Dagur - 16.11.1939, Blaðsíða 2

Dagur - 16.11.1939, Blaðsíða 2
186 D AGUR 46. tbl. y-m-m-m c- korn? Eftir PÉTUR SIGURÐSSON. Viltu tala við mig stundarkorn? Maðurinn er talandi skepna og honum líður betur, ef hann má segja einhverjum hugsanir sínar. Öllum mönnum þykir mest gam- an að tala við þann mann, sem kann vel að hlusta, því mörgum þykir gaman að tala og hlusta á sjálfa sig, og er eg þar engin imdantekning. Munt þú nenna að hlusta á mig? Eg er ferðamaður og á daga mína drífur æði margt. Eg bæði sé margt og heyri. Og allstaðar er mikil fjölbreytni fyrir þann, sem kann að greina svart frá hvítu, þótt svipur vorrar jarðnesku til- veru sé víðast hvar með nokkuð svipuðum hætti, og sumum finn- ist hann leiðigjarn og klunnaleg- ur. Eins og yndisfagurt meyjar- andlit ljómar innan um þúsundir andlita með skökk nef eða skæld- an munn, eða eitthvað annað, er gerir menn ýmist ófríða eða lítið laglega, eins rís gullroðinn og hvítfaldaður fjallstindur, laugað- ur í geislaflóði morgunsólarinnar, upp úr flatneskju og svipleysi eyðisanda og sléttlendis. Jafnvel skýjabólstrar stórhríðarbakkans verða að eldlegum vögnum, þar sem guðimir þreyta ljómareið um hásali himnanna, þegar kvöld- sólargeislamir snerta gráa þoku- kúfa og skýjaflóka með gullnum töfrasprota sínum. í óvistlegu og andstyggilegu herbergi málar frostið hinar dýrðlegustu rósir á gluggann. Kurteisir og skemmti- legir menn finnast innan um ókurteisa og leiðinlega, gáfaðir innan um heimska, gætnir og prúðir innan um ærslabelgi og hávaða menn, þrifnir menn og snyrtileg gistihús innan um knæpur og óvistlegar holur, sem gistihús eru kölluð. Það var til dæmis góð tilbreyting að koma í Bakkasel í gær. Þar drekka sunnan- og vestanmenn kaffi, er þeir ríða norðurveg og það eins þótt á vökrum bifreiðum sé. Eg varð næstum hissa, er eg kom inn í forstofuna, leit á allar hiuðir og veggi. Allt svo dæma- laust hreint, vel málað og smekk- legt. Meira að segja lithnir þægi- legir. Á salerninu var einnig allt hreint, ekkert rusl og ekkert brotið. Þetta var myndarskapur, sem reyndar má sjá víðar, en þó á of fáum stöðum. Þá kom maður inn í borðstofuna. Einnig þai' var allt með sama svip, stólar og borð, allt svo hreint og snoturt. Eg bað um að fá meira af húsakynnum að sjá, þótt við værum á hraðri ferð. Svefnherbergin voru eins. Heitt og kalt vatp í hveTju heyr bergi og allt svo hreint og vist- legt. Bakkasel er lengst inn í af- daL, en það er nú sem stendur fyr- irmynd, sem aðrir, er gistihús halda, gætu lært af. Nokkru síðar héldum við inn- reið okkar til Akureyrar, en það er uppáhalds bærinn minn á Is- landi. Eg var þó að hugsa um, er ég var háttaður í gærkveldi, að bezt væri mér, ef ég vildi varð- veita þetta góða álit mitt á Alcur- eyri, að vista mig einhverstaðar utarlega í bænum, þar sem ég ekki heyrði í hinum æpandi götu- lýð. Eg gekk þreyttur til hvílu á Hótel Goðafoss, eftir vökui' og ferðalag á sjó og landi, og hlakk- aði til að hátta snemma. Herberg- ið mitt var indælt. Þar var allt, sem ferðamanni er mikils virði: hlýindi og hreinleiki, heitt og kalt vatn, stólar og borð, góður legu- bekkur og hvílxrrúm af beztu gerð, ljós við höfðagafl rúmsins og smekklegar myndir á veggjum, sumar jafnvel yndisfagrar. — Eg hrósa aldrei neinu, sem ekki er hrósvert. Þeir, sem hafa gistihús viðsvegar á landi voru, og kunna illa til þess, ættu að gista hér eina eða tvær nætur. Um hin leiðin- legu gistihús ætla ég að tala á öðrum stað. Já, ég lagðist fyrir þreyttur í þetta ágæta rúm og tók að lesa skýrslu vinar míns, Snorra Sig- fússonar skólastjóra, um för hans til Bretlands hins mikla s. 1. sum- ar. Þar var ég að lesa um aðdáun hans á stjórnsemi, hegðun, lotn- ingu og góðu skipulagi í uppeldis- starfi Englendinga, en varð svo um leið að hlusta á skræki, óp og köll ungra manna og kvenna úti á götunni fyrir utan hótelið, fólks, sem ekki kann mannasiði á al- mannafæri, og stöku sinnum bíla- öskur innan um. Leyfir lögi’eglu- samþykkt Akureyrar allan þenn- an sundurleita hávaða á aðalgötu bæjarins? Eg veit það ekki. En sjálfsagt er ekki til neins