Dagur - 01.02.1940, Side 1

Dagur - 01.02.1940, Side 1
DAGUR kemur ít á hverjum fimmtudegi Kostar kr. 6.00 áig. Gjaldk. Árni Jóhannsson > Kaupfél. Eyfirðinga. Gjaldd. fyrir 1. jútl. XXIII • árg-i AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sími 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. Akureyri 1. febrúar 1940 * 5. tbl. -■<*-<** Ý* Ðr. Rðgi valduj' P é t y r s s o n Svohljóðandi símskeyti barst mér í morgun: Winnipeg Man. Canada 30. janúar 1940 Benjamín Kristjánsson Laugalandi, Iceland Rögnvaldnr Pétursson dted to day H. Pétursson Þessi andlátsfregn kom ekki alveg á óvænt. Það var kunnugt, að Dr. Rögnvaldur Pétursson hafði frá því snemma í sumar verið sjúkur og alveg frá störfum. En vér vinir hans hér heima vorum þó að gera oss vonir um að hann mundi vera fremur í afturbata og að enn mund- um vér á komanda sumri eiga eftir að sjá hann glaðan og heilan hér heima á íslandi, þar sem hugur hans dvaldi meira en hálfur að jafnaði. En nú var honum þessi lengri ferð ætluð og þýðir ekki í því efni að deila við dómarann, því að eitt sinn skal hver deyja. Dr. Rögnvaldur Pétursson var fæddur á Ríp í Hegra- nesi 14. ágúst 1877 og var því aðeins sextíu og tveggja ára að aldri er hann andaðist. Það verður að bíða annars tíma, að fara nánar út í æfiatriði hans og taka til með- ferðar hið geysimikla og merkilega þjóðmenningarstarf, sem hann vann meðal landa vorra í Vesturheimi. En það er á allra vitorði, að dr. Rögnvaldur var sá maður, sem sökum vitsmuna sinna og yfirburða og margháttaðra for- ingjahæfileika varð með tímanum einhver mestur áhrifa- maður með þjóðbrotinu íslenzka vestan hafs, enda starf- aði hann að því með mestri elju og ósérplægni, að við- halda þar íslenzkri tungu og þjóðerni og að varðveita sambandið við heima-þjóðina. Eru ávextirnir af því starfi hans enn ekki komnir fyllilega í ljós, en munu verða mönnum því glöggari, sem tímar líða, Má því óhætt segja, að hann verði harmdauði, eigi aðeins fjölskyldu sinni, sem hann var alveg einstakur heimilisfaðir, heldur og Vestur-íslendingum yfirleitt, einnig þeim, sem kunna að hafa verið andstæðingar hans í skoðunum, því að engum gátu dulizt yfirburðir hans. Einnig hér heima er það orð- ið alkunnugt, hversu ágætan son íslenzka þjóðin átti í framandi landi, þar sem Dr. Rögnvaldur Pétursson var, mann, sem ávallt bar heiður og sóma þjóðar sinnar fyrir brjósti hvar sem hann fór og vann ættjörð sinni hvar- vetna allt það gagn er hann orkaði. Sá, sem þessar línur ritar átti því láni að fagna, að vera náinn samstarfsmaður Dr. Rögnvalds Péturssonar að kirkjumálum um fjögurra ára skeið. Hefi ég aldrei kynnzt manni, sem mér virtist meiri höfðingi til orðs eða æðis. Hann var manna ram-íslenzkastur í lund og orð- bragði, enda lærður vel í fornum fræðum og hafði mikið ástríki á hinum fornu bókmenntum þjóðar vorrar. En hann líktist um það skáldinu Stephan G. Stephanssyni, sem hann dáði mjög, að jafnframt hafði hann vítt útsýni til þeirra hugsuða sem frjálsmannlegast hafa borið höf- uðið með engilsaxneskum þjóðum. Eðlisgerð hans var öll stórbrotin og nokkuð þótti hann jafnan stríður andstæð- ingum sínum. En þó var hann undir niðri ávallt hlýr í þeli og reyndar mildur og sáttfús, nema þar sem um stefnumál var að ræða, og var af öllum virtur því meir, sem menn þekktu hann betur. í síðasta bréfi sínu til mín fer hann þungum orðum um einræðisstefnurnar, sem hann sér eins og koldimman skýjabakka í austri og allt eðli hans reis öndvert í gegn. Dr. Rögnvaldur Pétursson var líkur því sem ég hugsa mér ýmsa hina fornu kirkjuhöfðingja af ætt Oddaverja eða Haukdæla. Hann hafði yndi af því að halda stórar veizlur eins og þeir og var víkingur og veraldarhöfðingi í aðra röndina, jafnframt því að vera öðrum mönnum andríkari í ræðustól. „Þegar þú kemur hingað öðru sinni, skrifar hann mér fyrir skömmu, „verður ekki eftir mörgum að spyrja af þeim, sem þú þekktir bezt. Þeir hafa flogið á vængjum morgunroðans og eru seztir við hið yzta haf“. Með Dr. Rögnvaldi Péturssyni er nú sá maður horfinn, sem mestur er sjónarsviptirinn að, og sá vinur minn vest- an hafs, sem ég sakna mest af öllum. En blessuð sé minning hans — og njóti hann sæll morg- unroðans við hið yzta haf. Benjamín Kristjánsson. Karlakór Akureyrar var stofnaður 26. jan. 1930 og á því 10 ára starfsafmæli um þessar mundir. Minntist kórinn þessa með hátíðarhaldi í Samkomuhús- inu síðasta laugardagskvöld, þar sem saman var komið hátt á 2. hundrað manns, kórfélagar og gestir. Var fyrst borðhald og mat- ur framreiddur rausnarlega. Und- ir borðum mælti Sveinn Bjarman fyrir minni kórsins, og Robert Abraham minntist söngstjórans, Áskels Snorrasonar, með ræðu. Nokkrir fleiri tóku til máls, og var sungið milli ræðuhaldanna. Eftir að staðið var upp frá borðum skemmtu menn sér lengi nætur við upplestur, söng, dans og sam- ræður. Karlakórnum bárust mörg heilla- óskaskeyti frá söngfélögum og einstökum mönnum. Að öllu fór .hóf þetta hið bezta fram. Leikfélag Akureyrar sýnir næst- komandi laugardag í fyrsta sinni og svo aftur á sunnudaginn leik- ina: „Hin hvíta skelfing“ eftir Árna Jónsson og „Apaloppan“, einkennilegan leik, þýddan úr ensku. Hefir sýning Leikfélagsins á leikjum þessum dregist um nokkurt skeið vegna veikinda eins leikandans. Vafalaust mun mörg- um leika hugur á að kynnast þess- ari sýningu, sérstaklega vegna leikrits Árna Jónssonar, því það verður að teljast mikill viðburður í leiklistarlífi okkar, er nýtt, ís- lenzkt leikrit kemur fram á sjón- arsviðið. Sr. Friðrik Rafnar tók sér far til Rvíkur með Esju í gær og verður fjarverandi 10—14 daga. í fjar- veru hans þjóna þeir sr. Benja- mín Kristjánsson og sr. Sigurður Stefánsson. I. O. G. T. St. Brynja nr. 99 heldur fund á miðvikudaginn 7. febrúar á venjulegum stað og tíma. — Stuttur fundur. Systra- kvöld! Bræður, fjölmennið, því að systurnar verða margar,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.