Dagur


Dagur - 18.01.1940, Qupperneq 3

Dagur - 18.01.1940, Qupperneq 3
3. tbL DAGUB 11 t I Þakka Inntlega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför móðar minnar Valgerðar Earolínu Guðiuundlsdóítur. F. b. vandamanna. P IngÍRKmdur Arna§on. prjónavélarnar, sem gera það kleift, þrátt fyrir fólksleysið, að vinna úr ullinni. Nú er áhugi einnig að glæðast fyrir vefnaði, svo allt bendir til að notkun ullar- innar fari vaxandi en ekki minnk- andi í sveitum í framtíðinni. En sveitirnar hafa nóg með sig. Þær geta ekki framleitt neitt, sem nemur, til sölu. Það er ekki nóg, þó sveitafólkið klæðist ull. Ullar- fötin þurfa að ná til allra, í bæj- unum, við sjóinn og til þeirra, sem á sjónum eru. Til þess þarf framleiðslan að vera í stórum stíl, svo að ávallt sé fyrirliggjandi það, sem hæfir hverjum einum. Þetta hlutverk verða verksmiðjur að inna af hendi. Nú má búast við, að margt verði talið því til fyrirstöðu, að hægt sé að nota eingöngu ull í nærfatnað og sokka. Sumir kvarta um, að þeir þoli ekki ullarnærföt, þau séu óþægileg fyrir húðina o. s. frv. Þeir, sem notað hafa ullarföt frá blautu barnsbeini, þekkja ekki slík óþægindi og þykir næstum broslegt að heyra talað um þau. Þá munu aðrir segja, að ullarnær- föt séu of heit á sumrum. Það hef- ir við nokkuð að styðjast. Ef hlý sumur koma, eru þau of hlý fyrir fólk, sem vinnur erfiðisvinnu. Þá er sjálfsagt að klæða sig eftir því, sem við á. Má þá t. d. nota nær- föt úr flóneli. Sennilega mætti einnig búa til föt, sem blönduð væru ull og bómull eða líni. Lík- lega þyrfti sérstakar verksmiðjur til að framleiða þau, en mikið væri unnið við það, að slíkur fatnaður væri unninn í landinu, þó að eitthvað þyrfti að sækja af hráefnum í hann til útlanda. En Ffalla Fyv£ii«lus' Ungmennafélag Svarfdæla mun vera eitt hið merkasta ungmenna- félag hér um slóðir og þó víðar væri leitað. Á nýafstöðnu 30 ára afmæli þess mátti heyra merki- lega sögu sagða af menningarleg- um afrekum þess, og ber t. d. sundskálinn og samkomuhúsið á Dalvík glöggt vitni um dáðríkt starf. En það, sem aldrei verður mælt eður vegið í starfi U. M. F. Svarf- dæla, eru hin hollu áhrif þess á unga Svarfdæli um áratugi. Má það í mörgu sjá. Og ánægjulegt er að koma á samkomur þeirra á Dalvík þar sem 1—2 hundruð ungir menn og konur skemmta sér án þess að vín sjáist á nokkr- um manni. Það er meira en sagt verður um samkomur annarsstað- ar, almennt, því miður. Það er og alkunnugt, að ung- mennafélögin í Svarfaðardal, eins og víðar, þar sem einhver þróttur er í starfi þeirra, hafa aukið og eflt félagsanda og framtak með- lima sinna, er svo smátt og smátt sem sagt, ullarnærfatnaður og ullarsokkar ættu að vera aðal- framleiðslan. Sumrin eru svo stutt hjá okkur, stundum aðeins nokkrar vikur. Meginhluta ársins búa íslendingar við kalt loftslag, og gegn því er ullin dýrmæt vörn og hitagjafi. Sveitakona. hefir sýnt sig í athöfnum þalrra, er þeir tóku við hlutverkum ráð- andi manna í sveitarfélaginu. Meðal starfsafreka U. M. F. Svarfdæla má nefna það, að í s.l. 2G ár hefir það jafnan-æft ogsýnt einn sjónleik á hverju ári. Vitan- lega voru skilyrðin slæm fyrstu árin, en þegar á fyrstu árum lét það byggja leiksvið við fundahús sitt, og er