Dagur - 11.01.1940, Blaðsíða 2

Dagur - 11.01.1940, Blaðsíða 2
6 D A G U R 2. tbl. • • • ♦ • « -#-# •#■#■■# -#- #-■#-#-< |ff!VVff««l IV f f VlVllfV9H s: Saumavélar nýkomnar Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild Tilbúinn áburður Peir, sem ætla sér að fá tilbúinn áburð til notkunar á næsta vori þurfa að gera pantanir á skrifstofu vorri fyrir 10. febrúar n. k. Kaupfélag Eyfirðinga. Brauðarðmiðum frá Brauðgerð vorri fyrir s. 1. ár þurfa féiagsmenn að skila á skrifstofu vora fyrir 31. jan. þ. á. Kaupfélag Eyfirðinga. Norðurlöndin eiga engan betri viai en Ameríku. Á heimssýningunni i New York vom sýningar Skandinavisku þfóðanna IJölsóUar. #-•#-#-#-#•# #-# #-# #-# # #'• ísienzkur læknir til F i n n I a n d s. Áheyrendum útvarpsins er víst kunnugt, að Finna hefir skort lækna upp á síðkastið, af því að fjöldi finnskra lækna hefir verið kvaddur til vígstöðvanna. í dag- blöðum Norðurlanda hefir verið auglýst, að Finnar vildu fá lækna, einkum héraðslækna. Þau tíðindi hafa nú gerzt, að einn íslenzkur læknir, einn hinn efnilegasti hinna yngri lækna vorra, hefir ráðizt til læknisstarfa í Finnlandi. Þessi læknir er cand. med. chir. SNORRI HALLGRÍMSSON frá Dalvík, bróðir Gunnars Hall- grímssonar, tannlæknis. Snorri læknir á mjög glæsilegan náms- feril að baki og hefir stundað nám sitt með óvenju-miklum fræknleik og vaskleik. Hann varð stúdent í Menntaskólanum á Ak- ureyri vorið 1932 og hafði þá les- ið 5. og 6. bekk stærðfræðideildar á einum vetri. Eftir 4 ár lauk hann háskólaprófi í læknisfræði með 1. einkunn, og er .það nær dæmalaust nú hin síðustu árin. Síðan hefir Snorri stundað fram- haldsnám í Árósum og víðar í Danmörku. Hann hefir fengizt þar við vísindalegar rannsóknir, og er oss kunnugt um, að merkir vísindamenn erlendis telja hann efnilegan vísindamann. Er það ánægjulegt, að íslenzkur læknir hefir sýnt þann drengskap og þá karlmennsku, að ráðast í læknisþjónustu til Finna, er þeir eiga að verjast ofurefli, svívirð- Ameríkumönnum þykir vænt um skandinavisku þjóðirnar. í gegnum glundroða þann, sem síðustu ár hefir einkennt stjórn- málaástandið í Evrópu, hafa þær staðið saman, trúar hugsjónum lýðræðisins og frelsisins, sem Ameríkumaðurinn metur ef til vill mest alls. Kynni Ameríku við Norður- landabúa eru samt miklu eldri en þetta. í öllum Bandaríkjunum má finna Svía, Dani, Norðmenn, Finna og íslendinga. Þessir full- trúar hins norræna kynstofns hafa um tugi ára haldið orðstír hans á lofti. Þeir eru orðlagðir fyrir ráðvendni, dugnað og sterka frelsiskennd. Trúmennsku þeirra við lög og rétt er viðbrugðið. Þeir hafa hvarvetna gerst vel- metnir amerískir borgarar, án þess þó nokkurntíma að gleyma löndum feðra sinna, eða sérein- kennum þeirra. Þannig hafa verið kynni þúsunda Ameríkumanna við Norðurlönd í tugi ára. Vinátt- an við Norðurlönd stendur á þess- um grunni. Hún hefir verið styrkt með trúnaði Norðurlanda við lýðræðið og frelsið, og með þinglegum framkvæmdum til lausnar þjóðfélagslegra vanda- mála. Skuggar byltinga öfga- stefnanna hafa aldrei skyggt stjórnmálahimin hinna fimm norrænu þjóða. Framfarir þeirra ingum og níðingsverkum. þeirra Rússanna. Allir góðir íslendingar óska þess einlæglega, að Snorri læknir komi heill á hófi úr þessum hættulega og drengilega leiðangri. □ Rún 59401177 - Frlv I. O. O. F. = 12111159 = KIRKJAN: Messað í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Guóspjónustur í Grundarþingapresta kalli. Möðruvöilutn, sunnudaginn 21. janúar kl. 12. — Hólum, sunnudag- iun 28. janúar kl. 12. Aðalfundur íþróttafélagsins »Þór< verður haldinn sunnud. 