Dagur - 16.11.1939, Blaðsíða 1

Dagur - 16.11.1939, Blaðsíða 1
DAGUR kemur 'rt á hverjum fimmtudsg: Kostar kr. 6.00 áig. Qjaldk. Árni Jóhannsson * Kaupfél. Eyfirðinga. Qjaldd. fyrir I. júlí. Aí’GREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sími 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. 9b ♦ ■# -♦ ■O’ -W'-w w~m-~ XXII. árg. J Akureyri 16. nóvember 1939. 46. tbS. Gfaldskrá íyrir Rafveitu Akureyrar var til síðari umræðu á fundi bæjar- stjórnar 14. þ. m. og var þar gengið frá henni. Fara hér á eftir helztu atriði hinnar nýju gjald- skrár, er almenning í bænum einkum varðar: Rafveita Akureyrar skal selja raforku á þann hátt og við því verði, sem hér segir: A. LÝSING. í>ar sem orkan er aðallega not- uð til lýsingar skal hún seld: 1. Á heimilum má selja um kílowattstundamæli samkvæmt gjaldskrárlið B 2, þótt orkan sé eingöngu notuð til ljósa. 2. Um kwst.-mæli á 60 aura hver kflowattstund. B. RAFMAGN TIL ALMENNRAR HEIMILISNOTKUNAR. Þar sem orkan er aðallega not- uð til suðu eða hitunar í heimil- um má selja hana: 1. Um tvenna mæla, annan til Ijósa, hinn til suðu og hitunar. Á ljósamælinn reiknast ljósagjald samkv. A 2, en á hinn mælinn á 10 aura. Suðu- og hitunartæki skulu vera fasttengd. Þó má tengja eldavél um sérstakan 25 amp. eldavélartengil og hafa einn tengil að auki í eldhúsinu fyrir suðutæki, strokjárn og þ. h. 2. Um einn kílowattstimdamæli fyrir alla notkun á heimilinu á 60 aura hverja kwst. fyrstu 2.5 kwst. á ári á hvern m" gólfflatar íbúðarherbergja, en á 10 aura hver kwst. fyrir næstu notkun, þannig reiknað: 30 kwst. m2 á ári á fyrstu 50 m2. 10 kwst. m2 á ári næstu 50 m2. Notkun umfram þetta greiðist með 6 aurum hver kwst. Rafveitustjórn er heimilt að tak- marka ákvæði gjaldliðs þessa þannig, að gólfflötur heimilis reiknist eigi yfir 20 m2 á hvern mann á heimilinu. Þó skal til þessa koma leyfi rafveitustjórnar í hvert sinn. Við útreikning gólf- flatar skal tekið tillit til ef um súðarherbergi eða því líkt er að ræða. Til íbúðarherbergja teljast elclhús, en eigi gangar, baðher- bergi eða geymslur. 3. Um einn kílowattstundamæli fyrir alla notkun á heimilinu á 10 aura hver kwst. fyrir fyrstu notk- un þannig reiknað: 2.75 kwst. á fermetra á mánuði á fyrstu 50 fermetra. Ein kwst. á fermetra á mánuði á næstu 50 fermetra. Notkun umfram þetta greiðist með 6 aurum fyrir kwst. Auk þes skal greiða fastagjald kr. 0.10 á ferm. á mánuði. Um ákvörðvm gólfflatar gilda sömu ákvæði sem í B 2. í gjaldskránni eru ennfremur margvísleg ákvæði um sölu raf- orku til vélareksturs, hitunar o. fl. Gjaldskráin gengur í gfldi 1. janúar 1940. Þó geta þeir, sem þess óska, fengið heimilisnotkunartaxta frá síðustu mánaðamótum. Kolaverðið. „íslendingur“, er út kom 10. þ. m., skýrði svo frá: „.... Verð á kolum hjá K. E. A. hefir verðlagsnefnd ákveðið frá og með deginum í dag 81 krónu tonnið. Verðið helst hinsvegar óbreytt hjá hinum kolaverzlimum þangað til næsti farmur kemur“. Næsta dag, 11. nóv., gaf „ísl.“ út svohljóðandi fregnmiða: „í frásögn um kolaverðið hér í bænum, er birtist í blaðinu í gær, var rangt skýrt frá einu þýðing- armiklu atriði. Verölagsnejnd hejir samþykkt, að kol hjá K. E. A. og Kolaverzl- un Rœgnars Ólajssonar hœkkuöu upp í 81 krónu hver smálest jrá og með deginum í gær. Þetta leiðréttist hér með“. Banatilræði var Hitler ríkiskanslara sýnt að kvöldi 8. þ. m. í borginni Miin- chen. Hafði hann verið staddur í bjórstofu einni í borginni og flutt þar ræðu. En er hann var nývik- inn á brott þaðan ásamt ýmsum nazistaforingjum, varð ógurleg sprenging í húsinu og hrundi það í rústir; fórust þar 7 menn en 6( særðust og margir hættulega. Hafði vítisvél verið komið fyrir yfir kjallaranum og olli hún