Dagur - 16.11.1939, Síða 3

Dagur - 16.11.1939, Síða 3
46. tbl. D A G U R 187 *••• - Guðrúnu sál. Lárusdóttur, kom út í Rvík 1913 og hlaut góða dóma. Nú hefir sonur skáldkonunnar, Lárus Sigurbjörnsson, snúið sög- unni í leikrit, sem verið er að sýna í Rvík um þessar mundir. Helztu persónur leiksins eru: ungur prestur, móðir hans, hjúkr- unarkona, barnakennari, drykk- feldur bóndi og barnsmóðir hans. Auk þess nokkrai' aukapersónur. Lífsviðhorf og trúarskoðanir þessa fólks er harla ólíkt. Síra Björn er frjálslyndur, Margrét hjúkrunarkona heittrúuð, Jóhann kennari efunargjarn, Guðmundur bóndi óheflaður heimsmaður og barnsmóðir hans kvíðin og ^hyggjufull vegna synda sinna. Presturinn og hjúkrunarkonan iella hugi saman, en hún villekki bindast manni, sem hefir aðrar ti'úarskoðanir en hún. Það kemur þvi til átaka á milli þeirra um þessi efni. Viðtölin eru sumstaðar langdregin og verða þreytandi. Tniarbragðalegur áróður leynir sér ekki í þessu leikriti og er þó alstaðar tekið með stillingu og gætni á þeim málum. Heittrúaða hjúkrunai'konan ber að lokum sig- ur úr býtum. Presturinn hneigist að hennar skoðunum, bæði vegna atburða er fyrir koma, og að lík- indum einnig af ást til hennar. Þá eiga þau samleið. Því er ekki að leyna, að efni sögunnar „Á heimleið“ nýtur sín miður í leikritsformi. Vanalega mun svo fara, þegar sögu er snú- ið í leikrit. Sandhóla-Pétur, í íslenzkri þýðingu Eiríks Sigurðs- sonar kennara, kemur enn fram á sjónarsviðið. Er þetta annað hefti hinnar vinsælu unglingasögu eftir A. Chr. Westergaard, og segir frá baráttu Péturs við að halda sam- an heimili sinu og systkina sinna, sem misst hafa foreldra sína, eins og frá er skýrt í 1. hefti sögunn- ar, er út kom fyrir ári síðan. Bamablaðið Æskan gefur söguna út. Þetta hefti sögunnar er prýði- lega skemmtilegt aflestrar. Ekki verður enn um það sagt hvernig þessari baráttu Péturs lýkur, en frá því er skýrt í 3. og síðasta hefti sögunnar. Hvenær það kem- ur út á íslenzku er að líkindum undir því komið, hvernig viðtök- ur þetta 2. hefti fær, en vonandi verða þær góðar. Ilmur skóga, austræn fræði eftir Grétar Fells. Bók þessi, sem er 111 bls. að stærð, fjallar um austræn fræði, sem nefnd eru „Vedantismi“. Eru allir kaflar bókarinnar, að undan- skildum þrem hinum síðustu, fyr- irlestrar, er fluttir hafa verið í Guðspekifélaginu og sumir í út- varp veturinn 1938—39. í stuttu forspjalli, sem höf. nefn- ir „í forgarðinum", kemst hann m. a. svo að orði: „Vedantisminn, sem er í eðli sínu rndleg raunhyggja, er upp- haflega árangur af hugleiðingum og innri reynslu eisetiunenna í skógunum á Indlandi. Eg á enga ósk betri hinni íslenzku þjóð til handa, en þá, að þessi ilmur hinna austrœnu skóga megi berast sem víðast um þetta fagra æfintýra- land, sem hefir svo mörg skilyrði til þess að fóstra hugsandi þjóð. Eg hefi kosið mér það hlutverk að vera blærinn, sem ber þenna ilm að vitum landa minna. Og eg el þá von í brjósti, að sem flestir þeirra megi bera gæfu til þess að anda þeim ilmi að sér í löngum, djúpum teigum, því eg er þess fullviss, að sérhver sá, sem andar að sér þessum Hmi hinna aust- rænu skóga, hann andar að sér — LIFINU SJÁLFU!