Dagur - 11.01.1940, Qupperneq 1
DAGUR
kemur 'it á hverjum
fimmtudegi Kostar
kr. 6.00 iig. Gjaldk.
Árni Jóhannsson *
Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjaldd. fyrir 1. júli.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Tal-
sími 112. Uppsögn,
bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslu-
tnanns fyrir 1. des.
xxni. árg.;;
*«► «r-« «► 4r-4>--
—fr-
Akureyri 11. janúar 1940
2. tbl.
K--* «r ■*»
Hækkun kaupgfalds
vegna dýrtíðarinnar.
Verðlagsnefndir
ráða verði á mfófik
og kjöfi innan
lands.
Undir þinglokin lögfesti Alþingi
samkomulag það, sem náðst hafði
innan ríkisstjórnarinnar um
hækkun kaupgjalds vegna dýrtíð-
arinnar o. fl. í því sambandi.
Voru ákvæðin um kaupgjaldið
felld inn 1 lögin um gengisskrán-
ing og ráðstafanir í því sambandi,
er sett voru í aprílmánuði síðastl.,
en í þeim lögum voru eftirfarandi
ákvæði um kauphækkun af völd-
um dýrtíðar;
Komist þar til kjörin nefnd
að þeirri niðurstöðu, að fram-
færslukostnaður í Reykjavík hafi
hækkað á tímabilinu júlí— desem-
ber 1939 um meira en 5%, miðað
við framfærslukostnaðinn janúar
—marz 1939, skal kaup ófaglærðra
verkamanna, sjómanna og fast-
ráðinna fjölskyldumanna, sem
hafa minna en 300 kr. á mánuði,
hækka sem nemur helmingi dýr-
tíðaraukningarinnar, ef hún er
minni en 10%, en um 2/s af dýr-
tíðaraukningunni, ef hún er meira
en 10%.
Jafnframt var öll önnur kaup-
hækkun bönnuð og ákveðið að
verðlag á kjöti og mjólk innan-
lands skyldi fylgja sömu reglum
og kaupgjald verkamanna og sjó-
manna.
Þær breytingar, sem hin nýju
lög gera á þessum ákvæðum, eru
aðallega þessar:
Fyrir hvert stig, sem vísital-
an fyrir tímabilið nóv.—des. 1939
hækkar frá grundvellinum jan.—
marz 1939 (vísitala þá talin 100)
skal kaupgjald hækka 1. jan. 1940
um 50% af dýrtíðaraukningunni,
ef hún nemur 5 stigum eða meira,
en minna en 10 stigum, en sé dýr-
tíðaraukningin meiri skal það,
sem er fram yfir 10 stig bætt
þannig: 80% ef tímakaupið er kr.
1.50 eða lægra, 70% ef tímakaupið
er kr. 1.51—2.00, og 55% ef tíma-
kaupið er kr. 2.01 eða hærra.
Kaupgjaldshækkunin má þó al-
drei nema minna en 75% af dýr-
tíðaraukningunni í fyrsta flokki,
00% í öðrum flokki og 50% í
þriðja flokki. Kaupgjald í hærra
flokki skal þó aldrei vera lægra
en það, sem greitt er í lægra
flokki.
Samkvæmt sömu reglu skal
kaupgjaldið hækka 1. apríl, 1.
júlí og 1. október 1940 og er vísi-
talan í hvert sinn reiknuð fyrir
næstu þrjá mánuði á undan.
Kaup fyrir aukavinnu eða sér-
stök hlunnindi skulu hækka í
sama hlutfalli og aðalkaupið.
Þegar vísitalan fer lækkandi,
skal reikna uppbót á kaupgjald
eftir vísitölunni samkvæmt fram-
angreindum reglum frá og með
byrjun næsta ársfjórðungs. Þegar
vísitalan er komin niður í 105
reiknast engin kaupuppbót.
Ákvæði þessi um kauphækk-
un ná til verkamanna, sjómanna,
verksmiðjufólks og iðnaðar-
manna, sem taka kaup samkvæmt
samningum milli stéttarfélaga og
vinnuveitenda eða kauptöxtum,
sem stéttarfélög hafa sett og giltu
fyrir gildistöku laganna.
Á árinu 1940 er óheimilt að
hækka annað kaupgjald í landinu
meira en svarar til þeirrar hækk-
unar, sem verður á kaupi framan-
greindra launþega. Þó er heimilt
að greiða sjómönniun sérstaka
áhættuþóknun á stríðstímum.
Þær einu kaupgreiðslur, sem
bannað er að hækka, eru samn-
ingsbundnar greiðslur frá sjúkra-
samlögum fyrir unnin störf, með-
an núgildandi samningar halda.
Samningum þessum má segja upp
með þriggja mánaða fyrirvara.
Ríkisstjórninni er heimilt að
ákveða í reglugerð verðlagsupp-
bót á laun embættismanna og
annara starfsmanna ríkisins, svo
og ríkisstofnana.
Félagsdómur sker úr ágrein-
ingi út af ákvæðum laganna.
Kaupgjald það, sem ákveðið er
samkvæmt framansögðu, skal
gilda sem samningur til 1. jan.
1941. Gildir þetta jafnt, þó að í
samningum séu ákvæði um kaup-
gjaldsbreytingar vegna hækkunar
eða lækkunar á framfærslukostn-
aði og gengi. Vilji annarhvor aðili
hafa kaupgjald ósamningsbundið
frá 1. jan. 1941 skal hann hafa
sagt upp með tveggja mánaða fyr-
irvara, en eftir þann tíma verður
uppsagnarfrestur þrír mánuðir.
