Dagur - 07.09.1939, Page 1
DAGUR
kemur it á hverjum
fimmtudegi Kostar
kr. 6.00 úig. Ujaldk.
Árni Jóhannsson 1
V
Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjaldd. fyrir 1. júlí.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Tal-
sími 112. Uppsögn,
bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslu-
manns fyrir 1. des.
Akureyri 7. september 1939.
1
36. tbl.
Teningunum kastað.
Ófriðarbálið brýst út og
magnast.
Þjóðverjar hefja
innrásar§lríð á Pól-
land. Afleiðing þess
er, að Bretar og
Frakkar segfa
ÞJóðverjiiin
slríð á hendur.
Vonir manna um að friður héld-
ist í Evrópu eru að engu orðnar.
Stríðið brauzt út 1. þ. m. með því
að þýzkur her réðist inn í Pólland.
Þýzkar sprengjuflugvélar réðust
fyrirvaralaust og án stríðsyfirlýs-
ingar á nokkrar pólskar stórborg-
ir og vörpuðu sprengikúlum yfir
þær. Sama dag lýsti þýzka ríkis-
þingið yfir innlimun Danzig.
í langri ræðu, sem Hitler hélt,
kvaðst hann vera ráðinn í því að
tala við Pólverja máli stálsins og
bað andstæðinga Þýzkalands að
gera sér ljóst, að Þýzkaland og
Rússland myndu framvegis ekki
berjast hvort á móti öðru, heldur
hvort með öðru ef á þyrfti að
halda.
Moscicki Póllandsforseti gaf
þenna sama dag út ávarp til
pólsku þjóðarinnar og skoraði á
hana að taka mannlega á móti og
leggja ekki niður vopnin, fyrr en
árás Þýskalands væri hrundið og
fullur sigur unninn. Pólskar flug-
vélar létu þegar sprengikúlum
rigna yfir innrásarherinn.
Þá viku, sem síðan er liðin, hafa
blóðugar stórorustur stöðugt átt
sér stað í Póllandi, bæði á láði og
í lofti. Hefir ýmsum veitt betur í
þeim hildarleik. En eins og geng-
ur, ber stríðsaðilum ekki saman
um atburðina.
Víkur nú sögunni til Englands.
Á laugardaginn baðst Chamber-
lain lausnar fyrir sig og allt ráðu-
neyti sitt. Var síðan ný stjórn
mynduð undir forustu Chamber-
lains. í hinu nýja stríðsráðuneyti,
sem nýtur stuðnings allra aðal-
flokka enska þingsins, er Chur-
chill flotamálaráðherra og An-
thony Eden samveldismálaráð-
herra.
England sagði síðan Þýzkalandi
stríð á hendur fyrir hádegi á
sunnudaginn, eftir að Hitler hafði
neitað að verða við úrslitakostum
brezku stjórnarinnar um að stöðva
árásina á Pólland og kalla þýzka
herinn til baka yfir landamærin.
Frakkland gaf Þýzkalandi frest
til að svara hinum sömu úrslita-
kostum þess til kl- 5 síðdegis hinn
sama dag, en þegar ekkert svar
fékkst, lýsti franska stjórnin því
einnig yfir, að Frakkland væri frá
þeirri stundu í stríði við Þýzka-
land.
í stríðsyfirlýsingu þeirri, er
Chamberlain flutti í enska þing-
inu, mælti hann m. a.:
„Við höfum gert allt, sem í okk-
ar valdi hefir staðið, mánuðum
saman, til þess að bjarga friðin-
um, en viðleitni okkar hefir engu
áorkað gegn ofsóknum, rógi og
bakferli þeirra, sem vilja styrj-
öldina. .. . Það hefði verið hægt
að komast hjá styrjöld, en Adolf
Hitler vildi það ekki. Hann ætlaði
að ráðast á Pólland, hvernig sem
að væri farið.... Þetta er sorg-
iegasti dagur, sem ég hefi lifað,
og ef til vill sosglegri fyrir mig en
flesta aðra menn, því að allt það,
sem e>g hefi trúað á, unnið fyrir
og lifað fyrir, er nú hrunið í
rústir. .
Eg á aðeins eitt eftir, vonina um
að sjá Hitler velta úr sessi, eyði-
lagðan, og frelsi Evrópuþjóðanna
aftur endureist“.
í útvarpstilkynningu frá þýzku
stjórninni á sunnudaginn segir, að
Þýzkaland hafi ekki farið fram á
neitt annað en „lagfæringu“ á
austurlandamærum sínum, og
England ásakað um að eiga sök á
stríðinu og hafa hafnað friðartil-
lögum Mussolinis.
Fyrstu hernaðaraðgerðir Eng-
lands voru þær, að brezka her-
skipið Warwick tók þýzka stór-
skipið Bremen í hafi á sunnudag-
inn og flutti það til enskrar hafn-
ar. Var Bremen á heimleið frá
New York.
