Dagur - 01.02.1940, Blaðsíða 2

Dagur - 01.02.1940, Blaðsíða 2
20 D A G U R 5. tbl. Fjártiagsaætlyn Akureyrarkaupstaðar fyrir yfir- standandi ár var afgreidd á fundi bæjarstjórnar 23. þ. m. — Tekj- ur eru áætlaðar sem hér segir: Eftirstöðvar frá f. ári 200000.00 Dráttar- og verðbréfa- vextir 2750.00 Skattar af fasteignum 98500.00 Tekjur af fasteignum 54150.00 Endurgr. fátækrastyrkir 15000.00 Ýmsar tekjur 70250.00 Tekjur af vatnsveitunni 32000.00 Frá hafnarsjóði 55000.00 Framlag frá Trygginga- stofnun ríkisins til elli- launa og örorkubóta og frá Jöfnunarsjóði 34000.00 Niðurjafnað eftir efn- um og ástæðum 473550.00 Hluti bæjarsj.'af tekjusk. 12000.00 Samtals kr. 1047200.00 Gjöldin eru áætluð: Vextir og afborganir lána 123450.00 Stjórn kaupstaðarins 44110.00 Löggæzla 16000.00 Heilbrigðisráðstafanir 6500.00 Þrifnaður 22000.00 Vegir og byggingarmál 21800.00 Til verklegra framkv.: (Atvinnubætur) 75000.00 Fasteignir 21800.00 Eldvarnir 13440.00 Framfærslumál 181000.00 Lýðtrygging og lýðhjálp 136200.00 Menntamál 109600.00 Ýms útgjöld 51300.00 Rekustursútgjöl Vatns- veitu Akureyrar 15000.00 Til hitaveiturannsókna 10000.00 Eftirstöðvar við árslok 200000.00 Samtals kr. 1047200.00 Bókavinir Þjóðvinafélagið og Menning- arsjóður hafa ákveðið að gefa út í sameiningu þess- ar bækur: 1. Aimanak pjóðvinafélagsins. 2. Antívari. 3. Barði Guðm.: Leitin að höf. Njálu 4. Huxiey fl.; Takmðrk og leiðir 5. Jðh. Sæm.: Aipýðieg heilsufræði 6. Hamsun. Sultur 7. L. Strachey: Vfktoria Englands- drotning. Verð allra þessara 7 bóka er a ð e i n s kr. 10 oo Bókasöfn og bókavinirt Petta er einstakt bókatilboð. Geristáskrifendur hið fyrsta. Áskriftalisti liggur frammi í Bókaversl. Þ. Tborlacius S-pilakeppni sú í Spilaklúbb Ak- ureyrar, er hefjast átti mánudag- inn 5. febrúar, hefir verið frestað til mánudagskvöldsins 12. febr. — Þátttökubeiðnum sé skilað til keppnisnefndar eigi síðar en 7. febrúar. af ýmsum litum Kaupfétag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. Vil kaupa gott _ Útvarpstæki. Upplýsingar í síma 421. Óskilahross. Ung hryssa, grá að lit. Mark: Heil- rifað hægra, fjöður fr. vaglskorið fr. vinstra, er í óskilum í Saurbæjarhreppi. Gefi réttur eigandi sig ekki fram inn- an 4 vikna frá dagsetningu auglýsing- ar þessarar, verður hún seld sem ann- að óskilafé. Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður. Melgerði 29. janúar 1940. Ólafur Jóhannesson. Guðsþjónustwr í Grundarþinga- prestakalli. Saurbæ, sunnud. 11. febrúar kl. 12 á hád., Grund, sunnud. 18. febrúar kl. 12 á hád., Kaupangi, sunnud. 25. febr. kl. 12. á hád. Kreppuláoasióðsliréf Óskast í skiptum fyrir Veðdeildarbréf. Upplýsingar gefur Bernb. Stefánsson Strandgötu 5. ¥asabék, með litprentuðum landabréfum af öll- um heiminum; nauð- synleg öllum sem fylgjast vilja með 1 ófriðarfréttunum fæst i Bókaversl. Þ. Thorlacius Haukur Snorrason: Syningar Norðurlanda í New York. (Framh.). I s 1 a n d. Leiíur Eiríksson og Þorfinnur Karlsefni stóðu vörð sinn hvoru megin íslandsskálans. Það var glæsilegur vörður og sæmandi minningu þessara fræknu land- könnuða í fyrsta sinn er íslend- ingar komu fram sem sjálfstæð þjóð í Vínlandi hinu góða. Við fordyrnar er hið risavaxna líkneski Stirling Calders af Leifi, eftirlíking minnismerkisins sem Bandaríkjastjórn færði íslenzku þjóðinni að gjöf 1930 og nú stend- ur á Skólavörðuholti í Reykjavík. Við bakdyr var hin glæsilega