14. jan. n. k. kl. 8 e. h. að Hótel Gullfoss. Barnastúkan Samúð heldur fund í Skjaldborg n. k. sunnudag kl. 1.30. A-flokkur skemmtir og fræðir. Þeir sem eiga ógreidd árs- fjórðungsgjöld geri svo vel og komi með þau á fundinn. Hljómleikar verða haldnir í Nýja Bíó á sunnudaginn kemur kl. 3. Vafalaust mun mörgum bæj- arbúum forvitni á að hlýða á þá, því að þá syngur ungfrú Sigríður Guðmundsdóttir frá Lómatjörn einsöng með undirleik Roberts Abrahams. Ungfrúin hefir aðeins einu sinni áður sungið einsöng á hljómleikum Samkórs Roberts Ábrahams á síðastliðnu vori við ágætan orðstír. í vetur hefir Abraham æft með ungfrú Sigríði íslenzk og klassísk, en alþýðleg lög, sem eflaust munu vekja hrifningu. Á hljómleikunum mun Abraham einnig leika einleik á píanó. Haukur Snorrason: hafa spunnist af friðsamlegri lýð- ræðislegri samvinnu dugandi manna og kvenna af öllum stétt- um. Þessar staðreyndir veit Ame- ríka. Hinar stórfenglegu framfarir hins vestræna heims síðustu ára- tugina voru einnig árangur frels- is og þess svigrúms, sem það gaf einstaklingunum, til þess að fram- kvæma það, sem hæfileikar þeirra og dugnaður leyfðu, mitt í auð- legð hins nýja heims. Á 150 ára sögu hins ameríska lýðveldis hefir margt breytzt. Hinn stórkostlegi auðmunur, sem í upphafi skapað- ist af mismun á dugnaði, féhyggju og framkvæmdasemi nýbyggj- anna og síðar komst í hendur erf- ingjanna, sem sjaldan höfðu til hans unnið, eða kunnu með að fara, hefir stórum minnkað. Ame- ríka í dag er ekki höfn fjár- glæframannsins, heldur hins dug- andi, vinnandi miðstéttarmanns og verkamanns. Samvinnustefnan er í vexti. í social-löggjöf er stefnt hratt að því marki að sjá öllum þegnum ríkisins farborða í veik- indum og atvinnuleysi með sam- eiginlegu átaka allra. Og þjóðin stendur saman um að varðveita lýðræðisskipulagið og það frelsi, sem einstaklingarnir njóta nú í svo ríkum mæli. Þessi saga og þessi viðhorf í dag eru gildur þáttur þess, að Ame- ríka ánn Norðurlöndum og virðir Norðurlandabúa. Því þeir eru einnig frjálsir menn, húsbændur á sinni eigin jörð og hafa ekki fallið í þá auðmýkt að haga skoð- unum sínum eða trúarbrögðum eftir fyrirskipan eða dutlungum valdamikilla æfintýramanna. Ekki heldur trúa þeir í blindni á lausn allra þjóðfélagslegra vandamála með einni saman kollvörpun alls, sem reynzt hefir-nýtt, og uppsetn- ingu austurlenzkra kennisetninga, sniðnar fyrir tugum ára á þjóð- ir, sem þá voru að meiri hluta ólæsar og óskrifandi og höfðu bú- ið undir oki of lengi til þess að þekkja frelsið, og létu sér nægja að velta einum kúgaranum, þótt annar settist í sæti hans strax og sitji þar enn. Svo í dag eiga Norðurlöndin engan betri vin en Ameríku. Sjálfir segjast Ameríkumenn enga betri þegna eiga en Skandi- nava. Með þjóð, sem innibindur allar þjóðir og kynþætti, er slíkur vitnisburður merkilegur og gleði- legur. Á hinni stórfenglegustu heims- sýningu, sem haldin hefir verið, New York-sýningunni, voru sýn- ingar Norðurlandaþjóðanna merkilegur þáttur. Og það er víst að þeim var veitt meiri athygli af amerískum almenningi, blöðum og útvarpi, en sýningum flestra, kannske allra, hinna smærri þjóða. Það var sérstaklega fróðlegt að athuga, hvernig hinar fimm norr- ænu þjóðir kusu að sýna sig fyrir þeim 25 miljónilm gesta, sem heimsóttu New York-sýninguna í sumar. Auðvitað kom ekki nema

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.