það reyndist of lítið, reisti það samkomuhús, sem í senn er því og allri sveitinni til mikils sóma. í þessu húsi hefir fél. sýnt ýmsa vandasama leiki hin síðustu ár og nú Fjalla Eyvind eftir Jóh. Sigurjónsson. Það er vandasamt verk að taka slíkan leik til sýningar á litlum stað og á þann hátt er Svarfdælir gera það. Því þeir búa allt út sjálfir, fái ekkert að láni, og þeir, sem sjá leiktjöldin, munu undrast getu þeirra. Og það verður þá jafnframt ljóst, að allur útbúnað- ur leiksins er merkilega góður og sannur, einfaldur og óbrotinn, kannske einmitt eins og höf. hefir ætlast til, og þó stílhreinn og fagur. Hinn ungi listamaður þeirra Svarfdæla, Steingrímur Þorsteins- son, hefir málað tjöldin og séð um allan útbúnað leiksins og æft hann. Steingr. hefir stundað list- málaranám í Khöfn undanfarið. Hann fer og með hlutverk Ey- vindar í leiknum af næmum skilningi, og eru blæbrigðin í leik hans og fasi furðulega listræn. Þá sýnir ungfrú Freyja Antons- dóttir Höllu, og hefði verið ánægjulegt ef einhver viðurkennd ieikkona hefði fengið að sjá Freyju í þessu hlutverki, því að minni hyggju er leikur hennar ágætur. Henni skeikar aldrei með að skilja hlutverk sitt, og þess vegna nýtur áhorfandinn leiksins svo vel. Og manni getur dottið í hug að e. t. v. hafi höf. hugsað sér Höllu einmitt svona, ýtur- vaxna konu, holduga, þróttmikla fríðleikskonu með festu og mildi í svip og fasi og með logandi hit- ann ,í tinnudökkum augum. Og því er persóna Freyju mjög sam- boðin þessu hlutverki. Arnes er sýndur af Kristjáni Jóhannessyni íshússtjóra og er leikur hans einnig mjög góður. Þessar höfuðpersónur leiksins þrjár, verðskulda því lofsamlega dóma þegar litið er á allar að- að tengja hana við hvítan skálann með stórri, blárri brú, hefir skap- azt mikið litaósamræmi, og enda eru byggingar þessar svo fjar- skyldar og ólíkar, að engin tilraun ætti að vera gerð til þess að tengja þær saman eða reyna að skapa heild úr þeim. Þegar komið er að aðalskáladyr- unum, er snúa fram að torginu, blasir við stytta Rasmussens af Ólafi konungi Tryggvasyni, og segir áletrunin, að hann hafi ver- ið konungur Norðmanna á þeim tíma, er Leifur Eiríksson fann Ameríku, enda hafi Leifur siglt að boði konungs! Þetta þykir okk- ur íslendingum skrítin framsetn- ing, og er ekki langt úr þessu að stökkva og segja blátt áfram, að Ólafur hafi fundið Ameríku! Maður minnist þess þá einnig, að Zpztckz var konungur í Zúlu- landi um sama leyti og „Gula höndin“ stjórnaði Sioux Indiánum vestur undir Klettafjöllum! Þegar komið er inn úr aðaldyr- unum, blasir við stórt og fagurt fordyri, — einskonar formáli að sýningunni. Veggir þar eru mál- aðir daufbláum lit, og stórt kort af Noregi í dekkri lit blasir við augum úr dyrunum. Forskáli þessi er á parti þakinn með alu- minium-plötum, og eru málaðar á málminn myndir af bláum fjöllum og snjóþöktum tindum annars- vegar og hinsvegar í þyrpingu norskar atvinnuhátta-myndir. Málmgrunnurinn gerir myndirnar bjartar og skemmtilegar. Á gólfi er stór ábreiða, ofin myndum af forn-norskum rúnasteinum, og er hið mesta listaverk. Forsetafrúin, Eleanor Roosevelt, dáðist mjög að fegurð ábreiðunnar er hún heim- sótti norsku sýninguna fyrir nokkru síðan. Fordyrið