“ Hver er sá, sem ekki viU teiga úr slíkum lífsins brunni sér tU andlegrar og líkamlegrar heilsu- bótar? Ekki veitir af að nota sér þá heilsubrunna, sem völ er á, í því skaðræðis blóðbaði, sem nú er að flæða yfir heiminn. Árbók Ferðafélagsins er að þessu sinni frábrugðin þvi, er áður hefir verið. Hingað tU hafa Árbækurnar haft héraðalýs- ingar að innihaldi. í ár fjallar hún einvörðungu um íslenzka fugla. Fuglabók þessa hefir Magnús Björnsson náttúrufræðingur ritað og farizt það snHldarlega, sem hans var von og vísa, enda mun enginn núlifandi íslendingur hafa hlýtt boði ritningarinnar, „Lítið tH fuglanna í loftinu“, eins ræki- lega og hann. Bók þessi er í fám orðum sagt frábærlega vel rituð og fróðleg og skemmtHeg að því skapi. Hún er og prýdd fjölda ágætra mynda. Eimreiðin, 3. h. þ. á., er nýlega komin út. Rit- stjórinn skrifar hixm venjiHega greinaflokk „Við þjóðveginn“. Jó- hann Hjaltason skrifar um há- karlaveiðar á Ströndum, Guð- mundur Friðjónsson um íþrótt íþróttanna — málsnHldina — og Jón Ásbjömsson um fornritaút- gáfuna. Enn em í ritinu „Svefn- farir“ eftir dr. A. Cannon, tvær sögur, LitH stærðfræðingurinn (þýdd) og Rykið af veginum, smásaga eftir Ólaf Jóh. Sigurðs- son, nokkuð af ljóðum, ritsjá og fleira smávegis. Skýrsla um alþýðuskólann á Eiðum 1938 —1939. Nemendur eldri deHdar vom 24, en yngri deHdar 26. 1. október 1938 var skipaður skólastjóri cand. theol. Þórarinn Þórarinsson í stað síra Jakobs Kristinssonar. AHir nemendur eldri deHdar luku burtfararprófi að undan- skildum tveimur, er urðu að hverfa úr skólanum nokkru fyrir próf vegna atvinnu sinnar. Allir nemendur yngri deildar luku vor- prófi. Fæðiskostnaðui' var kr. 1.42 á dag fyrir pilta, en kr. 1.32 fyrir stúlkur. HeUsufat vw ógaett í sktavun. Eivind Berggrav: HÁLOOA- LAND. Leiftur-myndir frá víst- tazíuferðum í Norður-Noregi. Prestafélag Islands gaf út. — Reykjavík 1939. Sumir halda, að kristindómur- inn sé fólginn í eintómri helgi- slepju, guðsorði á vörunum, kross- festingu holdsins, hátíðlegri siða- liræsni og grimmHegri fordæm- ingu allrar Hfsgleði. Þannig er hami oft framkvæmdur af þeim, sem skortir allan dýpri skilning á eðli hans, og ná ekki í neitt, nema úthverfuna á honum tH að flagga með. En ekkert hefir verið fjar- lægara sannkristnum mönnum á öllum öldum, en sHkur yfirborðs- háttur. Þeir hafa yfirleitt verið karlar í krapinu, lifandi menn, en ekki blóðlausar helgimyndir, stríðandi menn, en ekki kjark- lausar rolur, starfandi menn, en ekki aðeins sálmasyngjandi dýr- lingar, þar sem leggja þurfti hönd á plóginn. Og þeir hafa venjuleg- ast ekki borið á sér yfirskyn guð- hræðslunnar, heldur verið hispurslausir í allri framgöngu, haft auga fyrir kýmninni engu síður en alvörunni og kunnað að fagna með fagnendum, engu síður en að gráta með grátendum. Leyndardómurinn í þessu er eng- inn annar en sá, að gagnstætt því sem sumir hyggja, að kristindóm- urinn sé óvinur allra mannlegra tHfinninga og hvata, er hann öUu heldur fólginn í dýpkun hinna mannlegu tHfinninga, og vaxandi skilningi á mannlegu eðli. Krist- inn maður lifir sterkara lífi en heiðinginn. í þessu sambandi má minna á það, sem sagt var um sjálfan trúarhöfundinn: í honum var lífið — ICristnir menn eru því ekki fyrst og fremst dauðir menn og utanveltu við lífið, heldur lifandi menn, er standa djúpum rótum í veruleikans jörð, menn sem lifa og finna til með samferðamönnum sínum og geta því aðeins fullnægt þeim í andlegum efnum, að þeir hafa sjálfir orðið fyrir freistingu og kannað gervallar víðáttur mannlegrar tHveru. Þannig var Páll postuh, þannig var Lúter, þannig var Jón Arason, Hallgrím- ur Pétursson og Jón Vídalín, svo að nokkrir séu nefndir. Og þannig er Eivind