Um nokkurn tíma átti hann sæti í bæjarstjóm Akureyrar. Sigurður var kvæntur Ónnu Jósefsdóttur. Lifir hún mann sinn ásamt fjórum uppkomnum böm- um þeirra. Sigríður Jónsdóttir að Syðra- Brekkukoti í Amarneshreppi and- aðist 28. f. m., komin á níræðis- aldur. Hún var kona Rósants Kosnlng i sffórn. Formaður S. í. S. til þriggja ára var endurkosinn Einar Ámason alþm. Fjölgað var í stjórninni um Friðb j arnarsonar, lífi. sem enn er á Smíði Akureyrarkirkju er hafin að nýju. Hefir Ásgeir Austfjörð tekið að sér að standa fyrir því verki. Er ætlunin að koma kirkj- unni undir þak fyrir haustið. Silkiskyrtur með föstum flibba og hálfum og heilum ermum. Kaupfólag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.