Verðlag mjólkur og kjöts á inn-
lendum markaði skal ekki lengur
fylgja kaupgjaldsákvæðum lag-
anng og verður það þannig hér
eftir á valdi mjólkurverðlags-
nefndar og kjötverðlagsnefndar
að ráða verðlagi þessara vara.
Þau ákvæði gengislaganna frá
í vor gilda áfram, að húsaleiga
skuli ekki hækka á tímabilinu til
14. maí 1940 og að útgerðarfyrir-
Á gamlaárskvöld fluttu fulltrú-
ar norrænna skálda ávörp í gegn
um útvarpsstöðvar Norðurlanda.
Fulltrúi íslendinga var Davíð Ste-
fánsson frá Fagraskógi. Hin norr-
ænu skáldin voru Gunnar Reiss-
Andersen af hálfu Norðmanna,
Gunnar Mascott Silverstolpe af
Svía hálfu, Jarl Hemmer fyrir
Finna og Axel Juel af Dana
hálfu. Ávarp Davíðs fer hér á
eftir:
ísland er ekki lengur einangr-
að. Áður gat það dregizt árlangt,
að landar okkar hefðu fréttir frá
útlöndum. Nú fregnum vér at-
burðina samstundis. Vér höfum að
þessu leyti færzt nær heiminum.
Jafnvel fólkið, sem býr hér út við
ströndina, hefir í vetur séð eld-
blossa í hafi og heyrt skotdrunur
bryndrekanna, tákn þeirrar sið-
menningar, sem nú drottnar í stór-
veldum Evrópu. Engin erlend frétt
hefir á síðari öldum gagntekið
hug vorn eins og vitneskjan um
hörmungar hinna finnsku bræðra
vorra. Við höfum fyllst hryllingi
og andstyggð gegn því ofbeldi,
sem þeir eru beittir, en jafnframt
dáum vér hreysti Finna, og ekk-
ert skiljum vér betur en eðli
þeirra þjóða, sem elska frelsi sitt
og sjálfstæði jafnt lífi sínu. Þótt
íslendingar til forna væru engir
eftirbátar annarra í hernaði og
víking, þá ber þó þjóðin gæfu til
þess að varpa frá sér vopnum
sínum. Að þessu leyti er hún sér-
stæð meðal allra þjóða Evrópu.
Og ennþá er það bjargföst trú
hennar, að enginn sé sá níðingur
fæddur eða óborinn, sem vegur
að vopnlausri þjóð. Og enga ný-
ársósk eigum vér hjartfólgnari í
garð annarra þjóða, en að þeim
mætti auðnast að fara að dæmi
voru og magnast þeirri friðarhug-
sjón, sem vér eigum mesta og
fegursta. Því þrátt fyrir allt svíf-
ur andi mannúðar og réttlætis
yfir blóðvöllum Evrópu. Mann-
kynið þráir frið, hinn vopnlausa
frið,
tækjum sé skylt að ráða sjómenn
gegn hluta af afla, ef þeir óska
þess. Skal þá um fyrirkomulag
hlutaskiptanna farið eftir þeim
reglum, sem áður hafa gilt á við-
komandi útgerðarstað.
íslendingar hafa aldrei unnað
landi sínu heitara en í dag og í
vitund þeirra er gróandi og
vöxtur. Þó að ógnir stríðsins teygi
klær sínar upp undir landstein-
ana, þá má þó fullyrða, að í dag
er ísland friðsælasti bletturinn í
allri Evrópu. í svartasta vetrar-
skammdeginu hefir blessun friðar-
ins yljað þjóðinni eins og sól-
geislar innst inn í hjartarætur. Af
heilum hug óskum vér bræðra-
þjóðum vorum sama hlutskiptis.
Það er ekki aðeins hið norræna
ætterni, sem tengir hug vorn
órjúfandi tengslum, ekki heldur
lega landanna, heldur umfram allt
hugsjónir vorar, sameiginlegt mat
vort á hinum andlegu verðmæt-
um, sem gefa lífi voru kjarna og
festu. Hlutverk Norðurlandabúa
er mikið’ og voldugt, en vilji
þeirra einn og hinn sami til varn-
ar og frelsandi átaka. Þess vegna
treystum vér giftu vorri og heils-
um komandi ári bjartsýnir og
fagnandi.
Nú hækkar sól á lofti og daginn
lengir. Eg ber nýárskveðju öllum,
sem mál mitt heyra, löndum mín-
um heima og erlendis og öllum
norrænum mönnum.
25 ára hjúskaparafmœli áttu í
gær Hrafnagilshjónin, Valgerður
Magnúsdóttir og Hólmgeir Þor-
steinsson.
Erlingur Friðjónsson var síðastl.
þriðjudag búinn að eiga sæti í
bæjarstjórn Akureyrar í 25 ár
samfleytt. Var þessa minnzt á
bæjarstjórnarfundi þann dag.
Samkoma verður haldin í þinghúsi
Hrafnagilshrepps sunnud. 14. jan. n k.
kl. 9 e. m., til ágóða fyrir »FinnIands-
söfnunina«. — Davfð skáld Stefánsson
flytur erindi. Jón Norðfjörð les upp
kvæði. Dansað á eftir. Haraldur spilar.
Þýzkt flutningaskip rakst ný-
skeð á ísjaka norðvestur af Horni
og sökk. Togarinn Hafsteinn kom
þar á vettvang og bjargaði allri
áhöfninni, 62 mönnum.
Skáldakveðja Davíðs
Stefánssonar.