Berggrav Oslóar biskup. Leitun er á skemmtHegri bók en lýsingum hans frá Háloga- landi. Það er ekkert andlegt volgurs- hljóð að finna í bók þessari, ef menn kynnu að halda, að slíkt tilheyri kristilegum bókmenntum. Þetta er fjörlega rituð bók eftir gáfaðan mann, sem hlotið hefir mikla lífsreynslu í víðtæku starfi. Það eru glampandi myndir frá hrikalegum slóðum, frásagnir af þróttmiklu lífi, kryddaðar spak- legum athugasemdum og andrík- um trúarhugsunum. Maður fylgir höfundinum af lífi og sál á yfh'- reið hans um víkur og voga Norð- ur-Noregs og yfir fjöll og fymindi Finnmerkur. Það er ekið á óstýri- látum hreinum, á flugaferð í kaf- aldsfæri um regin fjöll. Stundum er sleðmn í grúfu og biskupinn dreginn óþyrmHega í aktaumun- um yfir fannbreiðuna. En hann lætur sHkt ekki fyrir brjósti brenna. „Með þessari óhemju fyr- ir fannst mér eg sitja á hala- stjömu niður eftir brekkunum við Karasjok“. Alla leið norðui’ tH Svalbarða eggur hann leið sína, þriggja daga sigling yfir stormbólgið >s- 'iafið. Einnig þar, allra nyrzt á Svalbarða, á beru fjallinu í auðn og snæ, stendur voldugur tré- xross, sem Rússar hafa reist fyrir mörgum mannsöldrum síðan, er peir námu þar land. Þá var það fyrsta verk þeirra að reisa merki krossins, hvar sem þeir lögðu land undir fót. Nú brjóta þeir kross- ana. En þessi kross hefir staðið í tvær aldir í stormum og stillum myrkri og sól, án þess að láta á sjá. Þar nyrðra kemst ekki rotn- im í jarðveginn. Krossinn lifir þar, sem hreint er. Örðugleikar fólksins, sem Berg- grav biskup starfaði á meðal, eru miklr og margháttaðir. En þraut- segjan er Hka frábær. Hér búa menn, sem koma sér upp tveggja kúa túni á gróðurlausri urð, með því að bera þangað mold í poka á bakinu langa leið. Það tekur kannske tvo mannsaldra að aura saman nægu fé, til að byggja litla kirkju. En kirkjan er reist. Og þó að menn þurfi að róa tveggja til þriggja klukkutíma leið tH kirkj- unnar, telur enginn slíkt smáræði eftir sér. Það tilheyrir lífinu norð- urfrá. Þetta er land öfganna og jafn- vægisleysisins, land mikHla and- stæðna, myrkurs og ljóss. Ef tH vill er það ástæðan fyrir því, að lundin verður í senn hvikul og djúpúðug, þrautseig og rótlaus, hófsöm og gegndarlaus. Athugun Berggravs á lundarfari Hábyggja og áhrifum þeim, sem náttúrufar landsins kann að hafa á skapgerð þeirra, er mjög skarpleg, og gæti verið athygHsverð fyrir íslend- inga, sem einmitt eiga að búa við svipaðar andstæður náttúrufars- ins. En það, sem einkum heillar við lestur bókarinnar, er hið mannlega hjarta, sem slær bak við aUa frásögn hennar. Það er aðdáunarvert að veita því athygli hversu Berggrav biskup skUur vel þetta fólk, sem hann starfar á meðal og hversu gott lag hann kann á því. Hann kann að leggja sig á þann hátt inn í starfið, að líf fólksins verður hluti af hans eigin Hfi, en einmitt af því, að þetta er annarskonar tilvera en sú, sem hann hefir vanist syðra, verður starf hans lærdómsríkt, eigi síður fyiir hann sjálfan, en söfnuðina, sem harni heimsækir. Og í þessu er fólginn leyndardómur alls sam- starfs, sem giftusamlega tekst, að kennandi megi menn læra og nemandi kenna, eins og biskupinn lærði af börnunum á Hálogalandi, engu síður en þau af honum. Prestafélagið hefir verið heppið í vali sínu á þessari bók. Hana geta allir lesið sér tU ánægju. Af henni geta aUir lært að þekkja þann kristindóm, sem nær dýpra

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.