að minn- ast á þetta, því grísir ganga aftur- á bak þegar þeim er ýtt áfram. Sumir menn hafa yndi af að gera öðrum lífið skemmtilegt, en aðrir hafa yndi af því, að vera 1 and- stöðu við allt og alla og ergja menn. Á fornu máli voru þeir kallaðir andsk.... Það er ekki nóg að setja út á gistihús og þá staði er taka á móti ferðamönnum. Það þarf engu síð- ur að láta ferðamenn sjá sig í hinu rétta ljósi. Skyldi það, til dæmis, vera nauðsynlegt, þótt menn nemi staðar í stofu góða stund, eða klukkustundum saman, að gera hana strax að svínastíu, þekja gólf með eldspýtum, sígar- ettubútum og öðm rusli. Það er eins og fylgi það nautnum manna, að þeir verði trassar og hugsimar- lausir gagnvart hver öðrum. Geta menn ekki gengið um hús, þegar komið er undir miðnætti, án þess að stökkva upp og ofan stiga, sltellf hwðum og vera með h4- reisti? Og gæti ekld fólk, sem þarf að skrækja og æpa á götum úti, til dæmis hér á Akureyri, skotizt upp í brekkur, upp í fjall, það er stutt, og æpt þar af öllum lífs og sálar kröftum, þar til það fengi nægju sína. Það ætti að vera betra fyrir báða parta. Eg þakka nú fyrh athyglina, segi ekki meira, og gef þér orðið. Bækur. Nokki'ar nýjar bækur hafa blað- inu borizt og verður þeirra stutt- lega getið efth því sem rúm vinnst tiL í litlu vikublaði getur ekki verið um ýtarlega ritdóma að ræða, en sjálfsagt er þó að kynna blaðlesendum sendar bæk- ur og drepa á innihald þehra. Skal þá fyrst nefna: Förumenn frú Elinborgar Lárusdóttur. Hér er ekki um neitt smáræðis- verk íslenzki’ar sagnagerðar að ræða, því þessi nýútkomna bók hennar er á 4. hundrað blaðsíður og er þó aðeins 1. hefti af þriggja binda ritverki. Frúin er áður kunn af sögum, er hún hefir ritað, en með samningu Förumanna hefir hún færzt meira í fang en áður, og ekki mun það leika á tveim timgum, að hún sé á framfara- braut sem rithöfundur. Að vísu verður ekki til fullnustu dæmt um þetta verk hennar fyrr en því er lokið, en það, sem komið er, gef- ur góðar vonir um að henni tak- ist að skapa merkilegt ritverk, sem fylli út í eyðu í bókmenntum vorum. Sagan gerist sýnilega á seinni hluta 19. aldar og eru sumar aðal- persónur hennar umrenningar, eins og nafnið bendir til. Tvær fyrirmyndh slíkra förumanna, er sagan segir frá, eru þjóðkunnar: Sólon Sókrates er steyptur upp úr lífsferli hins drambsama, sérvitra listamanns, Sölva Helgasonar, og friðlausi förumaðurinn, Ormur Ormsson, á rætur sínar í örlög- um Jóhanns bera, sem var gildur bóndi og sveitarhöfðingi, áður en ógæfumyrkrið luktist um sál hans. Inn í frásögnina er ofið fræðileg- um aldarfarslýsingum þehra tíma, er sagan gerist á, bæði um dag- lega háttu fólksins og hugsimar- Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9 Síðasti maður um lirð! Stórfengleg og afarspennandi kvikmynd, er lýsir hinu við- burðarrika og hættulega starfi manna i strandgæzluflota Bandaríkjanna. — Myndina hetir samið FRANK NEAD sjóliðsforingi í Bandaríkja- flotanum. Aðalhlutverkið leika: Viktor Mc Laglen og Ida Leep no. Aukamynd: Leyndardómar sjávarbotnsins. I. 0. O. F. == 12111179 ss □ Rún 593911227 - II. Frl.\ Á Ijósmyndaslofunni í Gránufélagsgötu 21 get- ið þér fengið nýmóðins Xombinationsmyndir og margar fleiii gerðir, sem hvergi fást annarsstaðar. Guðrún Funch-Rasmussen. hátt þess. Eykur þetta gildi bók- arinnar að miklum mim. Margar af persónum sögunnar eru vel mótaðar og gleymast ekki, má þar til nefna Andrés malara, sem er fyrhferðarmikill í bókinni, þó að hann sé það ekki í lífi sínu, og þó einkum Þórdísi á Bjargi, sterkbyggða rausnarkonu af Efri- Ásættinni, en svo virðist sem skaplyndi dóttur hennar ætli að verða utan við ættar-„línuna“. Víst er um það, að þeh, sem lesa bók þessa — og hún á það skilið að vera lesin — bíða með ó- þreyju efth framhaldinu. En það eru sérstaklega einkenni þehra bóka, sem mikið er í spunnið. Á heimleid. Sjónleikur í fjórum þáttum. Sagan „Á heimleið“, efth frú IKjólaefni.l SS S8 Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. fliilllllifii I i iiiiiiiliifli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.