Á mánudagsnóttina var brezka
hafskipið Athinia skotið í kaf fyr-
irvaralaust af þýzkum kafbáti 200
enskar mílur vestur af Hebrides-
eyjum. Hafði Athinia um 1400 far-
þega innanborðs, þar á meðal
margt af Ameríkumönnum, sem
voru á heimleið. Nokkurt mann-
tjón varð, en flestir björguðust í
skipsbátana og komust lífs af-
Atburður þessi hefir vakið
mikla gremju í Bandaríkjunum.
Brezka flotamálastjórnin hefir
ákveðið, að brezk farþega- og
flutningaskip skuli ferðast mörg
saman og að herskip verði í fylgd
með þeim.
Aðfaranótt mánudags flugu
brezkar hernaðarflugvélar yflr
Holland til Þýzkalands og vörp-
uðu niður 6 miljónum flugmiða,
þar sem tilkynnt var að Englend-
ingar vildu þýzku þjóðinni ekkert
illt, en vildu aðeins losa hana við
Hitlersst j órnina.
Skömmu síðar gerðu brezkar
hernaðarflugvélar árás á þýzku
herskipahöfnina Wilhelmshaven,
og segjast hafa laskað herskip er
þar lágu.
Samveldislönd Bretlands hafa
lýst yfir stuðningi sínum við það
í yfirstandandi styrjöld, og Ástral-
ía og Nýja Sjáland hafa beinlínis
sagt Þýzkalandi stríð á hendur.
Má nú hiklaust gera ráð fyrir
harðnandi átökum milli stríðsað-
ila og vaxandi hernaðaraðgerðum
á sjó, landi og í lofti.
Hornsteinn var lagður að nýju
kirkjunni hér á Akureyri kl. 11 á
sunnudaginn var að viðstöddu
talsverðu fjölmenni. Hófst athöfn-
in með því, að karlakórinn Geys-
ir söng sálminn „Faðir andanna“.
Þvínæst flutti vígslubiskup Frið-
rik Rafnar ræðu, en af hálfu sókn-
arnefndar talaði Steingrímur
Jónsson fyrrv. bæjarfógeti- Að
lokum söng fyrrnefndur kór þjóð-
sönginn.
Vígslubiskup las upp afrit af
alllangri greinargerð, er lögð var
og innmúruð í hornsteininn.
Ríkisstjórnin hefir gert ýmsar
ráðstafanir vegna stríðsins. Hefir
verið sett reglugerð um dreifingu
Siplína Hallgrímsdáttir.
Fœdd 1854, ddin 1938
Undir nafni Jóhönnu dóttur hennar.
Pú vaktir hjá vöggunni minni,
er veikburða nýfœdd ég lá,
og hagrœddir hverju, sem kynni
að haggast. — Eg skildi ekki þá,
að hlýjan frá höndinni þinni
var hugvörður sál þinni frá.
Að vaxa frá vöggunni sinni
með vonir um sjálfstœðan mátt
er lögmálið úti og inni,
hvort óskað er hátt eða lágt. —
En þó var i handleiðslu þínni
sá þróttur, sem beztan hef’ átt.
Pótt hyrfi ég burtu að heiman,
mér hugstæður bærinn minn er. —
Á erlendri göngu ég geymi hann, —
já, geymi hann hvar sem ég fer. —
/ svefninum sælt er að dreyma hann
og sjá hann — með pabba og þér.
Pó iíminn sé tilþrifahraður
og tilveran sjáandi blind,
sér hugur minn grátinn og glaður
hvern gnæfandi ættjarðartind. —
Par finnst mér hver stund og hver
staður
sem stöðug og lifandi mynd.
Við geisla frá gröfinni þinni
ég græt. — en það sér ekki neínn.
Hún lærist þeim úti og inni
sú einkunn: að halda sér beinn,
sem fjarlægur fósturjörð sinni
með fjöldanum jafnvel er einn.
Er kvaddi ég siðasta sinni,
eg sá inn í huga þinn — —
þar orðlausar hugsanir inni,
sem örvuðu lifsþrótt minn,
eg geymi í muna og minni,
og mátt þeirra enn þá finn.
Hvort leið minni skammt eða lengi
hér Ijósið á jörðu skin,
þá strýkur jajn viðkvæma strengi
hver stund, sem hvislar til mín
um böndin, sem báðar tengi-------
og blessuð sé minning þln.
Sg. fúl. fóhannesson.
Hjartans þakkir votta eg
öllum þeim, sem heiðruðu.
útför ástkœrar móðir minnar
með nœrveru sinni.
San Francisko 5. dgúst 1939
Jóhanna Jönasdóttir
frd Völlum
nokkurra matvæla og 'tekin mun
bráðlega upp skömmtun.
KIRJAN: Messað í Akureyrar-
kirkju neestk. sunnudag kl. 2 e. h.