sprengingunni. Enginn vafi er á því talinn, að sprengingunni hafi verið stefnt að Hitler. Háum verðlaunum hefir verið heitið fyrir að koma upp um til- ræðismennina og fjöldi manns verið handsamaður. Hefir atburð- iu' þessi vakið mikið umtal víða um lönd og þykir sýnt, að ekki sé aflt tryggt í Þýzkalandi. Dimmur baer. Seint á laugardagskvöldið slokknuðu öll rafljós í Akureyrar- oæ. Varð þá heldur skuggalegt umhorfs á götum úti, en innan- lúsa leitaðist hver við að bjarga sér eins og bezt hann gat og var oá einkum gripið til kertastubba, er fyrir hendi voru. Ástæðan til pessa myrkurs var krapastífla í Laxá á virkjunarstaðnum. Var þá Glerárstöðin fljótlega tekin í notkun, en dauf þóttu ljósin, er hún gaf. Rafveitustjóri fór með hóp manna austur að Laxárvirkj- uninni á sunnudaginn, til þess að vinna að framræslu árinnar, og miðaði því verki það áfram, að seinni hluta mánudags tóku vél- arnar til starfa. Birti þá yfir bænum. Vonandi er hér aðeins um barnasjúkdóm að ræða. Mjólkursölunefnd hefir á fundi sínum í fyrradag ákveðið, að út- söluverð á smjöri skuli vera 5 kr. hvert kg„ en 4.60 kr. í heildsölu. Þá hefir smjörlíki einnig stigið mikið í verði og eru nú birgðii þeirrar vöru mjög á þrotum vegna hráefnaskorts; en hráefni í smjör- líki er væntanlegt innan skamms frá Ameriku, og eru þau dýrari en áður hefir tíðkazt. KIRKJAN: Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Barnastúkan Samúð heldru fund næstk. sunnudag kl. 1.30 e. h. á venjulegum stað. — A-flokkur skemmtir og fræðir, — Félagar! Fjölmennið! Ungmennastúkan Akurlilje nr. 2 heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 8.30 síðd. Inntaka nýrra félaga. Erindi. Útvarp frá nýrri útvarpsstöð: tvísöngur, leik- ur o. fl, Dómur hefir verið uppkveðinn í Bæjarþingi Reykjavíkur í málum þeim, er þrír ráðherramir höfð- uðu gegn ritstjórum Þjóðviljans og áður hefir verið frá skýrt í Degi. Var hvor ritstjóranna dæmdur í 1050 kr. sekt í öllum málunum og greiðslu málskostn- aðar, en til vara í fangelsisvist, ef sektirnar yrðu ekki greiddar. Um- stefnd mnmæli dæmd dauð og ómerk. E.s. Snœjell slitnaði frá bryggju á Siglufirði í ofviðri á þriðjudags- morgun og rak inn á leiru, þar sem það sat fast. Skipið losnaði af sjálfsdáðum af grunni í gær, og varð ekki vart við leka í því. Kaf- ari fer héðan og athugar botn skipsins. Prentvillur hafa slæðst inn í haustvísur í síðasta tbl.: í fyrstu og næst síðustu vísu: Stofnamir blikna, átti að vera Stofnamir kikna, á báðrnn stöðiun. Ennfrem- ur í 2. vísu: af lýðnum var sortans gyðju bylt, átti að vera, af lýðn- um var sortans gyðja hyllt. Málverkasýningu opnar Frey- móður Jóhannsson í K. E. A.- salnum (uppi) næstk. laugardag. Þarf ekki að efa að þar verður margt fallegt að sjá. Hlutavelta Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar og Iðnskólans verður næstkomandi sunnudag í Sam- komuhúsinu. Ágóðinn rennur í kólabyggingarsjóð. Veturinn er loks genginn í garð. Vikutíma að undanförnu hefir verið norðan og norðaustanátt með nokkurri snjókomu og dálitlu frosti og er nú jörð orðin alhvít. Sjóorusta er talið að hafi átt sér stað um síðustu helgi úti fyrir Vestfjörðum. Sá fólk á Patreks- firði og víðar þar um slóðir Ijós- glampa af hafi og heyrði jafn- framt hvelli, er líktust skothvefl- um. Eftir fregmun að dæma lítur út fyrir að þýzku skipi muni hafa verið sökkt í þessari viðureign. Riíssar em stöðugt eins og gap- andi úlfar yfir Finnlandi og heimta af þeim land undir flota- stöð. Samningaumleitanir milli þessara þjóða hafa engan árangur borið og er þeim nú slitið í bili að minnsta kosti. Moskvaútvarpið og rússnesk blöð hella úr skálum reiði srnnar yfir Fixma,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.