mynd Einars frá Galtafelli af Þor- finni. í skálaveggnum að baki Leifs er greyptur heljarstór skjöldur sem sýnir hnattstöðu íslands, Græn- lands og Ameríku og leið Leifs, en neðst á skildinum er upp- hleypt mynd af víkingaskipi. Á turninum vinstra megin skála- dyra er skjaldarmerki íslands. Þessi skreyting skálans, er snýr að Friðartorgi, er í senn fögur og sérkennileg. Eirliturinn á líkneski Leifs, fótstalli og skildi naut sín skemmtilega við hvítan vegginn og allt hið ljósa umhverfi. Mynd Leifs, höfðingleg og stór- brotin. sást hvaðanæfa að af Friðartorgi og dró athygli fólks að sér. Þegar inn úr dyrum er komið, blasir við heljarstór salur, en á hægri hönd liggja svalir stafna í milli og eru breiðir stigauppgang- ar við báða enda. Veggurinn á vinstri hönd er sem næst óbrot- inn, en hægra megin, undir svöl- unum, ganga fram þrír bogar, sem skipta hliðinni í þrjár nokkurn- veginn jafnstórar deildir. Er sú fremsta helguð fiskiveiðum ís- lendinga, sú önnur landbúnaðin- um og hin þriðja náttúru landsins. Loft og veggir eru málaðir blá- um lit, sem stingur mjög í stúf við allt hið ljósa umhverfi utan dyra, sem þreytt hefir augað, sérstak- lega ef að sólin hefir hellt geislum sínum miskunnarlaust yfir torgið, snjóhvítar hallirnar og sundur- leitan gestafjöldann, Vinstri skálahliðin dregur fyrst að sér athyglina. Gestirnir verða varir við sífelldar ljósabreytingar á veggnum og eitthvað, sem þar er á hreyfingu, og staðnæmast því á miðju gólfi og virða fyrir sér þetta undur. Á miðjan vegginn er þanið heljarstórt silkitjald, sem tekur því sem næst frá gólfi til lofts og langt til beggja handa. Með sterkum og fögrum litum er hnattstaða meginlands Evrópu, íslands, Grænlands og Ameríku máluð á tjaldið. í hornið vinstra megin, efst, er stór hringur sem sýnir norðurhvel jarðar, eins og jarðkúlan væri flött út eins og pönnukaka, og sjáum við síðar til hvers þetta er gert. Neðst í hornið hægra megin er komið fyrir les- máli og skjaldarmerki íslands. Og nú hefst æfintýrið á þessu skemmtilega landabréfi. Ljósgeisli í lögun eins og víkingaskip kvikn- ar í rótum Breiðafjarðar og færist hægt í áttina til Grænlands og um leið segja ljósstafir neðar á kortinu: „Eiríkur hinn rauði finnur Grænland 982“. Gestirnir fylgja nú ferð Leifs að suðurodda Grænlands og norður með land- inu vestanverðu. Þegar Eiríksfirði er náð, hverfur ljósskipið eitt andartak en birtist síðan aftur og sígur nú út frá Grænlandi í áttina til meginlands Ameríku og um leið skýrir ljósaletur frá því að þetta sé ferð Leifs til Vínlands árið 1000. Skip Leifs nær landi og siglir síðan suður með ströndinni allt til mynnis St. Lawrence- fljóts. Þá hverfur sýnin, en skyndilega birtir yfir heljarstórri upphleyptri mynd (diorama) við vinstri enda tjaldsins. Hún sýnir víkingaskip í góðum byr. í stafni stendur Leifur Eiríksson og renn- ir augum yfir hið nýja land fyrir stafni, en að baki hans miðskips sézt flokkur norrænna manna og blikar á skildina. Þessi mynd er öll hin fegursta og njóta menn hennar stundarkorn. En skyndi- lega dimmir yfir henni og nýtt æfintýri hefst á tjaldinu stóra. Ljósgeisli í lögun eins og flugvél leggur upp frá New York, þræðir norður ströndina, yfir Newfound- land og á haf út, — yfir Grænland sunnanvert og tekur stefnu á ís- land. Ljósaletur segir þetta vera flugleið Lindberghs 1933, Um leið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.