er aðskilið frá hinum hluta skálans með heljarstórri „relief“ höggmynd eftir norska listamanninn Schiöll. Á hún að sýna myndir úr sögu norsku þjóð- arinnar frá fyrstu tíð og fram til þessa dags. í fordyrinu er einnig upplýs- ingaskrifstofa sýningarinnar. For- salurinn er rúmgóður, og blái lit- urinn veitir augunum hvíld, og því ánægjulegt að litast um og skoða með gaumgæfni þá fáu, en fallegu, sýningarmuni, sem þar eru hafðir. Úr forsalnum liggur stigi upp á svalir, þar sem helzta deildin er helguð siglingum Norðmanna. Þar eru líkön af víkingaskipum, seglskipum 18. og 19. aldanna og af hinum ágætu hafskipum Norsku-Ameríku línunnar. — „Fram“, líking hins fræga skips Nansens, liggur þar við festar milli gerfiísjaka og minnir gestina í einni svipan á hin stórkostlegu afrek hins norska landkönnuðar. Þarna rekst maður aftur á landa vorn, Leif Eiríksson, og er sagt frá því ósköp ísmeygilega, að „Norð- maðurinn11 Leifur hafi fundið Ameríku. í öðrum sal er komið fyrir upplýsingum um menningar- mála-þróun Norðmanna á síðustu áratugum, og hafa þær framfarir verið stórstígar. Þá eru sýningar helgaðar helztu borgum Noregs, svo sem Oslo, Bergen o. s. frv. Þá er ferðamönnunum ekki gleymt og þeim tjáð, að miðnæt- ursólina sjái þeir helzt hvergi, nema í gamla Noregi! Eftir því sem innar kemur í sýningarskálann, hverfa þau ró- andi og hvílandi áhrif, sem maður varð fyrir með því að litast um í hinum fábrotna forskála, því nú er svo margt sem þarf að sýna og sýnt er, að ekki er gott að vita á hvað skal líta eða hvert halda. Norsk silfursmíði, kerasmíði, út- skurður, húsgögn, o. s. frv. Þá er statistikkin geigvænleg upp um alla veggi; — þetta „starir“ á gest- inn úr öllum áttum, svo að hann verður eiginlega hálffeginn að sleppa inn á brúna, sem liggur yfir í „Stabur“ bygginguna. Brúin er löng og heldur lítið skemmti- leg, prýdd ljósmyndum af norsk- um byggingum og bæjum. Norð- menn hafa fengið allharða dóma í heimagarði og hjá löndum sínum hér vestra fyrir það, að sýning þeirra væri víðast of margbrotin og óskipuleg, og væri reynt að segja svo mikið og koma svo miklu að, að gestirnir rugluðust í ríminu og færu af sýningunni án nokkurrar heildarmyndar af landi og þjóð í hug sér. Vera má að eitthvað sé rétt í þessu, en nú er bezt að halda áfram, því að ennþá er bezti hluti sýningarinnar óskoðaður. Mestur hluti „Stabur“ bygging- arinnar hefir að geyma fiskveiða- sýninguna, sem er meistaralega vel gerð, enda feikna fé til hennar varið. Þegar komið er inn úr dyr- unum, er sem staðið sé á hafs- botni og allt í kring er hálfrokkið. Hér og þar sjást fiskar og fiska- torfur á sundi og glampar á búk- ana, því að sérstakur ljósaútbún- aður varpar birtu á þá. Þarna er mikill botngróður og þangstöngl- ar ná langt upp í „sjó“. Ef litið er hærra, þá sjázt kilir fiskibátanna með net sín og línur, og gamlir virðulegir sjómenn beygja sig út yfir borðstokkana. Lengst í fjarska sjást í gegnum „tært vatnið“ snjóþakin, snarbrött fjöll báðu megin „fjarðarins“. Þarna á hafs- botni er sVo komið fyrir upplýs- ingum um fiskveiðar Norðmanna og sýnd sýnishorn af norskum niðursuðuvörum. Þetta æfintýri (Framhald á 4. síðu)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.